Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 3
ALÞYÐUMAÐURTMN 3 Við þökkum hjartanlega öllum, er sýndu vináttuhug og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu, Guðnýjar Mar- grétar Jónsdóttur. Fyrir hönd allra vandamanna Mundíana Jónsdóttir. Dagbjört Tveiten. ÖKUTAXTI Bílstjórafélag Akureyrar hefir ákveðið eftirfarandi kaup- taxta, sem gildir frá 1. Apríl n. k., fyrir 2^ tonns vörubif- reiðir með vélsturtum, eða vörubifreiðir með vélsturtum, er flytja sama þunga: Dagvinna ..................... kr. 20,00 á klst. Eftirvinna .................... — 24,00 - — Nætur- og helgidagavinna ......— 28,00 - — Fyrir keyrslu á kolum á bing greiðist kr. 1,50 meira á klukkustund. Minnsta keyrslugjald kr. 4,00. Kauptaxti þessi er samþykktur af Vinnuveitendafélagi Ak- ureyrar. Þögnin um kosningarn- ar í Finnlandi, Ýmsa furðar á þeirri þögn, sem ríkir um kosningarnar í Finnlandi. Frá þeim hefir eiginlega ekkert fréttst annað en það að jafnaðar- mannaflokkurinn er enn, sem fyr, stærsti flokkurinn í landinu. Þar næst kemur samfylkingarflokkur kommúnista, sem þeir mynduðu með mörgum smáflokkum og klofn ingum út úr stærri flokkunum, en náðu þó ekki nema 25 kommúnist- um kosnum. Mun þó ekkert hafa verið sparað af þeirra hálfu að not færa sér þá kúgunaraðstöðu, sem Rússar enn hafa í Finnlandi. Þótt kommúnistablöðin hér — þó ekki öll — séu að reyna að gera sér mat úr kosningunum í Finnl. geta þau ekki dulið þau sáru von- brigði er þau hafa orðið fyrir. Finnar skiluðu n.l. 70% atkvæða gegn kommúnistum og samfylk- ingu þeirra. Fer þá líka að verða skiljanlegt hve ófullkomnar fréttir berast af kosningunum, því, eins og vitað er, ráða fulltrúar Rússa yf ir því hvaða fréttir má senda út úr landinu. Og þeir kæra sig vafalaust ekkert um að umheimurinn fái rétta hugmynd um þann herfilega ósigur, sem vikapiltar Stalins í raun og veru biðu í kosningunum, og að Finnar eru einhuga um að láta ekki bugast undir okinu. Nýtísku samgöngur Það virðist eiga nokkuð langt í land ennþá, að flugferðir verði á- byggilegar samgöngubætur hér á landi. Sú hefir að minnsta kosti orðið reynslan í vetur. Fyrsta á- ætlunin var sú með póstsamgöngur milli Rvíkur og Akureyrar í vetur að farnar yrðu tvær ferðir í viku. Með bílum frá Rvík til Sauðár- króks og með skipi þaðan hingað, sem þá um leið yrðu flóabátsferð- ir. Þetta gekk að vísu ekki skrykkjalaust, en meðan þessi á- ætlun stóð, fengum við Akureyr- ingar póst tvisvar í viku. En svo átti að bæta úr þessu með því að láta flugvélar annast póstflutning- ana, og var þá landferðunum fækk- að um helming. En reynslan hefir orðið hin bágbornasta í þessum efnum. Við höfum oftast komið út með, að minnstá kosti blaðapóst, einu sinni í viku í stað tvisvar áð- ur. Hafa flugvélarnar alltaf látið blaðapóstinn sitja á hakanum, þrátt fyrir kvartanir pósthússins hér. Hefir hvað eftir annað orðið sá endir á, að póstinn hefir orðið að senda landleiðina. Hinar úreltu samgöngur hafa bjargað hinum ný- tísku, þegar í skömmina var komið Hjónaband: Ungfrú Margrét Pálsdóttir, símamær og Jóhannes Halldórsson, skipstjóri. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H'P A VIÐ OG DREIF Þóttust vilja að þjóðveldinu hlynna En inni fyrir annað brann, — engan kusu forsetann. „Ástar“ vegna á íslandi, að efla þjóðarhaginn brjótast vildu bölvandi bráðólmir í slaginn. Altaf kemur láni lið leiks- frá djörfum -köppum. Hve „yndislegt“ að una við ást í gæsalöppum! Ljótt og grimmt þótt lagi hvæs og líki eftir svani, altaf verður gæsin gæs, glæstra söngva bani. S. D. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði, Prentsmiðja Rjörn Jónssonar h. f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.