Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.04.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.04.1945, Blaðsíða 4
A L Þ Ý Ð u M A © U' R i ÍS N 4 TVÆR STULKUR I 1 óskast að KRISTNESHÆLI 14. Maí n. k. eða fyrr. — f MJÖG GÓÐ KJÖR. — Upplýsingar gefur YFIRHJUKRUNARKONAN. Frá kosningunum í Finnlándi í síðasta blaði var rætt lítilshátt- ar um það, að lítið annað fréttist af kosningunum í Finnlandi en lofræður kommúnistablaðanna um „afskiftaleysi“ rússnesku yfirvald- anna af kosningunum. Nú hefir ný rödd rofið þögnina. „Norsk Tidend“, málgagn norsku útlagastjórnarinnar í London, seg- ir um þetta 24. Febr. sl.: „Sem foringi finnskra sósíalista (hér er átt við jafnaðarmenn) hefir Vaino Tanner, forsætis- ráðherra og síðar fjármála- ráðherra, haft forystuhlutverk á hendi í styrjöldinni gegn Rússlandi. En enda þótt Finn- land hafi tapað í styrjöldinni, vildi hann halda áfram sem stjórnmálamaður og gaf kost á sér til framboðs við kosn- ingar á ný. Þá fannst Rúss- landi tími til kominn að leggja orð í belg þar er menn óskuðu ekki að fá anti-rúss- neska menn kjörna á þing Finna. Rússar vildu ekki skifta sér af finnskum innanríkismálum en létu formanninn í vopnahlés- nefndinni, Orlov, gefa í skyn á kurteisan og ákveðinn hátt, við Paasikivi forsætisráð- herra, að Rússar litu á það með mikilli undrun, að for- ystumenn finnskra stríðs- æsingamanna héldu áfram að halda opinberum stöðum sínum. Paasikivi hað þá Tanner og starfsbræður hans, Vaino Sa- lovara og Hakkila (hann kom hingað 1930) um að gefa ekki kost á sér við kosningarn- ar og þeir samþykktu það. En áður en Tanner hvarf af hinu pólitíska sviði lét hann ræki- lega frá sér heyra og sagði, að stjórnin heitti ekki aðferðum sem ættu skylt við lýðræði, þar sem menn væru neyddir til að bjóða sig ekki fram til þings.“ Að fengnum þessum upplýsing- um fara að verða skiljanleg orð kommúnistans, Sverris Kristjáns- sonar, í útvarpinu fyrir nokkru, þegar hann sagði að kommúnistar hefðu getað lagt sér til 99% greiddra atkv. í finnsku kosningun- um, ef þeir hefðu viljað. Og þá er líka hægt að giska sér til, hver sú „kurteisa en ákveðna“ orðsending hefir verið, sem Rússarnir sendu forsætisráðherra Finna fyrir kosn- ingarnar. Vírsvampar Könnupokar Könnuhringir nýkomnir. Kaupfél. Yerkamanna SÖÖÖÖÖÖÖOÖÖÖÍ PRENTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H*F GODDARDS- MUBLUBÓN nýkomið Kaupfél. Verkamanna immmmmmmmmmmmmé Frá ALÞÝÐUBLAÐINU 2. ársfjórðungur hófst 1. þ. m. Fastar bílferðir eru hafnar að sunnan tvisvar í viku, og bráðum hefjast daglegar ferðir. Það er því tilvalið tækifæri að gerast fastur kaupandi, einmitt nú. Mjög spenn- andi saga er nýlega byrjuð, og verður reynt að láta nýja kaup- endur fá hana frá byrjun, meðan upplagið þrýtur ekki. Alþýðublaðið er skemmtilegasta dagblaðið, enda fjölgar kaupend- um þess óðum. Blaðið kostar 5 krónur á mán- uði. Pantið það nú þegar hjá af- greiðslunni, Lundargötu 5. Sími 110. — Hringið, þá kemur það. Auglýsið í Alþýðum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.