Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Side 1
XV. árg. Þriðjudaginn 17. Apríl 1945 16. tbl. ÁrsjjiHö /þróttabandalags Akureyrar hófst 4. þ. m. og lauk á Sunnudag- inn var. Síðasta dag þingsins bauð stjórn bandalagsins fréttamönnum útvarps og blaða til kaffidrykkju að Hótel KEA og síðan á þingfund og skýrði þeim frá fyrirhuguðum hátíðahöldum, mótum og keppn- um, sem bandalagið gengst fyrir eða sér um á þessu sumri. Kennir þar margra grasa og djarflegra á- ætlana, og verður fæst af því talið hér nú. Þó má strax geta umfangs- mikillar hátíðar og íþróttasýning- ar 17. Júní n. k., Arsþings Í.S.Í., sem verður háð hér 28.—30. Júní n. k. og Islandsglímunnar, sem verður þreytt hér í samhándi við þingið. Verður alls þessa getið nán ar hér í blaðinu á næstunni. Gamall maður segir frá. „Dagur“ hefir gengið á fund Bernharðs Stefánssonar, alþingis- manns,. og spurt hann um álit hans á ríkisstjórninni og útlitið á hinum pólitíska vettvangi. Fer B. St. eins og Guddu í Skugga-Sveini, að hon- um finnst kerlingarsvipur á öllu. Sérstaklega bítur það illa á hann, að opinberir embættismenn skuli hafa fengið samræmingu í kaupi sínu, enda eru slíkar framkvæmd- ir í hrópandi andstöðu við megin- hugsjón Framsóknarflokksins og aðal baráttumál eins og stendur, allsherjar kauplækkun hjá launa- fólki. Roosevelt Bandarlkja- forseti látinn. FRANKLIN DELANO ROOSEVELT, forseti Bandaríkj anna, varS bróðkvaddur að Warm Springs í Georgía síðdegis 12. þ. m 63 óra að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Er ekki ofsagt að hann hafi orðið harmdauði öllum þeim, sem unna frelsi og lýðræði, hvar í heiminum sem er; enda á hann litið, sem þann stjórnmálamann nútímans, er líklegastur væri til að leiða það starf er bíður Bandamanna, er þeir standa yfir moldum nasismans. En stórmennin falla eins og hinir, sem lægra her. Um það verður ekki sakast. En ekki er það að á- stæðulausu að ugg slær að smáþjóðum við þessa helfregn, jafn öruggar vonir og þær höfðu bundið við hinn víðsýna þjóðhöfð- ingja, sem virtist þekkja og virða sjálfstæðisþrár þeirra og frelsishugsjónir betur en nokkur annar. Þær munu líta svo á að með dauða Franklín Delano Roosevelts hafi þær verið svift- ar vini og verndara, sem þeim hefir aldrei verið meiri þörf en nú að eiga. Hér er þess enginn kostur að geta æfistarfs þessa manns, enda þekkti hann allur hinn siðmenntaði heimur. Verða þvj engar tilraunir gerðar til þess. Það munu margir aðrir verða til þess. * * * Þegar fregnin um dauða forsetans harst hingað til lands, voru fánar dregnir í hálfa stöng á opinberum byggingum í höf- uðstaðnum og víðar um landið Forseti íslands og utanríkis- % málaráðherra sendu samúðarkveðjur vestur. Minningarathöfn fór fram í dómkirkjunni í Reykjavík á Laugardaginn að til- hlutun bandarísku herstjórnarinnar hér á landi, og dagblöð höfuðstaðarins hafa minnst hins látna þjóðhöfðingja á viðeig- andi og veglegan hátt. Hefir ísland sérstaka ástæðu til að minn- ast Franklín Delano Roosevelts með hlýhug og virðingu fyrir vináttu hans og virðulega framkomu við land og þjóð.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.