Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Blaðsíða 2
ALÞ??¥MAÐURINN HVAÐ EIGA BÖRNIN AÐ GERA? HVAR EIGA ÞAU AÐ VERA? Niðurlag. í fyrri hluta þessarar greinar var að því vikið og sönnur færðar á það, að leikir barnanna í bænum og framferði allt bæri svip af því sem þau lærðu af kvikmyndunum, útvarpinu og fréttamyndum blað- anna. Þó láðist mér að geta barna- myndanna, sem blöðin hafa flutt undanfarið, sem máski hafa átt hvað mestan þátt í að vekja .og æsa drápgirnd og skálkakennd með miður gefnum börnum, og illa upp- lögðum, sem kallað er. Er þetta þó svo mikilvægt atriði að því má síst gleyma. Þá sný ég mér að því að svara í fám orðum spurningunum semeru yfirskrift þessarar greinar. Það er kvartað undan ólátum barnanna á götunum. Þetta er ekki að ástæðulausu. En hvar eiga börn- in að vera? Ekki verða þau kúlduð innan húsa. Og meðan bæjarfélag- ið sér ekki fyrir leikvöllum handa börnunum, verða þau á götunni, haga sér ósæmilega, yfirleitt, mið- að við siðsamt götulíf. Er þá síð- ari spurningin til meðferðar: Hvar eiga börnin að vera? Það á að gera tvennt fyrir börn- in, bæði þeirra vegna, bæjarfélags- ins og þjóðarinnar. Það á að leggja miklu meiri á- herslu en verið hefir á sumardvöl barna í sveit. Bæði að koma þeim í dvöl á góðum sveitaheimilum, og stofna og starfrækja sumardvalar- heimili fyrir börn. Hið rólega sam- líf við náttúruna, skepnurnar, fuglana, og kynningin af daglegu starfi fólksins, róar og styrkir taugar barnsins. Kennir því að hugsa, rannsaka og álykta, einmitt á þeim aldri, sem sál þess er að mótast til sjálfstæðs starfs. Ættu barnakennarar að starfa að þess- um málum, því það myndi létta störf þeirra við kennsluna að vetrinum, ef sumar barnanna yrði með öðrum og hollari hætti, en götulífið í bæjum og þorpum hefir upp á að bjóða. Þá eru það börnin, sem eru dæmd til að eyða sumrunum í bæj- unum. Fyrir þau verður að byggja leikvelli, sem fjarst ys og skarkala bæjarins, ekki til að láta börnin ganga þar sjálfala undir stjórn óknyttabarna og unglinga, heldur eiga þessir leikvellir að vera skól- ar á sína vísu, þar sem börnunum eru kenndir fallegir leikir, prúð framkoma og drengileg o. s. frv. Nokkur ár hefir dálítill leikvöll- ur verið starfræktur norðarlega á Oddeyrinni. Ymislegt er ábótavant um útbúnað hans, en þó er það verst við þenna eina griðastað ungviðisins á Eyrinni, að gæsla hans hefir verið ónóg, og engin kennsla í góðum siðum farið fram. Hér hefir því ekki verið um annað en málamyndarkák að ræða. Ur þessu þarf að bæta. Börnunum verður að ætla fleiri leikvelli, og rekstur þeirra verður að vera þannig að börnin hafi bæði gagn og gaman af að dvelja þar. Umsjón þeirra verður að fela fólki, sem hefir hlotið einhverja menntun í gæslustarfinu, og finnur ánægju í að vinna að þessum málum. A og hlýtur leikvallastarfið að verða einn þátturinn í uppeldi kaup- staðabarnanna í náinni framtíð. Eg læt svo þessar götuhugleið- ingar mínar fara til réttra aðila — uppfræðara barnanna í bænum. Það er ekki nóg að lýsa undrun sinni yfir vaxandi óknyttum barn- anna og ómenningu götulífsins. Hér eru það, sem víðar, fram- kvœmdirnar einar, sem geta bætt úr ástandinu. Þær einar og ekkert annað. ■ w* Gvendur á götunni. Árnt Jðhannsson aðalgjaldkeri Kaupfélags Eyfirðinga og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, andaðist að heimili sínu, Þingvallastræti 1, að morgni 12. þ. m. Hann var 63 ára, fæddur 16. Mars 1882 að Gröf í Kaupvangssveit. Fluttist hingað til bæjarins á yngri árum og dvaldi hér síðan. Var lengst af í þjónustu K. E. A. Arni starfaði mikið í ungmennafélagsskap og; Góðtemplarareglunni. Sat í bæjar- stjórn Akureyrar í mörg ár og var forseti hennar síðustu árin. Þótti hann alls staðar góður starfsmað- ur, skyldurækinn og samvinnulip- ur. Kvæntur var hann Nikolínu Sölvadóttur, bónda í Kaupangi. Dætur þeirra þrjár eru giftar hér í bænum. Friírik Einarsson verkamaður, andaðist að heimili sonar síns, Sigurbjarnar, Norður- götu 35, í síðustu viku. Friðrik var rnaður gegn og vinsæll. Er hanu þriðja manneskjan, sem deyr í þessu sama húsi á skömmum tíma. Aður hafði kona Sigurbjarnar og móðir dáið með stuttu millibili. Er slíkt mannfall með einsdæmum, og sorglegt að sama skapi. Jón Guðmnndsson timburmeistari og síðar útgerðarmaður, andaðist að heimili sínu, B'rekkugötu 27, aðfaranótt s. 1. Fimmtudags, sjöt- ugur að aldri, og tveim dögum bet- ur. Jón var Svalbarðsstrend infur, lærði ungur trésmíði og dvaldi er- lendis nokkur ár til að fullnema sig í iðn sinni. Starfaði lengst æf- innar að húsasmíði, og rak útgerð síðustu árin. Starfaði mikið í Iðn- aðarmannafélagi Akureyrar. Sat í bæjarstjórn um skeið og kom mjög

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.