Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.04.1945, Blaðsíða 3
ALÞÝDUMAf)URT,VTN 3 Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Árni Jóhannsson aðalgjaldkeri andaðist 12. þ. m. Jarðarförin hefst með bæn frá heimili hins látna, Þingvalla- stræti 1, þriðjudaginn 24. þ. m., kl. 1.30 e. h. NIKÓLÍNA SÖLVADÓTTIR. ERNA ÁRNADÓTTIR. BALDUR GUÐJÓNSSON. ANNA ÁRNADÓTTIR. KRISTJÁN VALDIMARSSON. SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR. KÁRI JOHANSEN og BARNABÖRN. Maðurinn minn, Jón Guðmundsson byggingameistari verður jarðsunginn Laugardaginn 21. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili okkar Brekkugötu 27, kl. 1 e. h. Eftir ósk hins látna eru blóm afbeðin. Maria Hafliðadóttir. við ýms framfaramál bæjarins, og var þó hlédrægur um skör fram. Þótti Jón hinn mætasti maður, hvar sem hann kom fram. Hann var giftur Maríu Hafliðadóttur, fyrrum ljósmóður. Lifir hún mann sinn, ásamt syni og dóttur, sem bæði eru gift hér í bænum. Elín Halldörsdóttir ekkja, Grundargötu 4 andaðist að heimili dóttur sinnar Indíönu s. 1. Sunnudagsmorgun, öldruð kona, vel kynnt. Hinar dttalegu heimasætur Flokkastríð stendur nú yfir í „Kron“ -í Reykjavík. Verið er að kjósa fulltrúa á aðalfund félags- ins, og ætla kommúnistar sér að ná undirtökunum í félaginu upp úr næsta aðalfundi og gera „Kron að fjárhagslegri og pólitískri mjólkur- kú kommúnistaflokksins. Beita þeir í þessari sókn hinum alþekktu kommúnistaklækjum og uppvöðslu hætti, og stilla alls staðar upp hreinræktuðum kommúnistum. en það hefir áður verið venja að stilla upp og kjósa fulltrúa úr öll- um stjórnmálaflokkum með tilliti til styrkleika hvers flokks í hverri sérstakri deild. „Þjóðviljinn“ skýrir þessar að- farir, sem einn þáttinn í „samein- ingar“-starfi kommúnista, og her það upp á hina flokkana að þeir séu að kljúfa félagið!! Ritstj. „Verkam.“ er nýkominn heim frá aðal-bækistöðvunum, en virðist hafa tapað af línunni á leið- inni heim. Hann viðurkennir að vísu að þetta sé ein tegund „sam einingarinnar", en sem „vellukkað áhlaup“, eins og stendur í þýsku stríðsfréttunum, vegna þess að að- alfundir S. í. S. undanfarin ár hafa ekki viljað fallast á þá sameining- artillögu kommúnista að kljúfa S. í. S. í tvö sambönd. Þó virðist þetta ekki vera aðalatriðið hjá „Verka- m.“ heldur hið óttalega tilfelli, sem á að hafa átt sér stað í byrjun kosninganna í „Kron“. Þá hafa átt að ganga inn í „Kron“ tvær heima- sætur. — Hugsið ykkur! Tvær heimasætur, sem líka eiga heima í „húsi eins af ráðamönnum S.I.S.“. Og þessar „tvær heimasætur“ tóku bara heila deild af kommúnistum! Þeir fengu bara ekki eitt einasta kvikindi á sinn öngul! Og svo voru þær „kornungar“ í ofanálag, og engar minnstu líkur fyrir að þær dæju á næstunni! Þá greip skelf- ingin kommúnistaforustuna. Næsta dag á eftir rak hvert neyðarópið annað frá aðalbækistöðvum flokks- ins, gegnum útvarpið. Allar sellur — allir forystumenn og trúnaðar- vinir voru samstundis kallaðir á vettvang, og í lok útvarpsskrárinn- ar um kvöldið, rétt á undan þjóð- söngnum, kvað við síðasta neyðar- ópið, eins og frá skipi í sjávar- háska, — hver einasti kommúnisti í allri Reykjavík var kallaður til herstöðvanna á Skólavörðustíg 19 fyrir kl. 12 á miðnœtti! Þær geta trauðla verið nokkrar meðalmanneskjur þessar „tvær heimasætur“. Verzlnnarsamninflur Tið Svfþjúb. Samkv. tilkynningu frá ríkis- stjórninni 10. þ. m. voru 7. þ. m. undirritaðir í Stokkhólmi verslun- arsamningar milli íslands og Sví- þjóðar, sem gilda til Marsloka 1946. Er þar gert ráð fyrir að ís- lendingar selji Svíum 125 þús. tunnur af síld á þessum tíma, en á hinn bóginn veiti Svíþjóð útflutn- ingsleyfi til íslands, meðal annars á eftirtöldum vörum: Iðnaðarvör- um ýmiskonar, svo sem vörum til uppsetningar á rafstöðvum, efni- vörum til vitabygginga, rafvélum og öðrum ' rafmagnshlutum, síma- efni, bátavélum, landbúnaðarvél- um, skilvindum, kæliskápum, papp ír og pappa, eldspítum, verkfær- um, trjávörum og timburhúsum. Allt þetta er auðvitað miðað við að samgöngur komist á á milli landa, og t. d. er síldarsalan háð þeim möguleika að hægt verði að flytja inn tunnur til síldarsöltunar í tæka tíð. Sendisvein vantar í A K R A

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.