Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Síða 1
ÁvarpS' orð. Nú þegar Alþýðumaðurinn kemur út á meðal almennings í helmingi stœrra formi en áður, þykir rétt að hann kynni erindi sitt til lesenda með nokkrum orð um. Útgefendur hans hafa lengi til þess fundið, hve þeim liefir verið sniðinn þröngur stakkur á ritveliinum með jafn litlu blaði og þeir hafa haft yfir að ráða, og yfirstandandi tímar og útlit- ið framundan gera það enn meira aðkallandi en nokkru sinni fyr, að hefja sókn þar sem áður hefir orðið að una við við- nám. Án þess að farið sé að spá nökkuð fram í tímann, dylst það vafalaust engum heilskyggnum manni, að vel verður að standa á verði um frelsi og réttindi al- þýðu á landi hér, ef hrammur þeirra einrœðisafla og upp- vöðsluháttar, sem styrjaldaræð- ið hefir magnað í landinu und- anfarin ár, 'á ekki að hneppa hana í andlega og atliafnalega fjötra. Alþýðuflokkurinn telur það eitt af sínum höfuð-verkefn- um að berjast gegn hverju því afli, sem ganga vill á lýðræðis- legan rétt einstaklinga og stétta til frjálsra athafna í þarfir and- legs og efnalegs þroska og menn- ingar. I þessu starfi er öflugur blaðakostur eitt sterkasta aflið. Og það er einmitt á þessu sviði, sem Alþýðuflokkurinn færir út kvíarnar meir en nokkru sinni fyr á einu ári. Eins og áður hefir verið drep- ið á hér í blaðinu, og í dag gef- ur að líta hér í blaðinu, liefir Al- þýðuflokksfélag Akureyrar sett sér ákveðnara starfssvið í ná- inni framtíð en áður liefir verið gert kunnugt. Stœkkun blaðsins er líka. bein afleiðing af þessu, því þá býðst betra tœkifœri að ræða. þau mál, sem á dagskrá eru á hverjum tínia og geta nýrra, sem taka þarf til meðferð ar. Af stœkkuninni leiðir það einnig, að blaðið getur meira gert fyrir Alþýðuflokksmenn í Norðlendingafjórðungi en verið hefir. Blaðið fær aðstöðu til að ræða staðbundin áhugamál Maí Verklýdsfélag Aknrejrar KVÖLDSKEMMTUN í Sankomuhúsinn kl. 9 - Húsið opnað ki. 8,30 SKEMMTISKRÁ: 1. SAMKOMAN SETT. Erl. Friðjónsson kaupf.stj: 2. SÖNGUR. Smárakvartettinn 7 3. RÆÐA DAGSINS. Helgi Hannesson, kennari 4. KVÆÐI. Heiðrekur Guðmundsson, skáld 5. KVIKMYNDIR. Edv. Sigurgeirsson, ljósm. 6. SÖNGUR. Smárakvartettinn 7. UPPLESTUR. Bragi Sigurjónsson, kennari tÁ 8. UPPLESTUR. Jón Norðfjörð, leikari 9. SÖNGUR. Smárakvartettinn. Aðgangur kr. 3.00, seldur við innganginn. ■ Agóðinn rennur til Björgunarskútu Norðurlands. Komið og skemmtið ykkur! FYLLIÐ HÚSIÐ! L Maí-néfndín3 A < < * X Iju IXI n n fl ijj'i fln þeirra og verða þeim vopti í bar- áttunni við íhald og skilnings- skort á starfi Alþýðuflokksins í sveitamálum. Tekur blaðið feg- ins hendi við röddum fram- gjarnra tnanna, hvort sem er við sveit eða sjó, og vill flytja þœr fólkinu út um byggðirnar, eftir því sem við verður komið. Mœtti þá því takmarki verða náð að Alþýðum. verði fjórðungsblað Alþýðuflokksins á Nörðurlandi. Um annað almennt efni blaðs- ins verður þetta tekið fram: í blaðið munu rita fleiri menn en áður, og því verða meiri fjöl- breytni í rökrœðum um lands- mál. Ilið almenna blaðaefni verður líka fjölbreyltara. Inn- lendar fréttir meiri, getið fleiri bóka og menntamálin skipa nokkurl rúm. Bœjarmálin, önn- ur en liin hagsmunalegn, verða líka meira rœdd. T. d. mun Gvendur á götunni kveðja sér hljóðs af og til um útlit bœjarins og daglegan brag allan. Ef til vill verða húsmœðurnar heim- sóttar í eldhúsinu, og áhugamál- um unga fólksins œtlað eitthvert rúm. En af því Alþm. verður, þrátt fyrir stœkkunina, samt sem áður eitt af jninni blöðum lands- ins, biður hann alla þá, sem senda honurn efni til birtingar, að temja sær að vera fáorðir en kjarnyrtir. I næsta blaði kemur fram- hald af starfsskrá Alþýðuflokks- félagsins, og þá fjallað um menntamál. c.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.