Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 3
•3 -Þriðjudagnin 1. Maí. ALÞÝÐUMAÐURINN nýja mögul. til iðnaðar, mögu- leika, sem að vísu eru flestir ó- notaðir enn þá, en liins vegar má búast við, að framtakssamir menn fari að hagnýta, og skipt- ir þá miklu, hve skilningsgott bæjarfélagið verður í þeim mál- um. Enn má benda á það, að ekki virðist nema sjálfsagt, að Itæjarbúar standi einliuga um það, að áburðarverksmiðja sú, sem rætt hefir verið um, að rík- ið reisi, verði hér sett á Akur- eyri, komi það í ljós við ítarlega rannsókn, að rekstur hennar verði hér hagkvæmastur. Um tunnuverksmiðjumálið hefir þeg ar verið ítarlega rætt hér 'í blað- inu, og er því ekki ástæða til að íjölyrða um það að sinni. Loks skal hér lítillega vikið að smábátaútgerðinni og aðbúð hennar. Þeim mun alltaf fækka, sem leggja þessa atvinnu fyrir sig, og mun það nokkuð stafa af því, að hún sé ekki að sama skapi arðsöm, sem hún er mas- söm, en þó meir af hinu, að bæj- arfélagið sýnir þessari atvinnu- grein litla ræktarsemi. Það hefir gert þá menn, sem hana stunda að hálfgerðum utangarðsmönn- um, sem hvergi mega í friði vera með útbúnað sinn. Því verður heldur ekki neitað, að skúrar þeir, sem þessari útgerð fylgja, eru oft lítil bæjarprýði, en oft stafar það af því, að ekkert er Framhald á 4. síðu. Auglýsing um skoðun bifreiða og bifhjóla í Eyjafjarð- arsýslu og Akureyrarkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin ár- lega skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram á þessu ári, s«n hér segir: Hinn 8. maí mæti A- 1-A- 30 - 9. - 11. - 14. - 15. - 16.. r 17-, - 18. - -22. - 23. - 24. - 25. - 28, A- 31-A- 60 A- 61-A- 90 A- 91-A-120 A-121-A-150 A-151-A-180 A-181-A-210 A-211-A-250 A-251-A-280 A-281-A-310 A-311-A-340 A-341-A-370 A-371-A-390 Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bif- reiðar sxnar og biflijól þessa tilteknu daga, við lögregluvarð- I stöðina, frá kl. 9-—12 árdegis og kl. 1—5 síðdegis. Þeir, sem eiga íarþegábyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. apríl 1944 til 1. april 1945, svo og skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu öku- manns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sér- hverja bifreið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bifreiða- stjóra. Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til I skoðunar og tilkynni éigi gild forföll, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. . Bæjarfógetinn á Akureyri, 18. apríl,1945. Friðj ón Skarphéðinsson t Öllum þeixn mörgu einstaklingum og félögum, er á marg- víslegan hátt heiðruðu minningu okkar elskulega eiginmanns, föður, bróður, tengdaföður og afa, ÁRNA JÓHANNSSONAR, GJALDKERA, og vottuðu okkur samúð með skeytuin, blómum og minningar- gjöfum og á margvíslegan annan hátt, færum við hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll! NIKÓLÍNA SÖLVADÓTTIR. SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR. KÁRI JOIIANSEN. ANNA ÁRNADÓTTIR. KRISTJÁN VALDIMARSSON. ERNA ÁRNADÓTTIR. BALDUR GUÐJÓNSSON. MARÍA ÁRNADÓTTIR. OG BARNABÖRN. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför JÓNS GUÐMUNDSSONAR, byggingameistara. Aðstandendur. Hjai’tans þakkir til allra þeii’ra, sexn auðsýndu samúð við andlát og jarðarför föður okkar FRIÐRIKS pINARSSON- AR, og heiðruðu minningu hans á annan hátt. Jórunn S. Friðriksdóttir. Sigurbjörn Friðriksson. Það tilkynnist hér með, að maðurinn minn, Bjarni Pálsson, andaðist að heimili okkar, aðfaranótt Fimtudagsins 26. þ. m. Jarðarförin er ákveðin Fimtudaginn 3. Maí n. k. og hefst með bæn að heimilinu, Krabbastíg 2, kl. 1 e. h. Sigríður Helgadóttir. Aðalfundur Kaupfélags Verkamanna, Akureyri verður haldinn í Verslunarmannaliúsinu 6. Maí n. k. og hefst klukkan 1 síðdegis. DAGSKRÁ: | 1. Fundarsetning 2. Rannsókn kjörbréfa 3. Skýrsla stjórnarinnar 4. Skýrsla framkvæmdarstjóra 5. Reikningar félagsins 6. Skifting ársarðsins 7. Lagabreytingar 8. Framtíðarstarfsemi félagsinsi 9. Kosningar. 10. Önnur félagsmál. Akureyri, 27. Apríl 1945. Félagsstjórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.