Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 4
4 A L P I U U 1V1 A tl U K 1 IN1\ Priöiudaginn 1. IV :ý$ESýssýýs$ssssscsst<t«$«-tttsst<«stsssc«s«s««««,c«<s«ýt,sss«t««s««stsst<ssýS'Sstýtt«ssssssssssssssssýsss»»»sssssssýssýssýsýstýtýSýssss»ssýýssýssssssssý$sýý$$ýSýsssýSý$sssssgr ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriÖiudaainn 1. Maí. Bókin, sem seldist í 35 þúsund eintökum á einum degi í Danmörku, en var síðan gerð upptæk af Þjóðverjum Þeir áttu skilið að vera frjálsir eftir Kelvin Undemann í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar, menntaskóla- kennara, og Kristmundar Bjarnasonar, stúdents Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi hefur þýtt gamlar þjóðvísur sem eru í bókinni. — Sagan gerisi á nokkrum mánuðum á Bornhólmi, árið 1658. Þá um vorið haíði Bomhólmur, ásamt Ská: verið látinn af höndum við Svía. Hálfu ári síðar var Danmörk aftur komin í ófrið við Svíþjóð og barðis þetta skipti fyrir frelsi sínu og lífi. Þó að Bornhólmsbúar gætu ekki vænzt neinnar hjálpar irá-Dönum, hófu þeir uppreisn og brutust undan valdi Svía. Undraverðast var, að uppreisnin brauzt út, og henni lauk með fullum sigri eyjarskeggja tveimur mánuðum áður en Karl Gustav X. gerði misheppnaða tilraun til að taka Kaupmannahöfn með áhlaupi, en ósigur hans þar bjargaði Danmörku. Lesandinn kynnist Printzenskiöld landstjóra, þrítugum manni, gáfuðum og alvarlegum, er gjarnan vill eiga góð skipti við landsbúa. Harðsnúnasti andstæðingur Svía er jafnaldri hans, Jens Koefoed, fulltrúi Bomhólmsbúa, gæddur sérkennilegu glaðlyndi þeirra og ó- bugandi frelsisþrá. En sagan lýsir ekki aðeins einkennilegum mönnum og æsandi ævintýmm. Hún sýnir í skuggsjá máls og stíls líf og drauma lítillar þjóðar á örlagastund. „Á þeim dimmu dögum, sem nú drúpa yfir Danmörku, verður myrkrið stundum svo svart, að stjömumar blika. Allt i einu hefir Holger danski skotið upp höfðinu. Kirkjan á að syngja hósíanna, því að danska þjóðin er að vakna: Ef yfirvöldin vemda ekki rétt vom, gemm vér það sjálfir. Kelvin Lindemann er þegar minnst varir, kominn til okkar færandi hendi. . ,«Þeir áttu skilið að vera frjálsir" heitir nýjasta bókin hans. Ég ætla að vara mig á að mæla með henni. Hún er of góð til þess. Látum hana gera það sjálfa.“ &S — Kaj Munk er of góð til pess að mœlt sé með henni. Latum liana gera það sjáiia.u Kaj IMunk Kýý$ýtýýýýýýýýýýýýý{ýýýýýýýýýýýýýýý»ýýýSS«$«$S$SSS«$S«$SSS«SS«SS$S«SSSS«SSSSSýSýýýSýSSýýýSSSSS$S$S$SS$SS$SSSSSSSSSSSS$SSS$SS$SSSSSSSSSSS$SSSSSSS$S$SSSSSSSSS«< STARFSSKRÁ ALÞÝÐU- FLOKKSFÉL. AKUREYRAR Framhald af 3. síðu. til þp.irra vandað af óttanum við að verða að hrekjast eitthvað til með þá, þegar minnst vonurn varir. Það virðist því vera kom- inn tími til, að hærinn ætli þess- ari útgerð vísan stað og taki að sýna henni fulla alúð, því að nógu illa er bærinn settur urn neytslufisk, þótt ekki versni. Um húsnæðismál og vegamál mun rætt verða seinna og gerð þá nokkur grein fyrir, hvað helst er að og hvað írekast gæti orðið til úrbóta. GLÆSILEG SÖN GSKEMMTUN Tónlistarfél. Akureyrar efndi til fyrstu hljómleika sinna á þessu sumri sl. Fimtudagskvöld. Þá söng Guðmundur Jónsson, barytonsöngvari á vegum félags- ins hér í Samkomuhúsinu, fyrir styrktarfélaga félagsins og gesti. Á söngskránni *voru 14 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Skílaði söngvarinn þeim öllum við mikla hrifni áheyrenda og gaf mörg aukalög í viðbót. Við hljóðfærið var Fritz Weisshap- pel. Húsið var þétt skipað áheyr- endum, sem fögnuðu listamönn- unum ákaflega. Einnig barst söngvaranum veglegur blóm- vöndur. Tónlistarfélagið hefir ákveð- ið tvö önnur tónlistarkvöld á þessu sumri. 1 næsta mánuði er ákveðið að Páll ísólfsson, tón- skáld flytji hér kirkjuhljóm- leika á vegum félagsins, og síð- ar hefir Strengjasveit Tónlistar- skólans hljómleika hér. Sýnir allt þetta lofsverðan á- huga félagsins fyrir að auka tónmennt í bænum og kynningu á því besta, sem vér höfum yfir að ráða á því sviði. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, hefir stækkað mikið nú nýverið. Kymíist hinum róttæku athöfnum Alþýðufl. á Vestfjörð- um. Kaupið Skutul. Fæst á af- greiðslu Alþýðumannsins. : •■■■ Alþýðublaðið kemur framvegis þrisvar í viku, og bráðum á liverjum degi. Gerist kaupendur frá 1. Maí. — Blaðið má'panta lijá afgr. Lund- argötu 5, sími liO. Blaðið fæst keypt í lausasölu í Bókaverslun Gunnl. Tr. Jónssonar, Verslun Baldurshagi og í Kaupfélagi Verkamanna, matvörudeild. Alþýðumaðurinn er borinn í öll hús í bænum í þetta sinn. Þeir sem vilja gerast kaupendur blaðsins frá þessum tíma, geta pantað það á afgr. í Lundargötu 5, sími 110, og Kaupfélagi Verkamanna, sími 20. Alþýðumaðurinn fæst í lausasölu í Kaupfélagi Verka- manna, matvörudeild, og í Versl Baldurshagi. Ábyrgðarmaður: Erlingúr Fricfjónsson. Prentsm, Björns Jónssonar h. f. Síékið kvöldskemmt- un Verklýðsfélagsins í kvöld! i Það fer ekki á milli mála, að hver sá, sem athugar auglýsing- arnar um skemmtanirnar í dag — 1. Maí, viðurkenni að kvöld- skemmtun Verklýðsfélagsins í Samkomuhúsinu í kvöld, sé það besta sem fólkið á völ á í þetta sinn. Eins og alltaf áður,. er sér- staklega til skemmtunarinnar vandað. Aðal-ræðumaðurinn er einn snjallasti bardagamaður verklýðshreyfingarinnar — for- maður verklýðsfélagsins „Bald- ur“ á ísafirði — víðsýnn og orð» slyngur. Mun marga fýsa að heyra hann og sjá. Þá mæla aðr- ir skemrhtikraftarnir með sér sjálfir (sjá gluggaauglýsingarn- ar og augl. á 1. síðu Alþm. í dag). Aðgangseyririnn. er svo lágur að allir geta þess vegna sótt skemmtunina..Komið tíman- lega, því mikil aðsókn er þegar viss. Aðgöngumiðar við inngang inn. * • ■'• ■ -•■•■ * ’

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.