Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Page 1

Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Page 1
uriusx XV. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 8. Maí 1945 19. tbl. Styrjðldioiii í Errðpu lokið Herveldi nasismans V - - — ----T-r Wmm- hrunið í fústii : .: Hver undirokaða þjóðin af annari endur- lieinita frelsi sitt. . TÍMI FRIÐARINS FRAMUNDAN þúsunda, gefast upp fyrir B.anda eigin hendur framkvæmd þess. mönnum. Dómstólar vorir verða að fjalla 2. þ. m. fóru Bretar inn í um málin. Ilér er réttarríki.“ Hamborg — stærstu hafnarborg Breskar hersveitir komu loft- CHURCHILL jorsœtisráðherra Bretlands Þýskalands — án mótspyrnu leiðis til Kaupmannahafnar á frá Þjóðverja hálfu. Svo kom til- Laugardaginn og á Sunnudaginn Það hefir ekki verið auðvelt að rita niður erlendar fréttir undanfarna viku. Hver stórvið- burðurinn hefir rekið annan, og varla hefir blekið verið orðið þurt úr pennanum þegar nýir viðburðir hafa gert það úrelt, sem áður hefir verið ritað. Eitt er þó staðreynd, sem í bili stendur óhaggað. Vopnavið- skiftum er lokið hér í álfu. Hrun herveldis Hitlers-Þýzkalands er algert. Og undirokuðu þjóðirnar heilsa fagnandi endurheimtu frelsi. Máske væri rétt að láta hér staðar numið. Viðburðirnir eru stærri og áhrifaríkari en það, að orðin túlki þá til fullnustu. En rás viðburðanna hefir, í stórum dráttum verið þessi: 27. f. m. gafst Ítalía upp fyrir fullt og allt. Mussoline og nán- ustu fylgifiskar hans teknir af lífi. 2. Maí féll Berlín fyrir fullt og allt fyrir Rauða hernum. For- ingjar nasista hverfa af sjónar- sviðinu. Sagðir hafa framið sjálfsmorð. Nöfn eins og Hitler, Göring, Göbbels, Himler, og hvað þeir nú allir heita, nasista- glæpamennirnir, tilheyra liðna tímanum — að því er upp er gefið. Svo fylgja á eftir sömu frétt- irnar svo að segja á klukkutíma fresti. Þúsundir þýskra her- manna, tugir þúsunda, hundruð kynning um kvöldið 4. þ. m.: Þýski herinn í Norðvestur- Þýskalancli með úteyjum, Norð- ur-HoUandi og Danmörku hefir gefist upp fyrir Bretum. Sama kvöldið var mynduðu stjórn í Danmörku. Forsætisráðherra er jafnaðarmaðurinn Buhl, sá er tók við er Stauning andaðist. — Utanríkismálaráðherra er Christmas Möller. Morguninn eftir ávarpaði konungur þjóð sína. Einnig forsætisráðherrann. Afskaplegur fögnuður var með- al íbúa Danmerkur. Allt kvöld- ið og alla nóttina var krökkt af syngjandi og fagnandi fólki. — Máske túlka eftirfarandi orð úr ræðu forsætisráðherrans best undirölduna í gleði fólksins, næst vissunni um það, að stjórn- arfarslegt frelsi var endurheimt. Honum fórust meðal annars orð á þessa leið: „Landið stendur í skrúða og sundin eru blá. Þjóð vor altekin innilegum fögnuði. Vér höfum öðlast frelsið eftir fimm þung- bær ár. Oss býr ekki hatur í brjósti, heldur gleði og þakkar- gjörð.“ Þau eru látlaus þessi orð, en segja þó meir en yfirborðs- mælgi. En Danir krefjast rétt- lætis, og ætla að beita því gagn- vart þjóðníðingum og morðingj- um. Um það sagði ráðherrann: „Réttlætið verður að fram- kvæma gegn þeim, sem svikið hafa þjóð sína á þungbærum stundum, en enginn má taka í landhersveitir frá Þýskalandi. í gær var búið, að vinna bug á síðustu mótspyrnu S.S.-manna í Danmörku. Á Sunnudaginn fékk útvarpið fyrsta fréttaskeytið frá K.höfn síðan Danmörk var her- numin. í því stóð að engin ís- lendingur hefði biðið tjón í síð- ustu átökunum þar. í gær var opnað skeytasam- band milli íslands og Danmerk- ur, og íslands og Frakklands. * Danir telja að hernámið hafi bakað landinu 12 miljarða og 5 hundruð miljóna króna út- gjöld. í gærmorgun var tilkynnt að eftirmaður Hitlers hefði kallað alla kafbáta Þýskalands heim og fyrirskipað þeim að hætta að herja. Kl. 14 var aftur tilkynnt frá London, að Þjóðverjar í Noregi hefðu gefist upp fyrir þríveld unum, skilyrðislaust. Var þá aðeins barist í hluta af Tjekko slóvakiu. Neituðu þýskar her sveitir að gefast upp fyrir Rúss um, þrátt fyrir skipanir yfirher stjórnarinnar að leggja niður vopn. I dag er sigurdagur í Eng- landi. Kl. 13 flytur Vindson Churchill stutta ræðu. Kl. 19 flytur Bretakonungur útvarps- ræðu. í gærkvöldi lá stór bresk flotadeild úti fyrir Oslóarfirði. Þegar tilkynnt hafði verið á Laugardagsmorguninn, að Dan- mörk væri orðin frjáls, voru EISENHOWER yfirmaður herja Bandamanna í Evrópu dregnir fánar að hún í öllum kaupstöðum landsins. Hér á Ak- ureyri var flöggunin svo alger að varla mun hafa fundist auð fánastöng í bænum. A tveim stöðum á landinu voru haldnar hátíðasamkomur í tilefni af þess um atburði. Þegar tilkynnt var í gær, að Noregur væri frjáls, voru fánar samstundis dregnir að hún, og víða var búðum og skrifstofum lokað það sem eftir var dagsins, og frí gefið í skól- um landsins. Forseti Islands hefir sent kon- ungi Danmerkur samfagnaðar- kveðju vegna frelsunar lands og þjóðar, og utanríkismálaráð- lierra hefir sent utanríkismála- ráðherra dönsku stjórnarinnar samskonar kveðju. Danska þingið kemur saman til fundar á morgun. Almennar kosningar eru ráðgerðar svo fljótt sem við verður komið. „Þá er nú eftir, þyngst hvað er, og það er að standast reikn- inginn“ stendur í gömlu vísunni Hitlers-Þýskaland er úr sögunni. Hakakrossfáninn, teikn hins svartasta ljlóðveldis heimsins, blaklir ekki lengur yfir neinni þjóð. En hvernig gengur friðar- og uppbyggingarstarfið að ó- veðrinu slotuðu? Þannig spyrja nú þjóðirnar, og, því miður, er útlitið allt ann- Framhald á 4. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.