Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 8. Maí 1945 Loksins var þðgnin rofin. 25. f. m. sá ríkisstjórnin á- stæðu til að verða við þeirri ein- róma kröfur landsmanna, að birta greinargerð um hið svo- kallaða stríÖsyjirlýsingarmál, sem Alþingi fjallaði um á lokuð- um fundum á sínum tíma og mestu furðusögur gengu um. Greinargerð ríkisstjórnarinnar ber það hvergi með sér að ekki hafi verið hægt að birta hana fyr en gjört var, en engu er líkara en að þá hafi fyrst þótt fært að varpa hulunni ofan af þessu máb, þegar kosningarnar í KRON voru gengnar um garð. Greinargerð ríkisstjórnarinn- ar er svohljóðandi: „Um miðjan Febrúar s. 1. skýrði sendiherra Breta á ís- landi ríkisstjórn íslands frá því að hinum sameinuðu þjóðum og þeim samstarfsþjóðum þeirra („Associasted Nations“j er hefðu sagt Þjóðverjum og eða Japönum stríð á hendur fyrir 1. Mars 1945 myndi verða boð- in þátttaka í ráðstefnu, er halda átti innan fárra vikna til þess að ræða um framtíðarskipan heims ins („World Organization“). Jafnframt skyldu þessar þjóð- ir undirrita Atlantshafssáttmál- ann og Washingtonsáttmálann frá 1. Janúar 1942. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð tók hann það skýrt og greinilega fram að stjórn Stóra- Bretlands hefði falið honum að forðast að hafa nokkur áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar íslands í þessu máli. Nokkru síðar bárust ríkis- stjórninni fyrir milligöngu sendiherra íslands í Washington samskonar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beint tekið fram að vér réðum einir hvað vér gerðum. Þegar hér var komið mæltist ríkisstjórnin til að ísland sætti öðrum skilmálum en aðrar þjóðir og færði rök fyrir þeirri ósk. Fáum dögum eftir það bár- ust enn þær fregnir frá Washing- ton að eigi þyrfti að segja nein- um stríð á hendur og eigi yfir- lýsa stríðsástandi, heldur nægði að viðurkenna að hér hefði ríkt ófriðarástand síðan 11. Desem- ber 1941, og undirrita téða sátt- mála. Myndi þá litið á ísland sem eina liinna sameinuðu þjóða, en það veitti íslandi þátt- töku í téðri ráðstefnu. Eftir að utanríkismálanefnd hafði fjallað um þetta mál var það rætt á lokuðum þingmanna- fundum. Hinn 25. Febrúar bárust fregnir um að áðurnefndri ósk íslendinga væri synjað. Hinn 27. Febrúar bar for- sætis- og utanríkisráðherra fram á lokuðum þingmannafundi svohljóðandi tillögu í málinu: „Alþingi álítur, að það sé íslendingum mikil nauð- syn, að verða nú þegar þátttakandi í samstarfi hinna sameinuðu jijóða og telur, að vegna afnota Bandamanna á íslandi í þágu styrjaldarrekstursins, eigi íslendingar sanngirnis kröfu á því. íslendingar geta hins vegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur, né háð styrjöld, af augljósri ástæðu, sem Alþingi felur ríkisstjórn- inni að gera grein fyrir.“ Sameiningarflokkur alþýðu, Sósialistaflokkurinn, bar fram svofellda breytingartillögu: „íslendingar vænta þess, að þeir verði taldir eiga rétt til að sitja ráðstefnur hinna sameinuðu frjálsu þjóða, þar sem þeir hafa: 1. Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðar- bækibækistöðvar. 2. Framleitt matmæli ein- göngu fyrir hinar samein- uðu þjóðir síðan stríðið hófst. 3. Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er Banda- menn hafa getað notfært sér þau, og 4. Við þessa starfsemi orð- ið fyrir manntjóni, sem fyllilega er sambærilegt hlutfallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka íslendinga í styrjaldarrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðarinnar. Þeir vænta því, að þessi þátttaka verði þeim metin til jafns við beinar stríðs- yfirlýsingar annarraþjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku í styrjöldinni, sem Islending ar liafa ekki.“ Framsóknarflokkurinn bár fram svohljóðandi tillögu: „Sameinað Alþingi álykt- ar að lýsa yfir því: Að íslendingar gerist ekki stríðsaðili. Að íslendingar telja sig liafa liaft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóð- ir, að þeir telja sig mega vænta þess, að geta átt sam starf með þeim um alþjóða mál framvegis.“ Atkvæði fóru þannig að til- laga Sameiningarflokks Alþýðu, Socialistaflokksins var felld með 38 atkvæðum gegn 10. Til- laga Framsóknarflokksins var felld með 31 gegn 15. Tillaga forsætis- og utanríkisráðherra var síðan samþykkt með 34 gegn 15. Var hún síðan tilkynnt sendi- ráðum íslands erlendis sem vilja Alþingis í málinu. Hinn 28. febrúar tilkynnti sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík ríkisstjórninni að Sovétríkin hefðu sömu afstöðu til málsins sem Bretland og Bandaríkin. íslandi hefir ekki verið boðin þátttaka í téðum fundi. Reykjavík, 25. Apríl 1945.“ Greinargerð ríkisstjórnarinn- ar íegir ekkert frá viðskiftum flokkanna á Alþingi, nema það sem kom fram í tillögum flokk- anna og atkvæðagreiðslum, en samkvæmt umsögn Framsóknar- Aðalfundur Kaupfélags Verka- manna Akureyri var haldinn á Sunnudaginn var. Sátu hann 19 fulltrúar auk stjórnar, fram- kvæmdastjóra og nokkurra fé- lagsmanna. Framkvæmdastjóri las upp all ýtarlega skýrslu um rekstur félagsins s. 1. ár, sem hafði gengið með ágætum. — Hafði vörusalan enn aukist mik- ið og fór hlutfallslega vaxandi jafnt og þétt eftir því sem á leið og vantaði aðeins ca. kr. 2500,00 upp á að öll vörusal- an næmi hálfri miljón króna. Inneign félagsmanna í sjóðum og Innlánsdeild óx kr.55,234,36 og er nú 82% af rekstursfé fé- lagsins. Skuldir félagsins út á við eru nú orðnar hverfandi litl- ar. Engar nýjar skuldir mynduð- fl. í Tímanum, er sannað að konnnúnistar börðust fyrir því eftir getu, að ísland gerðist op- inber stríðsaðili, enda jafngild- ir tillaga þeirra á Alþingi beinni stríðsyfirlýsingu. Það hefir og komið á daginn síðan, að komm únistar vilja í öllu gera að vilja Sovétsjórnarinnar og harma það mjög, að ísland gerði sig ekki að atþjægi frammi fyrir öllum heimi með stríðsyfirlýsingu, sem það gat ekki fylgt eftir — vopnlaus þjóðin í hernumdu landi. Nýlega hefir rússneskur blaða maður og útvarpsbrasi farið ó- viðurkvæmilegum orðum um Is- lendinga fyrir að gerast ekki stríðsaðili, og aðalblað konun- únista hér — Þjóðviljinn — hleypur strax inn á rússnesku línuna og atyrðir varasemi Al- þingis í þessum málum, eins og sjálfsagt væri að það léti Rússa segja sér fyrir verkum. Framsókn þykist hafa sýnt meiri þjóðhollustu í þessum mál um en Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem stóðu að tillögu utanríkismálaráð- lierra. Ekki ber tillaga Fram- sóknar það með sér, þótt hún geti gilt úr ílokki talað saman- borið við kommúnista. ust við félagið á árinu, en gaml- ar skuldið minkuðu um helm- ing. Samþykkt var að gefa félags- mönnum 10% af ágóðaskyldri vöruúttekt við áramót. Munu fá kaupfélög landsins gefa svo háar uppbætur. Á saumastofu félagsins varð dálítill halli, vegna kauphækk- ana starfsfólksíns á árinu. Starfsfólkið við verslanir fé- lagsins fékk kauphækkun um s. I. nýár og uppbót á kaup s. 1. ár. Vörusalan fjóra fyrstu mán- uði þessa árs hefir verið um 45% meira en á sama tíma s. 1. ár. r A fundinum ríkti mikil á- nægja yfir velgengi félagsins. Frá aðalíundi Kauplélags Yerkamanna Akureyri. Vörusala félagsins óx sl. ár um tæpar 100 þús- undir króna frá því er var árið á undan. og nam öll tæpri hálfri milljón króna. Um B2°/0 af rekstursfé félagsins er inneign félagsmanna í sjóðum og Innlánsdeild. Úthlutað var 10% arði til félagsmanna af ágóðaskyldum vörum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.