Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.05.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 8. 'v'Iaí 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 „Foringinn“ og for- setinn mikli. ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksjélag Akureyrar AbyrgSarmaSur: Erlingur Friðjónsson BlaffiS kemur út á hverjum Þriffjudegi Afgreiffslumaður: Jón Hinriksson, Eiffsvallagötu 9 Argangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverff 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Eigendaskipti. Með útkomu þessa blaðs Al- þýðumannsins skiftir hann form lega um eigendur. Hér eftir verð ur hann gefinn út af Alþýðu- flokksfélagi Akureyrar, en áð- ur hafa það verið „Alþýðu- flokksmenn á Akureyri“, eins og staðið hefir á blaðinu, sem hafa gefið hlaðið út. Með þess- ari breytingu tekur þá líka Al- þýðuflokkurinn nokkrar skyid- ur á sig gagnvart blaðinu, og verður Alþýðumaðurinn fjórð- ungsblað flokksins og lætur sig málefni Norðlendingafjórðungs meira skifta en meðan hann var í einkaeign og þá aðallega bund inn við málefni Akureyrarbæj- ar og nágrennis. Eins og blaðið ber með sér verða þó starfskraftar við það fyrst um sirin þeir sörnu og verið hefir, nema hvað afgr. blaðsins og innheimta verður hjá nýjum manni. Fyrv. útgefendur blaðsins hafa sent það nokkrum fleiri mönnum, en verið hafa borgandi kaupendur. Þetta verður gjört hér í bænum út þenna mánuð, en eftir fyrsta Júní n. k. verður það ekki borið til annara en fastra kaupenda. Utanbæjar verður blaðið sent til fíeiri manna en verið hefir fram til 1. Júlí n. k. en eftir þann tíma ekki til annara en þeirra, sem þá hafa tilkynnt að þeir vilji fá blaðið áfram. Blaðið óskar eftir útsölu- mönnum í kaupstöðum og kaup- túnum og er þess vænst að al- þýðuflokksmenn leggi því lið á þessu sviði. Leitast verður við að hafa efni blaðsins eins fjölbreytt og stærð þess leyfir. Hefir það tryggt sér nýja krafta til þessa. Blaðið óskar eindregið eftir að fá sendar til birtingar fréttir og stuttar greinar frá stöðum út um land, því það vill verða rödd al- mennings, eftir því sem ástæður leyfa, og tengiliður milli fjar- lægra einstaklinga, sem þá ættu að geta starfað betur saman að áhugamálum sínum en áður hef- ir verið hægt. Hinir nýju útgefendur blaðs- ins óska því eftir stuðningi allra velviljaðra manna til þess að gera Alþýðumanninn víðlesið blað og vel úr garði gjört. Fram- Steingrímur Aðalsteinsson, Alþingisforseti sendir mér kveðju í blaði sínu Verkamann- inum 1. Maí sl. í sambandi við bréf, sem Kaupfélag Verka- manna Akureyrar lét tvo lög- regluþjóna bæjarins birta hon- um, sem formanni Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar, þegar sýnilegt var að hann, á- samt formanni Einingarinnar, Elísabetu Eiríksdóttur, sem var birt samhljóða bréf frá Kaupfé- laginu, ætlaði í algerðu heimild- arleysi að nota eign Kaupfélags- ins, og einnig að brjóta kaup- samning um efri hæð hússins Strandgata 7, með óleyfilegri notkun á hæðinni. Mér er það síður en svo á móti skapi að garpur þessi kynni þeim sem hlað hans lesa, þá sið- fræði í eignarréttarmálum, sem fram kemur í klausu þeirri, sem hann lætur fylgja birtingu bréfs- ins, að fyrst að honum og nokkr- um fylgifiskum hans þóknast að bjóða fólki til samkomu á eign annars maims, þá þurfi hann ekki að láta svo lítið að biðja hlutaðeigandi eiganda um leyfi til þess. Og þessi stórmennska á meðal arinars að réttlætast með því að það sé verkalýður bæjar- ins, sem boðið er á þá samkomu sem stofnað er til á svo virðu- legan hátt. ^Mér er ekkin kunnugt um að verkafólk á Akureyri geri kröf- ur um meiri réttindi sér til handa, en aðrir borgarar bæjar- ins, til þess að troða niður eign- arrétt samborgaranna, og full- yrði að það er ekki með vilja þess að hinn háttvirti forseti efri deildar Alþingis, Steingr. Aðal- steinsson, þykist tala fyrir munn þess, eða vera að reka erindi þess þegar hann vill sýna öðrum ruddahátt og yfirtroðslur. Slíkt gera snápar einir og þeir sem standa á mikið lægra menning- arstigi í almennum siðum en ak- ureyrskur verkalýður stendur. Verkafólkið á Akureyri veit það einnig, að það þarf ekki „fógeta vald“ til þess að banna öðrum undan eru umbrota og athafna- tímar. Þar verður full þörf hug- ar og handa góðra manna og kvenna til samstilltra átaka og vegvísis inn í nýjan og betri heim. Þá mun og ekki síður þörf tækja til að hamla upp á móti þeim öflum, sem munu sækja fastar á en nokkru sinni fyr, að hneppa fólkið í viðjar einræðis og ómenningar. Enginn þarf að efast um hvar í sveit Alþýðu- maðurinn skipar sér. afnot eignar sinnar, þó forsetinn Steingrímur viti þetta ekki, eftir því er fram kemur í pistli hans. í 14. gr. lögreglusamþykktar fyr ir Akureyrarkaupstað stendur: r „An leyfis hlutaðeigandi húsráð anda má enginn láta fyrirberast á húslóðum, húsriðum, húsþök- um, girðingum, í garðshliðum, eða á öðrum stöðum, þar sem inn er gengið í hús eða á húslóð- ir “ í 85. gr. sömu lögreglusam- þykktar stendur: „Húseigendur og húsráðendur geta bannað, að sá, er leyfi hefir fengið til að halda skemmtanir, noti það á þeirra lóð.“ Og að sjálfsögðu getur þá húseigandi og húsráð- andi bannað slíkt í sinum eigin heimkynnum, og ekki mun þurfa að efa það, að ef einhver gerð- ist svo ágengur við eign Steingr. Aðalsteinssonar, þá mundi hann upphefja sína rödd og banna slíkt athæfi. Eg er enganveginn vonlaus um að hægt sé að kenna Steingr. Aðalsteinssyni eitthvað af al- gengustu siðum í samskiftum manna á milli, þó hann virðist vankunnandi á því sviði, og mun því tala við hann urri þau mál á þeim stað, sem helst er von um árangur af kennslunni. Það verður ekki komist hjá því að geta að nokkru afreka þeirra, sem „verklýðsforinginn“ Steingrímur hefir sýnt til þess að opinbera umhyggju sína fyr- ir hátíðahöldum verkalýðsins 1. Maí, þar sem hann gefur tilefni til þess. Haustið 1940 leigði „verk- lýðsforinginn“ og mágkonan Elísabet, breska setuliðinu, sem hér var þá, Verklýðshúsið til allra afnota svo lengi, sem því þóknaðist að nota húsið til þarfa hersins. Þegar Kaupfélag Vérka manna hafði fengið dóm á þau félagshjúin, er bannaði þeim að nota húsið á þennan hátt, og skyldaði þau til að opna það aft- ur fyrir. félagssystkini þeirra Steingríms og Elísabetar, gengu þau bljúg og níðurlút fyrir yfir- völd hins breska hers hér á staðn um og báðu um hervernd. Báðu um að herinn tæki húsið með valdi og héldi því til sinna nota svo lengi, sem honum þætti þörf á, svo fyrir það væri girt að sá verkalýður, sem aðhyllist for- ustu þeirra félagshjúanna gæti haft þarna 1. Maí-samkomur sínar, eða annan fagnað, og her- verndin var fúslega veitt og hús- inu haldið svo árum skifti frá af- notúm Steingr. og Elísabetar 1. Maí og alla aðra daga þessara 1. Mai fóru fram víða um land, með sæmilegri þátttöku á flestum stöðum. Þó voru ýmsir erfið- leikar á samkomulaginu sum- staðar, sérstaklega í Reykjavík, þar sem kommúnistar reyndu að bola Alþýðuflokksmönnum frá að koma opinberlega fram, og tókst það að mestu leyti. Ganga um þetta ýmsar skrítlur manna á meðal, og sumar næsta kyrtd- ugar. Hér á Akureyri fóru hátíða- höldin vel fram. Á útisamkomu kl. 2 töluðu fulltrúar frá fé- lögum. Kröfugangan var miklu skipulegri, og líka fjölmennari, en verið hefir. Lúðrasveitin lék við útisamkomuna og fyrir göngunni. Á samkomu í Nýja- Bíó voru þeir Bragi Sigurjóns- son og Heiðrekur Guðmundsson auk Karlakórs Akureyrar aðal skemmtikráfturinn. Á dansleikj- um félaganna um kvöldið var margmenni. Eins og undanförnu hafði Verklýðsfélagið samkomu um kvöldið í Samkomuhúsinu. Var húsið troðfullt áheyrenda. Erl- ingur Friðjónsson setti samkom- una, Helgi Hannesson fram- kvæmdastjóri flutti snjallt er- indi. Heiðrekur Guðmundsson og Bragi Sigurjónsson fluttu frumort kvæði, Jón Norðfjörð las upp. Smárakvartettinn söng milli atriða og Edvarð Sigur- geirsson sýndi kvikmyndir. Var frammistaða allra með ágætum og er skemmtunin mjög rómuð af hinum mörgu samkomugest- um. í Glerárþorpi var haldin fjöl- sótt kvöldskemmtun. Þetta gerðist um svipað Uyti og þrír pólitískir félagár þeirra Steingr. og Elísabetar sprikluðu í greip ensku hervaldanna sak- aðir um uppreisnaráform, svo full þörf hefði verið á húsakynn um til að halda fundi og mót- mæla slíkri meðferð á „félaga“ Einari og Sigfúsi, eða hvað þeir nú hétu, en félagssystkinin á Ak- ureyri gátu þá vel verið án húsa- kynna fyrir 1. Maí-hátíðahöldin eða önnur afrek í þá daga. Þegar svo húsakvnni þessi losnuðu úr höndum hersins eftir löng afnot, buðu þau félagssyst-. kinin Steingr. og Elísabet einum atvinnurekanda bæjarins Verk- lýðshúsið til kaups, svo félög þeirra áttu þá um aldur og æfi að vera án þess að halda upp á 1. Maí eða aðhafast annað í þess um húsakynnum. Virðast því ummæli í blaði Steingríms geta mjög vel hljóð- ara.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.