Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 1
^lþ^^umoð uriuix XV. árg. Akureyri, Miðvikudaginn 23. Maí 1945 21. tbl. Frá útlöndum. Samband á ný viS Norður- lönd I vor mun mörgum orðið hugs að til vorsins 1940. Nú hafa ver- ið leystar úr ánauð þær þjóðir, er þá voru hnepptar í fjötra. — Bæði vorin æddu herir yfir lönd in, þá herir kúgunar, nú herir lausnar. Meðal þessara þjóða eru frændþjóðir vorar í Dan- mörku og Noregi. Vér íslending- ar fögnum frelsi þeirra a]veg sér staklegá. Bér margt til þess. Vér dáumst að hetjulegri baráttu Norðmanna í styrjöldinni og öfl- ugu viðnámi Dana. Þessar þjóð- ir eru oss hugstæðari öðrum fyr- ir skyldleika sakir og marghátt- aðra samskipta á liðnum öldum, bæði illra og góðra. Til þeirra höfum vér leitað til þess að afla oss menntuhar, og íslensk menn- ing hefir mótast meira af þess- um þjóðum en öðrum. Og því má bæta við, að menningaráhrif þaðan hafa reynst og munu sennilega reynast þjóðinni heilla vænlegri en aðrir straumar, sem borist hafa og berast munu til landsins. Því má þó ekki gleyma að norsk menning hefir átt góða fulltrúá hér á styrjaldarárunum, m. a. frú Gerd Grieg og Nordahl Grieg, sem unnu hér merkilegt starf. En í aðalatriðum var sam- band íslands við þessar merki- legu þjóðir rofið 1940. Væntan- lega kemst það fullkomlega í lag á næstunni. Fjöldi íslenskra menntamanna bíður þess að komast heim frá námi og vinna fósturjörðinni gagn. Danskar og norskar bækur og blöð taka bráð lega að skreyta glugga bóka- verslana við hlið enskra og ame- rískra rita, þegar skipaferðir og flugsamgöngur komast á milli landanna. Hjemmet og Familie Journal verða sennilega eftir- læti æskunnar, á sama hátt og Look og Life, og tóbaksmenn renna líklega hýru auga til Brödrene Braun. Nýir náms- menn leggja leið sína í austurátt í stað þess að halda vestur, eins og þeir hafa gert upp á síðkast- ið. Og þannig mætti lengi telja. Frelsis Norðurlandanna murt mjög gæta í íslensku þjóðlífi. •Vér erum norræn þjóð, og það væri misskilningur að reyna að vera eða látast vera eitthvað ann að. En með þessu er ekki sagt, að oss beri að stæla allt, sem danskt eða norskt er. Nokkur á- hrif frá frændþjóðunum eru æskileg, en öllum erlendum straumum ber að taka með hæfi- legri gagnrýni. x. Hvað verður rætt á réð- stefnu Churchills, Trumans og Stalins? I fréttum undanfarið hefir ver ið vikið að því, að til stæði, að leiðtogar stórveldanna þriggja, Churchill, Truman' og Stalin, kæmu saman á ráðstefnu bráð- lega. Ráðstefnan hefir ekki enn verið haldin og henni ekki á- kveðinn staður né stund, svo að kunnugt sé. Bresk blöð hafa haldið því fram, að ráðstefnan ætti að koma saman í London, Churchill hafi lagt sig í hættu hvað eftir annað með því að tak- ast á hendur erfið. ferðalög á styrjaldarárunum, svo að nú eigi hann skilið að losna við um- stang og hættur slíkra ferða. — Enn mun þetta þó ekki ráðið. En hvað verður rætt á þessum fundi? Eins og kunnugt er, var síðasta ráðstefna forystumanna stórveldanna, Krímráðstefnan, haldin síðastliðinn vetur. Til- kynnt var, að þar hefði náðst al- gert samkomulag um ágreinings- málin, og svo virðist hafa verið í orði kveðnu. Um Póllandsmál- in var þar rætt og deilurnar jafnaðar, þó að sú skipan, sem þar átti að koma á, sætti að vísu gagnrýni márgra. En nú virðist þetta samkomulag hafa farið út um þúfur. Rússar handtóku helstu forustumenn Pólverja, í stað þess að semja við þá, og saka þá um verstu glæpi. Bret- ar og Bandaríkjamenn þykkjast við og telja Rússa rjúfa það, sem um var samið. Væntanl. kemur síðar í ljós, hvaða glæpir þettá eru og hversu ásakanir Rússa eru á traustum rökum reistar. Annað deilumál, sem úrlausn- ar bíður, er framkoma Jugo- Slafa undir forystu ] Titos mar- skálks. Er ekki annað sýnna en þessi eldheiti kommúnisti og á- gæti hershöfðingi hyggi á land- vinninga eins og væri hann versta „auðvaldsbulla". Hefir hann rofið samkomulag, sem gert hefir verið um hernáms- svæði á ítalíu og í Austurríki. Sem stendur, eru bæði herir Tit- os og Alexanders í Trieste, hafn- arborg í ítalíu, þó að borgin sé á hernámsevæði Alexanders. Hafa um þetta gengið orðsend- ingar milli Breta og Bandaríkja- manna annars vegar og Titos hins vegar, og eftir síðustu frétt- um að dæma hefir Tito fallist á að slaka á kröfum um austur- rísku héruðin, en heri sína vill hann ekki láta hverfa úr Trieste. Þriðja málið, sem vafalaust verður rætt, er hernám Þýska- lands, endanleg skipting her- námssvæðanna og stjórn lands- ins. Um þetta mál hefir áður ver ið rætt margsinnis, en það er um fangsmeira en svo, að búast megi við algeru samkomulagi þegar í stað, og ný vandamál bíða sífellt úrlausnar. Búist er við, að hlutur Frakka í hernám- inu verði meiri en í fyrstu var ætlað. Þá er gert ráð fyrir, að þýsk stjórn verði ekki mynduð um margra ára skeið, heldur stjómi stórveldin ríkinu. Margt fleira verður vafalaust rætt, t. d. niðurstöður ráðstefn- unnar í San Fransisco og undir- búningur friðarfundar. x. >5 Barátta Dana íí Sýning með þessu nafni var opnuð á annan í Hvítasunnu, á annari hæð Gagnfræðaskólahúss ins, að viðstöddum nokkrum boðsgestum. Hr. Balduin Ryel kaupmaður flutti stutta ræðu og lýsti tilgangi sýningarinnar og drap á nokkra þætti í baráttu Dana hemámsárin. Er Ryel sýn- ingarstjóri og fyrir hans atbeina er sýningin hingað komin. Hef- ir hún áður verið sýnd erlendis og nú síðast í Reykjavík. Sýning in mun standa út þessa viku og er hún opin kl. 15—22 daglega. Aðgangur kostar 5 krónur. A- góðanum verður varið til að kaupa fatnað hér á staðnum, sem strax verður sendur til nauð líðandi fólks í Danmörku. FRA SKYNDIFJÁR- SÖFNUNINNI Skótar safna gjöfum í bæn- um í dag og á morgun I síðasta blaði var birt áskor- un frá ríkisstjórninni um skyndi söfnun um allt land til hjálpar bágstöddum Dönum. Þessi söfnun hefir gengið með þeim ágætum, að f á dæmi munu vera til annars eins, og hafa ís- lendingar þó brugðist myndar- lega við í líkum tilfellum áður. Mun söfnunin nema 1% milljón króna, auk mikils af fatnaði og vörum. Sérstök nefnd hefir annast framkvæmdir hér í bænum, og birti hún ávarp til bæjarbúa í blöðunum, sem komu út síðari hluta sl. viku. Um tilhögun söfn- unarinnar segir svo í ávarpinu: „Fyrirkomulag söfnunarinn- ar verður með þeim hætti, að Miðvikudag og Fimmtudag 23. og 24. Maí nœstk. munu skátar fara í hvert hús í bænum og safna því, er menn vilja af mörk um láta. Fara þeir á Miðviku- dagskvöldið um innbœinn út að Grófargili, en á Fimmtudags- kvöldið um útbœinn. Auk þess veitir pósthúsið samskotum við- töku daglega." Það mun ekki þurfa að hvetja bæjarbúa til að leggja fé af mörkum í þessu skyni. Margir þeirra munu þegar hafa lagt fram allríflegar upphæðir. En það skal tekið fram að það verð- ur tekið á móti smáum gjöfum með sömu gleði og þeim stærri. Fyrirspurn hefir blaðinu borist um það, hvort loftvarnakerfi það, sem sett var á fót hér í bænum fyrir eina tíð, sé nú ekki úr sögunni fyrst styrjöldinni við Þýskaland er lokið, og nágrannalöndin orð- in sjálfum sér ráðandi aftur. — Fólkið vill fara að losna við sandkassana úr húsunum, og margir úr loftvarnaliðinu telja sig lausa við þau störf. Blaðið spurði framkvæmdastjóra loft- varnanna um þetta. Sagði hann að verið væri að leysa loftvarn- irnar upp, og myndi vera von til- kynningar um þetta á næstunni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.