Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 8. Maí 1945 I fylgd meö sól og sumri: Menningarmál. Það tilkynnist, að ANNA PÁLSDÓTTIR frá Atlastöðum andaðist að heimili sínu, Ægisgötu 12, aðfaranótt 20. þ. m. — Jarðarförin verður ákveðin síðar. Jóhann Jónsson, börn og tengdasonur. 1. Félagið telur, að bráða nauðsyn beri til að bæta bið allra fyrsta úr húsnæðisvand- ræðum Barnaskólans, og álítur það mál best leyst með byggingu nýs barnaskólahúss úti á Odd- eyrinni og sé bænum þá skipt í tvær skólasóknir. 2. Vakin sé athygli almenn- ings á húsnæðisskorti Mennta- skólans, og síðan haldið með festu og einbeitni á því máli, uns ríkið hefir reist myndarleg- ar hyggingar yfir þessa stofnun og heimavistir fyrir nemendur. 3. Unnið að því, að iðnskólar njóti mun hærri styrks ríkis og bæja en verið hefir; jafnframt sé stutt að því, að skólanám iðn- nema sé skipulagt betur, svo að hagkvæmara verði og nota- drýgra. 4. Félagið leggi sinn áhuga- skerf og fylgi til þess, að nýja sjúkrahúsið komist myndarlega upp. 5. Félagið beiti sér fyrir því, að bygging ráðhúss sé hafin svo fljótt sem unnt er. 6. Félagið vinni að því, að bæjarfélagið taki kvikmynda- sýningar hér að nokkru eða öllu í sínar hendur — fyrst og fremst hinar svo kölluðu barnasýning- ar. 7. Unnið sé að því, að efla á- huga almennings og bæjaryfir- valdanna fyrir aukinni fegrun bæjarins. 8. Komið sé upp góðum sund- skýlum fyrir sundlaug bæjarins, og sundskilyrði bætt þar að vetrinum. 9. Stutt sé að því að skilyrði til íþróttaiðkana batni, fyrst og fremst með því að hvetja íþrótta- félögin til sameiginlegra átaka í þeim málum og auka skilning almennings á þeim. 10. Félagið telur það varða mjög almenningshag og heill, að bættar almenningstryggingar komist á sem allra fyrst og vill stuðla að því á allan hátt. 11. Félagið telur það athug- unarvert, hvort ekki færi vel á því, að Akureyri, jafn mikill ferðamannabær og hún er orðin og verður í framtíðinni, ræki gestahótel yfir sumarmánuðina, en um vetur menningarlegt skemmtanahald, sérstaklega fyr- ir hina upprennandi æsku, svo að henni verði fremur haldið frá lélegum skemmtistöðum. 12. Unnið sé að því, að á- hugafélög um ýms menningar- mál skapist og blómgist, er beiti sér fyrjr velferðarmálum, svo sem fyrir dagheimilum harna, leikvallarekslri, byggingu og starfrækslu elliheimilis o. fl. en þó sé þetta rekið undir umsjón bæjarins eða af honum. GREINARGERÐ Fáum bæjarbúum mun ó- kunnugt um, að Barnaskólinn á við mikla húsnæðisörðugleika að etja. Hafa þau vandræði vax- ið frá ári til árs og er nú svo komið, að til stórrar vansæmd- ar horfir fyrir bæjarfélagið, ef það horfir öllu lengur aðgerðar-« laust á þau mál. Hér er því hald- ið hiklaust fram, að barnaskól- arnir séu þær menntastofnanif landsbúa, sem mest á veltur, hvort vel tekst um. Þar er grunn- urinn lagður að menntun hins verðandi þjóðfélagsþegns, og ef sá grunnur er haldlítill, verður yfirbyggingin oftast svikul. Því eru barnaskólarnir þeir skólar, sem síst mega við þrengslum og naumleika af hvaða tagi, sem er. Vafalaust munu skiptar skoðan- ir um, hvernig best verður bætt úr lnisnæðisvandræðum barna- skólans hér, og er ekki ólíklegt, að ódýrast verði að byggja við barnaskólahúsið á Brekkunni. Þar er einnig stutt til íþrótta- hússins og sundlaugarinnar, og eru það hvort tveggja miklir kostir. Hins vegar er a. m. k. yngstu nemenduiíum nær því of- ætlun að sækja þangað skóla neðst af Tanganum og yst af Eyrinni, en mestu máli skiptir þó, að mjög stórir skólar munu oftast gefa verri raun en fámenn ari skólar. Segja má, að Menntaskólinn á Akureyri sé fyrst og fremst ríkisstofnun, og því heyri það ekki bæjarmálum til að ræða um lnisnæði hans eða húsnæðis- skort. Rétt er þetta að vissu leyti, en ætli Akureyringum þætti ekki allmikill sjónarsvipt- ir, álitshnekkir og menningar- missir að, ef skóli þessi yrði héðan fluttur? Enginn veit, hvað í því máli kann að gerast í fram- líðinni, og víst er, að sumir skólamenn hyggja ménntaskóla betur setta í sveit en kaupstað. Þótt ekki séu líkur til, að Menntaskólinn á AkureýVi verði héðan fluttur um sinn, mundi það festa og tryggja tengd skól- ans við bæinn, ef bæjarbúar létu sig miklu skipta, hvernig ríkið býr að honum. Nú mun svo komið, að illhlítandi sé að búa við þrengslin í skólanum, ekk- ert rúm fyrir skólasöfn né sóma- samleg geymsla fyrir kennslu- tæki. Þó vitum við, að skólinn nýtur hins mesta álits, en ekki vegna húsnæðisins, heldur þrátt fyrir það, sökum prýðilegrar forstöðu og ágætra kennslu- krafta. Iðnskólum hefir fram að þessu verið fremur lítil rækt sýnd af ríki og bæ. lðnaðar- mannafélög á hverjum stað liafa hingað til rekið þá með lítils- háttar styrk frá ríki og hlutað- eigandi bæjarfélagi, og hefir yfirleitt farist það vel. En vöxt- ur iðnaðarins er nú mjög ör, og kröfurnar vaxa líka í sífellu til menntunar iðnaðarmannsins. Fyrirkomulag iðnskólanna er því þegar orðið all-úrelt og þyrfti bráðrar endurskoðunar við, og færi vel á því, að Akur- eyri, sem á iðnaði og iðnaðar- mönnum a. m. k. að all-veruleg- um hluta vöxt sinn og viðgang að þakka, hefði þar forustu fyr- ir um endurbætur. Nú verður ekki rætt svo um menntun æskiflýðsins, að ekki sé kvikmyndanna getið. Þar er vafalaust um að ræða eitthvert mesta menningartæki nútímans — og ómenningartæki. Sökum vinsælda kvikmynda munu sýn- ingar þeirra mjög arðbærar. -— Þegar þessa tvenns er gætt, get- ur okkur varla annað en blöskr- að, hve ófyrirgefanlega hirðu- laus bæjar'stjórn Akureyrar hef- ir verið um þessi mál. Einstakl- ingar hafa fengið að moka upp stórgróða á kvikmyndasýning- um í þokkabót við það afmenn- ingarstarf, sem þeir hafa fengið að vinna óáreittir með sýningu hinna lélegustu mynda, en þær eru í áberandi meiri hluta. Á þessu er ekki nema ein lausn: Bærinn á að taka kvikmyndasýn- ingar í sínar hendur, bæði vegna gróðans, sem þær gefa í aðra liönd, og þó fyrst og fremst sök- um menningargildis þeirra, ef skynsandega er á haldið. Allt gæti verið í einni myndarlegri byggingu: skrifstofur bæjar og sýslu og kvikmyndasalur. Annað er það, sem bærinn getur ekki leitt hjá sér, vilji hann teljast menningarbær, en það er gistihúsarekstur og skemmtistaða. Þar veldur mestu, hver á heldur. Skemmtanir eru svo mikill liður í menningarlífi hvers bæjarfélags, \að fullkom- lega er eðlilegt, að stjórn þess hafi þar eitthvað um að segja. Þegar svo þar við bætist, að Ak- ureyri liggur þannig, að hún • hlýtur að verða mikill ferða- mannabær, verði ísland á annað borð ferðamannaland, ætti bæj- arfélaginu að verða það metn- aðarmál, að aðbúnaður gesta sé bænum til vegsauka. Um gildi áhugafélaga um ýmis menningarmál ættu Akur- eyringar ekki að þurfa að efast. Til dæmis hafa ýmis samtök kvenna reynst þar örugg til sóknar eins og bygging Akureyr- arkirkju, Kvennaskólans og framgangur spítalamálsins eru talandi dæmi um að ógleymdu starfi Hlífar. Slík öfl er gott að vita að verki og vegsauki hverju bæjarfélagi að efla þau og styrkja. Um ýms önnur atriði stefnu- skrár þessarar mun síðar rætt nánar, sérstaklega trygginga- mál, æskulýðssamkomustað og fleira. Fiskimálanefnd, skýrsla 10 ára 1935—1945 — Arnór Sigurjónsson samdi — heitir bók, sem blaðinu hefir ver ið send. Er hér um að ræða 182. blaðsíða bók, sem segir frá störf um Fiskimálanefndar þetta 10 ára skeið. Er hér um hagnýtan fróðleik að ræða, sem skýrir mjög vel frá hinum margþættu störfum nefndarinnar, en mjög hefil' verið um það deilt að hve miklu gagni þessi nýbreitni í starfsháttum, á þeim tíma, sem hún var hafin, hafi orðið. Getur ekki hjá því farið, að við lestur þessarar skýrslu komist menn að raun um það, að hér hafi ver- ið um merka tilraun að ræða, og á starfi nefndarinnar sé hægt að byggja framkvæmdir í þágu fiskiiðnaðarins og sölu á honum Utgáfan er vönduð. Bókin er prýdd mörgum myndum. Hömlum þeim, sem hernámsárin hafa verið í því að blöðin hafi mátt segja frá atburðum, sem á ein- hvern hátt var hægt að setja í samband við styrjaldarástandið, hefir nú verið aflétt að mestu. Lofar herstjórn Bandaríkjanna íslenska blaðamenn fyrir var- kárni þeirra og ágæta samvinnu við umboðsmenn herstjórnarinn- ar á hverjum stað. Enn má þó ekki segja frá neinu, sem snertir herina sjálfa, sem enn dvelja í landinu, nema leyfi herstjórnar- innar komi til, eða eftir tilkynn- ingum frá henni. Er þessa getið hér vegna þess að sumir hafa spurt blaðið um hvort ekki sé liægt að fá upplýsingar um tölu erlendra hermanna hér á landi

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.