Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 15. Maí 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar ' AbyrgðarmaSur: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Argangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. ARFTAKA NASISTA íslenskum kommúnistum virð ist vera líkt farið — nú þegar nasistaveldið er að velli lagt — og karlinum í sögunni hjá Haga- lín, sem fannst hann hafa misst góðan vin, þegar nábúi hans og félagi í flöskunni hætti að vera fullur á hverjutn degi. Það er eins og þeir viti ekki bak við hvern þeir eiga að fela sig og öll þau firn af ávirðingum — og klækjum — sem er lífsfram- leiðsla þeirra. Síðan Hitlers-Þýskaland leið undir lok, hafa ritarar Þjóðvilj- ans gert sér mikil ómök til að finna einhverja menn, sem þeir reyna að bendla eitthvað við nas isma. Reyndar ætti þetta að vera afar auðvelt verk fyrir þá Einar og Sigfús. Ef eitthvað er eftir af nasistum hér á landi, er þá vafa- laust að finna hjá þeim hluta Sjálfstæðisflokksins, sem komm- únistar liggja í nánustum, póli- tískum faðmlögum við, og þeir hafa beinlínis tekið upp á arma sína. En kommum er um annað sýnna en finna rétta menn á rétt- um stað, því reyna þeir að sví- virða þá menn með nasistanafn- inu, sem aldrei hafa nærri nas- isma komið, og alltaf og alls staðar staðið á öndverðum meið við hann. Og auðvitað er það Alþýðufl. og frjálslyndari hluti Framsóknarflokksins, sem nú heita nasistar á máli Þjóðviljans og fylgihnatta hans. Fer ekki hjá því að slíkur málaflutningur er aðeins ætlaður hugsunar- snauðasta hluta þessa fólks, sem nú um skeið unir hag sínum í þeim kóngulóarvef lyga og blekkinga, sem kommúnistar hafa verið að vefa um það und- anfarin ár. Eitt sinn var sú „gloría“ í kringum nasistanafnið að áhang- endur þeirrar stefnu gengu um götur bæjanna með hakakross- merkið á maganum, og þóttust meiri menn af. Við hrun nasista- veldisins lentu þessir vesalings- menn á pólitískan vergang. — Enginn ærlegur flokkur vill við undanfarin ár, hve margir þeir eru nú og hvénær þeir fara. Ekk- ert af þessu verður upplýst nema eftir tilkynningum frá herstjórn- inni sjálfri. þeim taka — Sjálfstæðisflokkur- inn þorir ekki að kannast við þá lengur. — Hvað liggur fyrir þessum mönnum? Auðvitað ekk- ert annað en að hafna í komm- únistaflokknum, eins og farið hefir fyrir öllum öðrum póli- tískum reköldum þjóðfélagsins. Það þarf því engan að undra þátt kommarnir varist að kalla þá menn nasista, sem eru það, en reyni að koma því svívirð- ingarnafni á aðra. Og þetta nýja bræðralag er svo sem í fullum gangi erlendis. í borgarastyrjöldinni í Grikk- landi stóðu nasistar og komm- únistar hlið við hlið gegn lýð- ræðisflokkunum. í kosningunum í Finnlandi voru nasistarnir í samsteypu kommúnista, sem ætl- aði sér að vinna meiri hluta í þjóðþinginu. Báðir þessir aðil- ar standa fyrir verkföllunum í Frakklandi og Belgíu, og reyna að æsa upp hálfsoltinn múginn til að vinna gegn því að hœgt sé að bæta úr ástandinu, sem veld- ur óánægjunni hjá þessum þjóð- um. Og sama tilraun og sama samvinna mun koma í ljós í Hollandi, Danmörku og Noregi, nema þessum þjóðum takist að hrista þennan óaldalýð af sér þegar í fyrstu. Og kommúnistablöðin á ís- landi telja bæði eðlilegt og sjálf- sagt að samvinna hefjist hér heima, ekki við Alþýðuflokkinn eða Framsókn, heldur við þá, sem „skilja“ hlutverk kommún- istafl. með þjóðinni og gangi al- gerlega inn á „nýsköpun“ þeirra. Það ej því ekki ofsagt að kommúnistar ætli sér, og verði, arftak nasistaóíreskjunnár, sem nú liggur helsærð í þeirri mynd, sem Hitler gaf henni á sínum tíma. Z. Þ. Æ. Hvftasunnuhlaupið. Hið árlega Hvítasunnuhlaup fór fram hér á Akureyri annan í Hvítasunnu. Hlaupið er ein- mennings- og flokkakeppni, fjögurra manna sveitir; Kepp- endur voru 17" frá 4 aðiljum: Héraðssambandi Þingeyinga, Ungmennasambandi Eyjafjarð- ar, íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Hlaupin var 3000 m. vegalengd og hófst hlaupið á hæðinni sunn- an Lónsbrúar og lauk á Ráðhús- torgi. Hafði þar safnast saman mikill mannfjöldi í veðurblíð- unni til þess að horfa á loka- sprettinn. Fyrstur að marki varð Jón A. Jónsson (H. Þ.) á 8 mín. 15 sek.; annar Óskar Valdemars son (U. M. S. E.) á 8 mín. 23,5 sek., og þriðji Eiríkur Jónsson (Þór) á 8 mín. 30,0 sek. Fyrstu sveit átti H. Þ. Hana skipuðu: Jón A. Jónsson (1. maður í mark), Kristinn Jónsson (6. maðurý, Egill Jónasson (7. mað ur) og Jón Jónsson (11. maður) Stigin eru reiknuð eftir röð manna í mark. Fær 1. maður 1 stig, 2. maður 2 stig o. s. frv., sigrar því sú sveit er fær fæst stig. Sveit H. Þ. hlaut þannig 25 stig. Önnur sveit var frá Þór, hTaut 37 stig, þriðja sveit frá K. A„ hlaut 47 stig. U. M. S. E. átti aðeins þrjá keppendur í hlaup- inu og kom því ekki til greina í sveitarkeppninni, en átti annars 2., 5. og 9. mann, og munaði þannig aðeins tveim, stigum á þeim og þremur bestu mönnum Þingeyinganna. Ármann Dal- mannsson, formaður í. B. A. af- henti sigurvegurunum verðlaun að hlaupinu loknu og gat þess, að H. Þ. ynni nú öðru sinpi í röð verðlaun sveitarkeppninnar, en það er fagur silfurbikar. VERKLÝÐS- MÁL Bílstjórafélag Akureyrar hef- ir fyrir nokkru samið um kaup og kjör við bifreiðaeigendur hér í bænum. Helstu samningar eru þessir: Mánaðarkaup ársráðinna bif- reiðastjóra hækkaði úr 410.00 kr. í 500.00 kr.; mánaðarkaup mánaðarráðinna bifreiðastjóra: a) sumarkaup frá 1. Maí—31. Okt. hækkaði úr 485.00 kr. í 575.00 kr.; b) vetrarkaup frá 1.. Nóv.—30. Apríl úr 350.00 kr. í 445.00 kr. Eftirvinna var áður greidd með 3.00 kr. á klst.; nú 4.00 kr. Nætur- og helgidagá- vinnu skal greiða með 5.50 kr. á klst., og hefir sú vinna ekki fyr verið greind frá annari yfir- vinnu. Allár þessar tölur eru grunnkaupstölur og greiðist full verðlagsuppbót á þær. Vinnu- tími vörubifreiðastjóra var áður 9 stundir í hlaupavinnu en 8 stundir í fastri, en er nú 8 stund- ir í allri vinnu jafnt. Bifreiða- stjórar skulu hafa frítt uppihald þegar þeir ná ekki heim til sín einn sólarhring eða lengur. Upp- sagnarfrestur samninganna skal vera einn mán. í stað þriggja áð- ur. — í samninganefnd af hendi Bíl- stjórafélagsins voru þeir Sigur- geir Jónsson, Garðar Svanlaugs- son og Aðalsteinn Þorsteinsson, auk formannsins Þorsteins Svan- laugssonar, en af hálfu bifreiða- eigenda Kristján Kristjánsson, Jakob Frímannsson og Helgi Tryggvason. Eins og sjá má er um mjög Sveinn Bjönsson fyrsti þjóðkjörinn forseti íslands. 20. þ. m. var útrunninn framboðsfrestur til forseta- kjörs. Núverandi forseti, hr. Sveinn Björnsson var einn í kjöri, og er því sjálfkjörinn. Fullnœgt var í tœka tíð öll- um skilyrðum gagnvart kjör inu, hámark meðmœlenda úr öllum landsfjórðungum fyrir hendi o. s. frv. Mættu önnur forsetakjör í framtíð- inni fara jafn giftusamlega. verulegar kjarabætur að ræða í samningum þessum fyrir bíl- stjóra hér í -bæ, og róma samn- ingamennirnir af þeirra hálfu sanngirni og. tillitssemi þeirra, er við þá sömdu. Félagið er nú að reisa sumar- dvalarbústað frammi í Leynings hólum og hefir keypt þar Tjarn- argerðisvatn og land umhverfis það. Er ætlunin að fegra staðinn og koma þar upp trjágróðri. Nú um Hvítasunnuna vinna félags- menn að því að gera hús sitt þarna fókhelt. Er öll vinna unn- in í sjálfboðavinnu og efni allt flutt ókeypis af félagsmönnum. Stærð hússins er 9,20X9,20 m. og er úr timbri. Er s§o til ætlast, að bílstjórar og fjfjölskyldur þeirra geti dvaíist þlrna sér til hvíldar og ánægjui}a sumrum, þegar annir leyfa. Dánardægur Aðfaranótt Hvítasunnudags andaðist að heimili sínu, Ægis- götu 12, frú Anna Pálsdóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal, 67 ára að aldri. Anna var greind kona og fylgdist með í þjóðmál- um betur en títt er um alþýðu- konur, sem flestar eiga þess lít- inn kost að helga 'þeim málum miklum tíma og athygli. Fylgdi hún ótrauð og einlæg skynsam- legri og öfgalausri sókn fram á leið til ..menningaj;-, og kjarabóta íslenskri alþýðu, en fyrirleit af hjarta öll óheilindi í, opinberum málum og viðskiftum manna á milli. Anna var gift Jóhanni Jónssýni, verkamanni. Lifir hann hana ásamt tveimur börn- um á fúllorðíns 'áldri. 16. þ. m. lést í Sjúkrahúsi Ak- ureyrar Valdimar Pálsson, verkamaður, 65 ára að aldri. Valdimar var vél kynntur mað- ur, ötull starfsmaður meðan hon um entust kraftar, óáleitinn og góður félagi. Kona háns dó fyrir skömmu. ....

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.