Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.05.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 29.05.1945, Side 1
ttrwux XV. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 29. Maí 1945 ~ Catalma^ílugMtur Flugtélags íslands heimsækir Akureyri. Það virtist ekki vera neitt lítið um að vera niður við höfnina hér s. 1. Þriðjudagskvöld. Fjöldi manns stóð þar og enn fleiri þustu að. Hinn nýi Catalina- flughátur Flugfélags íslands h.f. var kominn hingað í sinni jóm- frúferð. Flugbátnum stýrði fram- kvæmdastjóri flugfélagsins, Orn Johnson, með aðstoð Jóhannesar Snorrasonar flugmanns. Auk þeirra voru með bátnum einn vélamaður og einn loftskeyta- maðnr. Hér var merkisviðburður að ske, þar sem flugbátur þessi er stærsta flugfarartæki, sem enn hefir orðið eign íslendinga. Kristinn Jónsson framkvæmda- stjóri félagsins hér og Ari Jó- hannesson starfsmaður þess sáu um, að bæjarbuar gætu fjöl- mennt í vélbát frarn á höfnina til að skoða flugbátinn og mun um 2—300 manns liafa notfært sér þessa greiðvikni, þrátt fyrir skamma viðdvöl bátsins hér. Leist öllum, er sáu, báturinn hið mesta veltiþing. Með bátnum voru, auk flug- mannanna, formaður Fhigfélags ins, Bergur G. Gíslason, Agnar Kofoed Hansen, lögreglustjóri, Svanbjörn Frímannsson, form, Viðskiftaráðs o. fl. Þegar ílugbáturinn fór bauð framkvæmdastjóri tíðindamönn- um blaðánna hér, er til náðist, að fljúga með frítt suður og til baka daginn eftir. Og svo byrjaði ferðin suður. Að hefja sig til flugs tók 40—50 sek. Alla leiðina mátti eigi merkja, að maður væri að ferð- ast í loftinu. Miklu líkara var, að maður væri staddur í vistleg- um herbergjum í nýtísku stein- húsi, þar sem allt væri jarðbund ið í orðsins fyllsta skilningi. A leiðinni sýndu formaður og framkvæmdastjóri félagsins far- þegum flugbátinn og skýrðu frá ágæti hans og framtíðaráætlun- um viðvíkjandi honum. Bátur- inn vegur um ]5 tonn með far- þegum og geta ferðast með hon- um 22 farþegar. Vængjatak er 35 mtr. Hestaflatala beggja véla samanlegt 2400 hestöfl. Á neðri hæð eru flugmannaklefi, 3 klef- ar fyrir farþega og loftskeyta- mannsklefi, en vélarmannsklefi á efri hæð. I stéli er hægt að inn- rétta svefnpláss, eða sjúklinga- pláss fyrir ca. 4 manneskjur. Einnig mun verða innréttaður snyrtiklefi í bátnum. Farþega- sæti eru mjúk sem dúnpúðar og raflaenir um allan bátinn eru O O tvöfaldar. Sími á einnig að koma milli allra klefa starfs- manna. Bensínleiðslur eru einn- ig tvöfaldar. Loftsendilæki eru í bátnum með 4 loftnetum, sem til öryggis má skifta á milli tækj- anna. Þá er þar sterkur sjálí- virkur móttakari, sem er í sam- bandi við' sjálfvirkan radió-átta- vita. Vængi og skrúfur er hægt að verja fyrir ísingu. Björgun- arvesti eru til fyrir a'lla sem með bátnum ferðast og fylgja lijörg- unartækjum gasflöskur og ann- ar nauðsynlegur útbúnaður. —- Endurbyggingu alla innan-báts hafa þeir séð um Gunnar Jónas- son, eigandi Stálhúsgagna í Reykjavík, og Sigurður bróðir hans. Er það hið mesta völundar smíði og mun allur útbúnaður og öryggistæki flugbátsins jafn- ast á við hið allra besta, sem framleitt er af slíku nú á dög- um. Flugbáturinn er keyptur hing- að til lands vegna vandræða um lendingarstaði fyrir ]and-flug- vélar og á Flugfélagið heiður skilið fyrir frábæran dugnað og áhuga í hinum ungu flugmálum okkar íslendinga. Mun báturinn fyrst um sinn verða notaður til ferða á leiðinni frá Reykjavík og til stærstu sjóhafna landsins, en mikill áhugi er ríkjandi með- al flugmálamanna fyrir milli- landaferðum. 'Eftir ca. 75 mínútna ferðalag með flugbátnum frá Akureyri lil Reykjavíkur var setst á Skerja- firði. Enginn var með lokur fyr- ir eyrunum, allir í sólskinsskapi og trúðu varla, að nú væri þetta dýrðlega ferðalag á enda. Er það trú mín, að margir eigi eftir að binda ástir við Cala- linu, vegna gæða hennar í hví- vetna. — 71011 — Alþýðum. óskar Flugfélaginu allrar hamingju í tilefni af því, Kosningar í Bretlandi. Merkustu tíðindin, sem borist hafa frá útlöndum síðustu viku, fjalla um bresk stjórnmál. Al- þýðuflokknrin breski — Labour Patry — hefir undanfarið háð þing sitt í Blackpool. Churchill ritaði þinginu bréf og æskti J)ess, að stjórnarsamvinna sú, er hófst' fyrir fimm árum, héldi áfram, þar til styrjöldin við Japan væri til lykta leidd. Á Jjessa tillögu vildi flokksþingið ekki fallast, og var hún felld með öllum at- kvæðum gegn tveimur. Hins veg- ar bauð flokkurinn, að stjórn- arsamvinnan héldist, þar til í Októljer í haust. Þeirri tillögu hafnaði Churchill. Urslit mál- anna urðu Jiau, að Churchill baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Tók konungnr lausnaf- beiðni hans til greina, en fól honum að mynda bráðabirgða- stjórn, er sæti, þar til nýjar kosn- ingar hafa farið fram. Mun sú, stjórn nú að fullu skipuð og skrá yfir helstu ráðherra birt. Helstu breytingar eru J)ær, að ráðherrar Alþýðuflokksins víkja úr stjórninni, en við taka ýmsir íhaldsmenn eða utanflokka- menn. Tilkynnt hefir verið, að Joingið verði rofið, og kosningar munu fara fram 5. Júlí næst- komandi. Stjórnar þeirrar, sem nú hefir látið af völdum á Bretlandi, verður lengi minnst. Hún tók við á hinum erfiðustu tímum fyrir Ijresku þjóðina og hefir áreiðan- lega leyst Idutverk sitt af hendi þannig, að þjóðin má vel við una. Og enginn vafi er á því, að saga samsteypustjórnarinnar verður nátengd nöfnum ráð- herra þeirra, er breskir verka- menn liafa lagt til, t. d. Alex- anders, flotamálaráðherra, — Morrison, innanríkisráðherra Bevins, verkamálaráðherra, svo 'að nokkrir séu nefndir. En hvers - vegna rofnar sam- vinnan? Engum mun koma það á óvart, sem kunnur er breskum að það hefir eignast þetta mynd- aidega samgöngutæki, og þakkar því rausn Jjess að bjóða manni frá blaðinu í áður umgetna skemmtiferð. Ritstj. stjórnmálum, að samvinnu flokkanna er slitið — að minnsta kosti í svipinn. Kosning- ar hafa ekki farið fram í Bret- landi um 10 ára skeið. Þá hlaut breski Alþýðuflokkurinn 168 þingsæti — í neðri deild þings- ins af 615. Síðan hafa þeir at- burðir gerst, sem ætla má, að hafi haft í för með sér miklar breytingar á afstöðu manna til stjórnmálanna. Aukakosningar, sem fram hafa farið, benda ó- tvírætt í þá átt, að straumurinn liggi til vinstri, og enginn mun efa það, að þingmannafjöldi Alþýðuflokksins vaxi til mikilla muna. Vegna breytinga á kjör- dæmaskipuninni verða nú 640 þingsæti í neðri deild. Foringj- ar breska Alþýðuflokksins virð- ast gera sér vonir um, að flokk- urinn hljóti hreinan meirihluta, en engu skal um það spáð hér. Kosningabaráttan verður hörð. Morrison, innanríkisráðherra, skýrði stefnuskrá flokksin| á ársþinginu í Blackpool. Boðaði hann þjóðnýtingu á ýmsum starfsgreinum, ef flokkurinn sigraði, og ríkiseftirlit með einkarekstri. Bevin hefir einnig haldið ræðu, sem talin er marka stefnu flokksins í utanríkjsmál- um.'Boðaði hann samvinnu við vinstri öflin i heiminum. Ihalds- menn munu mjög beita fyrir sig nafni Churchills, en óvíst er, að liann geti tekið mikinn þátt í kosningahríðinni, þar sem gert er ráð fyrir, að fundur þeirra Trumans, Stalin og hans fari fram á þessu tímabili. Hefir hann tilkynnt, að kona hans muni standa í eldinum fyrir hann, ef hann geti það ekki sjálfur. Tíminn, sem valinn er til kosninganna, er að ýmsu leyti óhentugur, þar eð fjöldi manna, er gegnir herþjónustú, er bund- inn erlendis við skyldustörf og menn hafa ekki enn að fullu áttað sig á þeim miklu atburð- um, er gerst hafa. Hefði því ver- ið æskilegra, að kosningarnar biðu til haustsins. X. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði. — Hreinar — Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. 9

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.