Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.05.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 29.05.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 29. Maí 1945 „I viðjuin lyginnar“ í síðasta „Verkam.“ gjörir stjórn — og hermálafræðingur blaðsins — líklega Steingr. Að- alsteinsson — lævísa tilraun til að fá fáfróða menn og trúgjarna til að trúa því, áð öll iVarr ra Sovét-Rússlahds fyrir styrjöld- ina, meðan á henni stóð, og eftir hana hafi verið og sé ein sam- feld keðja af snilliráðum hins fórnfúsa hrautryðjanda frelsis smáþjóðanna, og reyndar sé það Sovjet-Rússland, sem hafi kom- ið Hitlers-Þýskalandi^á kné og Stalin sé frelsari mannkynsins. Er í grein þessari logið svo sam- viskulaust og freklega — með yfirskin guðhræðslunar yfir sér — að fádæmi er í íslenskri blaðamennsku. Sýnir þetta, á- samt mörgu öðru hvílíkt kapp erindrekar Rússa hér á landi leggja á að halda almenningi „í viðjum lyginnar,“ sem liggur til andlegrar og menningarlegrar tortímingar. Jónas Guðmundsson, fyrv. al- þingismaður, á einn hvassasta penna hér á landi um þessar mundir. Hann ritar í blaðið Ingólf 9. þ. m. grein, sem hann kallar „í viðjum lyginnar,“ og þar, sem hann kemur þar all- mikið inn á það mál, sem „Verkam.“ ræðir um síðast og hér hefir verið getið, leyfir Al- þýðum. sér að birta kafla úr henni, þar sem bl. Ingólfur er í fárra manna höndum hér nyrðra Eftir að J. G. hefir lýst hörm- ungunum, sem þýskur almenn- ingur hefir við að búa, og rausi manna um það hve þeir hafi alla t4ð haft megna andstyggð á Hitler og nasismanum, segir hann: „En þetta hefir ekki alltaf verið svo, hvorki í „heiminum hinum stóxa og víða“, né heldur á hinu litla íslandi. Árið 1938 fórnaði Bretland og Frakkland Austurríki og Tékkóslóvakíu á altari nasism- ans. Árið 1939 samdi Sovjet- Rússland við Hitler um skift- ingu Póllands og innlimun. Baltisku landanna í Sovjetríkin, og með þeim samningi sigruðu Rússar herskörum Hitlers á all- ar þjóðir Vestur- C" Norður- w, í' stóra’" ^ '• " ð þeim aia.ign sem kunuur er orðinn. Næst Hitler og sam- herjum hans eru það engir aðrir en kommúnistarnir í Rússlandi, sem ábyrgðina bera á ])ví á- standi, sem verið hefir í heim- inum að undanförnu. Með þess- um tveim ræningjaflokkum nas- istum og kommúnistum hélst góð vinátta þar til ’41 er Hitler varð fyrri til að svíkja sam- komulagið frá 1939, og réðist á Rússland. Bandaríkjamenn og Bretar björguðu þá Sovjet-ríkjunum með því að herða árásir sínar á Þýskaland — sérstaklega með því að auka lofthernaðinn stór- ío_ ja — og með því að senda Rússum ógrynni liergagna og matvæla. Hefði það ekki verið gert hefðu Rússar beðið algeran ósigur fyrir Þjóðverjum þegar á árinu 1942. Þessa hjálp hafa Rússar aldr- ei þakkað en leigusnápar þeirra um heim allan keppast við að halda því fram, að mann- kyn allt standi í einhvers konar þakkarskuld við Rússa. Sann- leikurinn er sá, að næst Hitler eiga engir eins mikla sök á nú- verandi styrjöld eins og stjórn- endur Sovjetríkjanna. Og nú er löngu vitað að tilgangur þeirra var sá, að láta Hitler og Þjóðverja veikja svo Breta, Frakka og Bandaríkjamenn að Rússar ættu alls kostar við þá aðila alla á eftir og gætu þar næst framkvæmt þann draum sinn að leggja allan heiminn undir Rússland. Þessi tilraun Rússa mistðkst og hurðin skall svo nærri hæl- um þeirra sjálfra, að við sjálft lá að þaðyrðuþeirsjálíir,enekki Bretar, og samherjar þeirra sem yrðu sigraðir af Þjóðverjum, og þeir hefðu orðið það, — eins og áður er sagt, — ef Bandarík- in og Bretland hefðu ekki komið Rússum til hjálpar. Tugir þús. af flugvélum, hundruð þúsunda af skriðdrekum og öðrum her- vögnum, miljónir hvers kyns vopna, stórra og smárra hafa Bandaríkin og Bretland ausið í Rússa án þess að fá svo mikið sem opinbert þakklæti fyrir, og allt þetta létu þeir af mörkum við Rússa meðan Bandaríkja- menn og Bretar. háðu styrjöld á mörgum vígstöðvum og börð- ust m. a. við „vini“ Rússa — Japani. Þegar „griðasáttmál- inn“ var gerður voru Hitlers- sinnar — nasistar — engir vand ræðamenn að dómi rússneskra kommúnista. Þá voru það Bret- ar, Frakkar og Bandaríkja- menn, sem allt illt stafaði af. Það sannar best hin sameigin- firlýsing Rússa og Þjóð- verja eftir skiftingu Póllands 1939. Það voru fleiri eu kommún- istar í Rússlandi sem litu öðr- um augum á Hitler þá en nú. Ilér á íslandi var liann ekki í neitt smáum metum hafður hjá ýmsum. Hér voru margir sem í honum sáu hinn væntanlega „Messías“ þessara tíma. Sjálf- stæðisflokkurinn var gegnsýktur af nasisma, svo gegnsýktur að bæði aðalblöð lians máttu frekar teljast nasistablöð en venjuleg borgaraleg málgögn. Best allra blaða hérlendra stóð þó Þjóð- viljinn, blað kommúnista, í ístað inu fyrir nasistana enda var hann að sögn kunnugra þá gef- inn út um skeið fyrir fé, sem kom frá sendisveit Þjóðverja hér, þó það hafi sjálfsagt verið rússneskt eins og allt fé til hans bæði fyrr og síðar. Og þessi af- staða hélst óbreytt hjá öllurn þessum málgögnum og flokkum þar til í júní 1941 er Hitler réð- ist á Sovjetríkin. Þá söðlaði Þjóðvilinn um en Morgunblaðið ekki fyrr en all-löngu síðar, eða þegar sýnt var að Þjóðverjar mundu verða undir í viðureign- inni. Svona var nú ástandið þá. — Við, sem frá öndverðu tókum málstað Breta og Bandaríkj- anna vorum kallaðir leiguþý, skriðdýr, „breskari en breskir“ mútuþegar breska auðvaldsins o. s. frv. o. s. frv. og þegar tvö leiguþý Rússa hér voru tekin — miklu síðar en von var til — og flutt á „föðurlandsvinaskól- ann“ í Englandi lugu bæði kommúnistar og Sjálfstæðis- menn því upp, að ég og ýmsir aðrir, sem höfum trúað á vilja Engilsaxa til að varðveila írels- ið í heiminum, — hefðum stað- ið að brottflutningi þessara komnninistísku loddara. Slíkt var ástandið þá. Slík var vin- semdin þá í garð hinna engil- saxnesku stórvelda. En nú — nú fara sumar af þeim „sprautum“ kommúnista, sem þá gengu ljúgandi og rægj- andi Breta hér um göturnar í Reykjavík, — nú labba þær heim til sendiherra þessara þjóða, hinn 1. maí, til þess að hræsna fyrir þeim með sér- stökum ávörpum. Þó allir viti að þessir tveir sendiherrar hinna engilsaxnesku stórvelda séu að- eins „teknir með“ til þess að flokkur Rússa hér — kommún- istarnir — gætu notað þetta tækifæri til að sýna enn einu sinni opinberlega skriðdýrshátt sinn fyrir Rússum. — Það menn ingarleysi og sá undirlægju- og sleikjuháttur sem hér kemur fram er svo fyrirlitlegur og við- bjóðslegur að engu tali tekur“. Ef einhver skyldi halda að J. G. væri með ofanrituðu að verja aðfarir Hitlers og nasista, er það misskilningur. Það sann- ar niðurlag greinar hans enn betur en það, sem hér hefir ver- ið tilfært. En framhaldið verður að bíða næsta blaðs. (Niðurl.j 100 ára dánarminning Jðnasar Haligrimssonar 26. þ. m. voru liðin 100 ár frá andláti Jónasar skálds Hall- grímssonar. Var þess minnst víða um land, en veglegast í Reykjavík, en þar gekkst Lista- mannaþingið, sem staðið hefir undanfarna daga, fyrir margvís- legum hátíðahöldum í minningu um skáldið. Var öllu því helsta útvarpað og þykir ekki ástæða til að geta þess frekar. í fæðingarsveit skáldsins, Oxnadal, var þess minnst á veg- legan hátt. Var fyrst haldin minningarguðþjónusta í Bakka- kirkju. Þar predikaði sóknar- presturinn, séra Sigurður Stef- ánsson. Kirkjan var þétt skipuð fólki. Var þá haldið að Þverá og þar haldin aðal minningar- hátíðin. Aðal ræðumenn voru Bernharð Stefánsson, alþingism. og Steind. Steindórsson, mennta- skólakennari. Ágúst Kvaran leikari las upp. Einnig var sung- ið og fleira haft til skemmtunar. Ungmennafélag Öxndæla stóð fyrir hátíðahöldunum með mikl- um myndarskap. Síðast liðinn Sunnudag hélt í. B. A. skemmtun við sundlaug bæjarins til minningar um braut- i'yðjandastarf Jónasar Hall- grímssonar, skálds, á sviði sund- málanna hér á landi. Formaður 1. B. A., Ármann Dalmannsson, setti skemmtunina, en því næst flutti Snorri Sigfússon náms- stjóri ræðu. Þá stjórn’aði Áskell Jónsson söng viðstaddia, en þar á eftir hófust sundsýningar og sundpróf barna. Loks þreyltu fjórar átta manna sveitir boð- sund, sín frá hverju félagi: Þór, K. A., Gretti og íþróttafélagi Menntaskólans. Vegalengdin, sem hver maður varð að synda, var 70 metrar. Leikslok urðu þau, að Þór sigraði, lauk sund- inu á 7 mín. 18,8 sek., en í. M. A. liðsveitin varð önnur, var 7 mín. 25 sek. með sundið. Skennntunin fór hið bezta fram og var fjöldi áhorfenda mikill. Eins og áður er getið, mun Jónasar hafa verið nxinnst víð- ar, en af því hefir blaðið elcki haft fréttir enn sem kornið er. HÆNSNAMJÖL MAISMJÖL Kaupfél. Verkamanna SUMARHANSKAR nýkomnir. — Svartir, hvítir, gráir, gulir — net, silki, bómull. — Hannyrðaverzl. Ragnh. O. Björnsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.