Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.06.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 29. Maí 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Þökkum lijartanléga auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Onnu Pálsdóttur frá Atlastöðum. Jóhann Jónsson. börn og tengdasonur. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður míns, Valdimars Pálssonar. — Sérstaklega þakka ég Karlakór Akureyrar auðsýnda vináttu við hinn látna. Fyrir mína liönd og annara vandamanna. Kristján Valdimarsson. ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AlþýSuflokksfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson BlaðiS kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar \ Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. '--rt-rrrrt-r- i---- ' Sjömasnaiagnrlnn á Akureyri 194S Hátíðahöld Sjómannadagsins hófust með kappróðri á Laugar- dagskvöldið. 8 róðrarsveitir kepptu. Rónir voru 1000 mtr. Úrslit urðu þessi: Mín. 1. Sveit Vélsm. Oddi 5: 1.8 2.-3. A-sveit Vélstj.fél. 5: 5.0 2.-3. Sveit skipasmiða 5: 5.0 4. B-sveit Sjómannafél. 5: 5.6 5. A-sveit Sjómannafél. 5: 8.4 6. B-sveit Vélstj.fél. 5:14.4 7. Sveit m.s. „Narfi“ 5:22.6 8. Sveit g.s. „Bjarki“ 5:30.3 Veðbanki var starfræktur í sambandi við kappróðrana. Var talsvert veðjað milli bátshafna, og óx eftir því sem á leið. — Aðeins einn maður hafði veðjað á sveit Odda til úrslitavinnings á fimm krónu miða, en hlaut í vinning 900,00 krónur. Sunnudaginn 3. Júní hófust hátíðahöldin með því, að fánar voru dregnir að hún kl. 8 f. h. K. 10 f. h. hófst skrúðganga sjó- manna undir hornablæstri frá Torfunefsbryggju um bæinn að kirkju, þar sem sóknarprestur- inn flutti sjómannamessu. Kl. 1.30 e. h. hófst björgunar- sýning við höfnina. Línu skotið út í skip, síðan kaðall dreginn út og björgunai’stóli fest við hann. Tveir menn dregnir í land frá skipinu. Sýningin þótti tak- ast vel. Kl. 2.30 e. h. hófst samkoma við sundlaugina. Þreytt var 50 metra stakkasund. — - Úrslit urðu þessi: Mín. 1. Jónas Þorsteinsson 0:58.2 2. Jónas Einarsson 0:59.9 3. Ólafur Gunnarsson 1:0.4 4. Helgi Bernharðsson 1:4.5 5. Finnur Björnsson 1:6.5 6. Jósteinn Komáðsson 1:8.8 Björgunarsund 25 m. Urslit: Sek. 1. Baldur Ingólfsson 30.7 2. Vignir Guðnxundsson 31.8 3. Jónas Einarsson 32.0 4. Helgi Bernharðsson 36.3 5. Jónas Þorsteinsson 37.0 6. Jósteinn Konráðsson 37.9 Kl. 5 e. h. var gengið til Þórs- vallai', og þar þreytt knattspyrna milli Sjómannafél. og Vélstjóra- fél. Úrslit Sjómannafél. vann með 5:0. Þá fór fram reiptog, sem fór þannig að Vélstjórafél. vann Skipstjóra- félagið á 54 sek. Sjómannafél. vann Skipstjóra fél. á 1 mín. 10 sek. Sjómannafél. vann Vélstjóra- fél. á 30.2 sek. Vélsmiðjan Atli hafði gefið forkunnarfagra fánastöng, sem verðlaun til þess manns er tæki þátt í flestum íþróttagreinum dagsins, og best afrek sýndi. — Stöngina hlaut Jónas Þorsteins- son með 46 stigum. Tók þátt í: Stakkasundi, björgunarsundi, knattspyrnu og reiptogi. Urn kvöldið voru dansleikir sjómanna í Samkomuhúsinu og að Hótel Norðurlandi. Öll íþrótta- og skemmtiatriði dagsins fóru hið besta fram og voru vel sóttar. Veður var hið fegursta. Bærinn allur fánum skrýddur og skip á höfninni. JÖRÐ, 1. h., þ. á. — Danmerkur- hefti — er komin út. Er heftið helgað Danmörku og er hið vand aðasta í alla staði. í það rita auk ritstjórans, B.O.B., Ágúst Bjarna son, síra Bjarni Jónsson, Björn r Sigfússon, Friðrik Asmundsson Brekkan, Helgi Guðmundsson, Ragnar Ásgeirsson, Sig. Nordal, Þórður Sveinsson, Christmas Möller, Fr. de Fontenay, Anker Svart o. fl. Fjöldi mynda prýð- ir heftið. Efnið er hugstætt ís- lendingum og skemmtilegt í alla staði. Ættu sem flestir að lesa þetta hefti Jarðar. Eftir því mun enginn sjá. SKUTULL, blað Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum.— Skutull er vel ritað blað og fjöl- breytt að efni. Hver sá, sem fylgjast vill með í landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirð- ingar hafa lengi staðið frarnar- lega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnu málurn hennar og heilbrigði í fé- lagsmálum. „Skutull“ er rödd Vestfirðinga á þessum vettvangi. Jörd 1. hefti, 6. árg., DANMERKURHEFTI er komin í hókabúðir. Sérstaklega vandað hefti Aðalumboðsm.: Ragnheiður O. Björnsson. Akureyri Héðan og þaðan Rétt fyrir miðjan sl. mánuð gekk aftaka norðan veður með sujókomu yfir Vestfirði og mik- inn liluta Norðurlands. Á Isa- firði var veðrið með fádæmum, eins og víðar. Segir blaðið „Skutull" á ísafirði 19. f. m. frá þessu eins og segir hér á eftir: „Síðastliðinn sunnudag tók veður að spillast, en mánudag- inn 14. og þriðjudaginn hinn 15. maí var hér á ísafirði slík snjó- koma með ofsa stormi á norðan, að sjaldgæfir eru öllu snarpari byljir um hávetur. Bærinn var bókstaflega á kafi í snjó er veðrinu slotaði. — Mjög víða lágu skaflarnir upp fyrir dyr og glugga neðri hæðar húsanna, og sunxstaðar varð fólk að fá utanaðkomandi aðstoð til að komast út úr húsum sínum. Göturnar voru lítt færai’, því að hrikaháir snjóhryggir lágu um þær þverar með djúpum dældunx á milli. Minnast elstu menn ekki slíkr ar fannkyngi á götum bæjarins síðan snjóflóðaveturinn mikla 1910, en enginn minnist slíkrar fádæma snjókomu í nokkru sum- armála- eða páskahreti, hvað þá heldur, þegar komið er fram í fimmtu viku sumai-s.“ ★ Laugardaginn 26. f. m. var haldinn stofnfundur Útgerðarfé- lags fyrir Akui-eyrarbæ. Var fé- lagið formlega stofnað og þessir menn kosnir í bráðabirgðastjórn Helgi Pálsson, Gunnar Larsen, Steingr. Aðalsteinsson, Jón E. Sigurðsson og Guðm. Guðmunds son. — Enn er ekki fengið allt hlutaféð, sem áætlað er að safna Mun stjórnin vinna að því að út- vega það sem á vantar senx allra fyrst. ★ r A nýafstöðnu listamannaþingi var samþykt sú ályktun í einu hljóði, að þingið harmaði dráp Guðm. Kamban skálds og rithöf- undar og vottaði minningu hans virðingu vegna starfa hans. — Einnig ti’eysti þingið því að rík- isstjórnin gengi fast eftir að mál vegenda Kambans yrðu rannsök uð til hins ýtrasta og dómur feld ur í þeim eftir réttarreglum. ★ Strengjasveit Tónlistarfélags Reykjavíkur er væntanleg hing- að undir helginá og mun halda hér 2—3 liljómleika á vegum Tónlistarfélagsins hér. í sveit- inni eru 12 menn. Stjórnandi er Dr. V. Urbantschitsch, en kon- certmeistari Björn Ólafsson fiðluleikari. ★ íþróttafélagið „Þór“ á 30 ára afmæli á morgun. í tilefni þess- ara merku tímamóta í lífi félags ins hefst íþróttamót hér í bæn- um á morgun og stendur fram á næstu helgi. Taka þátt í því fjög ur íþróttafélög bæjarins. ★ Útskrifaðir nemendur úr Gagnfræða ísafjarðar voru hér á ferð í síðustu viku. Á Mánu- dagskvöldið sýndu 10 stúlkur úr þessum hópi leikfimi í Sam- komuhúsinu, undir stjórn kenn- ara síns, ungfrú Maríu Gunnars- r dóttur. A undan sýningunni tal- aði Hannibal Valdimarsson skólastjóri nokkur orð til áheyr- enda. Sýningin fór hið besta fram og fær ágæta dóma fróðra manna í þeim efnum. Flokkui’- inn fór til Mývatns og Húsavík- ur og sýndi hér aftur á heimleið á Fimtudagskvöldið. Voru á- horfendur óvenju margir á báð- um sýningunum. Skattaskráin og útsvarsskráin liggja frammi til sýnis þessa dag ana. Líka hafa þær verið gefnar út fjölritaðar og seldar á götun- um. Hæst útsvar bera þessir 5 gjaldendur: Kr. Kaupfélag Eyfirðinga 71170 Kristján Kristjánsson 44000 Samb. ísl. samvinnufél. 41360 Karl Friðriksson 30800 Útgerðarfél. KEA 27190 Upphæð útsvaranna nemur kr 2553060.00. Er það tæpum 600 þús. kr. hærri upphæð en í fyrra Gjaldendur eru 2132, en 1946 í fyria.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.