Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.06.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 5. júní 1945 Dægurmál bæjarins. Niðurlag. Eg ræddi síðast um göturykið og vatnsbílinn, sem aldrei sést í þvergötunum. Síðan hafa verið úrkomur svo ekki hefir fengist reynsia a því hvort bæjarforsjón in tekur kvartanir mínar til greina eða ekki. En á göngunni gegnum bæinn ber ýmislegt fyr- ir auga, sem umbóta þarf. Eitthvert blaðanna var að minnast á öskukassana fyrir nokkru. Mér er ekki kunnugt um hver á að líta eftir þeim, en eitt er víst að hvergi nær sóða- skapur bæjarliúa hærra meti en í sambandi við þá. Samkvæmt fyrirskipunum þar urn eiga kass arnir eða dunkarnir að vera öskuheldir, nægilega stórir og með loki, sem á þeim tollir. — — — Eg skal ekki fullyrða neitt, en nær er mér að halda því fram, að helmingur öskuílátanna fullnægi ekki þess- um kröfum. Algengt er að sjá — jafnvel frá götunni — þessa riddara standa hlið við hlið, tvo til þrjá saman, loklausa, yfir- fulla af ösku, og uppi á ösku- haugunum, sem ár eftir ár hafa hlaðist upp kringum þá og undir þeim. í kringum þessi þrifa- hreiður og í kössunum sjálfum lifa rotturnar í býlífi og vellyst- ingum praktuglega, eins og eng- in bæjaiyfirvöld, lögregla eða heilbrigðisfulltrúi sé til. — Já, heilbrigðisfulltrúi — vel á minnst. — Hvar er hann og hvað gerir hann? Að vísu befi ég heyrt að hann hafi fengið það eitt erindisbréf, að gera ekki neitt, og hann virðist fram- kvæma það út í ystu æsar. Ef hann starfaði á jörðu niðri myndi hann á „rundtúr“ í bæn- um, geta fengið að kynnast, auk herlegheitanna í sambandi við öskuílátin, smávilpum út frá mykjuhúsum, og fleiru búmann- legu hér og þar í bænum, að maður nú tali ekki um göturyk- inu, sem áður hefir verið vikið að. Það væri máske ekki úr vegi að minnast á nýjasta menningar- merkið, sem bærinn hefir fengið á sig. Nú er „rjóma ís“ seldur í nokkrum sölubúðum, sem þeir „stóru í viðskiftabransanum“ kalla styrjaldarfyrirbrigði. — Sumstaðar er ísinn seldur í kramarhúsum, sem kaupandinn getur étið upp til agna með inni- haldinu, eins og þegar Logi át trogið með kjötinu forðum. Af þessu stafar ekkert óþrifalegt annað en götuátið sjálft, sem síðar verður vikið að. Á öðrum stöðum er ísinn seldur í smá- krúsum úr pappa og fylgja þá pappaskeiðar með. Ekki er þessa neytt inni í sölubúðunum. Hit virðist miklu fínna að gjöra það út á götu. Þegar átinu er lokið er skálinni og skeiðinni kastað burt þar sem neytandinn er staddur. Eru því heil bæjar- liverfi sífelt löðrandi í þessum nýmóðins matarílátum — og er lítil prýði að. Það lítur út fyrir að fólkið haldi að þetta útiát sé eitthvað fínt, en svo er alls ekki, ekki síst þegar því fylgja óþrifin, sem áður er minnst á. Búast má við að það þætti ekkert menning- armerki ef fólk tæki upp á því að kaupa öl eðá gosdrykki í búðum, og ganga svo um göt- urnar með flöskurnar í hönd- unum og staupa sig úr þeim á göngunni, að maður geri nú ekki ráð fyrir að flöskunum væri grýtt í götuna að drykkju lok- inni. Það væri vel til fallið að einhver tæki sér fyrir hendur að setja upp íssöluna þar, sem fólk- ið gæti neytt íssins sem annara veitinga, en gatan losnaði, bæði við þetta borðandi fólk og allt bréfaruslið, sem því fylgir. Þótt hér hafi verið dvalið við þessi ís-óþrif, er svo sem margt fleira, sem fær að fjúka á göt- una. Það er ekki óalgengt að sjá fólk taka bréf utan af bókuin og pökkum og kasta því á göt- una þar, sem það er statt. Fýkur svo þessi bæjarprýði sitt á bvað þar til hún hafnar í göturæsinu eða heima við eitthvert húsið. Sýnist þetta framferði fólks á- stæðulaust með öllu. Gvendur á götunni. S t* í g a n d i, 1. hefti 3. ár, er nýlega kominn út. Er hann fjölbreyttur að efni að vanda. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari ritar all-langt mál um Davíð skáld Stefánsson, í tuefni af 50 ára afmæii skáldsins og fylgir einkennileg mynd af blys- för Menntaskólans að heimili skáldsins þá urn kvöldið. Jón í Yztafelli ritar ádeilugrein á þjóð og þing, sem hann nefnir „Bersöglismál“ Björn Sigfús- son ritar um norðlenskan fram- burð, „Barnsskírn í Gerði“, heitir saga eftir Rósu Einars- dóttur, og Helgi Jónsson segir frá Jakob á Breiðumýri, Ind- riði Indriðason segir frá ætt Baldvins skálda. Þráinn, Milli Skjöldólfsstaða og Möðrudals, saga Vegir örlaganna, eftir 0. Henry, þýdd af frú Maju Bald- vins. Kvæði eru þarna eftir Heiðrek Guðmundsson, Grím Sigurðsson og Þráinn. Stutt um- sögn er þarna um Hauk Stefáns- son málara og myndir gjörðar af honum, og loks umsagnir um bækur. 80 STÚLKUR óskast til síldarsöltunar í sumar á nýju bryggju Sverris Ragn- ars á Oddeyrartanga. Mörg skip eru þegar ráð’in til að leggja þar upp afla sinn. Sum skipanna fiska nær eingöngu í salt. Þær stúlkur, sem vilja tryggja sér síldarvinnu hér á Akureyri, skrifi sig sem fyrst á lista sem liggja frammi á Vinnumiðlunar- skrifstofunni, Kaupfélagi Verkamanna, hjá Helga Pálssyni og hjá undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar. Guðmundur Guðmundsson Helgamagrastræti 42 ASKOR DN UM KOLASPARNAÐ Með því að enn má búast við miklum örðugleikum á því að fá kol til landsins, og útlit er fyrir að eigi verði hægt að afla nægilegra kolabirgða til næsta vetrar, er hér með brýnt fyrir öllunv að gæta hins ýtrasta sparnaðar um kolanotkun, og jafn- framt skorað á menn að afla og nota innlent eldsneyti að svo miklu leyti sem unnt er. — Er sérstaklega skorað á héraðs- og sveitastjórnir að hafa forgöngu í því að aflað verði innlends eldsneytis. V iðskiptamálaráðuney tið Augljsing um skömmtun á erlendu smjöri Samkvæmt reglugerð útgefinni í dag, löggildist hér með stofn- auki nr. 3, sem fylgdi skömmtunarseðlum fyrir tímabilið 1. apríl—30. júní, sem innkaupaheimild fyrir einu ensku pundi (453 gr.) af erlendu smjöri, og gildir hann sem innkaupaheim- ild fyrir þessu magni til 1. september næstkomandi. Verð smjörs, sem selt er gegn þessari innkaupaheimild, er kr. 6,50 hvert einstakt pund (453 gr.). Viðskiptamálar áðuney tið 12. maí 1945. 10-15 s'ildarstúlkur óskast til Siglufjarðar um miðjan Júlímánuð. Ábyggileg vinna. Gott húspláss. Venjuleg hlunnindi. Upplýsingar á Vinnumiðlunarskrifstofunni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.