Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Qupperneq 1
XV. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 12. Júní 1945. Átök í kaupfélagi Siglufirðináa. Kommúnistar biðu herfilegan ósigur í full- trúakosniugum í deilclum félágsins — fengu tæpan einn fjórða hluta kosinna fulltrúa - og ærast nú sem óðir menn, svo enn liefir ekki fengist friður til að halda aðalfund félagsins. Undanfarið hafa farið fram miklar umræður í Siglufjarðar- blöðunum — og reyndar fleiri blöðum — um fádæma aðfarir konmiúnista í Kaupfélagi Sigl- firðinga. Sýna þær að meiri bluti stjórnarinnar, sem skipuð er kommúnistum, hefir hagað sér þannig að eins dæmi mun vera innan samvinnufélaganna. Verður sú saga ekki rakin hér frekar, en hún varð völd að því, að við kosningar fulltrúa á aðal- fund félagsins nú nýlega, töpuðu kfimmúnistar svo herfilega, að þeir fengu aðeins 17 rnenn kjörna af milli 60 og 70 fulltrú- um. Þegar svo átti að halda aðal- fund, neitaði formaður stjórn- arinnar, kommúnistinn Otto Jörgensen, að viðurkenna rétt meiri hlutans. Neitaði að bera upp tillögur, sem fram komu, þvert ofan í almennar fundar- reglur, og var fundinum svo frestað þar til s. 1. Sunnudag. Þegar á þann fund kom, ætl- aði Jörgensen að viðhafa sömu vinnubrögð. Neitaði kröfu meiri hlutans um að láta kjósa fund- arstjóra, og ætlaði að beita ein- ræðisvaldi á fundinum. Neituðu fundarmenn þá þessum aðförum og kusu fundarstjóra með •/-! hluta atkvæða á fundinum, en kommúnistar — undir forystu Gunnars Jóhannssonar, héldu uppi orgi og fótastapph Lýsti meiri hlutinn því þá yfir, að fyrst ekki fengist friður lil sið- samlegs fundahalds, flytli hann fundinn í annað húspláss, og var svo gjört, en eftir sátu örfá- ar kommúnistahræður með síma stjórann í forsæti. Voru nú lialdnir tveir fundir um hríð, en þó ekki nema skannna stund, því þá kom 5 manna sendinefnd frá kommum með ósk um það, að meiri hluti tilnefndi aðra 5 menn, og reyndi þetta 10 manna Aknreyri All mikill hugur virðist vera í mönnum hér í bænum fyrir því að verka síld í sumar — með öðrum orðum — flytja þennan atvinnuveg inn í bæinn aftur, en hann var fyrir eina tíð aðal sum- arstarf fjölda kvenna og karla. Ráðgerð er síldarverkun á þrem bryggjum hér í sumar, skip eru fengin til að leggja hér upp síld, og ekki er annað vit- að en tunnur og salt eigi að geta verið á staðnum í tæka tíð. Ætti þá ekki að standa á öðru en vinnukraftinum — síldarstúlk- unum, en það væri meir en und- arlegt tákn tímanna, ef flytja þyrfti úr bænum með lífvænleg- an atvinnurekstur vegna skorts á vinnukrafti, eða reka hann í minni stíl en hægt væri ef allt væri í lagi. Það veltur á töluvert miklu hvernig tekst til með síldarverk- unina hér í sumar. Ef skip, sem nú hafa fengist — eða jafnvel boðist til — að leggja hér upp síld í sumar verða að hverfa héð an vegna ónógs vinnukrafts, verður ekki gert ráð fyrir að til þeirraverðiað leita síðar. I öðru lagi verður að gera ráð fyrir, að í sambandi við aukna síldarverk un rísi upp aukinn síldariðnað- ur, sem veiti vinnu yfir lengri tíma en meðan aðal síldarhrot- ráð að finna veg út úr þeim ó- göngum, sem þessi fundahöld væru komin í. Varð meiri hlut- inn við þessum tilmælum og fundi frestað til 21. þ. m. Þótt brugðið væri inn á þetta ráð her ekki að líta á það • sem nokkra tilslökun á kröfum meiri hlutans til fullra lýðræðislegra réttinda eða linkend í garð kommúnista, og verður nú fróð- legt að sjá hvort þeim skánar nokkuð skapvonskan og einræð- isæðið til framhaldsfundarins. og slldin. an stendur yfir. Það veltur því ekki á litlu að þessi atvinnuvegur gangiAkureyringum ekki úr greip um vegna sinnuleysis bæjarbúa. Enn vantar mikið á að stúlk- ur til síldarverkunar - eins mik- illar og áætlað er — hafi gefið sig fram. Jafnvel hefir heyrst að vanar síldarstúlkur hafi í hyggju að fara til Siglufjarðar til að verka síld og ætli með því að svifta þá menn, sem eru að brjótast í því að flytja vinnuna inn í bæinn, möguleikunum til þeirra framkvæmda, Og þó eng- uni detti í hug að fara fram á nokkrar fórnir af hendi síldar- stúlknanna eða að þær sitji af sér vinnu vegna bæjarfélagsins, vill blaðið benda á, hve niikið er í luifi ef vinnukraftinn brestur til aukningar á síldariðnaðinum Áður tíðkaðist það að síldar- saltendur tryggðu síldarstúlkun- um lágmarks kaup yfir síldar- tímann til að tryggja sér vinnu- afl þeirra. Ekkert virðist vera á móti því að þessi regla sé tekin upp aftur. í flestum tilfellum veltur þetta ekki á miklu, en skapar öryggi fyrir háða máls- parta. Æskilegt væri að þær stúlkur, sem geta og ætla sér að „fara í síld“, gefi sig fram sem fyrst, svo úr verði skorið í þess- um málum. 24. thl. Ráðstefnan í San Fransisco. Búist er við, að ráðstefnu sam elnuðu þjóðanna í San Fransisco ljúki innan hálfs mánaðar. Hlut- verk ráðstefnunnar er, eins og mönnum er kunnugt, að komast að samkomulagi um skipulag stofnunar til öryggis friðnum í heiminum í líkingu við Þjóða- bandalagið, er stofnað var upp úr síðustu styrjöld. Ætlunin er, að þessi stofnun verði traustari og verki sínu betur vaxin en Þjóðabandalagið reyndist á sín- um tíma. Erfitt hefir reynst að ná sam- komulagi, eins og éðlilegt er, því að sjónarmið stórveldanna, sem ráða þarna lögum og lofum, eru ólík, og væri ekkert við því að segja, ef menn greindi aðeins á um leiðir að því marki, sem stofnuninni er ætlað að hafa: verndun öryggis og réttlætis í samskiptum þjóða í milli. Fyr- ir fáum dögum bárust þau gleði- tíðindi, að samkomulag hefði orðið um eitt atriði, er valdið hafði mestum ágreiningi á ráð- stefnunni. Rússar höfðu haldið fram þeirri skoðun, að ágrein- ingsmál skyldu ekki rædd í ör- yggisráði stofnunarinnar, ef eitt hvert stórveldanna fimm, Banda ríkin, Bretland, Frakkland, Kína eða Rússland, synjuðu um leyfi til þess. Töldu Rússar þetta í samræmi við ályktanir Krím- skagafundarins og töldu þetta atriði miklu skipta. Féllu Rúss- ar þó frá þessu á síðustu stundu, og er talið, að Harry Hopkins, einkafulltrúi Trumans forseta, sem átt hefir viðræður við Stalin að undanförnu, hafi komið því til leiðar. Hefir mörgum virst undarlegt, að Rússum skuli hafa verið svo áfram um að hefta málfrelsi öryggismálaráðsins, þar sem þeir kváðu vera allra skeleggustu formælendur lýð- ræðis og málfrelsis í heiminum og eiga við að húa „yfirmála“ lýðræðislega stjórnarskrá, að því er vinir þeirra og velunnar- ar hér heima segja. En ef til vill eru Rússar svona miklir vinir vina sinna. Við skulum lmgsa okkur, að Bretar tækju sér fyrir hendur að leggja undir sig Noreg. Þá gætu þeir neitað, að um það yrði rætt í öryggisráð-

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.