Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUM Krafan um félagslegt öryggi. AÐURINN þýðutryggingar á íslandi og í nokkrum öðrum löndum. Erlend ar framtíðartillögur. Jón Blön- dal tók saman. Er þetta hið fróð- legasta rit, þar sem rakin er hin íslenska löggjöf um þessi mál í megindráttum og bent á helstu veilurnar; löggjöf Svía, Dana og Ný-Sjálendinga um alþýðutrygg ingar rakin, einnig Sovétríkj- anna. Loks eru raktar nokkrar framtíðartillögur, sem frarn hafa komið í ýmsum löndum og athygli hafa vakið. — Stundum heyrir maður fjasað um sjúkrasamlögin, það séu ljótu stofnanirnar. Menn verði að borga og borga endalaus ið- gjöld, nú, svo verði þeir að verða lasnir til þess að fá eitt- hvað fyrir allar þessar greiðsl- ur og loks geri læknarnir alla að „hysteriskum“ kramáraumingj- Þriðjudaginn 12. Jiiní 1945 tryggingar að jafna misræmið, sjúkratryggingar t. d., þar sem sjúkdómar herja, ómagastyrkir, þar sem ómegð er mikil. Þyki enn of íburðarmikið að taka upp almenna ómagastyrki, sem þó væri sjálfsagðasta lausnin, þá væri millivegur, að hinda þá við verkamanna-, sjómanna- og bændafjölskyldur, því að þar munu þeir sjálfsagðastir, bæði sökum þess að þessar stéttir eru taldar bárnflestar og eins munu tekjur þeirra oft óríflegastar. — Engin þjóð, sem teljast vill menn ingarþjóð, getur látið sér á sarna standa, hvernig búið er að for- eldrum verðandi kynslóðar og vaxandi þjóðfélagsþegnum. Eflaust mun þess ekki ýkja- langt að, bíða, að almenningi komi fyrir sjónir ákveðnar til- lögur um almannatryggingar. Verða þær þá væntanlega rædd- ar hér í blaðinu. En félagslegt Þeim mönnum fer nú ört fjölg andi, sem sjá, að trygging félags legs öryggis er eitt af stærstu við fangsefnum samtíðarinnar. Þeir sjá, að nútímaþjóðfélag er orðið svo samþætt og samanslungið að byggingu og starfi, að samhjálp- in hljóti að vera og eigi að vera einn meginhurðarásinn. Aldrei hefir verið meira ritað og rætt um þessi mál en meðan á nýafstaðinni Evrópustyrjöld stóð, öryggisleysið hefir gefið þránni eftir öryggi byr undir báða vængi. Hér á landi hafa menn veitt einna mesta athygli hinum svo- nefndu Beveridge-tillögum í Bretlandi, enda hafa þær vakið gífurlega athygli um heim allan og bókin með þeim verið þýdd á fjölda tungumála. Hitt mun síður kunnugt hér, *að á vegum Fabian Society í Bretlandi voru samdar tillögur um almannatryggingar, alger- lega óháð Beveridge og í sama mund, en svipar þó mjög til til- lagna hans. Um þetta ferst rit- stjóranum W. A. Robson svo orð í formála bókarinnar Social Se- curity, sem hefir tillögur Fabian Society inni að halda: „Þegar allt er athugað, er það mjög athyglisvert, hversu mikið sameiginlegt er í skýrslu Beve- ridge og áætlun Fabiananna. Það er gleðilegt tímanna tákn, inu, ef sú skipun, sem Rússar töldu besta, hefði verið sam- þykkt. En ef til vill hafa Bretar ekkert slíkt í hyggju. Ef til vill hafa einhverjir aðrir eitthvað annað í hyggju. Þótt samkomulag yrði um þetta atriði á ráðstefnunni „eftir japl og jaml og fuður“, mega menn ekki ætla, að vandinn sé leystur og hugsjón lýðræðisins setst í öndvegi. Eitt atriði sam- komulagsins er á þá lund, að öryggisstofnunin, sem hlotið hefir nafnið „Sameinuðu þjóð- irnar“, má ekki beita valdi til þess að leysa ágreiningsmál nema öll stórveldin séu sam- mála. En hvenær samþykkir stórveldi að heita valdi gegn sjálfu sér? Meðan slíkt ákvæði sem þetta er grundvöllur stofn- unarinnár, verður þess eklci vænst, að hún taki Þjóðahanda- laginu mikið fram eðá leiði þjóðirnar á veg öryggis og rétt- lætis. Verður því engum láð það, þólt hann líti svörtum aug- um til framtíðarinnar. að tvær myndir, sem eru svo ó- líkt skipaðar, skuli komast að sömu niðurstöðu hvað snertir svo mörg af meginatriðunum. Það sýnir, að minnsta kosti á þessu málefnasviði, að hin rök- réttu vinnubrögð geta vísað á veginn til ákveðinnar stefnu- skrár um framkvæmdir, sem ekki er hægt að komast fram hjá Það sýnir, að ef menn, sem hafa til að bera sérþekkingu og æf- ingu í hugsun, beittu sér, án til- lits til sérhagsmuna, til þess að ráða fram úr stórfelldu félags- legu vandamáli af þessari teg- und, þá hljóta hinar réttu grund- vallarreglur að koma frarn á svo ótvíræðan hátt, að hin rétta lausn hættir að vera undirorpin mismunandi skoðunum, en verð ur hin sama fyrir þá, sem liafa vísindalega þekkingu.“ Þau lönd, sem framast stóðu fyrir stríð, hvað tryggingalög- gjöf snerti, eru talin að hafa ver- ið Danmörk, Svíþjóð og Sovét- ríkin. En á stríðsárunum hefir Nýja-Sjáland sett löggjöf um al- mannatryggingar, sem er talin mjög athyglisverð. Og fleiri lönd mætti nefna, svo sem Mexi- co og Chile. í fjölmörgum lönd- um fer nú fram gagnger athug- un þessara mála og ýmsar tillög- ur eru uppi. Alls staðar eru það verklýðsflokkarnir, sem hafa forgöngu þessara mála, í Rúss- landi að sjálfsögðu kommúnist- ar, en annars staðar yfirleitt jafnaðarmenn. Eins og öllum er kunnugt, var sett löggjöf hér á landi um al- þýðutryggingar 1936 fyrir for- göngu Alþýðuflokksins. Engum mun hafa verið ljósara en ein- mitt Alþýðuflokksmönnum sjálf um, að löggjöf þessari væri að ýmsu leyti ábótavant, en álitu, eins og raun hefir sýnt, að þó væri stigið stórt spor í rétta átt. Nokkrar breytingar voru síðan gerðar til lagfæringar 1943. — Enn eru þessi mál þó engan veg- inn komin í það horf, sem Al- þýðuflokkurinn telur nauðsyn- legt, og þess vegna gerði hann það að einu skilyrði fyrir þátt- töku sinni í núverandi ríkis- stjórn, að nýrri skipan yrði kom ið á um almannatryggingar hér á landi og löggjöf sett um þær eigi síðar en á þessu ári. Um þetta mál hefir síðan verið frem ur hljótt, en eigi að síður hefir Alþýðuflokkurinn unnið kapp- samlega að undirhúningi þess. Hefir félagsmálaráðuneytið ný- lega gefið út rit, sem heitir Al- um, svo að þeir geti „tr samlögin sem best! — Því mið- ur hafa þessar raddir ef til vill nokkuð til síns rnáls. En sé þetta skoðað niður í kjölinn, sjá allir, að hér á löggjöfin varla sökina, heldur þroskaleysi sumra veit- enda og þiggjenda. Hér verður því lítið vikið að skoðunum þeirra, sem jafnvel vilja afnema allar tryggingar, heldur !auslega drepið á helstu vankanta núgild- andi löggjafar, svo að almenn- ingi verði ljósar, hvert stefna beri. Augljósasti gallinn er sá, hvað tryggingarnar ná skammt, svo að þær veita alls ekki félags- legt öryggi. Trygging gegn tekju missi vantar, ómagastyrkir eru engir, atvinnuleysistrygging er óvirk, slysatrygging nær ekki til allrar vinnu, þar á meðal er nœr öll landbúnaðarvinna undanskil in og mestur hluti ólíkamlegrar vinnu; sjúkrati'ygginga geta ekki allir orðið aðnjótandi; elli- laun og örorkubætur eru yfir- leitt of lág og engar ákveðnar út hlutunarreglur til fyrir þeim, heldur fara þær eftir mati bæjar- og sveitarstjórna; sameiginleg yfirstjórn allra tryggingamála vantar, sumt er í höndum Trygg- ingarstofnunarinnar,sumt í hönd um hæjar- og sveitastjórna, sumt í höndum sjúkrasamlaga og fleira mætti nefna. Yfirleitt er svo komið nú, að í aðalatriðum þykir sanngjarnt að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. (Enn er þessi regja all- mjög brotin, ef annars vegar er um konur að ræða, hins vegar karlmenn). Þó er oft langt. frá því, að tveir menn með sömu laun heri raunverulega jafnan hlut frá borði. Annar hefir kannske aðeins fyrir sjálfum sér að sjá, hinn ef til vill stórri fjöl- skyldu. Samt sem áður dettur engum í hug, að laun eigi að greiða eftir ástæðum launþega, en þar eiga hinar mismunandi öryggi verður ekki tryggt nema alménningur geri sér glögga grein fyrir nauðsyn þess og skipi sér með festu og þunga að baki þeim, sem bera vilja það mál fram til sigurs. Alþýða manna verður að vakna til skiln- ings á því, að sé álit hennar sam stillt og ákveðið, er það aflið, sem mestu ræður bak við öll tjöld stjórnmálanna, og félags- legt öryggi er mál allrar alþýðu, hvar í flokki sem hún stendur. —giS. o—o 2. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Hjördís Oladóttir, Krist- jánssonar, póstmeistara, og Jó- hann Gúðmúndsson póstþjónn. Ríkisstjórnin hefir skorað á allar bæjarstjórnir og héraðs- stjórnir í landinu, að gangast fyrir hátíðahöldum á lýðveldis- daginn 17. Júní n. k. Verður þessi áskorun trauðla skilin á annan veg en þann, að ríkis- stjórnin geri ráð fyrir að þjóð- in sé húin að gleyma stofnun lýðveldisins ári eftir að hún fór fram. Eins og auglýst er í blaðinu í dag efnir Kvenfélagið „Fram- tíðin“ til Jónsmessuhátíðar ann- an Sunnudag — 24. þ. m. Verð- ur mjög vandað til hátíðahald- anna og er ætlast til að um héraðshátíð verði að ræða. Verður nánar skýrt frá hátíða- skránnf í hlöðunum í næstu viku. — Sósialistaflokkurinn (kommúnistar) höfðu auglýst Jónsmessuhátíð í Vaglaskógi þenna dag, en hafa nú frestað henni um eina viku, svo ekki verði hvorutveggja hátíðahöldin sama dag — háðum aðilum til óhagræðis. X.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.