Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.06.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 12. Júní 1945 AKUREYRINGAR! NÆRSVEITAMENN! » JÓNSMESSUHÁTÍÐ verður á Akureyri sunnudaginn 24. júní n.k. að tillilutun ,.Kvenfél. Framtíðin“. - Fjöldamörg nýstárleg skemmti- | atriði. Allur ágóði rennur til kaupa á nýtízku lækninga- | tækjum í nýja fjórðungssjúkrahúsið. Nánari dagskrá aug | lýst í næstu viku. Stjórnin. Héðan og þaðan Nýlega hefir verið skipað í þessar opinberar stöður. For- stjóri Brunabótafélags íslands, Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- réttarlögmaður, í stað Halldórs Stefánssonar, sem látið hefir af því starfi fyrir aldurs sakir. Sakadómari í Reykjavík Bergur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti í Hafnarfirði. Borgardómari í Reykjavík Einar Arnalds, settur borgardómari þar frá 1. Maí sl. Bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Guðm. í. Guð- mundsson, liæstaréttarlögmaður. Öll eru embættin veitt frá 1. þ. m. Kommúnistar hamast að dómsmálaráðherra fyrir þessar veitingar, og Mogginn dillar undir í samúðarskyni. Þó geta hvorugir þessara aðila sett nokk- uð út á mennina, sem í stöðurnar hafa verið settir. Virðist ofsa- reiði Þjóðviljans stafa að all- verulegu leyti af því hve vel hef- ir tekist til með skipanir í stöð- ur þær, sem heyra undir dóms- málaráðherra, samanborið við valið á flugmálastjóra. Daglegar hraðferðir eru nú hafnar milli Akureyrar og Reykjavíkur — um Akranes — Er nú hægt að fá Reykjavíkur- blöðin að kvöldi þess dags, sem þau koma út. Afgreiðsla er hér á B. S . A. eins og undanfarin ár. Bílarnir munu verða hér milli 9 og 10 á kvöldin. Hjónabönd: Ungfrú Ingibjörg Jóhannesdóttir og Hallgríniur Jónson, starfsmaður hjá Mjólk- ursamlagi K. E. A. — Ungfrú Kristbjörg Ingvarsdóttir og Her- bert Tryggvason iðViverkamað- ur. Flugferðir eru hafnar milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna með viðkomu á íslandi. Fyrsta ílugvélin kom til Reykjavíkur fyrra Sunnudag á leið vestur. Var um reynsluflug að ræða. Þá er danskt flugfélag að ráð- gera flugferðir á næstunni vest- AÐVÖRUN AS gefnu tilefni eru menn minntir á, að eggjataka í hólmunum og lancli bæjar- ins er stranglega bönnuð, sbr. 6. gr. lögreglusam- þykktar kaupstaðarins. Akureyri, 7. júní 1945 Bæjarstjóri ur um haf með viðkomu í Fær- eyjum og á íslandi. Ekkert hefir enn frétst um fyrirætlanir flug- félaga vestra. A nýafstöðnum aðalfundi Flugfélags íslands var ákveðið að hækka hlutafé félagsins upp í 6 miljónir króna. Er ætlunin að kaupa fleiri. flugvélar og auka rekstur félagsins á marga lund. Er fyrrv. formaður félags- ins nú vestan hafs í erindum fé- lagsins. M. s. Esja er á förum til Dan- merkur og Noregs. Er ferð henn- ar aðallega gerð til að- sækja ís- lendinga í Danmörku, sem nú bíða hundruðum saman eftir skipsferð heim. Einnig mun skipið taka til flutnings út varn- ing frá Norðurlandasöfnuninni og sendingar til einstaklinga er- lendis frá vinum þeirra og vandamönnum hér heima. Bú- ist er við að Esja verði tekin í þurkví ytra í þessari ferð og mun það tefja för hennar um nokkra daga. Þingeyskir bændur eru lagðir upp í skemmti- og kynningar- ferðalag til Suðurlands. Voru þeir hér á ferð á Sunnudaginn á vestur- og suðurleið. Er búist við að farið verði alla leið að Vík í Mýrdal. Mun ferðin standa 10—12 daga. Fararstjóri er Jón H. Þorbergsson, bóndi á Laxa- mýri og þátttakendur um 200. Þá er húist við vestfirskum hændum hingað á Sunnudaginn kemur. Ætla þeir að heimsækja Norðorland, einkum Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslur. Gárunga einum sagðist svo frá, að vest- firku bændurnir ætluðu að nota tækifærið og heimsækja þing- eyskar húsmæður meðan hænd- ur þeirra væru á suðurgöngu. FUNDARBOÐ Vegna ályktunar frá síðasta aðalfundi Kaupfélags EyfirSinga, eru húsmæSur (konur félagsmanna) og aSrar félagskonur í Akureyrardeild K. E. A. boSaSar á fund í fundarsal bæjar- stjórnarinnar, miSvikudaginn 13. þ. m. kl. 8,30 s. d. —Gert er ráS fyrir, aS á þessum fundi yrSu tekin fyrir þau félagsmál, er sérstaklega varSa húsmæSur, og jafnframt kosnir fulltrúar til aS mæta á sameiginlegum fundi, sem haldinn yrSi á Akur- eyri seint í þessurn mánuSi. Akureyri, 5. júní 1945. Deildarstjórinn. Tilkynning frá SJÚICRASAMLAGI AKUREYRAR: Þar sem samlagiS hefir gerzt aSili aS samningum viS sérfræS- inga í Reykjavík, í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, verSur slík læknishjálp því aSeins veitt á kostnaS samlagsins, aS viSkom- andi hafi áSur fengiS samþykki trúnaSar-læknis S. A. hr. Jóhanns Þorkelssonar. Er þá veitt skrifleg ábyrgS fyrir læknis- hjálpinni. Þá skal einnig aS gefnu tilefni tekiS fram, aS eigi er hægt aS gera ráS fyrir endurgreiSslu reikninga frá öSrum sérlæknum, utan Akureyrar, nema áSur sé fengiS samþykki trúnaSarlæknis. Sjúkrasamlag Akureyrar. ENN VANTAR NOKKRAR STÚLKUR * til síldarsöltunar í sumar á nýju bryggju Sverris Ragnars á Oddeyrartanga. Mörg skip eru þegar ráSin til aS leggja þar upp afla sinn. Sum skipanna fiska nær eingöngu í salt. Þær stúlkur, sem vilja tryggja sér síldarvinnu hér á Akur- eyri, skrifi sig sem fyrst á lista, sem liggur frammi á Vinnu- miSlunarskrifstofúnni, skrifstofu verklýSsfélaganna Verk- lýSshúsinu, Kaupfélagi Verkamanna, hjá Helga Pálssyni og hjá undirrituSum, sem gefur allar nánari upplýsingar. Guðmundur Guðmundsson Helga-Magrastræti 42. FRA FRYSTIHÚSINU Oll þau matvœli, sem geymd eru utan leigðra frystihólja í jrystilmsi voru á Oddeyri, verða eigendur að hafa tekið fyrir 15. þ. m., því að ejtir þann tíma verður kleji sá, sem matvœli þessi eru geytnd í, frosllaus. Kaupfélag Eyfirðinga ! TILKYNNING frá vömbílastöðvunmn á Akureyri. Frá og með 1. Júní n. k. ber að staðgreiða allan akstur. | Þeir, sem kynnu að óska eftir mánaðarviðskiftum, greiði | á stöðvarnar fyrir 10. hvers mánaðar. Akureyri, 30. Maí 1945 Virðingarfyllst j Bifreiðastöðin Bifröst. Nýja-Bílastöðin. 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.