Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.06.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.06.1945, Blaðsíða 1
|U|>^famá vxmrx XV. árg. Akureyrij Þriðjudaginn 19. Júní 1945. 25. tbl. Flóttinn frá menningunni. Það þarf engan að undra þótt meðal þjóðanna, sem háðu nýafstaðna Evrópustyrjöld, kæm ist glundroði á daglegar siðaregl ur og hugarfarsbreytingar ættu sér stað með þeim einstakling- um, sem áttu yfir minnstu sálar- þreki að ráða og skorti lífs- reynslu hins þroskaða manns. Sú gerbreyting á háttum og venj- um, bæði stríðsþjóðanna og þeirra undirokuðu, hlaut að kippa grundvellinum undan þeim viðhorfum einstakling- anna, sem þeir áður höfðu stuðst við. Og sífelt nábýli við það djöfulæði, sem styrjöldum hlýt- ur alltaf að fylgja, og virðingar- leysið fyrir lífinu, sem virðist hafa misst gildi sitt og enginn veit hvort endar í dag eða á morgun, hlýtur að hafa varan- leg áhrif á sálarlíf almennings yfirleitt til hins verra. Þetta er hægt að kalla eðlilegar afleið- ingar styrjaldarástandsins. En að þjóð, sem ekkert hefir af styrjöldum að segja nema gott eitt — t. d. auð og velsæld, ætti að geta haldið öllu sínu, jafnvel lagt grundvöll að margbreyttara og glæsilegra menningarlífi en hún hafði áður af að segja. En er þessu þannig farið með okkur íslendinga? Einn af vitrustu menntamönn- um þjóðarinnar hefir fullyrt, að jafnvel þjóðirnar, sem verst hafa sloppið frá styrjöldinni í Evrópu muni verða fyrri til að rétta við á sviði manndóms og menningar en við íslendingar — hinir lukkulegu áhorfendur hildar- leiksins og safnendur auðs og glæsilegra tækifæra til viðreisn- ar hverskonar menningarlífi. Þannig hafi auðurinn og eftir- lætið, sem stríðsþjóðirnar skorti svo tilfinnanlega, spillt okkur siðferðislega. Án þess að þetta sé tekið sem algildur sannleikur verður hér á eftir drepið á fyrirbrigði úr daglegu lífi þjóðarinnar, sem ætíð og alls staðar er að verki til að tæla fólk burt frá mann- dómi og menningu, ef þeim er gefinn eins laus taumurinn og átt hefir sér stað hér á landi ó- friðarárin. Um mánaðamótin Apríl— Maí í vor höfðu Akureyringar tækifæri til að skoða táknræna spegilmynd af menningarástandi þjóðarinnar á vissu sviði. Það var bindindismálasýningin. Þar gekk maður frá einni myndinni til annarar þár sem sýnt var með óyggjandi tölum og dæmum hve hraðfara þjóðin sekkur dýpra og dýpra í ómenningu áfengis- nautnar. Á einum stað var línu- rit, sem sýndi þróunina frá því að vera algert áfengisbann í landinu og enginn „settur í stein- inn" í höfuðstað landsins, og svo koll af kolli eftir því sem slakað hefir veiið á hömlunum á áfengissölunni, þar til nú, að áfengissalan nemur tugum mil- jóna króna á ári, fleiri og stærri fangahús eru orðin nauðsyn höfuðstaðarins, afbrotamenn, allt ofan í börn á fermingar- aldri, eru dagleg handbendi lög- reglunnar, dauða-drukkið kvenfólk er hirt upp af götunni, og ryskingar á götum úti og sam- komum verða tíðari viðburðir með hverjum mánuði sem líður. Þjóðina vantar flutningaskip, togara, skólahús, íþróttahallir, æskulýðshallir, orkuver til að framleiða ljós og hita úr fall- vötnum landsins, akvegi, brýr yfir ár og vötn; jafnvel einföld- ustu tæki nútímans til að til- reiða matinn ofan í landslýð- inn. En fyrir upphæðirnar, sem ríkið sýgur út úr þjóðinni fyrir áfengi og tóbak ár eftir ár mætti reisa háar hallir, glæsileg skip til flutninga og veiða, veita ljósi og yl inn á heimili fólksins og tryggja afkomu barna, vanheilla og gamalmenna svo vel að hvergi myndi betur gert. En áfengissal- an fer vaxandi, áfengisneyslan að sama skapi, fleiri og fleiri farast, fleiri verða afbrota- menn og vandræðafólk. Hvílíkur flótti frá siðmenn- ingu! eins og takandi líf og þessa — Annað áberandi fyrirbæri með þjóðinni er vaxandi virð- ingarleysi fyrir rétti annara, og hneigð til yfirtroðslu laga og reglna. Það virðist svo, sem of stór hluti þjóðarinnar hafi gegn- um styrjaldarárin drukkið í sig nokkurs konar styrjaldarœð'i, þjóðin hafi verið þátt- í hildarleiknum upp á dauða. Orsakirnar til næst þeim veikleika mannskepnunnar, að dragast í hugsunarleysi að því, sem ó- venjulegt er — og ljótt — er að finna hjá fréttaflutningi útvarps og blaða styrjaldarárin og kvik- myndasýninganna, sem æskan hefir haft við að búa. 111 nauðsyn neyddi styrjaldar- þjóðirnar til að reka svæsinn á- róður í útvarpi og blöðum fyrir viðhaldi og efling hernaðarand- ans. Þjóðirnar voru blátt áfram reknar áfram með áróðri fyrir gildi hnefaréttarins og gereyði- leggingarinnar, þótt allt í þá átt liggi fjarri þeim á friðartímum. Islenska útvarpið tók þegar í upphafi upp þau vinnubrögð við flutning stríðsfréttanna, að lepja allt upp, sem útvarpsstöðvar stríðsþjóðanna sendu frá sér, eins og íslenska þjóðin væri einn stríðsaðilinn og bráða nauðsyn bæri til að halda að henni stríðs- áróðri þeirra þjóða, sem urðu að halda almenningi í stríðs- huga. Skefjalausum áróðri þýsku fréttaþjónustunnar var haldið að þjóðinni eins og blá- berum staðreyndum. Fréttatím- unum var oft og líðum að mestu eytt í flutning skrumvaðals, sem enga þýðingu hafði fyrir gang styrjaldarinnar og hlutlausri þjóð kom ekkert við. Og þessi tegund „fréttanna" gekk aftur hvað eftir annað, dag eftir dag. Og svo var fréttatímunum fjölg- að. Fimm á dag urðu þeir að síð ustu, þótt ekkert markvert væri að frétta. Það var eins og líf lægi við að troða sem allra mestu af þessu andlega góðgæti upp í þjóðina áður en styrjöld- inni lyki. Hér verður ekki farið frekar inn á það, að útvarpið íslenska liggur undir ámæli fyrir hlut- drægan fréttafluting. Fyrir að hafa sleppt að geta að nokkru þeirra viðburða í styrjöldinni, sem máske hafa verið þeir merk- ustu. Það er mál út af fyrir sig. En um hitt verður ekki deilt, að allt snið fréttaflutningsútvarps- ins á stríðsárunum var vel fallið til að æsa upp hernaðaranda og ofbeldishneigð, og að margra hyggju, ósæmilegt fyrir útvarp hlutlausrar þjóðar, sem þarfn- aðist alls( annars frekar en stríðs- æsingapredikana hvaðan sem þær voru. (Niðurl.). Hótel Norðurland fullsniíðað. Mánudaginn 11. þ. m. hafði stjórn Hótel Norðurland h. f. boð inni í tilefni af því að smíði hótelsins var lokið og það tilbúið að taka á móti gestum. Boðið var þeim, sem aðallega höfðu starfað að byggingu hót- elsins og útbúnaði öllum. Einnig blaðamönnum og ýmsum bæjar- búum, sem stutt höfðu eigend- urna á einn og annan hátt að lyfta því Grettistaki, sem bygg- ing þessa hótels er. Þegar gestir höfðu sest að veisluborði, ávarpaði Jón J. Þorsteinsson kennari og einn stjórnandi hótelsins, gestina og bauð þá velkomna. Ræddi síðan um þörfina fyrir myndarleg gistihús og samkomusali, þar sem fólk gæti notið heilbrigðs samkvæmislífs við þægindi og ánægjulegt umhverfi. Kvað hann það takmark eigenda hót- elsins að halda þar utandyra ? hverju því, sem ómenningar- bragur væri á, og óskaði aðstoð- ar góðra bæjarbúa og gesta til þess að þetta mætti takast. Ýmsir tóku til máls undir borðum, en á milli ræðanna var sungið með aðstoð hljómsveitarstjóra hótels- ins, Jóh. Þorsteinssonar. Að end- ingu sleit Jón Þorsteinsson borð- haldinu með ræðu. Var þar á eftir hótelið skoðað og leist öll- um hið besta á allan aðbúnað gesta og fyrirkomulag herbergja. A neðstu hæð hótelsins eru rúmgóð anddyri, fatageymsla, snyrtiherbergi karla og kvenna, skrifstofa, fundarsalur, eldhús og stór samkvæmissalur. Á ann- ari og þriðju hæð eru 24 gesta- herbergi. Geta þar gist í einu allt að 50 manns. Einnig forsal-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.