Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1945, Page 1

Alþýðumaðurinn - 03.07.1945, Page 1
^lþ(|kmaíi ur iaa XV. árg. Þriðjudaginn 3. Júlí 1945 ^ Nýja Þjóðabandalagið. Sameinuðu þjóðirnar Merkustu tíðindi sl. viku eru áreiðanlega þau, að ráðstefnan í San Fransisco lauk störfum sín um og samþykkti stofnskrá nýs þjóðabandalags. Hér í blaðinu hefir áður verið vikið að þess- um málum og bent á ýmislegt, sem deilurn olli á ráðstefnunni. Nú hefir náðst algert samkomu- lag, hið nýja þjóðabandalag í þann veginn að hefja göngu sína, en hvernig saga þess verður, veit enginn. Og allir þeir, er friði unna, vona einlæglega, að þess- ari risavöxnu stofnun, sem hér er sett á laggirnar, talcist að varð veita friðinn í heiminum, þó að engum verði láð, þó að liann beri nokkrar efasemdir í brjósti [ um það, að vonin rætist. Stofnskrá bandalagsins var undirrituð af fulltrúum allra þeirra þjóða, er þátt tóku í ráð- stefnunni, og teljast þær stofn- endur bandalagsins. Upptöku í bandalagið geta ennfremur aðr- ar þjóðir hlotið, er friði unna og vilja undirrita stofnskrána. A allsherjarþingi bandalags- ins eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim þjóðum, er að því standa. Enginn þjóð má hafa fleiri en fimm fulltrúa, og ræður hver fulltrúi einu atkvæði. Til sam- þykktar mikilsverðra mála þarf % greiddra atkvæða, en minni málum ræður einfaldur meiri- hluti. Allsherjarþingið kemur saman árlega. í sambandi við stofnunina starfar sérstakt öryggisráð, skip- að 11 fulltrúum. Stórveldin (Kína, Frakkland, Sovétríkin, Bretland og Bandaríkiný eiga hvert einn fulltrúa í ráðinu, en allsherjarþingið kýs iiina 6. Hver fulltrúi ræður einu atkv., en til þess að tillagá nái sam- þykki þurfa 7 fulltrúar að greiða henni atkvæði, þar á með- al öll stórveldin. \ Herforingjanefnd er öryggis- ráðinu til aðstoðar, og ber hún ábyrgð á stjórn alls þess herafla, sem ráðið hefir til umráða. En alþjóðaherinn starfar á vegum stofnunarinnar, sem kunnugt er. Gert er ráð fyrir sérstöku ráði, er láti sig varða félags-, at- vinnu- og viðskiptamál. Eiga 18 fulltrúar, kosnir af allsherjar- þinginu, sæti í því. Þá eru einn- ig í stofnskránni ákvæði um um- boðsstjórn á ýmsum landssvæð- um, bæði þeim, er áður var stjórnað í umboði Þjóðabanda- lagsins, og öðrum, er nú kunna að verða skilin frá óvinalöndum sameinuðu þjóðanna. Loks starf ar alþjóðadómstóll í sambandi Undanfarið hefir staðið yfir deila milli útgerðarmanna og sjómannafélaganna syðra um kaup og kjör á síldveiðiskipun- um. Náðist ekki samkomulag milli aðilja; ekki heldur fyrir milligöngu sáttasemjara og var verkfall boðað í síldveiðiskipun- um í dag. Ríkisstj. skipaði sátta- nefnd og fékk hún málið til með ferðar síðari hluta sl. viku. Ár- angurinn af starfi hennar varð það, að samningar náðust sl. Sunnudagsnótt og voru þeir und irritaðir morguninn eftir af stjórn Landssambands útvegs- manna annarsvegar en stjórnum Sjómannafélags Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Verklýðs- og sjómannafélags Akraness, Verk- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur hinsvegar. Einnig skrif- aði stjórn Alþýðusambandsins undir samningana fyrir hönd nokkurra smáfélaga út um land, sem engin stóðu í deilu!! Sjó- mannafélögin á ísafirði og Vest- mannaeyjum höfðu áður sér- samninga. Síldveiðiskipin eru nú flest búin til veiða þegar silf- urfiskurinn fer að vaða. o—o við þjóðabandalagið, og eru all- ar þjóðir, er að bandalaginu standa, skyldar til að hlíta nið- urstöðum hans. Er San Fransisco-ráðstefn- unni var slitið hélt Truman, for- seti Bandaríkjanna, ræðu og hvatti þjóðir og einstaklinga til þess að forðast innbyrðis deilur. Ef það yrði gert, myhdi starf ráð stefnunnar bera árangur. x. Landsmála- fundurinn Stuðningsflokkar ríkisstjórn- arinnar boðuðu til landsmála- fundar hér á Akureyri á Föstu- dagskvöldið var. Fyrir Alþýðu- flokkinn mætti Guðm. G. Haga- lín rithöfundur, Kommúnista- flokkinn Sigfús Sigurhjartarson alþingism. og Sjálfstæðisflokk- inn Gísli Jónsson alþingism. Framsóknarflokknum var boðin þátttaka og mætti Bernharð Ste- fánsson alþingism. fyrir hann. Fundir þeir, sem ríkisstjórnin boðar nú til allvíða, munu að nokkru leyti svar hennar við sí- felldum fundarhöldum stjórnar- andstæðinga. Eins og allir vita, varð Fram- sóknarflokkurinn „af strætis- vagninum“ í haust við stjórnar- myndunina, fyrir illgirni Ólafs Thors segja hin vísu höfuð hans, vegna trúleysis á framkvæmd stefnuskrárinnar sagði Bernharð Stefánsson á fundinum, sökum klaufaskapar og flónsku segja margir óbreyttir liðsmenn hans. Undir niðri svíður forystumönn- unum að hafa teflt af sér glæsi- legu tækifæri til að vinna fyrir bændastétt landsins í stjórnar- samvinnu, fyrir bændurna, sem þeir þykjast allt vilja gera fyrir. Því halda þeir fundi um allt til þess að reyna að sannfæra sig og aðra um ágæti stjórnarand- stöðunnar, en eru þó ekki komn- ir lengra enn þá í því en svo, að Bernharð Stefánsson líkti henni á fundinum hér við veika barns- rödd. Annars er svo komið um Fram sóknarflokkinn, að kalla má hann flokk hinna vösku manna, sem vita ekki, hvað þeir skulu gera, ráð þeirra er allt á reiki, stefnuskráin engin — nema að ná aftur í völd. í því augnamiði er ekki örgrant um, að flokkur- inn sé á biðilsbuxunum hjá Al- þýðuflokknum, reyni að gera hann óánægðan í stjórnarsam- vinnunni, skjalli hann upp o. fl. þessháttar. En Alþýðuflokkur- inn hefir ekki enn gleymt því, hvert yndi Framsókn var að klofningi hans hér á árunum og hvernig hún þá sem samstarfs- flokkur, vann að því að veikja Alþýðuflokkinn, svo að hún gæti knésett hann, en þar hófst hrak- fallasaga Framsóknarflokksins, hann hjó af sér samvinnu alþýð- unnar til sjávar. Samt sem áður mun sennilega ekki standa á Al- þýðuflokknum að koma aftur til móts við Framsókn, hvenær sem hún vill taka upp róttæka um- bótapólitík. Það er, verður og hefir verið skoðun hans, að al- þýða til sjávar og sveita eigi að vinna saman og standa saman, en þá má Framsóknarflokkurinn ekki lengur rembast eins og rjúp an við staurinn við að snúa hjóli framvindunnar aftur á bak. Alþýðuflokkurinn gekk til nú verandi stjórnarsamvinnu af því að verulegur hluti stefnuskrár stjórnarinnar var sniðinn eftir skilyrðum hans: setning launa- laganna, endurskoðun stjórnar- skrárinnar, ný skipan almanna- trygginga og að hinu aukna fjár- magni yrði beint að nýskigun í atvinnuháttum þjóðarinnar. Ein- hver kann að spyrja, hvernig Al- þýðuflokkurinn — ekki fjöl- mennari á þingi en hann er — hafi getað sett skilyrðin, en því Framh. á 4. síðu. Sjómannadeilan leyst. Sanmingar undirritaðir kl. 7 á Sunnudags- morgun

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.