Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 1
(\l|)<jkmaíiuuutk XV. árg. Þiðjudaginn 10. Júlí 1945 28. tbl. Esja kom til Reykja- víkur í áærmoráun. Hafði innanborðs 320 farþega, þar á meðal 67 börn. Menntafólk í farþegahópnum voru 14 verkfræðingar, 4 læknar, 4 tannlæknar, 4 mjólkurfræðingar, 3 hagfræðingar, 1 fiskfræð- ingur, 2 húsameistarar, 5 búfræðingar og 12 hjúkrunarkonur, Fárra skipa hefir verið beðið með meiri eftirvæntingu en „Esju" nú um helgina, þegar hún kom héim með íslendingana frá Norðurlöndum. Ferðin gekk að óskum, nema hvað leiðinlegt atvik kom fyrir þegar skipið var að fara frá Kaupmannahöfn. Kom þá um borð hópur manna frá mótspyrnuhreifingunni dönsku og hafði burt með sér 5 farþega, sem þó höfðu fengið leyfi bresku yfirvaldanna til heimferðar. Sýnir þetta að enn vaða uppi hálfgerðir óaldar- flokkar í Danmörku og ýmislegt er ótryggt um menn og málefni, þótt allt sé talið slétt á yfirborð- inu. Verður það hlutverk Utan- ríkismálaráðuneytisins að krefj- ast skýringa á þessu ofbeldi og rétta hlut fólksins, sem varð fyrir því, en nöfn þess hafa ekki enn verið gefin upp. Kl. 10 á Sunnudagskvöldið hafði útvarpsstöðin samband við „Esju", sem þá var nýfarin • fram hjá Vestmannaeyjum, og endurvarpaði frá skipinu kveðj- um og farþegaskrá þess. Kveðj- ur fluttu Ásgeir Sigurðsson skip- herra, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, blaðamaður og Jónas Harlz cand. polit. Einnig kom barn í útvarpið, svona til fjölbreytni. Allir voru sagðir í sólskinsskapi um borð og tilhlökkun mikil. Kl. 7 í gærmorgun lagðist „Esja" á ytri höfnina í Reykja- vík. Kl. 9,30 hófst útvarp frá borði, þar sem fréttamaður út- varpsins skýrði frá hvernig út-. lits væri um borð og átti tal við nokkra af farþegunum. Kl. 10 lagðist skipið að hafnarbakkan- um. Sungu Karlakórar Reykja- víkur nokkur ættjarðalög, Emil Jónsson, samgöngu- málaráðherra flutti stutta ræðu. Bauð farþega og skipshöfn velkomna til landsins, en mann- fjöldinn hrópaði ferfallt húrra. Skipstjóri þakkaði og Guðmund- ur Arnlaugsson cand. mag. þakk aði fyrir hönd farþega. Á eftir söng kór um borð í „Esju" þjóðsönginn og mannfjöldinn tók undir. Síðan stigu farþegar á land og mátti sjá ýmisleg geð- brigði á fólki. Um 60 manns, sem kom með skipinu, hafði ekki að neinu að hverfa, var húsnæðislaust. Tók Rauði-kross Rvíkur á móti því fólki og var því fengið pláss í Barnaskólan- um. Sem dæmi um kringumstæður fólks í Noregi, getur tíðinda- maður Alþýðublaðsins þess, að íslendingar þeir, sem þaðan komu, hafi orðið að fá 500 kr. hjá sendiráðinu í Osló, til fata- kaupa til heimferðarinnar. Nokkrir Akureyringar eru meðal farþeganna. Listi yfir alla farþegana er í síðasta Sunnu- dagsblaði Alþýðublaðsins. Stuttar erlendar fréttir. Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa á- kveðið að hittast 13. þ. m. Um líkt leyti munu verkamanna- flokkar sömu landa halda sam- eiginlega ráðstefnu um verk- lýðsmál. Skósveinar Rússa færa sig meir og meir upp á skaftið í Finnlandi. Nýlega kom fram í finnska þinginu fyrirspurn frá dóttur Kuusinens þess, sem 1939 sama sem pantaði árás Rússa á Finna, um það hvort ekki ætti að rannsaka það hverjir for- ustumanna Finna væru valdir að því að Finnar fóru í stríðið með Þjóðverjum. Ekki hermir fregnin hvaða undirtektir þetta fékk í þinginu, en kommana langar sjálfsagt í „hreinsun" að rússneskum og þýskum sið, og stíga yfir það smáatriði, að það voru Rússar, sem réðust að fyrra bragði á Finna. Japanar gera ráð fyrir inn- rás á Japan á næstunni. Loft- árásir á japönsku heimaeyjarnar fara sívaxandi og Bandamenn tilkynna að þær muni færast mjög í aukana næstu vikur. Islendingar í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að koma upp fs- lendingahúsi þar í borginni. Á það að vera samkomu- og sam- starfsstaður landa í Danmörku. Hafin er fjársöfnun til að hrinda málinu í framkvæmd og búist er við að leitað verði stuðnings góðra manna heima á Fróni. Kjörsóknir í kosningunum í Englandi á Fimmtudaginn var voru ágætar. Eru allir flokkar vongóðir um sigur. Talið er að um samvinnu Verkamanna- flokksins og Frjálslynda flokks- ins hafi verið að ræða í sumum kjördæmunum til að ráða niður- lögum íhaldsflokksins. Eftir er að kjósa í nokkrum kjördæmum enn, og úrslit kosninganna verða ekki kunn fyrr en 26. þ. m. og kemur hið nýkosna þing ekki saman fyrr en í Agúst. Oddnr BjOrnsson prentmeistari, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík s.l. Fimmtudag, eftir langvarandi veikindi. Oddur var fæddur að Hofi í Vatnsdal 18. Júlí 1865 og var því tæpra 80 ára. Hann nam ungur prentiðn og sigldi til út- landa til að fullnuma sig í þeirri ODDUR BJORNSSON iðn. Mun hann um skeið hafa verið best menntur íslenskra- prentara á því sviði. 1901 kom hann með prentsmiðju hingað til Akureyrar og setti hana hér niður og rak hana til dauðadags að undanskildum fáum árum, er hann dvaldi erlendis við fræði störf, og 2—3 síðustu árin er hann var veikur og Sigurður sonur hans hefir veitt prentverk-< inu forstöðu. Oddur hafði afskifti af mörg- um menningarmálum um dag- ana, enda víðsýnn og fjölhæfur maður. Hann rak bókaútgáfu, vann að málum Góðtemplara- reglunnar á fyrstu árum hennar hér á landi, og var ákveðinn bindindismaður til dauðadags. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Iðnaðarmannafélags Akureyrar og Iðnskólans. Barð- ist fyrir stofnun Heimilisiðnað- arfélags Norðurlands, vann að stofnun Dýraverndunarfélagsins hér. Var ötull stuðnings'maður imgmelnnafélagshreyfingarinnar og skipaði sér yfirleitt þar í sveit, sem unnið var að framfara- málum bæði í bæ og landi. Hanh sat í bæjarstjórn Akureyrar um skeið, og skipaði margar trún- aðarstöður í félögum, sem til framfara horfðu. Og alls staðar var hann heill starfsmaður og eldheitur, svo silakeppum og

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.