Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 10. Júlí 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Abyrgðarmaður: Erlingur FriSjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 byggingafulltrúa 11—12 —• framfærslufulltrúa 4%—5% — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Viðtalstími lœkna: Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og lVá-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup uugl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt GBókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaup- fél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. A Iþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræð- ir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið kemur út mánaðarlega að vetr- inum. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lnndargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með í landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — „Skutull" er rödd Vestfirðinga á þessum vettvangi. M. F. A. Útsala og afhending á Akureyri hjá frú Helgu Jónsdóttur, Oddeyrargötu 6. ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Oddur Björnsson, prentmeistari, sem andaðist 5. Júlí síðastliðinn, verður jarðsung- inn frú Akureyrarkirkju Föstudaginn 13. Júlí kl. 2 e. h. Vandamenn. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim fjær og nær, sem á margvíslegan hátt sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför okkar hjartkæru dóttur, systur og fóstur- systur n Bjargar Karlínu Einarsdóffur. Sérstaklega viljum við þakka stjórn og starfsfólki verk- smiðjanna Gefjun og Iðunn. Guðbjörg Sigurðardóttir, Einar Einarsson, bróðir og fóstursystkini. Skæðadrifa Bágborið verkfall Kommúnistarnir í Alþýðusam bandsstjórninni hafa enn einu sinni vakið á sér athygli — og fyrirlitningu allra hugsandi verklýðsvina — fyrir hlægilegt verkfallsbrölt. í Vestmannaeyj- um. Fyrirskipuðu þeir Jón Rafnsson og Hermann Guð- mundsson Verklýðsfélögunum þar að hefja samúðarverkfall með öðru Verslunarmannafélag- laginu af tveimur þar í eyjunum vegna deilu um það, hvort félag- anna eða bæði hefðu rétt til að semja við kaupmenn um kaup og kjör verslunarfólks. Höfðu kaupmenn strax boðið að láta Félagsdóm skera úr þrætu þessari, en forsprakkarnir í Alþýðusambandinu neitað því og krafist „skilyrðislausrar hlýðni við samtök verkalýðsins“ Skyldi nú sýnt svart á hvítu, hvernig kommúnistastjórnin í A1 þýðusambandinu kláraði smá- mál eins og þetta. Var samúðar- verkfall fyrirskipað. Vélar frystihúsanna stöðvaðar og fisk- ur svo hundruðum þúsunda króna virði skifti lagður undir bráðar skemmdir, og auðvitað átti allt athafnalíf og viðskifti að stöðvast. En þrátt fyrir þetta stöðvaðist ekkert annað en frysti húsavélarnar því verkfallið var óundirbúið með öllu, og á öðr- um degi komu skilaboð frá Al- þýðusambandsherrunum um, að liætta verkfallinu og fara þá leið sem kaupmenn buðu í fyrstu, að láta Félagsdóm fjalla um þrætu- atriðið. Mörgum myndi verða að brosa að þessum aðförum, en hér er fullkomið alvörumál á ferðirini. Afglöp í verklýðsmálum, eins og þessi, hljóta að hefna sín. Og það eru verklýðsfélögin, sem af- leiðingarnar lenda á. Verklýðssamtökin eru húin að herjast fyrir því í mörg ár, að fá verkfallsréttinn löghelgaðan. — Fyrir baráttu Alþýðuflokksins og atbeina hans á Alþingi fékkst rétturinn viðurkenndur af lög- gjafanum. Verkfallið er bitrasta og áhrifaríkasta vopn verkalýðs- ins í baráttu hans fyrir bættum kjörum, og því vopni á ekki að beita nema mikið liggi við. Og það á aldrei að beita því nema að svo undirbúnu máli að sigur vinnist. En verklýðsmálaafglaparnir í Alþýðusambandsstjórninni fara alveg öfugt að. Þeir beita verkfallsvopninu í tíma og ó- tíma, og tapa hverju málinu á fætur öðru. Fyrir þeim virðist ekkert annað vaka en að koma á verkföllum. Þótt þau tapist og verklýðshreyfingin hafi af þeim* skömm og skaða, virðist ekkert hafa að segja fyrir þá. Daufir fundir Framsóknarmenn hafa haft mikil fundahöld um allt land það sem af er sumrinu. Ekki hafa þessir fundir vérið fjölsótt- ir né áhrifaríkir. Stjórnarflokk- arnir hafa nú nýskeð boðað til nokkurra funda, þar sem lands- málin hafa verið rædd við Fram sóknarflokkinn. Auðvitað hafa þessir fundir verið misjafnlega sóttir eins og gengur og gerist á þessum tíma árs, en þó öllu bet- ur en Framsóknarflokksfundirn- ir. En Framsóknarblöðin eru al- veg grallaralaus yfir því, hvað þessir fundir séu daufir — yfir- leitt. Það lítur helst út fyrir að ritarar blaðanna vilji hafa upp- hlaup á fundunum, hróp, köll, fótaspark — eðá sprengjuvarp og skammbyssuskothríð. Soramarkaði hópinn! Fyrra Sunnudag höfðu komm únistar mót með sér í Vagla- skógi. Var það frekar illa sótt af þeirra liði. Mættu ekki einu sinni allir ræðumennirnir. En margt var skemmtiferðafólks í Skóginum þenna dag því veður var gott. Síðasti ,,Verkam.“ er mjög lukkulegur yfir mannfjöldanum í Skóginum og eignar þeim kommúnistunum allan heila hóp inn. Þeir hefðu vafalaust verið liðtækir —* og djarftækir — þeir Jakob og Rósberg, hefðu þeir verið uppi á soramarkaöldinni. Og margir mundu hafa gaman af því, að sjá á kvikmynd marga af skógargestunum þenna dag, sem þeir félagar hafa b^rugðið marki kommúnistaflokksins á í frásögn Verkamannsins. SÓLMYRKVI gekk yfir norðurhvel jarðar í gær. Hér á landi varð hann mest- ur á Norðurlandi um kl. 13.30 e. h. Var þá allt að 9/10 af hveli sólar myrkvað, og ekki var myrkvanum lokið fyrr en um kl. 14.30. Bjart var til lofts og sást myrkvinn vel. Hiti féll úr 33° fyrir myrkvann ofan í 16°, en sté að honum loknum upp í sama hitastig og áður — allt móti sól. Myrkvi þessi er einn hinn mesti í seinni tíð, og varð almyrkvi t. d. norðan til í Rússlandi. Vís- indamenn víða í norðlægum löndum höfðu mikinn undirbún- ing undir athugun hans, og munu mikið um hann rita. Nýskeð eru þeir Finnur Jóns- son dómsmálaráðherra og Stef- án Jóh. Stefánsson farnir utan til að sitja fulltrúafund Alþýðu- flokkanna á Norðurlöndum. Er fundurinn haldinn í Svíþjóð. Matsvein og háseta vantar á síldarskip frá Vestmannaeyjum. Þurfa að vera tilbúnir á Fimmtudag — Föstudag n- k. — Upplýsingar á VINNUMIÐLUNARSKRIF- STOFUNNI. Vantar tvo drengi til hjálpar á skólabúinu á Hólum í Hjaltadal í sumar ---12—13 ára að aldri. — Talið strax við Vinnumiðlunar- skrifstofuna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.