Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.07.1945, Blaðsíða 1
JUþíjkmaHruux XV. árg. Þriðjudaginn 17. Júlí 1945 29. tbl. Veitinga- og gistihús í Vaglaskógi Sl. Föstudag var blaðamönn- um bæjarins boðið að skoða veitinga- og gistihús það, sem undanfarið hefir verið að rísa af grunni austur í Vaglaskógi. Forstjóri hússins, hr. Loftur Ein arsson, flutti blaðamennina til og frá og bauð til kveldverðar í hinum rúmgóða veitingasal hússins. A eftir sýndi hann gesi- unum öll salarkynni, sem tekin eru í notkun, og skýrði frá hvernig eigendur þessa fyrir- tœkis œtluðu að reka það í fram tíðinni. Þegar byggingin öll er full- gerð, verður staðurinn nokkurn- veginn á þessa leið: Veitinga- og gistihúsið er byggt úr tveimur hermannaskál- um, sem hvor um sig er 36x6.3 metrar að stærð. Þeir liggja báð ir í sömu stefnu en 10 metra bil á milli þeirra. Verður annar skálinn notaður fyrir veitinga- sal, eldhús, geymslur o. fl. Kem ur veitingasalurinn til með að rúma 175—200 manns. I hin- um skálanum verða herbergi fyr ir gesti og starfsfólk. Skálarnir eru tengdir saman með lágri byggingu, með flötu þaki. Þar er komið fyrir forstofu, dag- stofu, fatageymslu, snyrtiher- bergi o. fl. Á milli skálanna er garður um 30x10 m. langur, og er hann opinn mót suðri. Gert er ráð fyr ir útiveitingum í garðinum og mun þar geta setið 3—4 hundr- uð manns við borð. Garðurinn verður skreyttur með trjám og þar verður ennfremur komið fyrir danspalli. Húsið stendur skammt innan við Fnjóskárbrúna, neðarlega í Skóginum. Er allstórt bílastæði norðan við húsið og sérstakur vegur fyrir einstefnuakstur þangað inneftir. Enn er ekki nema veitinga- skálinn fullger og tekinn í notk- tln, en búist er við að gistiher- bergin verði tilbúin í næsta mán uði. Þá er og líka mikið eftir að laga til í kringum húsið en um- hvérfi þess á að fegra, svo stað- urínn allur verði ánægjulegur og aðlaðandi. ' Eigendur' þessa f yrirtækis eru menn af Akureyri og úr Reykjavík. Eins og áður er get- ið, er hr. Loftur Einarsson. kaupmaður framkvæmdastjóri þess, og matreiðslukona í sum- ar er ungfrú Sigríður Friðfinns- dóttir. 011 framreiðsla veiting- anna virðist vera með snyrti- og myndarbrag. Aðsóknin að veit- ingaskálanum hefir verið mikil síðan hann tók til starfa. Er ekki að efa að þarna er að rísa upp framtíðar skemmtistað ur fyrir skógargesti. Þarna verð tilvalinn samkomu- og ur skemmtistaður fyrir úti- og inni- skemmtanir félaga og ferða- mannahópa, og sumardvalar- fólk mun halda þar til um lengri og skemmri tíma. Sjúkrahúsinu ætlað- ur staður Þá hefir hinn fyrirhugaði fjórðungsspítali fengið jörð — ekki til að ganga á, eins og Ká- inn — heldur til að standa á, ef hann þá ekki verður hrakinn þaðan aftur. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt, að byggja sjúkra- húsið í Eyrarlandstúni. Var þetta gert, samkvæmt tillögu húsameistara ríkisins oo; marið í gegn með 6 atkvæðum gegn 5, og þar með væntanlega bundinn endi á langa og leiðinlega þvælu um mál, sem hefði átt að vera auðleyst, en hefir seinkað byggingu sjúkrahússins um eitt ár eða meir. Með því að setja húsið niður í Eyrarlandstúninu er reyndar verið að framkvæma yfir 20 ára gamla tillögu. Þegar bygging nýs sjúkrahúss fyrir bæinn var á dagskrá um og eftir 1920, var Eyrarlandstúnið mikið umrætt sem byggingarstaður. Síðar var rætt um byggingu gamalmenna- hælis á þessum stað. En nú ætti þessum bollaleggingum að vera lokið. En hvað verður þá um fram- kvæmdirnar? Þarf nú ekki enn einu sinni að gera nýjar teikn- ingar að húsinu? Hvenær verð- ur byrjað á byggingunni? Verið er að semja um smíði á haf- og fiskirannsóknarskipi handa íslandi við skipasmíða- stöð í Álaborg. Þetta er. sama skipasmíðastöðin, sem smíðaði „Esju". KAMBAN VAR SAKLAUS Jarðarför Guðfn. Kambans, skálds og rithöfundar, fór fram í Reykjavtk í gœr. Ríkisstjórnin kostaði útförina. Athófninni í Dómkirkjunni var útvarpáð. Ríkisstjórninni hefir borist skýrsla danskra yfirvalda um dráp Kambans og tildrögin að því. Sýnir hún og sannar að ekk ert hefir það sannast á Kamban, sem gaf tilefni til dráps hans, og danska ríkisstjórnin hefir ákveð ið að greiða ekkju hans bætur fyrir vígið. — I áðurnefndri skýrslu segir meðal annars: Þessi gögn sýna, að frum- kvæðið að handtöku Guðmund- ar Kambans kom frá einhverj- um manni, sem ekki hefir tekist að hafa upp á. Að fyrirlagi þessa manns, fór undirforingi úr liði danskra frelsisvina, á- samt þrem mönnum öðrum, heim til Kambans í Hotel-Pen- sion Bartoli Upsalagade 20. — Kamban sat að snæðingi ásamt dóttur sinni, er mennirnir komu Flokksforinginn kvaðst þar kom inn til þess að handtaka Kamb- an. Það er ljóst, að hann neitaði mjög eindregið rétti þessara að- ilja til handtökunnar og fékkst eigi til að fara með þeim ó- neyddur, en að öðru leyti ber vitnisburði eigi saman um hin næstu atvik. Náðst hefir til þriggja manna úr flokknum, sem að handtökunni stóðu, og halda þeir því fram, að Kamb- an hafi veitt líkamlega mót- spyi-nu, en þrír hlutlausir sjón- arvottar neita því, að svo hafi verið. Er Kamban neitaði að hlýðnast handtökunni, miðaði flokksforinginn á hann skamm- byssu. Kamban hlýddi ekki að held- ur, og skaut flokksforinginn hann þá í gagnaugað, og var Kamban þegar örendur. Því fer fjarri, að nokkrar sak ir hafi sannást á Guðmund Kamban um samvinnu við Þjóð- verja í Danmörku á hernámsár- unum. Búið er að hafa upp á Gull- fossi. Fannst hann suður í Killar höfn, talinn illa til reika, en nánari fregnir skortir. Skipið er nú eign félagsins, sem hann var tryggður hjá. t Ungfrú SIF ÞÓRS dansmærin góðkunna, er komin hingað til bæjarins og ætlar að \ hafa danssýningu í Samkomu- húsinu annað kvöld. Fyrir nokkrum árum var ung- frúin hér og hafði þá tvær dans- sýningar, við ágæta aðsókn og mikla hrifni. Síðan þetta var hefir hún iðk- að þessa fögru list af kappi og er nú nýlega komin frá Eng- landi, þar sem hún lauk ágætu prófi við mikið lof kennara sinna. Hafa þeir, sem unna fegurð og gbfgi í listum, hér ágætt tækifæri til að njóta fátíðrar á- nægju stundar, sem ekki býÖ9t á hverju ári. Við hljóðfærið verður Jóhann Tryggvason. —¦ Kynnir verður Jón Norðfjörð. Grasið hefir þotið upp und- anfarið og má heita að spretta sé orðin góð um allt land, og sumstaðar ágæt. Heyskapur gengur vel. Þó mun fólksfæS sumstaðar í sveitum hamla æski* legum íramkvæmdum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.