Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 24, Julí 1945 5 AÐURINN Innilegt þakklæti vottum við öllum nær og fjær, sem á marg- víslegan hátt sýndu okkur sannið og vinarliug við fráfall og jarð- arför Einors Einarssonar, úigerðarmanns. Aðstandendur. HÓTEL VAGLASKÓGUR DAGLEGA: heitur matur, smurt hrauð, kaffi, mjólk, öl og gosdrykkir. DANSAÐ fimmtudaga frá 9—11,30 e. h., laugardaga kl. 10—2, sunnudaga kl. 3,30—5 og 10.—1. Nýkomnar bækur Matreiðslubók Jóninnu SigurðardóMur, fimmta útgáfa, aukin. Mannþekking (Hugur og heimur I.) e. Símon Jóh. Ágústsson. Lyklar himnaríkis, skáldsaga eftir A. J. Cronin. Lífsgleði njóttu, skáldsaga e. Sigrid Boo. Stikilsberja-Finnur, heimsfræg unglingasaga e. Mark Twain. Einu sinni var I.—II., æfintýri með myndum. Viktoria, ástarsaga e. Knut Hamsun. Björninn úr Bjarmalandi, e. Þorst. Þ. Þorsteinsson. í leit að lífshamingju, skáldsaga e. W. Somerset Maugham. Aloha, Suðurhafseyjaferð e. Aage Krarup Nielsen. Lífið í guði, nokkrar ræður eftir Valgeir Skagfjörð. BarniS mitt, minningabók handa mæðrum. Trygg ertu Toppa, saga e. Mary O 'Hara. Sherlok Holmes, leynilögreglu-sögur e. Conan Doyle Þáttur af Ólöfu Sölvadóttir, e. Sig. Nordal. Leonardo da Vinci, stórmerkt skáldverk Boðskapur Pyramidans mikla e. Rutherford. Móðjr ísland. — Ástandssaga e. G. Hagalín. Yngismeyjar, — saga fyrir ungar stúlkur Þeir áttu skilið að vera frjálsir, saga e. K. Lindeman. Norður við Norðurpól. Ránið á járnbrautarlestinni. Hallarleyndarmálið. Æfintýri Dýrlingsins, Ofurhug- inn I.—II. Þegar klukkan sló 12. Vínardansmærin. Dularfulla morðið. Hollendingurinn fljúgandi og ýmsar fleiri skáldsögur og rit. BÓKAVERZL. GUNNL. TR, JÓNSSONAR koma ákvæðinu inn í gildandi samning. Þá lieldur stefnandi því fram, að umdeilt ákvæði miði að því að útiloka Bergþór og aðra fé- lagsmenn Verklýðsfélagsins svo og sérhvern verkamann, sem ekki sé í stéttarfélagi á Akur- eyri innan Alþýðusambandsins, frá því að geta fengið verka- mannvinnu á Akureyri. Brjóti því ákvæðið greinilega í bága við þann tilgang, sem stéttarfé- lögum og stéttarfélagasambönd- um sé heimilaður í 1. gr. laga nr. 80 frá 1938 svo og 73. gr. stjórnarskrárinnar um félaga- frelsi. Enn rökstyður stefnandi kröf ur sínar með því að umrætt á- kvæði útilokaði Bergþór frá allri verkamannavinnu hjá þeim atvinnuveitendum á Akureyri, sem samningsbundnir séu við Verkamannafélagið, en hann sé verkamaður og eigi lífsafkomu sína undir því að geta fengið slíka vinnu. Með ákvæðinu séu því lögð veruleg bönd á atvinnu frel'si Bergþórs og sé það af þeim ástæðum ólöglegt sam- kvæmt 69. gr. stjórnarskrárinn- ar. — Loks bendir stefnandi- máli sínu til framdráttar á 3. gr. laga nr. 80 frá 1938, er hann telur gera ráð fyrir, að félagsmaður geti gengið úr verklýðsfélagi án réttindamissis svo og 45. gr’. sömu laga, sem gerir ráð fyrir ófélagsbundnum aðilja. Stefndi hefir krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Heldur stefnandi því fram, að engri nauðung hafi verið beitt, hvorki við samningsumleitanir sumarið 1943 né heldur er gild- andi samningur var gerður. Þá mótmælir hann því, að umdeilt ákvæði komi í bága við nokkra grein stjórnarskrárinnar eða laga nr. 80 frá 1938. Loks andmælir stefndi síð- ustu málsástæðu stefnanda. Þó að Alþýðusambandið hafi eins og áður er greint, meðan samningar stóðu yfir sumarið 1943 milli Verkamannafélags-j ins og Vinnuveitendafélagsins, lofað Verkamannafélaginu full- um stuðningi sínum, ef samning ingar tækjust ekki og til vinnu- stöðvunar þyrfti að koma, verð- ur ekki talið að í þeim aðgerð- um hafi falist hótun um að beita ólögmœtri nauðung. Þá hefur ekkert komið fram í mál- inu, er bendir til þess, að nokkr- ar nauðungaraðgerðir hafi átt sér stað, er umdeilt ákvæði 10. gr. gildandi samnings var í hann sett. Hefur því fyrst greind málsástæða stefnanda ekki við rök að styðjast. Verður nú athugað, hvort um- ALÞÝÐUM þrætt ákvæði brýtur í bága við lög. 1. gr. laga nr. 80 frá 1938 er svohljóðandi: „Rétt eiga menn á að stofna stéttarfélög og stétt- arfélagasambönd í þeim til- gangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstétt- arinnar og launataka yfirleitt.“ Ákvæði í kjarasamningum milli verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda um forgangsrétt félags- manna verkalýðsfélagsins til vinnu hjá viðkomandi atvinnu- rekendum, verður að teljast falla undir þann tilgang, sem lýst er í greininni, að vinna að hagsmunamálum verkalýðs- stéttarinnar. Styðst þessi skýr- ing og við það, að áður en greind lög urðu sett. tíðkuðust slík forgangsréttarákvæði nokk- uð í kjarasamningum. Hefði því í lögunum frá 1938 beinlínis átt að banna forgangsréttarákvæð- in ef löggjafinn teldi þau ekki samrýmast löglegum tilgangi stéttarfélaga. Þetta var ekki gert, enda hefur forgangsréttar- ákvæðum fjölgað mjög í kjara- samningum eftir gildistöku lag- anna. Af þessu er ljóst, að á- kvæði það, sem ógildingar er krafist í máli þessu, verður tal- ið samræmast ákvæðinu í 1. gr. laga nr. 80 frá 1938 og þá einn- ig 73. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrír forgangsrétt fé- lagsmanna Verkamannafélags- ins til vinnu hjá atvinnurekend- um þeim, sem félagið hefir sam- ið við, hefur Berþór óhindraðan aðgang að því, að leita sér at- vinnu hjá ósamningsbundnum atvinnurekendum. Hann er frjáls að því. að stofna til eigin atvinnurekstrar eftir því sem geta hans leyfir og lög heimila. Þá virðist hann og geta orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, sem félagar Verkamannafélags- ins njóta, með því að ganga í það félag, sbr. 2. gr. laga nr. 80 frá 1938 og ákvæði í 10. gr. gildandi samnings milli Verka- mannafélagsins og fyrr greindra þriggja aðilja, en í því ákvæði segir, að allir verkamenn, sem búsettir eru á félagssvæðinu, eigi rétt á að ganga í Verka- mannafélag Akureyrarkaupstað ar. Verður því umdeilt forgangs réttarákvæði ekki talið brot á 69. gr. stjórnarskrárinnar. Loks verður ekki séð, að 3. og 45. gr. laga nr. 80 frá 1938, sem stefnandi hefur vitnað til ó- gildingarkröfu sinni til stuðn- (ings, séu af atriði fyrir úrslit málsins. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, og þykir eftir þeim úrslitum og öllum málavöxtum rétt, að stefnandi greiði stefnda kr. 200,00 í máls- kostnað. ÞVÍ DÆMIST RÉTT VERA: Stefndi, Alþýðusamband Is- lands f. h. Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar skal vera sýkn af kröfum stefnanda Erl- ings. Friðjónssonar f. b. Verk- lýðsfélags Akureyrar vegna Berþórs Baldvinssonar í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 200,00 í málskostnað. Dóminn ber að fullnægja inn- an 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Rétt endurrit staðfestir. Hákon Guðmundsson. Niðurlag. Framreiðslustúlku vantar nú þegar á hótel á Sauðárkróki. Ilátt kaup.— Upplýsingar hjá Oddnýju Jónsdóttur, Ægisgötu 10, eða á Vinnumiðlunarskrifst-of- unni. r I gær fengu nokkur síldar- skip dágóða veiði sunnan Langa ness. Um helgina var talið að um 200 þús. hl. af síld væru komnir á land. Á sama tíma í fyrra voru komnir á lknd yfir 300 þús. hl.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.