Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Qupperneq 1
XV. árg. 32. tbl. Miðvikuda gimi Fundur hinna „þriggja stóru” Enn látið undan landvinningakröfum Rússa. Allt í óvissu um örlög smáþjóðanna. Oákveðið hvenær £rið arfundurinn verður haldinn. Fundi hinna „þriggja stóru“ lauk í Potsdam sl. Miðvikudags- kvöld — við húrrahróp og skálaglam. Virðist allt liafa fall- ið í ljúfa löð á fundinum og það engin áhrif haft þótt skifli yrðu á einum hinna „stóru“ meðan á ráðstefnunni stóð. Það mun og hafa létt blessunarlega störf ráð stefnunnar að flestu því „við- kvæmasta“ var frestað lil vænt- anlegs friðaifundar, og ekki einu sinni ákveðið hvenær hann yrði haldinn. A Fimludagskvöldið var gef- in út sameiginleg yfirlýsing um fundinn — samtímis í London, New York og Moskva. — Mun ýmsum finnast, að þaðan sé hvorki eins mikið eða gott að frétta og húist var við. Það mun enn vekja eflirtekt og ugg, að þrátt fyrir marg-yfir- lýsta stefnu Bandamanna, og fullvissu um að ekkert stórveld- anna hyggði á landvinninga, notuðu Rússar fundinn til að gera landvinningakröfur, og fengu að minsta kosti ádrált hinna stórveldanna um að þeim yrði sinnt. Samkvæmt þessu eiga Rússar að fá væna sneið af Austur-Prússlandi, með Kön- ingsberg fyrir höfu'ðborg. Og Pólland á að fá aðra sneiðina af Prússlandi, sem sárabætur fyr- ir það, sem Rússar sölsa undir sig af Póllandi. Búist er við að innan skams verði farið að vinna að því að undirbúa friðarsanminga við Skrá yfir gjaldendur í Akureyrarkaup- stað til Lífeyrissjóðs Islands, fyrir árið 1945, liggur frannni til sýnis í skrifstofu bæjarfógetans á Akur- eyri dagana 2. til 15. ágúst. Kærum út af skránni sé skilað til skattstofunnar innan sama tíma. — Akureyri, 2. ágúst 1945. Skattstjóri. þau ríki, sem talið er að stutt r liafi Þjóðverja í styrjöldinni. It- alíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ung- verjaland og Finnland. Byrjað mun á Italíu. Þá snerist fundurinn að all- miklu leyti um meðferð Þýska- lands og ráðagerðir um það, hvernig Evrópu verði forðað frá hungursneyð á komandi vetri. Formaður UNNRA telur engan vafa á að hungursneyð híði fólksins á meginlandi Evrópu nema sérstakar og róttækar ráð- stafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir hana. Geriireytt viSliorí í síyrjöldinni við Japani. Síðasta tækiundur styrjaldar- innar birtist Japönum á Sunnu- da ginn var í nýrri sprengjuteg- und, sem Bandamenn létu falla á eina stærstu borg Japans, og útlit er fyrir að hafi jafnað liana við jörðu ásamt fleiri ferkíló- metra stóru svæði kringum hana. Sprengja þessi er kölluð kjarnaorkusprengja og býr ein yfir jafn miklu afli og 2000 10 smálesta sprengjur af venjulegri gerð til samans. Er þetta bresk uppfynding og hafa breskir og amerískir liugvitsmenn og verk- fræðingar unnið að fullkomnun hennar í langan tíma í kapp- hlaupi við Þjóðverja, sein höfðu svipaða uppfyndingu á prjónun- um á sínum tíma. Það þarf ékki að skýra það nánar livílíkt eyðileggingartæki þetta er. Og Truman forseti hef- ir látið tilkynna Japönum að þeim verði tortímt á næstu dægr- um ef þeir gefist ekki upp þegar í stað. Þetta er aukaatriði. Hitt ræða öll heimsblöðin um þessa dagana hvort mennirnir kunni að fai'a með þenna voða. Telja flest þeirra, að annað tveggja 8. Ágúst 1945 Héðan og þaðan Nýlátin er á Seyðisfirði Ingi- björg Skaftadóttir, landskunn mennta- og fræðikona, 77 ára að aldri. Ingibjörg lét sig menntun og menningu íslenskra kvenna miklu skifta, gaf út kvennablað um tíma og ritaði um menning- armál kvenna í blað föður síns — Austra. ★ Undanfarna viku dvaldi II. fl. knaltspyrnuflokkur úr knatt- spyrnufél. „Valur“ í Rvík hér í bænum í boði íþróttafélaganna hér. Þreytti hann knattspvrnu við Þór, K. A. og úrvalslið K. A. og Þórs. Fóru þeir leikar þannig, að jafntefli vaið milli Vals og Þórs. K. A. tapaði fyrir Val, en Valur tapaði aftur fyr- ir úrvalsliðinu. ★ A. Holdö, forstjóri Krossanes verksmiðjunnar, og mörgum kunnur hér af miklum viðskift- um fyrr og síðar, andaðist 26. f. m. í Bergen, þá á leið hingað. Dó hann úr hjartabilun, 65 ára gamall. ★ Á Föstudaginn áttu gullhrúð- kaupsafmæli hjónin Gerða og Otto Tulinius. , . . ★ A Þriðjudaginn var andaðist hér á sjúkrahúsinu Ingimar Jónsson, iðnverkamaður. ★ Grænlandsfarið „Godthaab“ kom hingað inn í síðustu viku, á leið til Grænlands fiá Dan- mörku. Er þetta fyrsta Græn- landsleiðangursskipið, sem hing að kemur eftir styrjöldina, en áður voru Grænlandsskipin ár- legir gestir hér. beri það afl, sem manninum hef- ir hér tekist að beisla, í sér tor- tímingu veraldarinnar eða þá sé hér fundinn. sá aflgjafi, sem komi í slað svo margs, sem mað- urinn stritar nú við að vinna úr tregunnum efnum og vinnufrek- um. Geti þessi uppfynding orðið mannkyninu til ævarandi hless- unar, ef það kann eða lærir að fara rétt með hana. Sextugsafmæli átti 23. f. m. frú Guðný Jóhannsdóttir, ekkja Jóns sál. Sigurðssonar, trésmiðs nú til heimilis í Sniðgötu 1 hér í bænum. ★ Seint í næstu viku munu koma hingað til bæjarins þrír listamenn úr Hafnarfirði — nokkurskonar „tríó“ — sem hafa skemmt fólki víða á Suð- urlandi undanfarið, en eru nú lagstir í norðurveg og búast við að skemmta hér um aðra helgi. Mennirnir eru Sveinn V. Stef- ánsson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar. Er hann upples- ari. Ársæll Pálsson gamanvísna- söngvari og Baldur Georgs, sjón hverfingamaður. Eru þeir allir ungar og upprennandi stjörnur á himni listarinnar. Er nú eftir að vita hvort þeir hrapa eða stíga enn hærra eftir förina um Norðu rlanck * í tilefni af embættistöku for- seta Islands hafa honum borist heillaóskaskeyti víða að. Þar á meðal frá breska sendiherran- um hér, forsætisráðherrum Norðurlanda o. fl. í sambandi við þetta mál ræða dönsku blöð- in um samvinnu íslands og Dan- merkur. Geta þau þess hve marg ir Danir eigi erfitt með að skilja hver nauður hafi rekið íslend- inga lil að slíta konungssam- bandinu við Dani á þann hátt og á þeim tíma, sem þeir gerðu það. Allir hafi fyrirfrain vitað — og verið sammála um — að sambandinu yrði slitið, og lýð- veldi stofnað á íslandi strax og þjóðirnar hefðu fengið tækifæri til þess að talast við. íslending- ar iiefðu því öruggir getað beð- ið eftir að slíta sambandinu þar til hægt hefði verið að gera það samkvæmt samningunum frá 1918. Þó telja blöðin að þetta ætti ekki að geta valdið þeirri misklíð milli þjóðanna, að ekki geti tekist góð samskifti milli þeirra. ¥ Fyrsta síidin kom liingað í fyrrinótt. Var það togarinn „ís- Iendingur“ frá Rvík, sem kom með hana til h. f. Síld. Síldin var söltuð og reyndist 203 tunn- ur. Veiddist hún á Grímseyjar- sundi. ★

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.