Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.08.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 8. Ágúst 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Eversharp SJÁLFRLEKUNGAR OG BLÝANTAR eru komnir í miklu dírvali. Þar á meðal hinn eftirsótti og margþráði: FIFTH AVENUE eða Eversharp nr. 21, sjjálfblekungurinn með inni- lokaða pennanum, sem gefur þurrskrift með votu bleki, 5,Quink“, hefir margbreytilega snápa, hár- fína og breiða. S. 1. 3 ár hefir verksmiðjan framleitt þessa penna, en vegna takmarkalausrar eftir- spurnar í heimalandinu, Ameríku, hefir ekki verið hægt að fá þá hingað fyrr en nú. Munið þetta. EVERSHARP er tryggður ævarandi. EVERSHARP er við allra hæfi. EVERSHARP er með hinu rétta verði. Gangið úr skugga um þetta með því að reyna hann. Veljið EVERSHARP til gjafa og eignar. Nafn yðar grafið kostnaðarlaust á hvern penna, sem keyptur er í verzlun minni. I ÞORST. THORLACIUS Einkaumboðsmaður fyrir ísland. ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: „ Alþýfiujlokkslélag Akureyrar A Lyrgðarmaður: Erlingur Frifijónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinrilcsson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1 3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4V4—5V4 .— jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1 %—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lœkna: Iléraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. JO-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup ungl. 14—16 ara .. kr. 4.54 a klst. Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. f , ■ ------------- ------ rekendur liafa búið til á hrygg þeirra flóna, sem nauðungará- kvæðinu heita, og sem er beint afkvæmi þess. Hér er því tvens- konar svívirðilegt réttindarán framkvæmt á vérkafólkinu í landinu. Fyrst það, að því er nauðgað inn í vissan félagsskap, sem sýnir það strax í orði og verki að hann er algerlega ófær til að hafa forystu þess á hendi. Annað að það er gjört réttlaust um það hjá livaða atvinnurek- anda það vinnur, þar sem for- sprakkarnir gefa vissum atvinnu rekendum afsal fyrir vinnu þess Var þrælasalan eilthvað annars eðlis í fyrndinni? Þrællinn var seldur vissum atvinnurekanda. Hann var með því sviftur rétt- indum til þess að ráða því hvar hann leitaði sér atvinnu, ná- kvæmlega á sama hátt og nútíð- ar þrælarnir, sem t. d. Dagsbrim í Reykjavík hefir selt atvinnu- rekendunum þar, með samning- um við þá, nema þeir geta ef íil vill valið þar á milli tveggja eða briggja atvinnurekenda. Sá gamli forfaðir þeirra, sem nú eru að innleiða hið nýja þræla- sal, var skyldugur til að sjá sín- um þræli fyrir fæði og klæði til æfiloka, ef þeirra samvistir voru svo langar, en hinir nýju hús- bændur nútíðarþrælanna geta vísað þeim úr vistinni, hvenær sem þeir þykjast ekki þurfa leng ur á þeim að halda, og vísað þeim á Guð og gaddinn, án nokk urs tillits til þess, þó verkamað- urinn eða verkakonan hafi ver- ið með sanmingunum við þann vissa atvinnurekanda, sviftur eða svift möguleikanum fyrir mikið vissari og betri atvinnu Iijá öðrum. Félagsdómi hlaut að vera kunnugt um þetlá nýja þrælasal þegar hann kvað upp dóminn í Bergþórsmálinu, og að það er bein afleiðing af nauð- ungarákvæðinu, sem málið Sner ist um, en þrátt fyrir það kveður hann upp þennan einstæða dóm. Sennilega er ekki fráleitt að á- líta að enginn annar dómstóll í landinu hefði leyft sér að gera slíkt, þar sem um jafn óheyri- legar yfirtroðslur á almennum mannréttindum er að ræða. í fyrra gerðust þau líðindi að kommúnistarnir í stjórn Alþýðu samhands Islands heimtuðu að verkamannafélög innan sam- handsins sætu fyrir allri vega.-. og brúagerð í landinu. Þáver- andi atvinnumálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, neitaði að verða við slíkri kröfu, og hélt því fram, að allir þepiar Jijóðfé- lagsins ættu jafnan rétt til vinnu hjá ríkinu, en ekki sérstakur fé- lagsskapur manna, svo sem þeir sehi byggðu upp Alþýðusam- liandið. Kommúnistarnir hoð- uðu þá eitt af sínum alþekktu allsherjarverkföllum, sem Fé- lagsdómur komst reyndar ekki hjá að dæma ólöglegt. Nú á síð- asta vori fengu svo forsprakkar nauðungarákvæðanna og þræla- salsins vilja sínum framgengt með það að félög innan Alþýðu- samhandsins hefðu forgangsrélt lil ríkissjóðsvinnunnar. Þessi ríkissjóðsvinna hefir áður verið nokkurskonar búbót fyrir bænd- ur í þeim sveitum, þar sem vega gerð eða brúasmíði hefir farið fram, að því leyti, að þeir hafa unnið þar haust og vor þegar tími þeirra 'hefir leyft, viku, hálfan mánuð eða mánaðar- líma, allt eftir því hvað langar tómstundir þeir höfðu frá bú- önrium. Sem dæmi má nefna um það hversu abnent það var að hændur ynnu einhvern tíma vors eða hausts að þeirri vinnu, sem féllst til í sveit þeirra, að þegar setuliðsvinna var hér norðan- lands, kornu allir hændur í ein- um hreppi Lil þeirrar vinnu að vorlagi, nokkurn tíma, aðrir en hreppstjórinn, og stunda þó bændur þessir eingöngu land- búnað, en hafa hinsvegar mikla þörf á því að afla sér peninga, lil greiðslu aðkeyptrar vinnu um heýannir, og sæta því vega- vinnunni og annars í frístund- um sínum, þegar slíkt hýðst. Nú er þessum bændum gerður sá einn kostur, með síðustu samn- ingum stjórnar Alþýðusam- bandsins að ganga í eitthvert verkámannafélag innan þess eða stofna félög, sem neydd eru til þess að ganga inn í Alþýðu- sambandið, og þessir veglegu koslir eru bændunum settir fyr- ir það að þeir vinna hjá ríkinu eina viku lil einn mánuð að vor- inu til eða hausti, þegar það op- inhera er að láta gera veg fram hjá vallargarði þeirra, eða að öðrum kosti að vera sviftir virin- unni, sem þeir vitanlega hafa sama rétt til og aðrir borgarar þjóðfél., án nokkurs tillits til félagsskapar. Félögum verka- manna, sem flest eru í kaupstöð- um eða kauptúnum er ekki hinn minsti greiði gerður með þessu forgangsréttarákvæði í samning unum um ríkissjó.ðsvinnuna, þar sem flestir verkstjórar við hana eru búsetlir í bæjum eða kaup- túnunum og verkamennirnir þar eiga léttan aðgang að til ráðning ar í vinnuna þegar um frjálst val verkstjórans var að ræða á verkamönmim til hennar, enda yfir þann tíma, sem ríkissjóðs- vinnan er urinin, mest atvinna í kaupstöðum og kauptúnum og því minst þörf fyrir verkamenn- ina að sæta vinnu ríkissjóðs. Nauðungarákvæðið í samning- unum um ríkissjóðsvinnuna, er því eingöngu til þess að þröngva hændum landsins til þess að stofna félög út um allt land, sem neydd séu inn í Alþýðusamband ið, og bændurnir íj þann hátt skattlagðir til Alþýðusambands- ins, með háum félagsgjöldum einstaklinganna, sem svo eru notuð til þess að ala á þeim gæð inga og pólitíska sendimenn kommúnista til að boða almenn- ingi rússnesk trúarhrögð. Fé- lagsdómi var í máli Bergþórs mjög rækilega sýnt fram á hversu nauðungarákvæðið væri notað í sanmingum þessum til þess að kúga1 bændaStétt lands- ins undir ofstæki óg pyndingar kommúnista, fyrir'Veinnar til fjiigurra vikna vinnu á ári í rík- issjóðsvinnu, sem allir þegnar þjóðfélagsins hefðu jafnan rétt til, án nokkurs tillits ,til félags- skapar eða annars. Verjandi hinnar kommúnistisku klíku í stjórn Alþýðusambandsins, kom sér algerlega hjá þv,í að verja

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.