Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Side 1
Friður á jörðu? JAPANAR BIÐJAST FRIÐAR OG GANGA AÐ POTSDAMSSKILMÁLUNUM Sigurhátíð verður haldin í öllum löndum Bandamanna þegar vopnahlésskilmálarnir hafa verið undirritaðir Eins og áður liefur verið sagt frá. sendu þeir Truman, Churc- hill og Chiang-Kai-Shek, Jap- önum orðsendingu meðan Pots- damráðstefnan stóð yfir, þar sem þeir skoruðu á þá að gefast upp tafarlaust til að forða þjóð- inni frá algerri tortímingu. — í orðsendingunni voru uppgjaf- arskilmálarnir til teknir, en þeir voru í aðalatriðum á þá lund, að um skilyrðislausa uppgjöf væri að ræða. Japanski herinn yrði afvopnaður. Japanir fengju aðeins að halda heimaeyjunum, og lýðræðisskipulagi yrði á komið um stjórn landsins. Þessu neituðu japönsku yfirvöldin. — Þegar kjarnorkusprengjuárás- irnar hófust munu hernaðaryf- irvöldin þar evstra hafa séð að frekari mótspyrna væri þýðing- arlaus. Og á Föstudaginn háðu þau um vopnahlé á grundvelli Potsdamorðsendingarinnar. Þó háðu þeir um frekari skýringu á orðsendingunni hvað við kæmi keisaranum og valdi hans. Vildu Japanar líta svo á, að ekki kæmi til mála að svifta hann á nokk- urn hátt valdi eða virðingum. Þessari athugasemd hafa Banda menn svarað á þá leið, að keis- arinn yrði að hlýða í öllu þeim hershöfðingjum, sem falið yrði að hernema Japan og skipa þar málum meðan með þyrfti. Japanar höfðu svo mál þessi í deiglunni yfir helgina og hern- aðargerðum var haldið áfram. Einkum var Rauði herinn um- svifamikill, en Rússar sögðu Japönum stríð á hendur sl. Mið- vikudag, og réðust samtímis inn í Mandsjúríu á þremur stöðum. Mátti þetta ekki vera seinna til að því yrði komið í kring áður en Japanar gæfust upp. Rússar ætla sjálfsagt að krækja í einn landsskikann til þar eystra, fyr- ir þessa „mikilvægu hjálp“ á úr- slitastund Asíustyrjaldarinnar, eins og kommúnistar orða það. Fréttir hermdu í gær, að her- flokkar Japana víða í Kína hefðu lagt niður vopu þegar á Sunnudag, og Baudameun höfðu þá fullgerða áætlun, ásamt teikn ingum, um landgöngustaði og hernám Japans. Þegar útvarpi lauk í gær- kvöldi hafði ekkert svar borist frá Japönum, en vitað var að miklar umræður fóru fram með al ráðamanna þar og keisarans. Og japönsku hlöðin unnu á alla lund að því að húa þjóðina und- ir „slæm“ tíðindi. 1 morgun hirti svo japanska útvarpið, að svar til Banda- manna væri á næstu grösum, og gengið yrði að skilyrðum Pots- dams-orðséndingarinnar. Frek- ari fréttir voru ekki fyrir hendi þegar hlaðið fór í pressuna, en vitað er, að stríðinu við Japana er í raun og veru lokið. Varnir þeirra eru hilaðar. Herir Banda manna eru albúnir til innrásar, og uppgjafartilkynning Japana verður líklega komin til réttra iðila áður en svertan er þur orð- iu á síðum Alþýðumannsins. En þótt Möndulveldin séu nú öll að velli lögð. Hvað er þá um heimsfriðinn? Friðinn á jörðu, sem svo margir hafa talað, ritað og rætt um. Hvað stendur hann lengi? Verður hann friður frels- »is eða kúgunar? Þessar tvær andstæður hafa ekki jafnað með sér metin enn- þá. Hvort fá þjóðirnar að búa við gulu siðfræðina úr Austurvegi, eða siðfræðina sem alin er í ríki frelsis og lýðræðis? Idvað svo sem þeir heita, hversu „há- ir“ sem þeir verða, er að síðustu setjast að friðarhorðinu, er það víst, að þessar ólíku systur koma til með að togast þar á um völdin. Og hvað er líklegara, þrátt fyrir fögur loforð og göfugar heitstrengingar, en að svo fari að síðustu, að engin meginstefna verði ofan á að fullu, og allt verði látið drasla þar til næsta styrjöld skellur yfir. Héðan og þaöan Gísli Guðmundsson, þingmað- ur Norður-Þingeyinga, hefir lagt niður þingmennsku vegna heilsubrests. Kosið verður í hans stað 18. Sept. n. k. og hefir Framsóknarflökkurinn ákveðið að hafa Björn Kristjánsson, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri í framhoði. Ekki er vitað hvaða menn hinir flokkarnir hafa í framboði, eða hvort þeir hjóða nokkuð fram. Bærinn Vellir í Saurbæjar- hreppi brann s. 1. Laugardag. Kom eldurinn upp skömmu eftir hádegi. Fólk var á engjum og rarð því hjörgun innan- stokksmuna ekki komið við að ráði. Þó bjargaðist rnest úr hað- stofu. Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang síðari hluta dags ins og tókst að forða fjósi og hlöðu frá bruna. Abúandinn, Sigurvin Jóhanness. mun hafa orðið fyrir tilfinnanlegum skaða. Þrjú aflahæstu síldarskipin hafa veitt rösk 5 þús. mál hvert. Eitt þeirra er m. s. Snæfell héð- an frá Akureyri. Milli kl. 2 og 3 sl. Fimtudag fannst konnlík fljótandi í sjón- um við innri hafnarbryggjuna. Reyndist þetta vera kona úr Reykjavík, sem hér dvaldi í sumarfríi, Karolína Friðriks- dóttir að nafni. Hafði hún farið út þaðan, sem hún dvaldi rösk- um klukkutíma áður en hún fannst, þar setn fyr getur. Er ekki vitað hvernig slys þetta hef ir viljað til. % Mænuveiki hefir gosið upp í Reykjavík og hætta talin á, að hún bréiðist út. Ein kona hefir lálist úr veikinni, en annars er hún talin væg. I tilefni af þessu lilfelli og fólki til leiðbeiningar ætlar próf. Níels Dungal að flytja erindi í útvarpið kl. 21.15 annað kvöld, og er fólki ráð- lagt að hlusta á mál hans, ef það getur. Nýlega afhentu bresku hern- aðaryfirvöldin íslensku ríkis- Berjaferð Alþýðuflokksfélag Akur- eyrar efnir til berjaferðar n. k. Sunnudag, ef veður leyfir. Askriftarlisti liggur frammi í matvörudeild K.V.A.. þar sem allar nánari upplýsingar eru gefnar. Þeir, sem œskja eftir að taka þátt í förinni, eru beðn- ir að skrifa sig fyrir þeirri sætatölu, sem þeir óska eftir, hið fyrsta, í síðasta lagi fyrir M iðvikudagskvöld. Stjórnin. stjórninni 10 íslenska borgara, sem hafa verið í haldi í Eng- landi undanfarin ár, grunaðir um starf í þágu Þjóðverja. Eru þeir enn í haldi í Reykjavík og mál þeirra í rannsókn nema eins, sem sleppt hefir verið og saklaus fundinn. Er líklegt talið að svo fari um hina níu nú á næstunni. Berjaferðin, sem getið er um hér að ofan að Alþýðuflokks- félagið gangist fyrir ætti að geta orðið tilvalin skemmtiferð fyrir þátttakendur. Gott berjaland er tryggt fyrirfram og einnig verða merkir og fagrir staðir skoðaðir í ferðinni. Geta sjálfsagt fleiri en félagsfólkið fengið að vera með, ef þeir gefa sig fram í tíma. Ferðin verður ekki farin nema í einsýnu góðu veðri. Ódýrt kjöt kemur á markaðinn nú á næst- unni. Er það dilkakjötið, sem tilheyrir hinni svokölluðu sum- arslátrun. Kjötverðlagsnefnd hefir ákveðið verð á þessu kjöti — hve lélegt sem það er — kr. 12,00 kg. tíl bænda. Smásalar mega leggja 13% á þetta grunn- verð og verður útsöluverð kjöts- ins því kr. 13,56 eða 10 kg. skrokkur, sem í réttu lagi á að vera í þriðja flolád, kr. 135,60. Eins og áður hefir verið sagt frá, heflr þessi hækkun á kjötinu engin áhrif til hækkunar á fram- færsluvísitöluna. Mjög vísdóm- lega fyrirkomið!

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.