Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 14. Ágúst 1945 l tfmfætiRum hjá ungum bðndo. Fyrir viku síðan hitti ég forn- kunningja minn, sem ég liefi ekki séð í 10 ár. Þá höfðum við reynt okkur að hlaupa og þreytt sund hvor við annan, nú var hann bóndi á sæmilegri jörð, ég búsettuf í kaupstað. Eg hitti hann í túnfætinum, þar sem hann var að slá síðustu útsköf- urnar og höggva í fyrsta engja- blettinn. Sumt af túninu var vél- tækt, sumt ekki. Þú átt náttúrlega sláttuvél? spurði ég. Ónei, ég sé mér það ekki fært að kaupa svo dýran hlut og geta hvergi notað hana nema á nokkrum hluta túnsins, svaraði kunningi minn. En því í dauðanum rífur þú ekki sundur þessar ósléttur, svo að túnið verði allt slétt? spurði ég. Hefi ekki efni á því, var svarið. Eg vildi halda hitt, að hann hefði ekki efni á því að hafa það óslétt, meira að segja væri jörðin þannig, að ábúandi hennar gæti ekki haft efni á að nota annað af henni til slægna en rælctað land. Þið getið talað og rausað, kaupstaðarrindlarn- ir, sagði kunninginn og kímdi að fjarstæðu minni og fávisku, en þegar ég ítrekaði þessa skoð- un mína, hætti hann að brosa, leit suður vfir snögga hálf- deygjumóana sína, síðan heim til bæjar, þar sem nýlegt hús, ó- fullgert um margt, reis á rúst- um gamla bæjarins, síðan horfði hann á lág og slignð úti- húsin. Þið kaupstaðarbúarnir hald- ið, að við bændurnir rökum sam an fé þessi árin, sagði hann, og það er satt, að við höfum bætt hag okkar mikið. En þetta eru líka fyrstu árin, síðan ég fór að kunna skil á efnahag manna hér, sem bændur hafa eiginlega peninga, sem nota mætti fram yf ir brýnustu lífsnauðsynjar. Þú veist kennske, að þessi jörð var í tíð afa míns landssjóðsjörð, en hann keypti hana. Kaupverð- ið var 4000.00 kr., en áður en hann hafði greitt það að fullu, hafði hann orðið að greiða um 1200.00 kr. í láþsvexti. Það tók hann fimmtán ár að verða sjálfs eignarbóndi og kostaði hann 5000.00 kr. röskar. Sömu 15 ár- in greiddi nágranni hans, leigu- liði á vildarkirkjujörð, 2250.00 kr. í leigu, og enga skatta þurfti hann að greiða af jörðinni. En það var satt, hann átti jörðina ekki, liins vegar hafði hann lífs- tíðarábúð á henni, og sonur hans tók þar seinna við, upp á sömu eða svipuð kjör. En þegar faðir minn tók hér við, varð hann að kaupa jörðina af sex systkinum sínum. Afi hafði nokkuð bætt jörðina, svo að hún hafði hækkað í verði, faðir minn varð að taka hærra lán, greiða meira í vexti, og sama endurtók sig, þegar ég tók við. Afa langaði til að stórbæta jörð- ina, hyggja, jafnvel raflýsa. Þeir draumar fóru flestir með honum í gröfina. Því olli efna- leysið. Hann varð að láta sér nægja lítilfjörlegar girðingar, fáeinar þaksléttur, nýja lorfbað- stofu. Litlu afkastameiri varð faðir minn, flag- og sáðslétturn- ar þarna eru verkin hans, og þennan steinkumbalda hefi ég byggt. En hvar er stóra, renni- slétta túnið, hvar eru stein- steyptu útihúsin og hlöðurnar, hvar eru allar vinnuvélarnar og hvar eru þægindi heimilisins? Og þó mundi elsti sonur minn, ef hann tæki við jörð og biii nú, verða að greiða systkinum sín- um 30—40 þús. kr. fyrir þeirra hlut í eigninni. Ný lán, nýir vext ir, ný efnaleg lömun ungs, fram- gjarns bónda. Þetta virðist ldægi leg fjarstæða og er þó sorgleg staðreynd. Þessu verði kaupa fjölmargir bændur það að telj- ast sjálfseignabændur. Að þess- um heimskulega metnaði er lolás ið af „velunnurum“ bændanna, það á að vera svo dæmalaust gott fyrir „þjóðarkenndina“. — Horfðu hérna yfir sveitina, svona þéttbýla og blóndega að sjá og þó með möguleika til langsamlega meiri ræktnnaj' og meiri byggðar. Ilugsaðu þér alla þá vexti, sem bændur hér hafa greitt til að verða „sjálfs- eignarbændur.“ Það fé hefði á- reiðanlega nægt til að reisa hér myndarlega mjólkurvinnslu- stöð, trésmíðaverkstæði fyrir sveitina og viðgerðarstofu fyrir jarðyrkju- og heyvinnuvélar. En nú verðum við að þola þá skap- raun og veru kallaðir styrkja- lýður, vera núið því um nasir, að við höfum ekki dáð í okkur til að framleiða nægilegt smjör fyrir inlnanlandsmarkaðinn, þótt verðið sé svimhátt, að við séum yfirleitt langt á eftir tím- anum. Þetta væri allt þolandi, ef við vissum enga sök hjá okkur sjálfum. En hreinskilningslega sagt: Við skömmumst okkar fyr- ir fjósin okkar, fjárhúsin okkar, ófullgerð húsin okkar, fátækt hýbýla okkar, órækt og smæð túna okkar, verkfæraleysi okk- ar, — skömmumst okkar fyrir, hve lítið af því kemst í fram- kvæmd, sem okkur langar til að gera. Eg held, að við höfum veðjað á skakkan liest, þeir, sem þykjast hafa borið hag okkar mest fyrir brjósti, hafa ekki skilið, hvað okkur kom, og við höfum ekki haft manndóm til að gera okkur það ljóst sjálfir, hvað þá að afla okkur þess. Og hvernig hafa blessuð samlökin okkar bjálpað okkur, kaupfé- lögin? Vissulega vel að ýmsu leyti, en ég er hræddur um, að við verðum að hrista af okkur hugsanadeyfðina og skerpa fé- lagsmálaskilning okkar, ef við eigum ekki að verða að horfa upp á það, að þau leggist föst við festarklett klíkuskapar og okurhringa. Kaupfélagið hérna hefir það t. d. þannig, að eigi maður inni hjá því í reikningi, fær hann enga vexti af þeirri innstæðu, skuldi hann hins veg- ar, verður hann að greiða vexti. Innlánsdeildin greiðir 2% í vexti af innistæðum, Utlána- deildin tekur 5—6% af lánum, og þó fullyrði ég, að þessi „rekstur“ kosti félagið alls ekki aukið mannahald, og áhættan er ekki mikil, það er séð fyrir því. Ekki hlífast þau við í álagn- ingu, skilst mér. Þú hefðir átt að heyra til nágranna rníns hér í vor. Hann seldi kaupfélaginu kýrskrokk og fékk um 5—5.50 kr. fyrir kílóið. „En þeir seldu það út á 8.50 kr. lægst og 15 kr. beinlaust,“ sagði hann stór- hneykslaður. „Ekki að furða þótt neytendur bölvi okkur stundum, haldi þeir þetta okkar sök.“ Þá selur kaupfélagið tóm- ata, er mér sagt, óflokkaða 'alla sem fyrsta flokks vöru, en Pönt- unarfélag verkamanna, sem kommúnistar stofnuðu því til höfuðs, selur þá vandlega flokk- aða. Samkeppnin lifi!* Hvern- ig nota svo kaupfélögin það fjármagn, sem þeim safnast eða hafa til varðveislu? Leggja þau það í aukin iðnað og til að bæta útflutningsvöruna? Hvernig er ullin okkar seld, hvernig gær- urnar okkar, já, og hvernijf kjöt- ið? Langsamlega mest af ullinni er flutt út óunnið, gærurnar okk ar sömuleiðis, og niðursuða á kjöti til útflutnings mun varla þekkjast. En sögurnar ganga fjöllunum hærra um hlutafélög- in ykkar í kaupstaðnum, þar sem félagið okkar á alls staðar að vera á bak við eða menn úr inpsta hring þessa fyrirtækis. Hvaðan fá þeir fé sitt? Er þeim greitt svo hátt kaup, að þeir raki saman sparifé, sem þeir geti lagt í ýmis fyrirtæki eða eru þeir að leika sér með reiðufé félagsins eða innstæður Innlánsdeildar? Ekki svo að skilja, að mér detti * Héi/ á Akureyri munu tómatar seldir óflokkaðir liæsta verði. — B. S. í hug neitt óheiðarlegt við þetta, viðskiptalega séð, en er sam- vinnuhugsjónin, sem fæddi af sér kaupfélögin, ekki komin þarna á villigötur, og geta ekki hagsmunir kaupfélags og hluta- félags orðið furðulega sam- slungnir, þegar sömu aðiljar gæta beggja? Við þurfum að efla félags- þekkingu okkar og gerast virk- ari félagar. Við þurfum að af- nema þá löngu vitleysu, að hver kynslóð verði að kaupa jarðirn- ar á nýjan leik. Við þurfum að stórauka ræktun okkar, taka nýja tækni í þágu landbúnaðar- ins og þægindi okkar bændanna verða að vera sambærileg kaup- staðarbúanna. Já, og ég geri meiri kröfur: Aðstaða unga fólksins í sveitinni til félags- starfa, fræðslu og skemmtana þarf að verða sambærileg við aðstöðu unga fólksins í kaup- stöðunum. En hvernig verður þessu takmarki náð? Þannig eða á þessa lund mælti fornkunningi minn. Eg svaraði honum víst harla litlu, því að þessar hugsanir hans komu satt að segja talsvert flatt upp á mig, og ég gat ekki varist því að segja: Það er eins og þú værir að segja mínar eigin hugs- anir, og þó tel ég mig Alþýðu- flokksmann, en hélt þig fylgja Framsókn. Já, og sumir kalla tnig bölvaðan „bolsa“, svaraði hann og brosti. En hver er ann- ars stefna ykkar í landbúnaðar- málunum, þið mættuð vera margorðari um það. Lestu þetta, svaraði ég, og rétti honum lítið kver, flettu upp á bls. 23, þar sérðu það í aðaldráttum. í næsta blaði ætla ég að segja ykkur, lesendur góðir, hvað ég hað hann að lesa. \ Br. S. Skemmtiferð Barnastúkurnar á Akureyri fara í sameiginlega skemmti- ferð (herjaferð) austur í Þing- eyjarsýslu næstk. Sunnudag 19. ágúst og mæta þar barnastúk- unni á Húsavík. Þeir stúkufélagar, sem ætla að taka þátt í förinni, tilkynni gæslumönnum þátttöku sína sem allra fyrst, helst eigi síðar en á Föstudagskvöld 17. Ágúst og vitji farseðla sinna um leið. Eigi er enn vitað um verð far- miða, en nánar tilkynnt síðar, svo og burtfarartími. Nokkur síldveiði hefir verið undanfarið. Hefir síldin aðal- lega verið söltuð. Mun vera bú- ið að salta milli 30—40 þúsund tunnur á öllu landinu. Bræðslu- síldaraflinn er aftur mjög lítill.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.