Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 14. Ágúst 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar ÁbyrgðarmaSur: Erlingur FriSjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson,' Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — • framfærslufulltrúa 4%—5% — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 JSögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10Vn—12 og lVa—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og IVa—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lœkna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Sjefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup ungl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Vísitala framfærsluko6tnaðar 275 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Katipfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — „Skutull" er rödd Vestfirðinga á þessum ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Hvernig eigum við að * bæta úr húsnæðisvand- ræðunum? Þú veist ekki um nokkra í- búð, sem losnar á næstunni? Ætli verði eitthvað leigt í þessu húsi? Hver er að byggja hér, lík lega væri ekki liægt að fá leigt hjá honum? Þannig heyrir maður spurt æ ofan í æ. Margt af spyrjendun- um er ungt fólk, sem nýlega hef- ir stofnað heimili, eða hefir það í hyggju. Sómasamlegt húsnæði er jafn nauðsynlegt og sjálfsagt og fæði og klæði. En svona er samt á- standið hér, að margir hírast í ónógu eða lélegu húsnæði, aðrir eru blátt áfram næstum á göt- unni, fjölmargV verða að vera í sífellu á hnotskóg eTtir ein- hverju hetra eða bara einhverju húsnæði. Skipulagsbundin átök til að bæta úr þessu ástandi hafa eng- in verið gerð. Þótt ekki sé skemmtilegt til frásagnar, þá hefir líklega brask með hús orð- ið mest og helst til þess að ekki | hefir keyrt verr um þverbak en þó er hér í þessurn málum: þ. e. sá gróði, sem orðið hefir af húsasölum hefir í allmörgum til fellum gert mönnum kleift að koma sér upp nýjum húsum, sem ekki væri alveg vonlaust að geta haldið í, þótt talsvert verð- fall yrði. I öðru lagi munu einstakir menn bafa byggt nær alveg fyr- ir lánsfé og í þriðja lagi hafa sumir keypt brakka og innrétt- að til íbúðar. Það liggur ljóst fyrir, að það er engin viðunandi lausn að byggja fyrir lánsfé eitt. Slíkar drápsklyfjar, sem maður bindur sér þannig, getur enginn ein- staklingur með venjulegar tekj- ur borið til lengdar. Hvernig fer svo um þá? Það er spurning, sem liggur eins og mara á alltof mörgum „húseiganda.“ Setuliðsbrakkarnir eru held- ur engin úrlausn. Þá má að vísu gera viðhlítandi til íbúðar uin stund, en í þeim er engin eign, ' svo að peningarnir, sem í þá fara, ganga raunverulega í súg- inn. Þessi lausn getur að vísu borgað sig fyrir einstaklinginn, en alls ekki fyrir bœjarfélagið, og því ætli að stuðla að öðrum og betri úrlausnum. Ég vil nú varpa hér fram til- lögum, sém mér hafa dottið í hug. Ekki svo að skilja, að ég þykist hafa vit á þessurn málum fram yfir hvern annan, en mér sýnist full þörf á, að þessi mál séu rædd og eitthvað í þeim gert, og vil því gjarnau taka á mig á- hættuna við að koma með fyrstu tillögurnar, þótt þær verði gagn- rýndar og aðrar betri verði framkvæmdar. 1. Bvggingafélag Akureyrar hefji byggingar í stórum stíl. 2. Samvinnubyggingafélagið hér taki á ný til starfa. 3. Bærinn sé þeim um ýmis- legt innan handar, sem byggja af eigin ramleik, og reyna að leggja eigin vinnu sem mest í f ra mkvæmd i rna r. Unr 2. tillöguna verður ekki rætt hér að sinni, aðeins lient á, að víða t. d. hér og í Rvík, hafa samvinnubyggingafélög gert mik ið gagn. Þá skal hér fjölyrt nokkru meir um 1. og 3. tillöguna. Byggingafélag Akureyrar hef ir reist hér all-mörg hús, en þar sem óvenjulegt ástand hefir ríkt í verðlagsmálum hér á landi um skeið, en lög félagsins lúns veg- ar miðuð við venjulegar aðstæð- ur, hefir það ekki álitið réttmætt að leggja í nýjar dýrar bygging- ar og binda þannig félagsmönn- um langvarandi þungar skulda- klyfjar. Þessi afstaða er skiljan- leg og ég vil segja skynsamleg. Hins vegar er á það að líta, að 3ja herbergja íbúðir munu nú konmar upp í 500,00—600,00 kr. leigu á mánuði, og þetta verða all-margar fjölskyldur hér að greiða til prívatmanna. Mundi ekki athugunarvert fyr ir félagið að byggja, en afla til byggingarinnar tvenns konar lána, annars vegar eins og áður úr byggingarsjóði, hins vegar einskonar „stríðsverðslán“, sem greidd væru, meðan húsaleiga er svona há? Við skulum segja, að kostn- aðarverð 3ja herbergja íbúðar yrði 50.000.00 kr. Sá, sem kaup ir íbúðina, fær hana fyrir 25.000.00 kr., en verður að greiða 5 næstu árin 500,00 kr. mánaðarleigu, sem fer til greiðslu „stríðsverðslánsins.“ Sé fjölskyldan lítil, gæti hún leigt 1 herbergið fyrir 150,00— 200,00 kr., eftir því verðlagi, sem nú tíðkast á einstökum her- bergjum, og þannig létt sér búsa- leigu eða aflað sér af húsinu fjár til afborgqfia á byggingar- sjóðsláninu. Þetta eru nú samt sem áður ekkert glæsileg kjör. Til þess að gera þau aðgengilegri, þarf fé- lagið að lœkka byggingarkostn- aðinn, og ég hygg, að það sé hægt, jafnvel þótt sama verðlag haldist: 1. Með því að félagið kaupi sjálft allt til bygginganna, 2. ráði fastan ráðsmann, sem gæti annast allt eftirlit fyrir fé- lagið með byggingunum, séð um pöntun og afgreiðslu efnis, sem gengi til húsanna með kostnaðarverði, 3. ráði byggingameistara, sem engu simii nema byggingum fé- félagsins Þá mætti nefna til athugunar, að félagið komi upp eigin steypu verkstæði og smíðaverkstæði. Um 3ju tillöguna, að bærinn sé þeim um ýmislegt innan hand ar, sem reyna að koma sér upp íbúð með eigin vinnu, skal þetta tekið fram: Margir geta lagt fram mikla vinuu á kvöldum og hvíldardögum, sömuleiðis kunna all-mikið til bygginga, þótt ó- faglærðir séu. Þeir geta því oft haft aðstöðu til að koma sér upp íbúðum, ódýrar en ef þeir þyrftu að kaupa þær að öllu. Þennan vilja margra má ekki kæfa, en bærinn þarf að gæta þess vel, að þessar byggingar verði þó traustar og góðar. Þetta eftirlit og ráðleggingar í sam- bandi við það ætti hann að veita með mjög vægu gjaldi og að- stoða byggjendurna eftir föng- um, t. d. með því að hjálpa þeim til að fá hagkvæm lán. Br. S. —o— Fró ferðolagi forseta íslands Reykjavík, 10. Ágúst 1945. Forsetahjónin eru nú á ferða- lagi um Norðurland. Komu þau 7. Ágúst til Sauðárkróks og íylgdu sýslumannshjónin þeim að Hólum, þar sem staður og kirkja voru skoðuð undir leið- sögu sýslumanns, síra Guð- brands prófasts Björnssonar á Hofsósi og^ annara kunnugra manna. Daginn eftir héldu forseta- hjónin til Húsavíkur, og sátu þar kvöldboð hjá sýslumanni á- samt forsetaritara. 9. Ágúst skoðaði forseti vinnu við hafnarmannvirkin ásamt sýslumanni. Forsetahjónin sátu því næst árdegisverðarboð hreppsnefndar Húsavíkur. Ræð- ur héldu sýslumaður og Karl Kristjánsson oddviti, síðan héldu forsetahjónin í opinbera heimsókn til Norður-Þingeyjar- sýslu, og fylgdi sýslumaður þeim. I Ásbyrgi tóku sýslunefnd armenn, hreppstjórar, oddvitar, prófastur í Sauðanesi, prestar að Skinnastað og Raufarhöfn, læknar á Þórshöfn og Kópaskeri á«amt eiginkonum þeirra á móti forsetahjónunum, en sýslum. bauð þau velkomin með stuttri ræðu. Hreppstjórafrúin á Rauf- arhöfn afhenti forsetafrúnni

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.