Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.08.1945, Blaðsíða 4
% 4 ALÞYÐUM Stuttar erlendar fréttir. AÐURINN slaka eitthvað á málum í þess- um ríkjum, en orð heíir farið af því undanfarið, að harðstjórn þeirra í þeim ríkjum, sem þeir hafa hernumið hafi verið litt í anda vestrænnar menningar. ★ Stjórnarskifti fóru fram í Svíþjóð um síðustu mánaða- mót. Samsteypustjórnin lagði niður völd, en hrein Alþýðu- flokksstjórn tók við, undir for- sæti Per Albin Hanson. Stjórnin hefir hoðað all-yfirgangsmikla starfsskrá og hoðið öðrum ílokk um að vinna að framkvæmd hennar, ef þeir vilji. Annars segir stjórnin Alþýðuflokkinn muni einfæran að framkvæma hana, því hún sé samkvæm vilja og stefnu yfirgnæfandi meiri- hluta sænsku þjóðarinnar. —o—- Frá M. F. A. Þriðjudaginn 14. Agúst 1945 NÝ BÓK Frú Elinborg Lárusdúttir, rit- höfundur var hér á ferð fyrir helgina. Var hún að undirbúa útgáfu nýrrar, stórrar bókar er hún hefir ritað, og kemur úl hjá bókaforlaginu „Norðri“ h.f. nú í haust. Er. þetta fyrra bindi aýrrar skáldsögu, um 20 arka hók, en síðari hlutinn kemur út á næsta ári. Munu margir fagna því, að frúin skuli skipa sitt pláss á bekk íslenskra rithöf- unda eins myndarlega og raun er á, jafn vinsæl og hún er með- al alþýðu manna, og bækur hennar mikið lesnar. Hvílík gleðitíðindi! Ríkisútvarpið íslenska, sem gárungarnir eru farnir að kalla „Utvarp Rússó“ hafði mik il gleðitíðindi að flytja hér um kvöldið. Ilugsa sér! Norskur hershöfðingi, sem búinn var að vera tíma í Moskva, hafði sagt, að liann dáðist að Rússum. Og Bandamenn hafa nú undið sínu kvæði í kross, eins og þar stendur, þegar þeir sáu hilla undir styrjaldarlok í austri. í Bandaríkjunum hefir verið stöðvað smíði 70 herskipa og mun þeim verða hreytt í far- þega- og flutningaskip. I Eng- landi er hverri hergagnaverk- smiðju af annari breytt í verk- smiðjur, sem framleiða friðar- tímabils framleiðslu. Er ærin þörf fyrir þessi breyttu vinnu- brögð, því uppbyggingarstarfið kallar nú á orku allra stríðsþjóð anna ekki síður en eyðilegging- in áður. ★ Víða um álfuna er talið að hungursneyð bíði fólksins á komandi vetri, nema betur ræt- ist úr en útlit er fvrir. Er talið að þetta stafi ekki síst af flutn- ingaerfiðleikum á sjó og landi. Máske rætist eitthvað úr um skipakostinn vegna loka styrj- aldarinnar við Japan. ★ Búist er við — og sumstaðar ákveðið — að kosningar fari fram í mörgum stríðslöndum á komandi hausti. Eru þegar haf- in all liörð átök milli vinstri flokkanna og afturhaldsins. — Hafa kosningaúrslitin í Eng- landi örfað lýðræðis- og frjáls- lyndisflokkana til dáða, jafnvel á ólíklegustu stöðum. Er talið ið jafnvel samsteypa þeirra geti átt sér stað sumstaðar til að nota kraftana enn betur en hægt er með því að hver flokkur vinni út af fyrir sig. ★ í gremju sinni yfir úrslitum hresku kosninganna, hafa í- haldsdindlar allra landa sam- einast um það, að fall íhalds- flokksins hafi verið ómaklegt vanþakklæti í garð Churchills fyrir forystu hans og dugnað í styrjöldinni við Möndulveldin. Vitanlega hafa Alþýðuflokks- menn neitað þessu kröftuglega. Nú síðast sagði einn af íorvígis- blómvönd. Síðan var Skinna- staðakirkja skoðuð og þaðan haldið að Lundi í Axarfirði, þar sem forsetahjónin sátu boð sýslu nefndarinnar. Sýslumaður flutti minni forseta, Pétur Siggeirsson sýslunefndarmaður minni for- setafrúarinnar, séra Páll Þor- leifsson minni forseta, Erlingur Jóhannsson minni lýðveldisins og Jón Guðmundsson minni ís- lands. Forseti svaraði og minnt- ist fósturjarðarinnar. Um kvöld- ið var haldið til Húsavíkur. Forsetahjónin komu aftur heim til Reykjavíkur sl. Sunnu- dagskvöld. mönnum Alþýðufl. í Englandi það á fundi jafnaðarmanna í París, að það hefði verið hreska Ihaldið, sem þjóðin hefði gert upp reikningana við. Churchill væri alltaf sama þjóðarhetjan, jafnt í augurn alþýðunnar sem annara. Þá sagði sami maður 'jreska Alþýðufl. myndi styðja vinstri flokkana til valda í Frakklandi og lijálpa lýðræðis- flokkunum á Spáni til að losna við Franco-stjórnina. ★ Breska stjórnin er nú fullskip uð. Eru ráðherrarnir 40 með að stoðarráðherrum. Eru þeir af öllum stéttum, allt frá lávörð- um niður í kyndara. Þrjár kon- ur eru í stjórninni. Ein meðal aðalráðherra. Tvær aðstoðarráð herrar. Búist er við að þegar þingið kemur saman 15. þ. m. muni konungurinn, í hásætis- ræðu sinni, boða á hvern hátt stjórnin hyggst að talca á þeim vandamálum þjóðarinnar, sem bráðastrar úrlausnar bíða. ★ Rússar segjast hafa linað dá- lítið á harðstjórn sinni í Finn- landi. T. d. fái Finnar framvegis að annast fjálfir flugsamgöngur innanlands. Þeim hafi verið af- hentur til umráða nokkur hluti af kaupskipaflotanum, en áður höfðu Rússar hann allan í sinni þjónustu. Þá hafa Bandamenn leyft útkomu hlaða í Þýzkalandi, hver á sínu hernámssvæði, en ekki mun prentfrelsið vera al- gert. Einnig er verið að fela Þjóðverjum sjálfum stjórn og framkvæmd ýmsra viðreisnar- mála í landinu eftir því sem hæfir menn fást til. Þá hefir ver- ið um það samið á Potsdamráð- stefnunni, að fréttaritarar breskra og amerískra hlaða fái aðgang að því að kynna sér á- standið þar, sem Rússar hafa ráðið ríkjum undanfarið, svo sem í Póllandi, Rúmeníu og víð- ar. Verður þetta væntanlega til þess að Rússar neyðist til að Skóíatnaðor Spariskór karlmanna Vinnuskór — Sandalar — Skóhlífar — Inniskór — Leikfimisskór Inniskór kvenna Unglingaskór Barnaskór. Kaupfél. Verkamanna Ný bók kemur með næstu skipsferð. Áukin útgófa í vændum. Útsölu- og afgreiðslumaður M. F. A.-bókanna hér í bæ er ný- kominn frá Reykjavík, og hefir þær góðu fréttir að flytja, að ný hók frá félaginu sé væntanleg á næstunni. Er það önnur og síð- ari bókin fyrir 1944 „Meinleg örlög“ eftir enska rithöfundinn W. Sommerset Mougham Þá er von nýrrar bókar íyrir áramót- in. Er það sagá eða sagnir eftir John Steinhech, og annarar, sem mun heita „Glöggt er gests aug- að“. Er það safn frásagna er- lendra ferðamanna, sem heim- sótt hafa landið, og lýsa hvern- ig land og þjóð hafa komið þeim fyrir sjónir. Sigurður Grímsson og fleiri hafa valið. Þá er og von fleiri bóka á veg- um félagsfns, sem ekki eru fé- lagsbækur, en félagsmenn fá með vægari kjörum en aðrir. Þar á meðal verður, ef til vill hókin í Grinefangelsi eftir Bald- ur Bjarnason magister. Eins og kunnugt er, er frú Helga Jónsdóttir, Oddeyrargötu 6, útsölu- og afgreiðslumaður M. F. A.-bókanna hér, og ættu þeir, sem gerast vilja félagar, að snúa sér til hennar sem allra fyrst, til að tryggja sér þenna bókakost með þeim hagkvæmu kjörum, sem M. F. A. veitir. o—o Enn er Siglfirðingum heitt í hamsi út af átökunum um for- ystuna í Kaupfélagi Siglfirð- inga. Undanfarið hafa staðið yf ir réttarhöld í málinu — og sótt og varið af miklu kappi. SIS hefir neitað að láta félagið fá vörur, þar sem sambandið telur ólöglega og óáhyrga stjórn fara þar með völd. hann — sjálfur hershöfðinginn — ætti enga ósk heitari en að Norejgur gerðist nokkurskonar milliliður — stökkbretti? — Rússa milli þeirra og annara þjóða. Þennan halelúja-vitnis- burð lét útvarpið lesa orðrétt tvisvar sama kvöldið, en lét út- dráttinn úr öðrum iréttum nægja eins og vant var. Þá skýrir útvarpið frá því, sem ekki eru ómerkari né lakari tíðindi, aþ fulltrúi kommúnista á þingmánnaráðstefnu í Kaup- mannahöfn, Kristinn Andrésson, liafi frætt danska blaðamenn um það, að Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn á Is- landi muni sameinast áður langt líður. Að vísu sé sameiningar- grundvöllur ekki fyrir hendi eins og stendhr, en sjálfsagt þyk ist Kr. A. eygja möguleikana til sameiningarinnar, t. d. í aðför- um kommúnista í Kaupfélagi Siglfirðinga og víðar. Þurrkaðir ávextir Fengum í síðustu viku lítilsháttar af blönduð- um ávöxtum og rúsín- um. Þeir viðskiftamenn vorir, sem ekki hafa enn .tekið skammt sinn af þessum ávöxtum, vitji hans sem allra fvrst. KaupféL Verkamanna LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði. — Hreinar — Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. í

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.