Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Síða 1
jUþ^umaii) uruux XV. árg. Þriðjudaginn 21. Ágúst 1945 34. tbl. Jaínaðarsteínan - friðarstefna. Friðurinn er kominn á — heimsfriður! Þessi orð hafa undanfarið borist á öldum ljósvakans frá landi til lands — frá manni til manns. — Sannur gleðiboð- skapur öllum heimi. Hvíld þreyttum. Lausn þjáðum. Nýtt tækifæri til drengskapar og dáða fyrir forystumenn þjóð- anna. Ný prófraun vits og vilja. Allir „þeir stóru“ hafa lýst því yfir að þeir vilji stofnsetja frið-varanlegan frið. Hitt er meira á huldu hvernig sá f'riður verði tryggður þjóðum og ein- staklingum. Hitler lagði af stað á sínum tíma með herskara sína til að koma á heimsfriði. Það var friður kúgunarinnar. Stoþn- settur af valdi hins sterka og við haldið af honum. En þjóðirnar óskuðu ekki eftir friði í þeirri mynd. Þess vegna endaði friðar- förin þýska við líkbörur og fangelsisdyr foringja nasismans. Það var friður jafnréttis og bræðralags, sem þjóðirnar dreymdi um og gaf þeim kraft til að standast hörmungar ný- lokinnar heimsstyrjaldar. Og verði það ekki sá friður, sem þær fá, mun ný styrjöld væntan- leg fyrr en varir. í Atlandshafssáttmálanum fræga var svo um mælt, að eftir styrjöldina yrði það þjóðunum í sjálfsvald sett hvert stjórnar- form þær veldu sér. Nú liggur þetta vandamál fyrir hjá mörg- um þeirra. Og svo að segja undantekningarlítið virðast þær hallast að jafnaðarstefnunni, þótt þær muni ýmsar þurfa nokkurn tíma til að koma stjórnfyrirkomulaginu í það horf, sem með þarf. Breska þjóðin hefir fellt sitt dómsorð, og það er og verður þungt á metunum.Á Norðurlönd unum fjórum hafa jafnaðar- mannaflokkarnir forystuna. — Jafnvel í liinu undirokaða Finn- landi tókst rússneska einræðinu ckki að kæfa rödd fólksins í nýafstöðnum kosningum. Frammi fyrir fallbyssukjöftum erkióvinar þjóðarinnar heimt- aði hún og hyllti stefnu frelsis og friðar. Meðal annara þjóða, sem hernumdar voru og kúgað- ar af nasismanum, ber mest á jafnaðarmönnum og þeim flokk um, sem næst þeim standa, síð- an þær hafa fengið tækifærið til að velja og hafna á ný. íhaldið í sinni fyrri mynd liefir lítið látið að sér kveða. Fall nasism- ans virðist hafa dregið úr því aflið. Það er fimmta herdeild rússneska einræðisins, sem að- a*llega heldur uppi tilraunum til að rugla rás þeirra viðburða, sem eru að gerast og gerast munu á næstu árum. Fyrir dyrum stendur hin ör- Að kvöldi sl. Þriðjudags lýstu stjórnir Bandaríkjanna, Eng- iands, Rússlands og Kína yfir styrjaldarlokum í Asíu. Hafði þeim þá öllum borist jákvæð viðurkenning japönsku stjórnar- innar á því að hún hefði gengið að öllum uppgjafarskilmálum Bandamanna. Þó var enn barist sumstaðar á styrjaldarsvæðinu og hefir haldið áfram fram á þenna dag, þótt svo eigi ekki að vera. Veld- ur því tregða Japana að leggja niður vopn og það einnig, að seint hefir gengið að koma skila boðunum um að leggja niður vopn til hinna dreifðu og víða einnig einangruðu herflokka þeirra. Þá hefir japanska stjórn- in reynst svifasein í heimanbún- aði á fund yfirmanna Banda- manna til að undirrita uppgjaf- arskilmálana. Hernám Japans fer fram næstu lagaþrungna stund þegar for- ráðamenn þjóðanna setjast að friðarborðinu og taka að skipa örlögum þjóðanna. Uggur og vonir eru vafalaust tengdar við þá stund. En séu augu þeirra einstaklinga, sem þar ráða mál- um eigi um of blind á vilja og óskir fólksins, sem þeir vinna fyrir, komast þeir ekki hjá að byggja á jafnaðarstefnunni sem megingrundvelli undir þeim háu höllum, sem hornsteinarnir verða lagðir að á þeim lengi þráða fundi. Hún ein — jafnaðarstefn an ber r— í sér frjófið að varan- legum friði, því hún hefir að geyma það tvennt, sem fólkið þráir og þarfnast frelsið og bræðralagið. r An þessara meginþátta í sam- skiftum einstaklinga og þjóða verður heimurinn vettvangur stríðs og storma, sem hrjá mann- kynið eins og áður hefir átt sér stað. daga. Verður um eitt hernáms- svæði að ræða. Mikið hefir verið um sjálfs- morð í Japan undanfarið. Munu þau flest framin „syni sólarinn- ar“ til dýrðar. Styrjaldarlokum hefir verið fagnað mjög í öllum löndum Bandamanna og víðar meðal frelsisunnandi þjóða. Hér á landi var þeim fagnað með að fán'ar voru dregnir að hún, frí gefin frá vinnu o. fl. S. 1. Sunnu- dag fóru fram fagnaðar- og þakkarguðsþjónustur í flestum kirkjum landsins. Forsetinn á- varpaði þjóðina s. 1. Miðviku- dag í tilefni af því að friður væri kominn á í heiminum, og blöðin hafa helgað þessum mál- um mikið af rúmi sínu. „En þá er nú eftir þyngst hvað er“. Það er að vinna friðinn. Héðan og þaöan Listamennirnir frá Hafnar- firði, sem sagt var frá í næst síðasta blaði, höfðu skemmtun í Samkomuhúsinu á Föstudags- kvöldið var. Þótti hver þeirra um sig skila sínum þætti í skemmtuninni með fullri prýði og skemmtu stmkomugestir sér hið besta. Þorsteinn H. Hannesson tenor söngvari hafði söngskemmtun í Nýja-Bíó s.l. Miðvikudagskvöld. Var söngvaranum ágætlega fagn að og varð hann að syngja auka- lög. Þorsteinn er talinn einn hinn allra efnilegasti söngvari vor og tekur miklum framföj1- um með hverju ári sem líður. Hann hefir verið við söngnám erlendis undanfarið, er hér heima í skyndiheimsókn og fer utan aftur bráðlega til áfram- haldandi náms. Sextugur varð s. 1. Föstudag Jakob Karlsson, afgreiðslumað- ur og stórbóndi að Lundi við Akureyri. Jakob Karlsson eða störf hans fyrr og síðar í þess- um bæ þarf ekki að kynna Ak- ureyringum. Allir þekkja hvoru tveggja. Og Akureyringar vita og þekkja Hka, að Jakob hefir verið og er einn af virtpstu og vinsælustu bæjarbúum. í gær varð Þorsteinn M. Jóns- son, skólastjóri og forseti bæjar- stjórnar sextugur. Þorstein hef- ir lengi borið hátt meðal skóla- manna landsins, enda liggur rnikið verk eftir hann á vettvangi kennslumálanna. Nú síðast hið glæsilega þrekvirki í sambandi við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þá hefir hann og verið all at- hafnasamur bókaútgefandi, enda fræðimaður ágætur. Mörg fleiri störf hefir Þorsteinn haft með höndum og alls staðar þótt hinn nýtasti maður. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaður við Alþýðublaðið var hér í bænum í s. 1. vilcu. Skoðaði hann flest hið mark- verðasta, er bærinn hefir að bjóða og ræddi við ýmsa for- ystumenn hans. Má búast við að Alþýðublaðið beri þess ein- hver merki í náinni framtíð, að hann hefir verið hér. Hann fór heimleiðis á Sunnudaginn. Þakka öllum þeirn, er sýndu mér vináttu á sextugsafmceli mínu. Þorsteinn M. Jónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.