Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 21. Ágúst 1945 „Skildu rétt, hvar skdr inn að þér kreppir. Eins og getið var í síðasta blaði verður hér birtur kaíli úr stefnuskrá Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum, eins og hún var samþykkt á haustþingi flokks ins 1943. Þess ber að geta, að þar var fjallað urn þessi mál all-mjög með tilliti til þess á- stands, er þá ríkti og ríkir raun- ar enn, en bins vegar ekki rakin að verulegu ráði framtíðarstefna flokksins. Hún er enn glöggar mörkuð í stefnuskrá flokksins þegar árið 1933, og er fróðlegt að sjá, að margt af því, sem ílokkurinn hefir þá á stefnuskrá sinni, hefir síðar verið tekið upp af Framsóknarflokknum eða Kommúnistaflokknum í þeirra stefnuskrár. Sýnir það, að þess- um flokkum hefir ekki þótt slæmt að fá hugmyndir að láni frá Alþýðuflokknum og ekki lit- ist þær lánsfjaðrir ófluglegar. Verður vikið að þessu nánar síðar 1 blaðinu. »En hér kemur það, sem ég bað vin minn í túnfætinum að lesá: Landbúnaðarmálin. „18. þing Alþýðuflokksins lít- ur svo á, að sú stefna, sem upp hefir verið tekin hin síðari ár, að greiða tugi miljóna af skatt- tekjum ríkissjóðs sem uppbætur á verð landbúnaðarafurða, sé alröng og hljóti að leiða til ófarnaðar, éigi aðeins fyrir kaup staðarbúa, heldur og fyrir þá, sem landbúnað stunda. Fyrir verkafólk, launþega og aðra kaupstaðarbúa er það hin mesta nauðsyn, að nægar og góðar landbúnaðarafurðir fáist jafnan við verði, sem er sam- bærilegt við verð annarra mat- væla, og að kjör bænda og ann- ars sveitafólks séu svo góð, að eigi þurfi að óttast, að það flytji til kaupstaðanna ^og auki at- vinnuleysi þar, þegar erfiðlega árar. Á sama hátt er það bænd- um öllum öðrum nauðsynlegra, að kaupgeta almennings í kaup- stöðum og þorpum sé sem jöfn- ust og nægileg til þess að taka við þeim afurðum bænda, sem ekki seljast til útlanda fyrir framleiðslukostnaði. Og fyrir báða aÖila er það lífsnauðsyn, að viðskipti þeirra á milli gangi sem greiÖast, með fullkomnum skilnir.gi á þörfum og aðstæðum beggja og náinni samvinnu um framkvæmdaatriði. Þingið telur því, að uppbótar- greiðslurnar beri að fella nið- ur,1) og að öll framlög og !) Eins og nú er málum komið verða styrki til landbúnaðarins beri að miða við það, að breyta honum í það liorf, að liann verði fram- vegis relcinn með það fyrir aug- um fyrst og fremst, að fullnægja nota- og neysluþörf landsmanna sjálfra og að framleiða þær út- flutningsvörur, sem hægt er að selja erlendis fyrir kostnaðar- verð. Jafnframt sé með slíkum löguin stefnt að því, að starfs- orka fólksins, og náttúruskilyrði og aðstæður á hverjum stað hag- nýtist sem best, svo að unnt sé að selja afurðirnar sambærilegu verði við aðrar matvörur og tryggja þeim, sem landbúnað stunda, sambærileg kjör við aðrar stéttir. Til þess að riá þesSu tak- marki telur þingið að gera þurfi eftirtaldar ráðstafanir: 1. Ýtarleg rannsókn sé látin fara fram á framleiðslu land- búnaðarins og markaðsskilyrð- um fyrir afurðir hans innan- lands. Skal í því sambandi eink- um athugað, hverjar framleiðslu greinar sé ástæða til að efla í því skyni, að fullnægt verði þörf þjóðarinnar fyrir neyslu- vörum og hráefni til iðnaðar eftir því sem náttúruskilyrði landsins leyfa, svo og hversu best verði fyrir komið fullnýt- ingu afurða (ull, gærurý, spm nú eru fluttar óunnar út og hverj ar landbúnaðarafurðirnar geti orðið samkeppnisfærar á erlend um mörkuðum. Jafnframt sé rannsakað, hvaða byggðarlög hafa álitlegust skilyrði fyrir sérstakar framleiðslugreinar, kjöt, mjólk, garðávexti, gróður- hús o. fl. r 2. A grundvelli þessara rann- sókna sé landbúnaðarlöggjöfin ákveðin og framlög til land- búnaðarins endurskoðuð, ineð það fyrir augum, að þau komi sem best og sem fyrst að notum fyrir þjóðina í lieild. 3. Nýbýlafjölgun sé styrkt þar, sem aðstæður eru álitleg- astar með liliðsjón af sérstökum framleiðsluskilyrðum, samgöng- um, sölumöguleikum, raforku, og með tilliti til samvinnu og fé- lagsskapar á sem flestum svið- um. Settar séu ákveðnar reglur um skipulag nýbyggða í sveit- um. 4. Ríkið kaupi og rækti lönd til nýbýla og byggðahverfa og aðstoði bæi og þorp til þess að uppbótagreiffslurnar varla felldar þegj- ar.di og hljcðalaust niður. Málið þarf gagngerðrar athugunar við. Br. S. fá nægilegt land til umráða.Stutt sé að því, að kaupstaöir starf- ræki kúabú til þess að fullnægja þörfum bæjarbúa til þess að fá góða og ódýra mjólk. Sérstök á- hersla sé lögð á að tryggja hinu opinbera eignarrétt nothæfra jarðhitasvæða. 5. Unnið sé að aukinni og bættri ræktun, svo að búskapur- inn styðjist sem mest við tún og annað ræktað og véltækt land, að útvegun hentugra véla við landbúnaðarstörf, framleiðslu áburðar innanlands og jafn- framt tryggt, að landbúnaðurinn eigi jafnan kost nægilegs fóður- bætis af innlendri framleiðslu. 6. Unnið sé að kynbótum hús- dýra og nytjajurta. Vísindalegar tilraunir 1 þágu landbúnaðarins auknar. Sóttvörnum og heil- brigðiseftirliti með húsdýrum komið í viÖunandi horf. 7. Unnið sé að því að koma upp iðnaÖarmiðstöðvum í sem flestum byggðarlögum landsins þar sem alls konar smíði og við- gerðir verkfæra og véla, hús- gagnasmíði, fatasaumur o. þ. h., sem ekki er unnt að vinna á heimilinu, er framkvæmt.“ Svo mörg eru þau orð og munu þau yfirleitt ekki þurfa skýringar við. Þó vil ég bæta hér nokkrum athugasemdum við. 1. Sú skoÖun, að nauðsyn beri til að skipuleggja landbún- aðinn með tilliti til markaðs- skilyrða og ræktunarmöguleika, var þegar sett fram í stefnuskrá flokksins 1933. Nú er svo kom- ið, að flestir sjá nauðsynina, en framkvæmdin bíður. Mundi ekki sá flokkur, sem fyrst og gleggst sá nauðsynina, best fallinn til að framkvæma skipulagning- una? 2. Það hlýtur að vera á- hyggjuefni hverjum, sem ber velferð landbúnaðarins fyrir brjósti, hve hægt miðar með betri nýtingu landbúnaðarvör- unnar: Mest af ullinni er flutt óunnið út, gærunum og kjötinu. Þannig er vinnu og verðmætum kastað úr landi, og er satt best að segja, að íslendingar liafa of lengi veitt sér þá rausn. Hví ekki vinna ullina og gærurnar til fulls hér? Hví ekki reyna niðursuðu kjöts í stórum stíl? 3. Hér er ekki glögglega sagt, að ríkið ætti að eigA allar jarð- ir, en það mun þó skoÖun Al- þýðuflokksmanna, að slíkt væri bændum hagkvæmast, en þeim tryggð lífstíðar- og erfða-ábúð, ef settum skilyrðum sé hlýtt um setu og nýtingu jarÖanna. 4. Þar sem eins hagar til og hér á Akureyri, mun elcki æski- legt að bærinn reki kúabú, held- ur að unniö sé að sem bestum skilningi milli mjólkurframleið- enda og neytenda, þ. e. fram- leiðandinn hafi mikinn og ör- uggan markað, neytandinn fái mikla og góða mjólk við sann- gjörnu verði. Hins vegar er sjálfsagt, að bæirnir grípi inn í, þar sem mjólkurskortur er ríkjandi. Það er t. d. ekki efa- mál, að Reykjavíkurbær hefir farið illa að ráði sínu með Korpúlfsstaðabúið. 5. Allir munu vera sammála um, að mikil og góð ræktun sé frumskilyrði þess, að blómlegur búskapur þrífist. Eins og nú háttar til nær þetta þó skammt, ef bændum er ekki jafnframt gert kleift að afla sér nauðsyn- legra landbúnaðarvéla og þeir hvattir til að nota sér þær sem allra mest. 6. Sumir „bændavinir“ halda því mjög á lofti, að verkalýðs- flokkarnir séu „fjendur dreif- býlisins“, og á það að vera hræði leg synd. En hvað segja stað- reyndirnar,? Þær sýna okkur, að fólkið flytst fyrst og fremst úr fámenninu. Maðurinn er nú einu sinni félagslynd vera, hvað sem allir „ófeigar“ segja, og það er þráin eftir félagslífi, auknum þægindum og meiri menningarbrag, sem veldur því, að menn vilja búa þéttar saman. Gegn þessu er heimska ein að berjast, heldur á að kappkosta að gera þéttbýliskjörin seni að- gengilegust, t. d. með rafveit- um, síma, góðum og öruggum samgöngum, góðum skólum, menningarlegu skemmtanalífi, auk þess sem skilyrðin til blóm- legs efnahags eru gerð sem fjölbreyttust og best. En það sem er þó höfuÖskil- yrði þess, að landbúnaðurinn skipi þann sess meÖal atvinnu- veganna, sem hann á og þarf að skipa, svo að jafnvægi raskist ekki meir en orðið er, það er að bœndur geri sér sem allra Ijósast sjálfir, hvert stefna ber, hugsi mál sín sjálfir, velji full- trúa sína sem mest úr eigin hóp éftir dugnaði, röggsemd og öðr- um mannkostum og séu ekki feimnir við að sauma í segl og kasta útbyrðis þeim „fulltrú- um“ sínum, sem eru orðnir þeim LÍK í LESTINNI. Br. S. STEFÁN ÍSLANDI söng í Nýja-Bíó í gærkvöldi fyrir troðfullu liúsi og við mikla hrifni áheyrenda. Hann syngur aftur á sama stað tvö næstu kvöld. LÉREFTSTUSKUR^ •— Hreinar — Kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björas Jónssonar h. f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.