Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 3
3 Þriðjudaginn 21. Agúst 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1 3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4%—5% — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn IOV2—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn IOV2—12 og IV2—3 Útvegsbankinn 10Vt—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup uugl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir ásk'rif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðubiaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað cg fjölbreytt að efni. Ilver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að iesa Skutul. Véstfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — „Skutull" er rödd Vestfirðinga á þessum ALÞÝÐUMAÐURINN Síðasta hneykslið Undanfarin velmegunarár fyrir íslensku þjóðina hafa komið á flot margar furðulegar sögur um hneykslanlegt háttalag sér- staks fólks í peningamálum, sem allar hafa hnigið að því að af- hjúpa heimskulega og hneyksl- anlega fjársóun, ósamboðna á- byrgu og siðmenntuðu fólki. Að sumum þessum fyrirbærum hef- ir þjóðin skopast. Onnur hafa vakið furðu hugsandi manna. En öll hafa þau verið landi og þjóð til vansæmdar. Þó kastar fyrst tólfunum þeg- ar opinberar stofnanir fara að láta undan keypum sælkeralýðs- ins í landinu, eins og átt hefir sér stað nú um miðjan mánuð- inn, þegar leyfð var — í raun og veru fyrirskipuð — slátrun hálfvaxinna dilka til að vera veislumatur á borðum þess fólks, sem þykist upp úr því vaxið að eta þann mat, sem fyrir er í landinu á þessum tíma og ætti að nægja fram til næstu slátur- tíðar. Því er borið við að það sé kjötskortur í landinu. Þetta er alrangt. Bæði eru byrgðir af fyrra árs kjöti ekki til þurrðar gengnar. Og þó svo væri, myndi enginn vandi að kjötfæða fólkið á annan hátt en þenna þann stutta tíma sem eftir er fram að sláturtíð. Það er til gnægð geld- neyta í landinu, sem einmitt eru heppilegust til frálags á þess- um tíma og myndi sérstaklega hagkvæmt að fá markað fyrir. í samkeppni við sauðakjötið eru bæridur oft í vandræðum að koma stórgripakjöti í verð. Það er því blátt áfram tekinn af þeim markaðstíminn fyrir þetta kjöt með því að hleypa nýju kindakjöti inn á markaðinn svona snemma. Og svo er búhnykkurinn sem í þessu er fólginn, að taka fjár- stofninn rösklega hálfvaxinn og brytja hann niður í stað þess að fá hann til frálágs á venju- legum sláturtíma hálfu meiri að vöxtum og nytsemdar fyrir þjóðina. Og svo öll hringavitleysan í sambandi við þessar fram- kvæmdir! Auðvitað þurfa bændurnir að fá sitt. Verðið verður því að setja svo hátt, að þeir skaðist ekki á að fella lömbin á miðju sumri. En kjöthækkunin leiðir af sér hækkun á framfærsluvísi- tölu og þar á eftir kaupgjaldi. Til að koma í veg fyrir þetta, eru bara gefin út bráðabirgða- lög, sem segja að þessi verð- hækkun skuli engin áhrif hafa á dýrtíðina! Fallega klárað það, en miður í samrsemi við raun- veruleikann! Daglega berast okkur fréttir af neyð þjóðanna, sem hörmung- ar styrjaldarinnar hafa þjakað undanfarin ár. Búist er við að ofan á allt annað komi hungurs- neyðin á næsta vetri.Sérstaklega hungra þessar þjóðir eftir kjöti. Einn lítill kjötskammtur einu sinni í viku telst hreint herra- mannslíf. Börn, sjúklingar, gam- almenni þjást af kjötskorti ofan á alla aðra vöntun. Við íslend- ingar stærum okkur af því hve mikið við höfum lagt af mörk- um til hjálpar bágstöddum hand- an við höfin. Stórar fjárhæðir í sambandi við „stór“ nöfn hafa skreytt síður íslenskra blaða, og hinn óþekkti, nafnlausi hermað- ur — almenningur — hefir skapað stórar upphæðir af mörgum smáum. Og sagan skal kasta ljóma yfir landið og þjóð- ina, sem svo miklu miðlaði bágstöddum á stund þrenging- anna. En lof sé því heyrnarleysi, sem heldur í hæfilegri fjarlægð bænarstöfum hinna kjöthungr- andi þjóða, meðan bur- geisar hinnar hjálpfúsu ís- lensku þjóðar háma smá- lambakjötið á miðju sumri af því að þeir gátu ekki lagt á sig að bíða eftir því fram á haustið. Borgari. Eins og búast mátti við Það þurfti ekki að ganga að því gruflandi, að ekki liði á löngu þar til kommúnistar færu að ljúga upp á bresku Alþýðu- flokksstjórnina og eigna henni hin og önnur ummæli og afbaka þau. Blöð Rússa-þýjanna hér á landi eru þegar byrjuð og munu vafalaust halda áfram. þeirri iðju. Gott sýnishorn af þessu er að líta í Verkam. s.l. Laugardag. Þar er snúið þannig út úr yfir- lýsingu bresku stjórnarinnar um afstöðu hennar til átakanna í Grikklandi, að hún ætli að ganga í lið með fimmtu her- deild kommúnista ELAS — uppvöðslu- og múgmorðaliðinu, sem frægast er fyrir morð á pólitískum andstæðingum og á sínum tíma, að hindra það svo lengi, sem það gat, að Bretar gætu komið matvælum á land í Grikklandi til að gera enda á tugþúsunda hungurmorðin, sem þýsku nasistarnir voru valdir að þann tíma, sem þeir réðu þar lögum og lofum. Og svo langt ganga skriffinnar „Verka- mannsins“, að kalla þenna sann- kallaða óaldarlýð ,,her“ E.A.M. sem einmitt hefir gert E. A M. svo ervitt fyrir að rækja starf sitt, sem hann hefir getað. „Verkam.“-stjórnmálavitring- arnir“ þurfa ekki að ætla sér þá dul, að spyrða bresku Al- þýðuflokksstjórnina saman við óaldarlýð Grikklands, þótt hún beiti áhrifum sínum til hjálpar þeim Grikkjum, sem koma vilja ió á í landinu, svo þessi þraut- pínda þjóð geti hafið viðreisnar- starfið sem allra fyrst. „Ger- breytingin,“ sem þarna mun eiga sér stað verður aðallega fólgin í því, að Alþýðuflokks- stjórnin mun láta athafnir fylgja orðum sínum og yfirlýsingum, í stað þess að fálætið um innan- landsmál Grikklands var höf- uðeinkenni íhaldsstjórnarinnar eftir að hún hafði skilað fyrsta öfluga átakinu, að byrgja landið að nauðsynlegustu fæðutegund- um og vinna bug á sárasta skort- inum. Frá Akranesi Bærinn gengst fyrir smíði 10 fiskibáta í Danmörku. Lætur smíða 2 báta í smíðastöð á Akranesi. Einnig fá Akurnesing- ar 2 af Svíþjóðarbátunum. S. 1. Fimmtudag flutti Alþýðu blaðið eftir farandi fregn frá fréttaritara sínum á Akranesi: „Samþykkt var á bæjarráðs- fundi á Akranesi síðastliðinn Mánudag, að leita tilboða um smíði 10 fiskibáta í Danmörku. Uppdrættir hafa þegar verið gerðir af bátunum og er gert ráð fyrir að hver bátur verði 60 tonn að stærð. Eggert Kristjánsson, heildsali sem er nýfarinn til Danmerkur, hafði teikningar þessar meðferð is, og var honum falið að leita tilboða um smíði bátanna þar. Aður var komið til orða að reyna að fá þessa báta smíðaða I Svíþjóð, en þar sem búist er við, að þeir muni verða ódýrari í Danmörku, var horfið að því ráði að leita tilboða í smíði þeirra þar. Hins vegar er ekki um það vitað ennþá hvað smíði þeirra muni koma til með að kosta mikið né hvenær megi vænta þeirra hingað. Gengst Akranesbær fyrir kaup um bátanna, en verið getur, að einhverju af þeim verði úthlutað til einstaklinga eða félaga; um það er ekki búið að taka fulln- aðarákvörðun. Þá eiga tveir af Svíþjóðar- bátunum að koma til Akraness og er þess vænst að þeir verði komnir þangað fyrir vetrarver- tíð. Ennfremur hefir bæjarfélagið átt einn bát í smíðum í skipa- smíðastöð Þorgeirs Jósefssonar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.