Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.08.1945, Blaðsíða 1
35. tbl. 30 togarar Hvað ætlar Akoreyri að íá marga af þeirn? Ríkisstjórnin stendur í samn- ingum um byggingu og kaup 30 togara í Englandi. Eiga togar- arnir að vera tilbúnir á árunum 1946—1947. Stærð þeirra verð ur ejtir nánara samkomulagi síð ar. Ríkisstjórnin annast' innkaup skipanna, en selur þau svo aftur bæjarfélögum, félögum og ein- staklingum. Þetta er stærsta átakið — ef það heppnast að fullu — sem enn hefir verið gert til að efla framleiðslugetu landsmanna. Er þess að vænta, að vel verði á þessu máli haldið og því þok- að áleiðis sem allra fyrst. Munu stær: tu bæjarfélög landsins fara að athuga, hvað þau ætla sér marga togara, því þau verða lát- in sitja fyrir. Hvað gerir Akureyrarbær? Skyldi bæjarstjóri og bæjar- stjórnarmeirihlutinn vera fáan- legur til að athuga hvort ekki væri rétt að athuga hvað athug- andi væri í málinu. Skemmtileg berjaferð Eins og ráðgert var efndi Al- þýðuflokksfélagið til berjaferð- ar fyrra Sunnudag. Lagt var af stað kl. 8.30 f. h. og komið heim aftur um 10 leytið um kvöldið. Þátttaka var góð. Tveir tuttugu og fjögra manna bílar fullir. — Farið var norður í Köldukinn og tínt í Hrappsstaðalandi. Var þar um dágott berjaland að ræða. Bóndinn á Hrappstöðum, Flosi Sigurðsson, sýndi berja- fólkinu þá myndarlegu gestrisni að veita því öllu kaffi, en tók þó aðeins örlítið gjald fyrir berja- landið. Þakkar berjafólkið þeim Hrappstaðalijónum gestrisnina og alúðlegheit öll. A Iieimleið skoðaði fólkið sig ofurlítið um eftir því sem tími leyfði. Þótti öllum för þessi hin skemmtileg- asta og berjafengur var sæmileg- ur. NÝ SKIPUN VERÐ- LAGSMÁLA LAND- BÚNAÐAR- AFURÐA Fjórar verðlagsnefndir af- numdar. Ein sett í staðinn. Með bráðabirgðalögum, út- gefnurn af landbúnaðarráð- herra 20. þ. m. hafa Mjólkur- sölunefnd, Mjólkurverðlags- nefnd, Kjötverðlagsnefnd og Verðlagsnefnd garðávaxta allar verið lagðar niður og ein nefnd, Verðiagsnefnd landbúnaðaraf- urða, skal taka við þeim störf- um, sem áður heyrðu undir þess ar nefndir. Skal hún kosin af 25 manna Imnaðarráði, sem land- búnaðarráðherra skipar. Skal ríkissjóður greiða allan kostn- að við þessar breytingar eftir reikningi, er landbúnaðarráð- herra samþykkir. í búnaðarráði skulu sitja þeir menn einir, sem starfa að landbúnaði eða í þjón- ustu hans. Ráðherra hefir nú skipað þetta ráð. Eru meðlimir þess teknir úr öllum sýslum landsins. Framsóknarflokkurinn hefir hafið upp mikið Ramakvein vegna þessa atburðar, enda er hann með þessari breytingu sviftur yfirráðarétti yfir öllum þessum málum, en hann hefir notað sér hann möi'g undanfai'- in ár til að spenna verð landhún aðarafurða upp úr öllu veldi, sem svo hefir orsakað hækk- un íramfærsluvísitölunnar og þar af leiðandi hækkandi kaup- gjald. Fyrirspum Blaðinu hefir borist eftirfar- andi fyrirspurn frá sjómanni: „Getur blaðið fi'ætt mig og fleiri um það hvaða ráðstafanir bæjarstjórn hefir gert til þess að halda uppi atvinnuhótavinnu í vetur, bæði fyrir okkur sjómenn ina, sem komum heim af síldar- vertíðinni með tvær liendur tóm- ar, og aðra þá, sem vafalaust hafa mikla þörf fyrir vinnu í vet ur, þótt þeir hafi ekki „tapað sumrinu“ sem kallað er. Eg sé ; ekki að neitt verði til að gera Héðan og þaöan Jakob Möller alþingismaður hefir verið skipaður sendihei'ra. Islands í Kaupmannahöfn. Er hann nýfarinn utan. Hann hefir einnig verið skipaður formaður nefndar, sem semja á við Dani um ýms milliríkjamál. Aðrir í nefndinni eru: Stefán Jóhann Stefánsson, alþingismaður, Ey- steinn Jónsson, alþingismaður og Kristinn Andrésson, alþingis- maður. Einar Olgeirsson er nýfarinn utan. Er það látið svo heita að hann sé að atliuga möguleika á viðskiftúm í „ýmsum löndum álfunnar,“ en vitað er að för hans er lxeitið í austur, fyrst og fremst — og annað það að ís- lenska ríkið fær að borga ferða- kostnaðinn. Stefán íslandi söng hér í bæn- um þrisvar í síðustu viku. Allt- af fyrir troðfullu húsi og við mikla hrifni áheyrenda. Catalína-flugbátur Flugfélags Islands fór fyi'stu ferð sína til Norðurlanda nú fyrir helgina. Flaug hann fyrst til Skotlands og þaðan til Kaupmannahafnar. Farþegar voru 10. Einnig nokk- uð af pósti. Ferðin gekk að ósk- um. Sextugur varð 22. þ. m. Ant- r on Asgrímsson, framkvæmdastj. h.f. „Síld“ hér í bænum. hér í bænum eftir September- lok.“ Því miður getur blaðið lítið frætt sjómennina um þetta, enda barst fyrirspurnin eklci fyr en um helgina, „mektarbokkar“ bæjarins sumir í sumarfríi, og störf þeirra fyrir „heildina“ meira og minna í molum yfir sumartímann. En blaðið mun reyna að grennslast eftir þessu þar til næsta blað lcemur út, og verður þá væntanlega rætt dálít- ið nánar um atvinnuhorfur í bænum,1 Verklýðsmá! Nýlega hafa „Dagsbrún" og „Iðja“ í Reykjavík framlengt kaupsanminga við atvinnurek- endur — nær því samhljóða þeirn, sem áður giltu. Deila stendur nú yfir milli Verklýðsfélags Akraness og síld arsaltenda þar á staðnum. Rek- netaveiði er góð í Faxaflóa og hyggja útgerðarmenn á að salta það af síldinni, sem saltandi er. En þá kemur það upp, að sam- kvæmt samningum V. A. við at- vinnurekendur er síldarsöltunar taxtinn hœrri en á Siglufirði. — Þessu vilja síldarsaltendur ekkf una, og stendur í þófi um þetta. Fer það nú að tíðkast allvíða, að kommúnistar halda svo illa á kaupmálum verkafólksins, að félög þau, sem stjórnað er af Al- þýðuflokksmönnum, geta ekki haldið umsömdu kaupi. Er þetta ekki fulimik- ið af svo góðu? Eg hefi hér fyrir framan mig reikning frá Rafveitu Akureyr- ar. Þar stendur: Leiga fyrir 2 mæla Júní—Júlí 12,20 kr. Síð- an er lagt á þetta 44% hækkun samkv. vísitölu. Þ. e. leiga eftir 2 mæla, sem bærinn á og mœlir með söluvöru sína, rafmagnið, er 105,41 kr. á ári. Að 10 árum liðnum ef verðlag héldist ó- breytt, yrði ég því búinn að greiða 1054.10 kr. í leigu fyrir 2 mæla. Góðir vextir það, elcki satt? Þetta kemur manni til að hugsa, að verslanir bæjarins muni einn góðan veðurdag fara að innheimta hjá „kúnnunum“ sérstakt vigtar- og mæligjald af vörunni. Og þætti þá líklega ýmsum sem hið marglofaða ein- okunartímabil væri runnið upp. En meðal annara orða: Er ekki Rafveitan bæjarrekstur? Eiga ekki bæjarbúar Rafveit- una? Hvernig væri, að við fengj- um að sjá í bæjarblöðunum reikninga hennar? Það er illt til þess að vita, ef vissir ráðamenn bæjarins reyna að konxa okur- orði á bæjarreksturinn, en að því stefnir þessi heimskulega og hlægilega mælaleiga með vísi- tölu. Bœjarbúi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.