Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1945, Page 1

Alþýðumaðurinn - 04.09.1945, Page 1
Þriðjudagur 4. september 1945 36. tbl. XV. árg. Aflabrestur o& atvinnubörf í síðasta blaði var því lofað að ræða frekar en þá var hægt um atvinnuhorfur í vetur, ef þá lægju fyrir einhverjar upplýsing- ar um afkomu verkamanna og sjómanna á líðandi sumri, og horfur á atvinnu í haust og á komandi vetri. Reyndar hafa þessi mál lítið skýrst s. 1. viku, nema að það liggur fyrir, að þeir sjómenn, sem síldveiðar hafa stundað, eru komnir heim, flestir tóm- hentir, en nokkrir með um hálf- ar tekjur móti landverkamönn- um yfir sama tíma. Reyndar eru sjómennirnir okkar ekki ýkja stór hópur vinnandi fólks bæjarins, en þeir hafa undanfar- ið verið sá hópur manna, sem yfir síldveiðitímann hafa haft margfaldar tekjur móts við land verkamennina, sem rétt hafa bar ist í bökkum undanfarin ár. Þetta sýnir þá líka hvernig sjó- mennirnir eru staddir, þegar þeir eru komnir niður fyrir alla hina í tekjum. Eins og svo oft áður hefir ver- ið gjört hér í blaðinu, telur Al- þýðuflokkurinn það skyldu þeirra, sem með stjórn bæjar- málanna fara, að vera alltaf á verði um það, að atvinnulíf í bænum sé viðunandi og blá- þráðalaust, en það kallar Al- þýðumaðurinn viðunandi at- vinnulíf, að hver verkfær mað- ur hafi óslitna vinnu vor, sumar og haust, og svo mikla vinnu að vetrinum, sem tíðarfar ieyfir. Á þetta ber ekki að líta sem ó- verðskuldaða hjálp til verka- manna. Þetta er beint hagsmuna- mál fyrir bœjarfélagið, því blómlegt atvinnulíf er undir- staða allra annara framkvæmda í bænum, bæði menningarlegra og hagsmunalegra. Sú bæjar- stjórn, sem vanrækir þetta eða spornar á móti því að allir hafi nóg að vinna, er það hjú, sem á að reka úr vistinni við næsta vinnuhjúaskylddaga. Þetta er nú almennt sagt og hefir svo oft verið rökstutt hér í blaðinu, að þess ætti ekki að vera frekari þörf. En auðvitað er, að þegar meg- instoðirnar undir almennri at- vinnu bresta, eins og síldveiðin nú í sumar, er enn meiri þörf fyrir opinberan stuðning, en þegar truflunarlítið atvinnuá- stand ríkir. Það er því ekki of snemma verið á ferðinni með kröfur um það, að bæjarstjórnin undirbúi ákveðnar og fullnægj- andi atvinnuframkvæmdir fyrir veturinn. Atvinnuframkvæmdir, sem gefa meiri atvinnu af sér í framtíðinni. Eins og stendur ætti að vera tryggt að flestir hafi nokkurn- vegin nóg að vinna fram í frost og snjóa. Auðvitað dregur sem- ents-skortur töluvert úr bygg- ingaframkvæmdum eins og stendur, en maður verður að ætla að úr því rætist sitt hvað líður, og sláturtíðin tekur alltaf upp töluverða vinnu, ásamt öðr- um haustverkum síðari hluta September og fyrri hluta Októ- ber-mánaðar. En óhætt er að gera kröfur til að haldið verði uppi svo stöðugri vinnu, sem hægt er verðráttu vegna í vetur, fyrir 50—70 manns, strax og haustönnum lýkur. En er bæjarstjórn nokkuð far- in að athuga og undirbúa þau mál? Þetta var einmitt það, sem sjómaðurinn var að spyrja um í síðasta blaði og reynt hefir verið að athuga undanfarna viku. Og það verður að segja þá sorgarsögu, að ekkert hafi enn verið gjört til að mæta mann lega komandi örðugleika vetri. Ritstj. spurði verkstjóra bæj- arins eftir því hvort sprengiefni væri fengið fyrir veturinn. Þetta er mikilvægt atriði, því helst er það grjótvinnan, sem hægt er að grípa til harðasta tíma vetrar- ins. Svör verkstjórans voru hvorki játun né neitun. Blaðið treýstir því að minnsta kosti ekki, að sagan frá í fyrrahaust geti ekki endurtekið sig á þessu hausti, nema gerðar verði ráð- stafnir til að byrgja bæinn að sprengiefni með það fyrir aug- um að þess verði meiri þörf í vetur en venjulega hefir verið. S. 1. vor var tunnusmíði á dagskrá hjá bæjarstjórn. Upp úr þeirri „vakningu" var bæjar- stjóri sendur á fund Nýbygging- arráðs, ásamt þriggja manna fylgdarliði, eins og títt er nú orðið þegar stórmenni fara um löndin. Talað mun hafa verið um að vekja upp frá dauðum járnaruslið við innri skipakvína, og maður mun hafa komið að sunnan til að líta á „góssið.“ En hvort hann hefir eitthvað um þaicJ sagt eða ekkert, veit blaðið ekki. En eins og útlitið er nú má gera ráð fyrir, að engra fram- kvæmda sé að vænta í tunnu- smíðinu. Enda er ekki hægt að byggja neitt á vinnu með slík- um tækjum, sem þarna eru fyrir hendi. Þá kemur blaðið enn að hafn- armannvirkjunum á Oddeyrar- tanga. Það minnsta, sem hægt er að krefjast gagnvart þeim er að lokið verði við hafnargarð- inn, upp fyrir sjávarmál í vetur. og mæla engin skynsamleg rök með því að geyma þá fram- kvæmd lengur, og er búið að skaða bæinn nóg á draugshætt- inum viðvíkjandi þessu stærsta mannvirki, se’m bærinn hefir á- kveðið að gjöra. Allt hvað næsti vetur líður, verða engar hömlur lengur á því að fá erlent efni til frekari mannvirkja á þess- um stað. Á þessu verki verður að byrja í næsta mánuði og halda því áfram í vetur, svo ekki þurfi að fresta frekari framkvæmdum vegna þess að það standi á þess- ari fyrstu og sjálfsögustu fram- kvæmd. Frá hendi ríkisstjórnar og Alþingis stendur ekki á neinu lengur — og hefir reyndar aldrei staðið, því það hefir verið fá- læti bæjarstjóra og bæjarstjórn- ar að kenna, ef á samþykki þess- ara aðila hefir einhverntíma staðið. Við þetta verk ættu um 50 manns að geta unnið aðra hverja viku í vetur — vinnunni skift — nema hjá þeim, sem verst eru farnir undan sumrinu, og mölun grjóts og fl. ætti að geta fleytt 20—30 á líkan hátt. Þetta eru þær lægstu kröfur, sem hægt er að gjöra til bæjarstjórnarinnar, og er þá gengið út frá því að aðrir stærstu atvinnurekendur svo sem K. E. A. og Eimskip sjái sínum verkamönnum, sem venjulega sitja fyrir vinnu hjá þeim, fyrir vinnu. Verður að telja að á þeim hvíli siðferðis- leg skylda til þessa. Og að síðustu þetta: Til þess að ýta við bæjarstjórninni, væri ekki úr vegi að verklýðsfélögin eða fulltrúaráð þeirra tækju at- vinnumálin sem fyrst til með- ferðar og fái kröfur í líka átt og hér hefir verið á drepið, tekn- ar fyrir á bæjarstjórnarfundum, þegar í þessum mánuði. Stuttar erleudar tréttir Klukkan hálf tvö sl. Sunnu- dagsnótt voru uppgjafarskil- málar Japana undirritaðir um borð í ameríska orustuskipinu „Missouri“ á Tokióflóa. Frá þeirri stundu er talið að heims- styrjöldinni sé lokið og alheims friður á kominn. Undirskriftirn- ar fóru hátíðlega fram í viður- vist svo margra, æðri og lægri, hermanna, sem skipið rúmaði, en tugir herskipa Bandamanna lágu fyrir festum allt í kring og hundruð flugvirkja og sjóflug- véla svifu yfir staðnum. En í nokkurri fjarlægð gaf að líta eina stóra orustuskipið, sem Jap- anar eiga eftir, liggja eitt síns liðs og ömurlegt útlits eftir loft- árásir Bandamanna. Mun þetta hafa átt að sýna muninn á að- stöðu sigurvegaranna og hins sigraða. Athöfninni var útvarp- að. Einnig stuttri ræðu, sem for- seti Bandaríkjanna hélt að und- irskriftum loknum. Hernám Japans er nú í fullum gangi. Einnig heldur áfram hernámi á þeim svæðum, svo sem í Kína og víðar, sem Japanar höfðu lagt undir sig og Bandamenn voru ekki búnir að taka þegar þeir gáfust upp. • ★ Komist hefir upp* um samsæri gegn Bandamönnum á hemámssvæði Breta í Þýska- landi. Hafa margir Þjóðverjar verið handteknir. Þar á meðal hefir náðst í tvo áhrifamenn í nasistaflokknum, sem Banda- menn höfðu áður leitað að, en ekki tekist að ná.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.