Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.09.1945, Blaðsíða 4
/ 9 4 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudagur 4. september 1945 Héðan og þaðan Á Fimmtudaginn var bauð hinn nýi sendiherra Norðmanna hér á landi, Torgeir Anderssen- Rysst, bæjarstjórn, blaðamönn- um og nokkrum fleiri bæjarbú- um til hádegisverðar á Hótel KEA. Norski ráðsmaðurinn hér í bænum J. J. Indbjör bauð gesti velkomna og gat þess að sen<Ji- herrann hefði óskað eftir að kynnast mönnum á Akureyri og eiga tal við þá. Er á leið mál- tíðina flutti sendiherrann ræðu, lýsti gleði sinni yfir dvölinni á íslandi og hve hann dáðist að Akureyri, útliti hennar, menn- ingarsvip og umhverfi. Þá minnt ist hann vinargjafanna, sem far- ið hefðu milli Álasunds í Noregi og Akureyrar; húsanna, sem Álasundsbúar hefðu sent Akur- eyri eftir stóra brunann hér 1906, og 20 þúsundanna, sem Akureyri hefði sent Álasundsbæ til viðreisnar eftir styrjöldina. Einnig þakkaði hann hina mynd arlegu þátttöku Akureyrarbúa í Noregssöfnuninni og þær mót- tökur, sem norskt flóttafólk hefði fengið hér. Þorst. M. Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, end- urgalt ræðuna með snjöllu er- indi, þar sem hann minntist sam- skifta þjóðanna og þakkaði hlý- hug í garð Akureyrar, lands og þjóðar. Boðið var hið ánægju- legasta. ★ Landsfundur presta og ann- ara kirkjunnar manna verður háður hér í bænum 9.—11. þ. m. í sambandi við fundinn verð- ur messa flutt í Akureyrarkirkju og fleiri opinberar samkomur munu verða haldnar. ★ Nýlátin er hér í bænum frú Þorgerður Helgadóttir, kona Jakobs Jakobssonar, skipstjóra, Aðalstræti 42. ★ Síldarútvegsnefnd hefir feng- ið hækkað verð á reknetjasíld,er veiðist í September hér fyrir Norðurlandi.Hækkarverðið upp í 60 krónur fyrir uppsaltaða tunnu af hausskorinni síld. ★ Eins og auglýsing í síðasta blaði ber með sér er í prentun heildarútgáfa á íslendingasög- unum, ásamt 17 þáttum, sem ekki hafa fylgt fyrri útgáfum. Ritstjóri útgáfunnar er Guðni Jónsson, magister, og er búist við að henni verði lokið á næsta sumri. Verðið verður 300 krónur í kápu. ★ Blaðinu hefir borist Árbók Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar 1944. Skýrir hún frá rekstri og tilhögun heimil- isins, sem hefir verið með sér- stökum myndarbrag eins og áð- ur. Eins og vitað er, er það Góðteplarastúkan Framsókn nr. 187, sem á og rekur heimilið. Er það eigendum, stjómendum og starfsfólki til sóma, og þeim, sem heimsækja það til gagns og gleði. ★ Starfsmannafélag Akureyrar- bæjar efndi til berjaferðar út í Svarfaðardal á Sunnudaginn var. Veður var gott og ferðin hin ánægjulegasta. * Fengið er leyfi fyrir smíði og sölu 30 togara handa íslandi hjá breskum skipasmíðastöðv- um. Eins og fyrr er sagt eiga skipin að vera fullbúin á tveim ur næstu árum. * Frá barnaskólanum. Oll 13 ára börn, sem eiga að taka fullnaðarpróf næsta vor, eru beðin að mæta til sundnáms kl. 10—12 f. h. sömu daga og síðastliðið vor. — TILKYNNING frá viðskiptomálaráðuneytinu um aukaskammt af sykri. Ráðuneytið hefir ákveðið að frá og með 28. ágúst til 1. okt. n.k. »é heimilt að afhenda gegn stofnauka nr. 6 af núgildandi matvæla- seðli 5 pakka af molasykri á enskt pund hvern, eða 1133 gr. og auk þess 1 kg. strásykri. Er því stofnauki nr. 6 af núgildandi matvælaseðli lögleg inn- kaupsheimiid fyrir áðurgreindu sykurmagni á fyrrnefndu tímabili. Jafnframt skal það tekið fram, að óheimilt er að afgreiða mola- sykur gegn öðrum sykurseðlum en framangreindum stofnauka nr. 6. Viðskiptamálaráðuneytið, 27. ágúst 1945 FRÁ LANDSSÍMANUM Tvær stúlkur, með gagnfræðaprófi, eða annarri hliðstæðri mennt- un, verða teknar til náms við landssímastöðina hér í september n. k. — Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum. í Símastjórinn á Akureyri, 30. ágúst 1945. GUNNARSCHRAM | Ellilaun og örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur, 1946, ber að skila | { til skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. október næstkomandi. — [ | Umsóknareyðublöð fást á bæjarstjóraskrifstofunni. — Um- | [ sóknir um örorkubætur verða því aðeins teknar til greina, að f i þeim fylgi örorkuvottorð héraðslæknis. Tekið skal fram í i \ umsóknunum, hvort umsækjandi er sjúkratryggður eða ekki. f c E Akureyri, 31. ágúst 1945. Bæ jarst jórinn *,'liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig)niiiii|liiMil(iiii«MiMitiiii(iiii»itliii»iii(i»»tmii,ii»iiimiiiimiiiiii*»iiiiiiiiimii»(i(iii***iii***i*i|*l,i**l>* Almennar Tryggingar h. f. I hvert sinn, er eldsvoða ber að hönd- um, kemur í ljós, að fjöldi fólks hefir orðið fyrir eignatjóni af því, að annað hvort gleymdist að vátryggja, eða of lágt var tryggt. Látið yður þessi víti að varnaði verða. » Vátryggið eigur yðar í dag, á morgun getur það verið of seint! Talið við Vátryggingadeild K. E. A. MÓTORNÁMSSKEIÐ Hið minna mótornámsskeið Fiskifélags ís lands verður að forfallalausu haldið á Siglufirði í vetur, og hefst í byrjun október. Væntanlegir nemendur sendi umsóknir sínar til Magnttsar Vagnssonar síldarmatsstjóra Siglu- firði, fyrir lok 20. september. Nauðsynlegt er að nemendur hafi sundvott- orð II. stigs B, við inngöngu á námsskeiðið. — Nemendur útvegi sér mótorfræði Þórðar Run- ólfssonar. Fiskifélag íslands ; Yfirheyrslunum í landráðamáli Quislings er nú lokið að mestu. Saksóknari ríkisins hefir krafist líflátsdóms yfir honum fyrir föðurlandssvik og að vera vald- ur að eða bera ábyrgð á ýmsum glæpum, sem framdir voru gegn norsku þjóðinni hernámsárin. ★ LÉREFTSTUSKUR •— Hreinar — Kaupum við hœsta verði. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h. f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.