Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 1
tuux XV. árg. Þriðjudagur 11. Sept. 1945 37. tbl. Stórhugur í útgerðarmáium Tveir togarar. Niðursuðuverksmiðja. Kaup á Krossanesverksniiðjunni, er markið. Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi lá bréf frá Helga Pálssyni, útgerðarmanni, þar sem hann skorar á bæjarstjórnina, að beita sér fyrir kaupum á 2 af þeim 30 togurum, sem ríkisstjórnin er að láta byggja í Englandi. Var málinu vísað til útvegsmála- nefndar og fjárhagsnefndar. Á Laugardagskvöldið héldu Skipstjórafélagið, Vélstjórafé- lagið' og Sjómannafélagið sam- eiginlegan fund í Verklýðshús- inu um útvegsmál. voru eftirfar- andi tillögur samþykktar. 1. Skipstjórafélag Norðlend- inga, Vélstjórafél. Akur- eyrar og Sjómannafél. Ak- ureyrar, og almennur sjó- mannafundur haldinn 9. þ. m. skora mjög eindregið á bæjarstjórnina að sækja nú þegar til ríkisstjórnarinnar um kaup á tveim togurum til bæjarins, með það fyrir augum að selja þá felags- skap bæjarbúa, sem kynni að verða myndaður um kaup skipanna og rekstur, enda yrði þá tryggt að skip in yrðu ekki seld úrbænum Eða að skipin yrðu rekin fyrir reikning bæjarins, ef það álitist hagkvæmara. Þar sem fjöldi umsókna um togara mun þegar hafa borist ríkisstjórninni, og hún vera í þann veg að ráð- stafa skipunum til umsækj- enda, mælast félögin ein- dregið til þess að bæjar- stjórnin hafi nú úr helginni aukafund um þetta mál, til afgreiðslu á þann hátt sem áður er óskað. Samþykkt með öllum atkv. 2. Almennur fundur sjó- manna, haldinn á Akureyri 9. September að tilhlutan Skipstjórafélags' Norðlend- inga, Vélstjórafélags Akur- eyrár og Sjómannafélags Akureyrar skorar á heiðr- aða bæjarstjorn Akureyrar, að hún fái því til vegar komið, ef unnt er, að ríkið láti byggja og reka niður- suðu-verksmiðju á Akur- eyri ásamt liraðfrystihiisi. Samþykkt með öllum atkv. 3. Almennur sjómannafundur, haldinn á Akureyri 9. þ. m. að tilhlutan Skipstjóra- félags Norðlendinga, Vél- stjórafélags Akureyrar og Sjómannafélags Akureyr- ar skorar á heiðraða bæj- arstjórn Akureyrar að hún láti athuga möguleika fyr- ir kaupum og rekstri Krossanesverksmiðjunnar, ásamt meðfylgjandi jörð, og ef skilyrði eru með nokkru móti aðgengilegt, þá verði ráðist í kaup á verksmiðjunni ásamt með- fylgjandi landareign. Samþykkt með öllum atkv. Umræður urðu fjörugar um allar tillögurnar og að þeim loknum vor.u eftirtaldir menn kosnir í nefnd til að fylgja mál- inu fram við bæjarstjórn. — Frá Skipstjórafélaginu: Guðm. Guðmundsson. Frá Vélstjórafé- laginu: Kristján Kristjánsson. Frá Sjómannafélaginu: Tryggvi Helgason. Greinargerð fylgdi tillögurini um kaup á Krossanes- verksmiðjunni, og er henni sleppt hér vegna rúmleysis. En í næsta blaði mun ýtarlegar verða rætt um þetta mál í sam- bandi við tillögu frá Alþýðu- flokksfélaginu s. 1. vetur um að sameina Glerárþorpið bænum, ásamt landi Krossanesverksmiðj unnar. 64 þús. tunnur var saltsíldar- aflinn orðinn s. 1. Laugardag. Utlit er fyrir að afli haldist á- fram og skipunum og bátunum fjölgar, sem stunda þessa veiði. Almennur kirkju- fundur hefir staðið yfir í bænum þessa dagana. Hófst hann á Sunnudag og lýkur í dag. Hófst hann kl. 2 á Sunnudag, en kl. 11 f. h. var guðsþjónusta í kirkjunni. Fyrir altari þjónuðu biskupinn yfir íslandi og vígslubiskup hins forna Hólastóls. Prófessor Ás- mundur Guðmundsson predik- aði. Kirkjan var þétt skipuð fólki. Fundurinn er haldinn í hátíðasál Menntaskólans og sóttu margir "bæjarbúar fundinn á Sunnudaginn. Fundarmenn eru mi'lli 60 og 70, þar af 30 prest- ar. KJÖTVERÐIÐ LÆKKAR. Er nú kr. 12,50 í lausasölu. Hið nýskipaða Búnaðarráð hefir setið á rökstólum undan- farna viku. Hefir það kosið verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða. Fyrsta verk hennar varð að lækka verð á kjöti í sumar- slátrun. Heildsöluverð ofan í kr. 11,06 kr. og útsöluverð í kr. 12,50 kg. Gildir þetta verð frá deginum í gær og þar til verð á kjöti í haustslátiun verður á- kveðið. Sala hefir verið tregari á sumarslátraða kjötinu nú en venjulegt er, enda nóg framboð á stórgripakjöti á sama tíma. Ekki blæs byrlega með sjúkra- húsbygginguna enn. Þegar búið er að rífast um og hringla með staðinn fyrir húsið í fullt ár og loks búið að ákveða hann — með harmkvælum þó — stendur á því að koma sér niður á hvern- ig húsið á að snúa. Meðan svo stendur er ekki hægt að leggja veg að hússtæðinu, sem þó hafði verið tilvalin haustvinna núna, og verði nú staða hússins ein- hverntíma ákveðin þá stendur vitanlega á veginum!! Aftur á móti er nú unnið að byggingu vitfyrringahússins og von umað það komist upp á næstunni. Major Svava Gísladóttir stjórnandi Hjálpræðishersins á íslandi, er stödd í bæuum. Hún hefir verið kvödd til starfa 'er- lendis^.og er því að kveðja deild ir hersins áður en hún fer. Ung- frú Svava hefir verið meðlimur Hjálpræðishersins frá því hún var ung stúlka og hefir starfað af miklum dugnaði, trúmensku og festu, enda notið álits og til- trúar yfirmanna sinna eins og staða hennar í hernum nú sýnir. Flokkurinn hér heldur kveðju samkomu fyrir majorinn í sam- komusal Hersins kl. 9 í kvöld, þar sem unnendum Hersins gefst þá um leið tækifæri að hlýða á kveðjuræðu þessa vinsæla starfs manns, og árna ungfrúnni farar- heilla. Málsskjölin verða birt Eins og getið er annars staðar í blaðinu í dag,hefir fógetagjörð gengið í ofbeldismálunum í Kaupfélagi Siglfirðinga. Hefir málareksturinn verið all víðtæk- ur og margt það afbjúpað í störfum kommúnista í félaginu, sem mörgum mönnum mun þykja all merkilegt. Og áf því að málsskjölin hafa að geyma glögga og athyglisverða mynd af vinnubrögðum kommúnista, þegar þeir koma grímulausir fram í dagsljósið, hefir Alþýðu- blaðið fengið leyfí -; til að birta opinberlega þau af málsskjölun- um, sem veigamest eru, og birt- ast þaú í blaðinu, næstu daga. En málinu munu kommúnistar skjóta til Hæstaréttar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.