Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Síða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 11. Sept. 1945 Steína Breta. ViMal við próiessor Laski Nýlega birtist í Alþýðublað- inu viðtal, er Social-Demokraten í Kaupmannahöfn átti við pró- fessor Harold Laski, formann miðstjórnar breska Alþýðufl., í Ágúst síðastl. Þar eð þetta við- tal gefur einkar glögga hug- mynd um stjórnmálin í Bret- landi, þykir Alþýðumanninum hlýða að birta lesendum sínum merkustu atriði þ'ess. Prófessor Laski kom mjög við sögu í kosn- ingunum í Bretlandi í sumar. Hann er merkur fræðimaður og kunnur rithöfundur um þjóðfé- lagsmál. Fer útdráttur úr viðtal- inu hér á eftir: Kosningasigurinn. — Breski íhaldsflokkurinn þurfti á einhverri grýlu að halda í kosningabaráttunni, og ég var valinn til þess að vera hún, segir Laski prófessor. — Er það svo að skilja, að þér séuð fjandmaður Churc- hills? — Nei, það er langt frá því. Eg hef mikið álit á honum.Hann hdfir verið glæsilegur foringi bresku þjóðarinnar í stríðinu. Það er skoðun alls breska Al- þýðuflokksins. En breska þjóð- in gerði skarpan greinarmun á honum sem slíkum og sem for- ustumanni íhaldsflokksins. Og þegar Churchill boðaði í nafni íhaldsflokksins, að nú skyldi aftur snúið til þess, sem áður var fyrir stríðið, þá sagði breska þjóðin nei. Það, sem áð- ur var, — það var atvinnuleysi, vond húsakynni, illa skipulagt atvinnulíf og efnalegt öryggis- leysi. Endurminningin um allt þetta var svo rík í huga fólks- ins, að menn af öllum stéttum fylktu sér um Alþýðuflokkinn í kosningunum — bæði til sjáv- ar og sveita, í iðnaði og versl- un, samgöngum og handverki, og ekki síst hermennirnir. Af hinum nýkosnu 390 þingmönn- um breska Alþýðuflokksins eru 128 úf hernum. Það eru menn, sem hafa verið á vígstöðvun- um. Þeir vilja koma heim, — en ekki heim til hins gamla Englands, sem Churchill talaði um. — í sögu breska Alþýðu- flokksins er runnið upp nýtt tímabil. Þar til 1929 rak hann umbótapólitík á sviði þjóðfélags málanna. Nú er hann undír það búinn, að framfylgja stefnu, sem hlýtur að leiða til gerbreyt- inga á sjálfu þjóðskipulaginu. Með þjóðnýtingu bankanna og kolanámanna munum við leggja verulegan hluta atvinnulífsins undir sósíalismann. í stað þess að prédika hann, viljum við nú gera hann að veruleika. — Hve langt mun verða geng ið á Bretlandi í þjóðnýtingar- átt? — Það ákveður hin nýja jafn aðarmannastjórn. Við Bretar erum raunsæir menn; en það eru hugsjónir, sem ráða gerðum Alþýðuflokksins. Hið gamla skipulag er gjaldþrota, og við verðum nú að gera mjög erfiða tilraun. Eg treysti því, að hún muni takast. En við erum lýð- ræðissinnar og munum lialda á- fram, að vera það. Þegar Eng- landsbanki og bresku kolanám- urnar liafa verið þjóðnýttar, kemur röðin að samgöngukerf- inu, járn- og stáliðnaðinum og raforkuframleiðslunni. / Hvað verður ekki þjóðnýH? — Verður þá ekki gengið um of inn á svið einkaframtaksins? — Nei, langt frá því. Við skorum á atvinnurekendur, að gera allt, sem þeir geta, til þess, að rétta þjóðina við. yið bjóð- um þeim stuðning hins opinhera — aðeins með því skilyrði, að framleiðslan verði aukin, að vél ar og verkfæri verði varðveitt og endurnýjuð og að verkamönn um verði séð fyrir sæmiiegum lífskjörum. Eg hvet ekki til þjóðnýtingar undir öllum kring- umstæðum. Eg er til dæmis al- veg andvígur því, að dagblöðin og bóka- og blaðaútgáfufyrirtæk in verði gerð að opinberri eign af því, að ég tel fullkomlega frjálsa gagnrýni vera eina af höfuðstoðum lýðræðisins. — Hvað teljið þér nauðsyn- legast, að þjóðnýtingunni und- anskilinni? —Það nauðsynlegasta af öllu á Bretlandi í dag er, að byggja ný íbúðarhús. Við verðum að byggja 7—8 miljónir nýrra í- búðarhúsa á næstu 20 árum. — Snertir stefnuskrá breska Alþýðuflokksins ekki einnig önnur lönd hins breska heims- veldis? Á þingi verklýðsfélag- anna í London í ár sagði þó ind- verskur fulltrúi, að yfirráða- stefna Breta væri engu minni ógnun fyrir Indverja, en þýski nasisminn fyrir Evrópu. — Það er nú að vísu ekki rétt og stenst ekki neina gagn- rýni. Því að jafnvel þótt bera megi yfirráðastefnu Breta ýmis- legt á brýn, þá verður þó að við- urkenna, að í breskum hugsun- arhætti á þjóðfrelsishreyfing Indverja upptök sín. En breski Alþýðuflokkurinn beitir sér á- kveðið fyrir því, að bresku ný- lendurnar fái sjálfstjórn og að lífskjör fólksins í þeirn verði bætt svo sem frekast er unnt. — En hvað um Rússland? — Ef okkur tekst að fá því til leiðar komið, að Rússland hætti að blanda sér inn í mál verklýðsflokkanna í öðrum löndum og viðurkenni, að þau skilyrði, sem við byggjum á, og eru allt önnur en þau, sem þjóð- ir Rússlands eiga við að búa, hljóti að vaida allt annarri af- stöðu, — og ef við sýnum Sov- étríkjasambandinu sams konar skilning, sem við ætlumst til af því, þá get ég ekki séð, að nein ástæða sé til að halda, að sam- vinna geti ekki tekist með því og okkur. Góður vilji nægir ekki. — Lítur breska þjóðin björt- um augum á framtíðina? — Hún er bjartsýn, — en hún elur engar tálvonir í brjósti eins og eftir fvrri heimsstyrj- öldina. Ilún hefir gert sér það ljóst, að góður vilji og traust nægir ekki, — það verður að vera vald að baki hvorutveggja. Það verður að vera hægt, að fyr irbyggja árásarstríð. Breski Al- þýðuflokkurinn hefir sagr skilið við hina gömlu friðarstefnu og er reiðubúinn til að taka á sip allar skuldbindingar við hið nýja þjóðabandalag. — Þýðir það, að Bretland muni undir stjórn Alþýðuflokks ins halda áfram stefnu Churc- hills? — Churchill er ekki jafnað- armaður, og jafnvel þótt við sé- um á sviði utanríkismálanna um ýmislegt á sama máli og. hann, þá greinir okkur á við hann í mörgum atriðum. Churchill hafði til dæmis miklu meiri á- huga fyrir framtíð Péturs Júgó- slavíukonungs, en við. Við er- um að hugsa um lýðræðið í Júgóslavíu í framtíðinni. Og þegar talað er um Spán Fran- cos, þá köllum við það land ekki ríki, héldur fangelsi. Á meðal okkar eru enn til menn, sem halda, að Franco sé mikill maður, kristilega hugsandi og heiðursmaður. í okkar áliti er hann ekki mikill, og hvorki kristilega hugsandi, né. heiðurs- maður. Og jafnvel þótt segja megi, að utanríkispólitík okkar sé á- framhald af pólitík Churchills, þá leggjum við höfuðáherslu á, mál, sem íhaldsflokkurinn lét sér í léttu rúmi liggja; og það gerir töluvert mikinn mun.... Samvinna Evrópuþjóðanna. — Trúið þér á nána sam- vinnu Evrópuþjóðanna? — Já, ég er þeirrar skoðun- ar, að hægt sé að koma á banda- lagi þeirra, byrjandi með sam- eiginlegri mynt og samgöngu- kerfi Bretlands og Frakklands. En hægt og hægt ætti að vera unnt, að víkka hring þessa sam- félags og fá inn í það Holland, Belgíu og Norðurlönd með full- konmu og hagkvæmu tilliti til þjóðernis og sérhagsmuna hvers ríkis. Slíkt bandalag myndi gera það mögulegt, að gera Ev- rópu hamingjusama. — Eigið þér þar með við*Ev- rópu sem heild? — Hugtakið „Evrópa sem heild“ er ekki til í dag. Það er einmitt það, sem að er. x. Fjaðrafok - Áður en Hitler hratt heims- styrjöldinni af stað barði hann það inn í þýsku þjóðina,'að hana skorti lífsrúm. Þýskaland þyrfti að vinna ný lönd til að geta lif- að stórveldalífi. Síðar breyttist þetta í nauðsynina á, að Þýska- land næði yfirráðum í allri álf- unni, því minna lífsrúm dygði því ekki. Nú, þagar Hitlers- Þýskaland er að vedi lagt og landið er orðið fangelsi sona þess og dætra, virðist lífsrúms- skorturinn .vera farinn að þjá Rússm Auðvitað heitir það ekki lífsrúrn — það er of þýskt — en öryggisbelti er það, sem það vantar. Og það öryggisbelti á að samanstanda af Finnlandi, Pól- landi, Tjekkóslóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Austur-Prússlandi. Náttúrlega væri líka mikið ör- yggi í herstöðvum bæði á Borg- undarhólmi og í Norður-Noregi. Auðvitað halda þeiiy sem túlka þessi sjónarmið Rússa, því ekki fram, að öll þessi ríki eigi að innlima opinberlega í móður- landið, en „velviljaðar stjórnir“ þurfa að sitja þar að völdum, t. d. líkar stjórninni í Póllandi nú, þar sem ^4 af ráðherrunum eru konmiúnistar. Þeir þurfa mikið pláss einræðisherrarnir — sama hvort þeir heita Hitler eða Stal- in, og öllum er þeim frelsi og sjálfræði smáþjóðanna jafn lítils virði. Sjötugur er á Föstudaginn kemur, 14. þ. m. Olgeir Benediktsson smið- ur Strandgötu 6. Umsóknir um ellilaun og ör- orkubætur eiga að fara fram í þessum mánuði. Umsóknir, sem berast síðar verða ekki teknar til greina.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.