Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. Sept. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN ALÞYÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðujlokksjélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4%—SV2 •— jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%-—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lækná: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefén Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla ___kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup ungl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, VersL Baldurshagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Arroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Arroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að ]esa Skutul. 'Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — DRAUGAR. Það er enginn smáræðis völl- 111 á „Verkam." á Laugardag- inn. Kemur hann nú með gleps- ur úr reiðilestri „Þjóðviljans" undanfarið — lygar — stóryrði og upphrópanir, — sem búið er að marg-reka ofan í hann aftur. Á nú að reyna að endurtaka lygarnar enn einu sinni, að því viðbættu, að auðvitað eigi að taka fram fyrir hendurnar á St. Jóh. Stefánssyni, svo liann steypi ekki þjóðinni í voða í utanför sinni nú!!! Og svo krefst „al- menningur" náttúrlega að opin- ber rannsókn sé hafin, og svona menn teknir úr umferð, eins og Rússar gera. Og auðvitað hefir nefndin unnið verk sitt skamm- arlega. Þó tekur út yfir með „rakvélablöðin", að fy]la land- ið af slíkum sálarháska!!! Og slæmt er það með síldartunnurn- ar, að ekki skyldu vera pantað- ar nema 125 þúsund af þeim, ef síldaraflinn skyldi nú kom- ast upp í 70 þús. tunnur; að maður nú ekki tali um að nefnd- in hefði auðvitað átt að heimta miklu meira af bátavélum en Svíar treysta sér til að láta af höndum, vegna verkfallsins í stáliðnaðinum, sem kommúnist- ar komu af stað til að reyna að skaða sænsku þjóðina. Já, sussu- sussu. Af nógu er að taka. Og allt er þetta Stetfáni Jóhanni að kenna! UPPLJÓSTRUN HAGALÍNS. Þá segir „Verkam." að Guðm. Hagalín hafi í Alþýðublaðinu „ljóstrað upp" „trúnaðarbroti" Stefáns Jóhanns. Það sem Haga- lín segir um þetta er á þessa leið: „Auðvitað er það uppspuni — beinlínis haugalýgi, sem Þjóðviljinn og Tíminn drótta að Stefáni Jóhanni. I fyrsta lagi veit ég ekki til annars en kom- ið hafi" fram almenn ánægja með för viðskiftanefndarinnar til Svíþjóðar — bjá öðrum en kommúnistum, sem hafa sjálfir sagt lygina ekki aðeins nauðsyn- lega, heldur fyllilega réttmæta, I öðru lagi dettur engum það í hug, sem þekkir Stefán Jóhann og feril hans, að hann hafi mis- notað þann trúnað, sem honum var sýndur sem sendimanni þjóðarinnar. Um Sölumiðstöð sænskra framleiðenda er þetta að segja: Síðastliðinn vetur^þá er þótti, að skammt mundi til ófriðar- loka, fór að vakna áhugi í Sví- þjóð fyrir viðskiptum við Island. Þegar svo stríðinu lauk ennþá fyrr en við var búist, jókst þessi áhugi stórum, og í Júní síðast liðnum kom hingað til Reykja- víkur á vegum 50 stórra fyrir- tækja í Svíþjóð herra Sver Erik Cornelius, forstjóri og flug- og sjókapteinn. Hann skyldi, að ég hygg, kynna sér íslensk við- skiftamál, viðhorf íslenskra við- skiftamanna, viðskiftaþörfina og horfur allar í þessum efnum — og útvega þessum 50 fyrir- tækjum í Svíþjóð áreiðanlegan umboðsaðila. Var svo Sölumið- stöðin stofnuð fyrir nokkrum vikum að tilhlutan áðurnefnds umboðsmanns allra félaganna — og var engin leynd um það mál. Herra kapteinn Cornelius skýrði fréttamönnum blaða frá stofnun félagsins og tilkynning um hana birtist svo sem lög gera ráð fyrir í Lögbirtingablaðinu. Veit ég ekki til, að blöð hafi haft neitt við félagið að athuga þangað til nú, að samdægurs er fluttur sami áróðurinn í Tím- anum og Þjóðviljanum. Þetta mun eiga að vera eins konar stjórnarandstaða hjá Tímanum — eins og t. d. greinin gegn togarakaupunum (!! ( — en hjá Þjóðviljanum liggur allt annað til grundvallar. Kommúnistar munu vilja með þessu uppátæki fyrst og fremst draga athyglina' frá fjárreiðum fiskimálanefndar undir stjórn Lúðvíks Jósefssonar og Áka at- vinnumálaráðherra — og því almenna hneyksli, sem van- greiðslur af hendi ríkisins við Færeyinga eru orðnar hjá al- menningi. Einnig má ætla, að andúð þeirra gegn Svíþjóð komi þarna til greina." Þarna er nú „uppljóstrunin" hans Hagalíns. Ljóti skellurinn fyrir Stefán Jóhann!! FYRIR HEILDSALANA. Það eru náttúrlega einn hóp- ur manna, sem hatast við „Sölu- miðstöðina." Þeir vilja gúkna yfir öllum innflutningi. Hitt er annað mál hvort Svíarnir hafa haft þær fréttir héðan um að- farir sumra heildsölufirmanna í Reykjavík að þeir hafi frekar kosið að skifta við þau en nýja stofnun á þessu sviði. En þetta skilja kommúnistar á sinn veg. Daður þeirra við heildsalaflokk- inn knýr þá til að taka upp hanskann fyrir þá, næst því að leiða athyglina frá Fiskimála- nefnd, Áka og Lúðvíks o. fl. — Þetta er laglega gert af þeim, gæða skinnunum. Og hver veit .nema þeir stærstu séu nú á hrað- siglingu inn í heildsalaflokkinn — eða „braskaraflokkinn", svo viðhafður sé sami munnsöfnuð- ur og kommúnistar létu sér sæma að viðhafa hér áður fyrri. Félagi Einar er erlendis. Og reynslan skyldi þó ekki vera sú, að stofnanir eins og „lsrús" og | „Nafta" hafi risið á legg að undangenginni utanför þessa bráðheilaga manns. Og sagan getur alltaf endurtekið sig. \ RÍKISSTJÓRNIN AFSANNAR Þá segir „Verkam." að ríkis- stjórnin hafi afsannað alla gagn- rýni, sem fram hefir komið á hendur Fiskimálanefnd undir handleiðslu Lúðvíks Jósefssonar og forsjón félaga Áka. Og það, sem ríkisstjórnin tilkynnir er þetta þrennt: a) að Fiskimálanefnd hefir þurft að fá hjálp ríkisstjórnar- innar til að afla sér'2 milj. kr. til að gera klárað skuldir sínar við Færeyingana. b) að tveir fulltrúar frá ríkis- stjórninni og sendimaður, Fær- eyinga-rukkarinn, sem sendur var á ríkisstjórnina — hafi und- anfarið unnið að því að ná sam- komulagi milli Færeyinganna og Fiskimálanefndar — og þetta hafi tekist. c) að Fiskimálanefnd hafi gefið ríkisstjórninni þær upplýs- ingar, sem hún hafi krafist af nefndinni. Mikið blessað himna- lag hefir verið á þessum málum hjá Lúðvík og Áka, að ekki skyldu þurfa meiri „anstaltir" frá opinberri hálfu en þetta til þess að Færeyingarnir fengju samninga sína uppfyllta hjá op- inberum aðilum á íslandi! Og ekki gefur þetta óglæsilega speg- ilmynd af því hvernig kommarn- ir hugsa sér framtíðarríkið á íslandi. „FALS VOTTORÐIN". Og enn telur „Verkam." að Færeyingar, er staddir voru hér á Akureyri að endaðri síldar- vertíð — gáfu Kristjáni Frið- rikssyni yfirlýsingar um hina al- mennu óánægju Færeyinga með viðskiftin við Fiskimálanefnd, hafi verið „fáráðlingar" og gef- ið „falsvottorð." Það er hægt að taka munninn fullan og ljúga æru og mannorði af fjarstodd- um mönnum. Og lán er það kjálkum Kobba Verkamannsins, að hann bar þá ekki þessum sökum beint upp í opið geðið á þeim, eins og sagt er. Þeir Fær- eyingarnir hefðu þá vaíálaust sprengt úr honum mesta vindinn, sem nú belgir hann upp. —O— LEREFTSTUSKUR Kaupum við heesta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.