Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.09.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudagur 11. Sept. 1945 Héðan þaóan " Gengi dönsku krónunnar gagnvart íslenskri krónu hefir nýskeð verið skráð þannig, að eitt hundrað danskar krónur kosfa kr. 135,71 íslenskar. • Kartöfluuppskeran hér norð- anlands er miklu meiri í sumar en undanfarin sumur, enda hefir sprettutíð verið ágæt. Er þetta ekki lítil búbót fyrir þá, sem hafa stundað kartöflurækt svo ! nokkru nemur. Fyrir nokkru hófst vinna við Laxá upp undir Mývatni. Er þar unnið að því að breyta árfar- veginum svo, að áin stíflist þar ekki í frostum og snjóum, eins og oft hefir komið fyrir og nú síðast s. 1. vetur. Væntanlega verður þessu verki lokið áður en vetur gengur í garð, en fram- kvæmd þess hefir dregist af ýms- um orsökum, eins og oft vill verða. Ef þetta verk verður full- gert í tíma, ætti það að tryggja rekstur rafstöðvarinnar við Lax- á í framtíðinni. Nóg eftir samt, sem bæta þarf úr áður en allt er þarna orðið eins og með þarf. * A síðasta bæjarstjórnarfundi var til úmræðu tillaga frá bygginganefnd um að breyta byggingareitnum, sem búið er að ákveða fyrir verkamannabú- staðina á Gleráreyrum. Vill nú nefndin byggja framan við þau hús, sem búið er að byggja og gera þau að bakhúsum. Reit þenna var búið að ákveða með tilliti til þess að þarna risi upp laglegt húsahverfi. Þetta þykir bygginganefnd auðsjáanlega allt of flott, af því verkafólk á í hlut og ætlar sér að eyðileggja reitinn með hinum nýju bygg- ingum. Væntanlega kemur meiri- hluti bæjarstjórnar í veg fyrir þessi skemmdarverk. * 4 ráði er að byggja útvarps- höll í Reykjavík. Á það að verða veglegasta hús á Islandi og kosta fleiri miljónir króna. Er á þessu auðséð að dverg-Stalinarnir hérna á hala vei'aldar gera sig ekki ánægða með að kota út- varpinu sínu niður fyrst þeir eru búnir að ná tangarhaldinu á því. * Akveðið hefir verið að láta mál níu manna, sem voru í haldi hj á bresku hernaðaryf irvöldun- um og sakaðir voru um aðstoð við Þjóðverja í" styrjöldinni —- ganga til dóms, og skal saka- dómari fara með mál þeirra samkvæmt X kafla hegningar- laganna. * Samþykkt hefir verið í bæjar- stjórn Reykjavíkur tillaga frá fulltrúum Alþýðuflokksins um að bæjarstjórnin beiti sér fyrir því við ríkisstjórnina, að upp verði tekin skömmtun á mjólk í borginni svo snemma í haust, að tryggt verði að börn og aðrir, sem sérstaklega eru þurfandi fyrir mjólk, fái nauðsynlegan skammt af henni, en undanfarið hefir það verið svo, að mjög hefir þótt skorta á það að svo haíi verið. Þá hefir og verið samþykkt tillaga frá sömu full- trúum, um að byggingarefni það, sem til er á staðnum og flytst inn á næstunni, verði fyrst og fremst notað til að byggja íbúð- ir og gera við eldri íbúðarhús. * Eins og vitað er hafa mála- ferli mikil verið á döfinni und- anfarið út af ofbeldisaðförum og lögbrotum kommúnista stjórn armeirihlutans í Kaupfélagi Siglfirðinga, en hann hefir varnað löglega kosinni stjórn af meirihluta félagsmanna að taka til starfa við félagið. Fógetaúr- skurður er, nýgenginn í málinu og féll hann á þá lund, að hin löglega kosna meirihlutastjórn skuli taka við félaginu, en of- beldisseggirnir greiða 5 þúsund krónur í málskostnað. Hvorki útvarpið eða kommúnistablöðin hafa getið um þetta. *, Nýskeð hefir Áfengisverslun ríkisins opnað nýtísku útsölu á víni — „á besta stað í bænum" — Einnig hefir vínsala verið leyfð á Hótel Borg. Hafa vín- menn mjög fagnað þessum fram- kvæmdum og talið,.að nú mætti þess fyrst vænta að áfengismál- in kæmust í það horf, sem sæmdu „siðuðum" mönnum. Dagblaðið „Vísir" lýsir framförunum ný- lega á þessa leið: „Mjög mikið bar á ölvun og drykkjuskap í bænum um helg- ina. Aðfaranótt Sunnudagsins tók lögreglan milli 20 og 30 manns úr umferð. Þá nótt var „kjallarinn" marg fylltur ölvuðum mönnum. Ymist var „gestunum" hleypt út, er þeir voru álitnir hafa mannast svo mikið eða þeim var ekið heim til þess að rýma fyrir öðr- um, sem biðu eftir húsnæði. Heldur minni ölvun var í bæn um s. 1. sólarhring. Þó tók lög- reglan 10 manns úr' umferð og í nótt voru 2 teknir. Er langt síðan jafn mikið hefir verið að gera hjá lögreglunni eins og um þessa helgi." Svona vilja vínmennirnir hafa það. Rafiagnir * Viögerðir - Raftækjasala Allskonar nýlagnir, á Ljósaskálar, uppsetningar á suðuplötum, borðlampar, vindstöSvun ofnum, vegglampar, o. fl. straujárnum veggkerti, og öðrum perur rafáhöldum. o. fl. Vænranl.: Ljósakrónur, ofnar, suðuplötur, straujárn. Raftækjavinnustofan, Túngötu, (áður Billiardstofa Jóns Kristjánssonar). Gúsrav Berg Jónasson rafvirki. Fjaðratok Halldór Kiljan Laxness er jafn gott skáld þegar hann skrif- ar auglýsingar um „Þjóðvilja" þeirra kommanna, og þegar hann skrifar sögur um hérvillinga eða yrkir ljóð, sem ekki eru rétt rím- uð. I nýútkomnu hefti Útvarps- tíðinda skrifar hann auglýsingu um „Þjóðviljann' þeirra komm- anna. Þar segir að blaðið sé „'besta eignin í hverju smáu húsi". Þó sé ekkert „jafn auð- velt og benda á galla" hans, og „vitanlega gæti honum skjátlast í mörgu atriði", og „margt megi að honum finna". En ágæti blaðs ins sé fólgið í því, að alltaf hafi hann (Þjóðviljinnj staðið „fremstur" í baráttu íslenskrar alþýðu fyrir bættum kjörum. Nú munu það vera taldir þrír meg- inþættir, sem í baráttu íslenskr- ar alþýðu fyrir menningu ""og bættum lífskjörum hafa reynst henni drýgstir til frama: Sam- vinnuhreyfingin, Verklýðshreyf- ingin og Ungmennafélagshreyf- ingin. Sú fyrst talda er um 100 ára gömul. Onnur um 50 ára, og sú síðasttalda um 40 ára. „Þjóð- viljinn" þeirra kommanna er ekki 10 ára gamall!! Mikil blessuð stoð hefir stríðshetjum þessara þjóðfélagshreyfinga verið að blaðsneplinum! • Skrítileg prentvilla var í frá- sögninni af hádegisverðarboði norska sendiherrans í síðasta blaði. Þar var norski ræðismað- urinn hér kallaður ráðsmaður. En er það nú svo vitlaust að kalla þessa menn ráðsmenn í stað ræðismenn. Hvað segja málfræð- ingar um það? • Skyldu engin takmörk vera fyrir því upp á hvað lélegt ís- lenska útvarpið býður hlustend- um sínum. Lélegast af öllu því lélega, sem það ber á borð, eru hinir svonefndu gamanleikir, sem útvarpað er stundum á Laug ardagskvöldum. Allir eru þeir frámunalega efnislausir og „vit- lausir," eins og það er nefnt í daglegu tali.Þó mun leikurinn sl Tvær stúlkur vantar til Reykjavíkur, báð- ar í sama hús. — Stúlka með tveggja ára barn óskar eftir ráðskonuplássi á fá- mennu heimili í bænum. — Vinnumiðlunarskrifstofan NÝKOMIÐ: REGNHLÍFAR GÖNGUSTAFIR FERÐATÖSKUR Ennfremur enskir GÓLFKLÚTAR verð kr. 2,70. Brauns-Verzlun Páll Sigurgeirsson Molasykurinn kemur með e. s. „Selfossi" sem nú er á leiðinni að sunnan. — Viðskiftamenn vorir eru beðnir að vitja sykursins sem fyrst eftir komu skipsins hingað. — Kaúpfél. Verkamanna Laugardagskvöld hafa verið „met" niður á við. Þar var allt álíka — efni, andagift og með- ferð — enda engin von að nokk- ur leikari leggi sig í annað eins. Utvarpið er kallað menningar- tæki, en hvað segir fólk um annað eins og þarna var á ferð- inni. Vart er hægt að hugsa sér til svo lélega krá að slíkt „skemmtiatriði", sem hér var á ferðinni hefði þótt bjóðandi,. enda vafalaust alstaðar hafa verið hrópað niður. En Ríkis- útvarpið getur boðið upp á þetta og annað litlu betra! Sundmót Akureyrar fer fram n. k. Laugardag og Sunnudag. Sjá nánar á götuaug- lýsingum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.