Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 1
Enn um hafnargarð- inn á Tanganum. Hvað á að gera fyrir sjómenn- ina í vetur? Hvað fyrir verkamenu sem koma til með að búa við vax- andi dýrtíð? Enn virðist ekki bóla á fram- kvæmdum í hafnarmálum bæj- arins. Það virðist vera öllu minni lyftingin í bæjarstjórninni núna en í Febrúar s. 1. ár, þegar stóru fyrirsagnirnar prýddu dálka „Dags“ og bæjarstjórinn var sendur út af örkinni á fund mátt arvalda ríkisins og bæjarstjórn gaf út, að framkvæmdum yrði hraðað sem rnest mætti. Nú er svo hljótt uin þetta mál, sem mest má. Undirstaða hafn- argarðsins rekur upp stiklana um fjörur, en liggur í leyni fyrir sjófarendum urn flóð. Og bæj- arstjórnin virðist hafa vel gert og óhætt að geyina næsta bæjar- stjóra að byggja ofan á þessa glæsilegu undirstöðu, þar sem hver steinn kostar víst nú þegar fleiri tugi króna. En nú fer vetur að\ ganga í garð. Atvinna verkamanna er á þrotum. Sjómenn heim konmir, matvinnungar, sumir rúmlega, aðrir tæplega. Vaxandi dýtíð grefur gráðugum fingrum dýpra og dýpra niður í vasa verka- manna, sem tæmast samstundis þegar haustvinnuna þrýtur. Það þarf því engan vitring til að sjá, að ef bærinn ekki stofnar til ákveðinnar, áframhaldandi vinnu í vetur, blasir ekkert ann- að við fjölskyldumönnum í verkamannastétt en sultur. Ótrú- legt en satt. Og verkið bíður hinna starf- fúsu handa verkamanna og sjó- manna. Það er bæjarstjórnin, sem stendur á. Bæjarverkstjóri hefir skýrt ritstjóra blaðsins frá því, að töluvert sé til af sprengi- efni, og útvegun þess, sem meira þarf með, muni .engurn sérstök- um vandkvæðum bundin. Ekkert virðist því vanta nema framtaks- semi hjá bæjarstjórninni. Hún kemst ekki undan því að stofna til vetrarvinnu. Verkið liggur fyrir. Það bíð- ur meira að segja. Hví þá ekki að hafa allt til búið, þegar atvinnan þver í haust. Hver vikan, sem tapast, er dýrmæt. Vetrarveðráttan mun höggva nógu mörg og nógu stór skörð í atvinnuna þegar þar að kemur. Hver getur svarað }3ví? Maður, sem gjarnan vill kom- ast að við iðnstörf, skrifar blað- inu á þessa leið: „Þegar ég kom heim úr sum- arvinnunni, sem að þessu sinni var fjórum sinnum rýrari en venjulega, var mér það fyrst í hug, að útvega mér einhverja fasta vinnu, helst við iðnað. Var mér þá bent á, að þá nýskeð hefði verið auglýst eftir fólki — konum og körlum, — sem vildu sæta vinnu við iðnað. Eg þang- að og spurði. Nei, nei — aldrei vantað fólk! Enginn verður tek- inn! Eg spurði þá, hvort ekki hefði verið auglýst eftir fólki. Jú, reyndar liefði það verið gjört, en rétt svona til að prófa hvernig ástandið væri á þessu sviði. En — sem sagt — það vantaði ekkert fólk og enginn yrði tekinn. Nú er mér spurn: Er verið að gabba fólk? Eða er þetta gjört með tilliti til þess að erlent verkafólk verði flutt inn, eins og kvisast hefir að einstakir atvinnurekendur hafi hug á-um þessar mundir? Ætti verkafólk sem kynni að taka áðumefnda auglýsingu alvarlega og fær „Gjafir eru yður gefnar“ 1. Apr. 1939 voru lögleiddar nokkrar varúðarráðstafnir gegn hækkuðu verðlagi.Þessar ráðstaf anir voru þær fyrstu, sem gerðar voru af hálfu þess opinbera hér- lendis gegn þeirri dýrtíð, sem farið var að örla á. Þessar ráð- slafanir voru fólgnar í eftirfar- andi ákvæðum: 1. Hækkun landbúnaðaraf- urða skyldi hlíta sömu reglum og hækkun kaupgjalds verka- manna, þ. e. þáverandi hlutföll milli afurðaverðs og kaupgjalds skvldu haldast óbreytt. 2. Hækkun húsaleigu var bönnuð. 3. Bannað var að hækka út- lánsvexti. 4. Verðlagseftirlit skerpt. Þessar ráðstafanir gáfust yfir leit mjög vel, því að verðlagið hækkaði á tímabilinu Ap.—Okt. eða fram til ófriðarbyrjunar að- eins um 3%, en síðan fer hækk- unar að gæta af völdum stríðs- ins, og 1. Jan. 1940 er fram- færsluvísitalan komin upp í 112 stig. En í Janúar það ár er gerð á alþingi að tilhlutan Framsóknar- flokksins sú ákvörðun, sem ör- lagaríkust og óheillasömust hef- ir gerð verið um langt skeið hér á landi: Verðlag landbúnaðar- afurða er slitið úr tengslum við kaupgjald verkafólks. Um haustið sama ár rýkur vísilala landbúnaðarafurða upp í 163 stig (1. Des. 1940), en þá er .kaupgjaldsvísitalan 127 stig. Vert er að minnast þess, að und- ir forustu Alþýðuflokksins hafði verkalýðurinn lagt fram stór- merkt framlag til að halda niðri dýrtíð af hálfu kaupgjalds, þ. e. full dýrtíðarvísitala var ekki tekin á grunnkaup. Þarna komu nú þakkirnar, og ótrúlegt er, að íslensk alþýða gleymi því strax, að það er Framsóknarflokkur- inn, sem í dýrtíðarmálunum stígur fyrsta og versta óhappa- sporið. Nú rak hver hækkunin aðra: Afurðaverðið hækkaði, þá varð sömu svör og ég, að festa sér þau í minni ef tilraun skyldi verða gjörð með innflutning á erlendu verkafólki og það rétt- lætt með því að ekkert innlent verkafólk hafi verið fáanlegt þrátt fyrir að eftir því hafi ver- ið auglýst. Og hver vill svara því hvað svona hundakúnstir eigi að þýða?“ að hækka kaup. Þegar kaupið var hækkað þurfti að hækka af- urðaverðið aftur, og svo koil af kolli. Bann við hækkun húsa- leigu reyndist í mörgum tilfell- um ranglátt, þegar dýrtíðin fékk að leika lausum hala á öðrum sviðum, og niðurstaðan varð sú í reynd, að fjöldi íbúða var tek- in á leigu fyrir miklu hærra verð, en fram kom í vísitölu- húsaleigu. — Verðlagseftirlitið mun alltaf hafa reynst götótt í fjöldamörgum tilfellum. Þannig brotnaði liver stíflan af annarri gegn dýrtíðarflóðinu, eftir að Framsóknarfiokkurinn, með dyggilegri hjálp Sjálfstœðis jlokksins, hafði brotið þar fyrstu skörðin í. Um áramótin 1941—1942 grípa fyrrnefndir flokkar til þess örþrifaráðs, að samþykkja gerð- ardómslögin frægu. Alþýðu- flokkurinn hafði á aukaþingi 1941 borið frain all-ýtarlegt frumvarp til lausnar dýrtíðar- málinu, svo sem afnám tolla á skömmtunarvörum, samrœming verðlagseftirlits, lœkkun farm- gjalda, landsverslun o. fl., en bví hafði ekki verið sinnt. Nú hóf hann harðvítuga baráttu gegn gerðardómslögunum, enda urðu þau ekki langæ í sinni upp- haflegu mynd. Næstversta skrefið, sem stigið er í dýrtíðarmálinu, er svo störf sex manna nefndarinnar, en hún sat að störfum undir liandleiðslu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir áhrif þei*rar nefndar að mestu hækk- ar framfærsluvísitalan úr 183 stigum í 272. Þes6Í hæ'kkun er kölluð „lngólfsstyttan‘ eftir Tngólfi Jónssyni á Hellu, sjálf- stæðisflokksmanni. — En hverj- ir áttu að standa í ístaðinu fyrir verkalýðinn í sex manna nefnd- inni? Það var Alþýðusamband Islands. Þegar hér var komið sögu, höfðu kommúnistar náð þar yfirráðum með tilstyrk Sjálf stæðismanna, og þeir lögðu því

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.