Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.09.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriÖjudagur 25. Sept. 1945 Konan mín, SESII.ÍA EGGERTSDÓTTIR, sem andaðist 19. þ. m. verður jarðsett að Glæsibæ Fimmtu- daginn 27. Sept. Athöfnin liefst með húskveðju að heimili okkar, Dagverðareyri, kl. 1.30 e. h. Sætaferðir verða frá B.S.A. Kristján Sigurðsson. fulltrúann til í sex manna nefnd- ina. Sósíalistaflokkurinn - sam einingarflokkur alþýðu ber því þunga ábyrgð á, að samkomulag varð í sex manna nefndinni um ein- liverja þá mestu hringavit- leysu, sem samkomulag hefir náðst nokkurn tíma um hér á landi, og hefir orðið alþýðu landsins til hinnar mestu bölvunar. Þannig stóð þessi „máls- vari“ alþýðunnar í ístað- inu fyrir liana þá: En við skulum halda sögunni áfram. Þótt Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn klifuðu í sífellu á því, að kaup væri orðið alltof hátt, dettur þeim aldrei það snjallræði í hug að greiða niður kaup úr ríkissjóði. Nei, þeir standa að því ráði að greiða niður land- búnaðarafurðirnar. Þannig við- urkenndu þessir flokkar í verk- inu, að hlutfall kaups og afurða- verð hefði raskast launþegan- um í óhag. Hin geysilega röskun leyndist þó nokkuð um sinn vegna niður- greiðslanna úr ríkissjóði, al- menningur tók ekki eins eftir henni. Loks skeður svo það, að þess- ar greiðslur úr ríkissjóði eru orðnar svo gífurlegar, að hann fær ekki undir risið. Sjálfstæð- isflokkurinn, sem gengur að því er virðist með þá grillu eins og Framsóknarflokkurinn, að kjör- íylgi bænda vei’ði keypt með háu afurðaverði einu, grípur til þess gerræðis að stjórnskipa húnaðarráð, þótt bændur hefðu einmitt um sama leyti stefnt saman fjölmennum fundi, þar sem húast mátti við að verðlags- mál landbúnaðarafurða yrðu ýtarlega rædd. Þannig voru sjálf sögð réttindi bœnda, að þeir kysu sjálfir menn til að fjalla um verðlagsmál sín, af þeim tekin. Svo er að sjá, að Sósalista- flokkurinn hafi lagt blessun sírta yíir þetta tiltæki landhúnaðar- ráðherrans, Péturs Magnússon- ar, því að ekki stóð á íulltrúum þeirra í ráðinu að mæta. Þó mun flokknum hafa þótt skyn- samlegra að hafa einhverja smugu opna til að skjóta seýj undan ábyrgðinni, a. m. k. neit- aði hann að eiga menn í verð- lagsnefndinni, sem nýskeð hefir látið ljós sitt skína yfir alþýðu þessa lands: Gerðu svo vel, neytandi góð- ur, mjólkurlítrinn kostar kr. 1,82, smjörkílóið kr. 28,00, kjötkílóið kr. 10,85, kartöflu- kílóið kr. 1,54. Kaupið holla fæðu! Styðjið íslenska fram- leiðslu! „Ekki verður annað sagt en verði þessu sé mjög í hóf stillt,“ segir Morgunblaðið. „Það er tvímælalaust, að rík- isstjórnin og þeir flokkar, sem hana styðja, verða að horfast í augu við þann vanda að hindra hækkun vísitölunnar og senni- lega fyrr en varir við þann vanda, sem meiri er, að lækka hana“, segir Þjóðviljinn. Já, ekki er nú illa af stað far- ið! Annars virðist ríkisstjórnin hafa yfirleitt snjalla leið að hennar dómi út úr dýrtíðaröng- þveitinu. Það er sem sé upplýst mál, að hlutdeild smjörverðs í vísitðlunni er reiknað af AME- RÍSKA SMJÖRINU, sem hefir verið skammtað rúml. 1 kg. á mann, það sem af er þessu ári, og þó ekki verið nægilegt af því til upp í þennan skammt.*) Má nú húast við, að vísitala af kjöti, mjólk og kartöílum verði reikn- uð eftir einhverjum smáskammti þessara vara, sem flutt verði inn fyrir miklu lægra verð en er á ísl. vörunni!!! Sex-manna-nefndar-grundvöll- urinn, sem verð búnaðarafurða hefir verið byggt á — og full- trúi kommúnista þurfti á sínum tíma aðeins að gera ágreining um, svo að engu yrði — féll úr gildi 15. Sept. þ. á. Samt er verð ið enn byggt á sömu forsendum og áður var. Hvernig voru þær forsendur fundnar í upphafi? Lagðir voru til grundvallar annars vegar hú- reikningar, sem engar fullnægj- andi upplýsingar lágu fyrir um, að réttir væru allir, hins vegar árstekjur verkamanna og þá fyrst og fremst þeirra, sem höfðu haft gífurlega eftirvinnu vegna óvenjulegs ástands á vinnumark- aðinum. Nú er að minnsta kosti eftirvinna að mestu úr sögunni, og auk þess hafa fjölmargir verkamenn og sjómenn orðið fyrir tilfinnanlegum skakkaföll- um af völdum síldarleysis í sum ar. Þótt svo hafi verið, að niðui'- staða sex-manna-nefndarinnar hefði verið rétt 1942, mælti allt með því, að hún væri það ekki lengur. En breyttum aðstæðum var ekkert sinnt. Nú er svo kom- *) Fólk veiti því athygli, að lilutur smjörsins í framfærsluvísitölunni hefir verið — við útreikning hennar — miðað- ur við verð ameríska smjörsins, sem, þrátt fyrir óhæfilega liáa álagningu, hefir verið helmingi ódýrara en íslenska smjör- ið. Líka hefir ekkert verið hugsað um að tryggja það, að fólk hafi aðgang að ameríska smjörinu. T. d. hefir amerískt smjör verið ófáanlegt hér á Akureyri síð- an í vor, og aukastofnar þeir, sem gefa réttinn til þessa ríflega skammts, eru fólki ónýtir. Hér er því um eitt mesta svindlið að ræða, scm framið hefir verið í sam- handi við vísitöluna, þó margt hafi þar gruggugt verið. Ritstj. ið, að verkamaður fær fyrir dag kaup sitt 30 1. mjólkur, en 47 l. 1939. Nú fær hann tæp 2 kg. smjörs fyrir dagkaup sitt, en 4 kg. 1939; og ekki verður hlut- fallið milli kaups og kjötverðs betra. Nú skulum við gera ofurlítinn útreikning okkur til gamans. Það mun ekki teljast stórt hú, þar sem 5 kýr eru og 60—70 ær, en heldur ekkert sérlega lítið. Segjum að meðalnyt kúnna sé 2800 L, sem ekki telst þó gott. Þær mjólka þá 14,000 1. á ári, verð 1,25 kr. til bóndans (með núgildandi verðl. talsvert liærra), það gera 17,500,00 kr. á ári. Við skulum einnig segja, að hóndinn leggi inn 60 dilka, því að eitthvað af ánum hefir verið tvílembt, meðalvigt sé 13 kg., sem er heldur rýrt, það gera 780 kg. kjöts. Með núgild- andi verðlagi er ekki ofætlað, að hóndinn fengi 8,00 kr. fyrir kg. en þetta yrðu þá 6040,00 kr. Auk þess er svo slátur, mör og gærur af dilkunum og ull af ánum. Það er því ekki ofsagt, að hrúttótekjur bónda þessa séu 24 þús. kr., og þótt helmingur- inn færi í kaupgreiðslur, fóður- hætis- og áburðarkaup, yrði þó eftir meira en meðalárstekjur verkamanna hér á Akureyri. — Það þarf því meir en meðal þykkskalla til að sjá ekki, að grundvöllur sex-manna-nefndar- innar var frá upphafi rangur. En þó er það versta ótalið enn: Þeir hændur, sem ráðið hafa um verðlagsmálin eru að meirihluta stórbændur. Stórbœndasjónar- miðin hafa því algjörlega ráðið í þessum málum, og niðurstaðan orðið sú, að þeir sem sátu á bestu jörðunum, höfðu best búin og best markaðsskilyrðin, hafa fengið langsamlega mest af verð uppbótum ríkissjóðs. Það mun á sínum tíma ekki þykja ófróðlegur kapítuli í fs- lenskri stjórnarsögu, að á árun- um 1942— (ja, til hvað?) hafi íslendingar verið svo auðug þjóð, að þeir hafi greitt sumum hátekjumönnum sínum við land- búnaðinn stórfé til viðbótar úr ríkissjóði. Hugsum okkur, hvað gera hefði mátt við 20—30 milj., sem árlega hafa runnið til nið- urgreiðslu innlendra afurða! Fróðir menn þykjast hafa reikn- að út, að það muni kosta 50 þús. kr. á býli að raflýsa allar sveitir landsins. Hvað hefði þá mátt raflýsa mörg hýli fyrir þetta fé? Hvað hefði mátt slétta og rækta marga ha. lands fyrir það? Hvað hefði mátt byggja marga sveitabæi að nýju fyrir það? Hvað hefði mátt kaupa mikið af vélum fyrir það? Hve mikið hefði verið hægt að hæta hag verrstæðra bænda með því? En íslenskir bændur völdu sér að fulltrúum Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn, sem fannst það hollráð að brjóta niður hömlur gegn dýrtíðinni, íslenskir atvinnurekendur völdu sér Sjálfstæðismenn að fulltrú- um, sem unnu svo vasklega að hækkun kaupgjalds, að margir þykjast sjá fyrir hrun atvinnu- veganna, ef ekki fæst úr bætt, og íslenskur verkalýður studdi kommúnista til aukinna áhrifa í stjórnmálum landsins, áhrifa, sem hann sýpur nú grimmilega seyðið af, því að Framsóknar- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn og Kommúnistaflokkurinn eru allir samábyrgir fyrir hringa vitleysu landbúnaðarvísitölunn- ar. Hver verður svo niðurstaðan eftir hin miklu veltiár íslend- inga? Eiga ekki verkamenn stór- fé í sparisjóðshókinni sinni til ac^ hyggja sér hús fyrir, kaupa sér húsgögn og mennta börn sín? Eiga ekki bændurnir í afskekt- ari sveitunum og á erfiðari jörð- unum stórfé í handraðanum til að bæta jörðina sína og lifsskil- yrði öll? Á ekki gamla fólkið, sem verið hefir að murka sam- an til elliáranna, roknaupphæð- ir til að baða sig í mjólk fyrir? Onei, við erum enn svo blessun- arlega fastheldin á þessa ágætu stjórnarreglu, sem virðist hafa fylgt mannkyninu niður í gegn- um aldirnar: „Því sá, sem hefir, honum mun gefið verða, og sá, sem ekki hefir, frá honum mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefir.“ Stjórnarblöðin,Þjóðviljinn og Morgunblaðið, láta skína í það, að dýrtíðarmálin eigi senn að leysa á röggsaman hátt. Hefði þá ekki verið skynsamlegri byrj un að hefja verkið svo snemma, að aldrei hefði komið til verð- hækkunarbrjálæðis þess, sem nú er skollið yfir? Aldrei verður úr þessu því í lag kipt, að neytend- ur hafa orðið að greiða inn- lendu vöruna nú um skeið óhóf- legu verði. Og þó ríkisstjórnin

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.