Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 1
Hlþíjíiumcul urimx XV. árg._ Þriðjudaginn 2. Október 1945 39. tbl. Lítil bót í máli. Á Laugardaginn var gaf Land búnaðarráðuneytið út svohljóð- andi bráðabirgðalög: „1. gr. Við útreikning vísi- tölunnar 1. Október 1945, og þar á eftir, skal aðeins reiknað með því verði á nýju og söltuðu dilkakjöti, hangikjöti og vinnslu- vörum úr kjöti, sem talið var í vísitölunni 1. Sept. 1945. 2. gr. Mismun á útsöluverði og vísitöluverði kjöts þess, er um getur í 1. gr., eiga menn, að undanteknum þeim er í 3. gr. segir, kost á að fá endurgreitt ársfjórðungslega úr ríkissjóði frá 20. Sept. 1945. Engum verð- ur þó greidd niðurgreiðsla á meira magni en 40 kg. á ári fyr- ir hann sjálfan og hvern mann, sem hann hefir á framfæri sínu. 3. gr. Rétt til niðurgreiðslu samkvæmt 2. gr. hafa þó ekki: 1. Þeir, sem hafa sauðfjár- rækt að atvinnu að meira eða minna leyti. 2. Atvinnurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjónustu sinni. 3. Þeir, sem fá laun sín greidd að nokkru leyti með fæði. 4. gr. Skattanefndir eða skatt- stjóri í hverju umdæmi semji skrá um alla þá, sem hafa rétt til niðurgreiðslu, og skal skráin miðuð við síðustu skattaskrá á hverjum tíma. Synjun um upp- töku á skrá má áfrýja til yfir- skattanefndar, sem kveður upp endanlegan úrskurð þar um. 5. gr. Ákveða má með reglu- gerð um alla framkvæmd laga þesara, þar á meðal um fyrir- komulag niðurgreiðslna, ákvæði er miða til tryggingar því, að þeir, er fái niðurgreiðslur, hafi notað tilsvarandi kjötmagn, og um fyrning á niðurgreiðslu- kröfu. 6. gr. Brot á lögum þessum, reglugerðum eða öðrum fyrir- mælum, sem sett kunna að verða samkvæmt þeim, varða sektum allt að 10 000 krónum, nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt öðrum lögum, og skal farið með mál út af þeim að hætti opinberra mála. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Þá gaf ráðuneytið sama dag út bráðabirgðalög um lækkun á neytslumjólk svohljóðandi: „1. gr. Aftan við 1. tölulið 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Verðlag á mjólk má ákveða mismunandi eftir því, hvort hún er seld beint frá mjólkurbúum eða beint fi*á framleiðendum til neytenda, enda verði þá verð- munurinn greiddur úr ríkissjóði 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Eins og sést á báðum þessum lögum er með þeim gerð tilraun til að draga svo úr áhrifum af- urðahækkunarinnar, sem Verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða á- kvað um daginn, svo að vísitala framfærslukostnaðar fari ekki upp úr öllu veldi. En stautið með niðurgreiðslu kjötverðsins síðar mun mörgun þykja leiðin- legt, og hætt við að ýmislegt geti þar farið í handaskolurn. Og auðvitað er þetta engin úr lausn. Meðan ríkissjóður greið- ir verð varanna niður er í raun og veru engin bót fengin á dýr- tíðarfárinu. Og það sem hér er reynt að krafsa í bakkann er sennilega gert til að firra Al- þingi því að byrja þegar á dýr- tíðarmálunum, sem annars mundu taka upp allan tíma þess. Bótin, sem almenningur í kaup- stöðum mun aðallega verða var við, er lækkunin á mjólkinni. (Sjá augl. í blaðinu í dag), og ákvæðin um að láta verðhækk- unina á kjötinu ekki hafa áhrif á vísitölu framfærslukostnaðar forðar frá kauphækkun, sem myndi hafa stöðvað ýmsar grein ar atvinnureksturs í landinu. Hvorutveggja þetta eru und- anbrögð, en ekki lækning á aðal- viðskipta sýkingunni. Verkfall hófst í gær á skipum Eimskipa- félagsins og Skipaútgerðar rík- isins. Voru samningar útrunnir frá og með 1. þ. m. og samning- ar höfðu ekki tekist í tæka tíð. Engin skip lágu í Rvík í gær, og er því verkíallið óvirkt ennþá, en hefst jafnóðum og skipin koma í hcimahöfn. Málið er í höndum sáttasemjara ríkisins. Bragð er að „Dagur" lýsir óhrifum sam- þykkta sex-manna nefndar- innar frægu á atvinnulíf í landinu, og svikum Fram- sóknarflokksins við som- komkomulagið 1939. í hinni ýtarlegu grein Br. S. í síðasta blaði er rétt og skýrt sagt frá hvern þátt Framsóknar- flokkurinn hefir átt í því að auka dýrtíðina í landinu, en Framsóknarfl.blöðin gera allt sitt til að æsa þjóðina upp gegn núverandi ríkisstjórn vegna þeirrar dýrtíðar, sem Framsókn er aðalhöfundur að. í grein Br. S. segir svo: „1. Apr. 1939 voru lögleiddar nokkrar varúðarráðstafanir gegn hækkuðu verðlagi. Þessar ráð- stafanir voru þær fyrstu, sem gerðar voru áf hálfu þess opin- bera hérlendis gegn þeirri dýr- tíð, sem farið var að örla á. — Þessar ráðstafanir voru fólgnar í eftirfarandi ákvæðum: 1. Hækkun landbúnaðaraf- urða skyldi hlíta sömu reglum og hælkkun kaiípgjalds verka- manna, þ. e. þáverandi hlutföll milli afurðaverðs og kaupgjalds skyldu haldast óbreytt. 2. Hækkun húsaleigu var bönnuð. 3. Bannað var að hækka út- lánsvexti. 4. Verðlagseftirlit skerpt. Þessar ráðstafanir gáfust yfir leitt mjög vel, því að verðlágið hækkaði á tímabilinu Ap.—Okt. eða fram til ófriðarbyrjunar að-"’ eins um 3%, en síðan fer hækk- unar að gæta af völdum stríðs- ins, og 1. Jan. 1940 er fram- færsluvísitalan komin upp í 112 stig. En í Janúar það ár er gerð á alþingi að tilhlutun Framsóknar flokksins sú ákvörðun, sem ör- lagaríkust og óheillasömust hef- ir gerð verið um langt skeið hér á landi: Verðlag landbúnaðar- afurða er slitið úr tengslum við kaupgjald verkafólks. Um haustið sama ár rýkur vísitala landbúnaðarafurða upp í 163 stig (1. Des. 1940J, en þá er kaupgjaldsvísitalan 127 stig. Vert er að minnast þess, að und- ir forustu Alþýðuflokksins hafði verkalýðurinn lagt fram stór- TrúnaBarrábsmanna- Imdur Alþyðu- tlakksins stendur nú yfir í Reykjavík. Er hann sóttur af mönnum úr öllum landsfjórðungum.. — Mun þingflokkurinn hafa ósk- að eftir að ráðfœra sig við trúnaðarmenn flokksins áður en Alþingi tekur til starfa. Fijótir nú Mig vantar eldri menn eða unglinga til að bera Alþýðu- blaðið til kaupenda í bæn- um. Lítil vinna. Vel borg- uð. Taliu strax við mig! HALLDÓR FRIÐJÓNSSON merkt framlag til að halda niðri dýrtíð af hálfu kaupgjalds, þ.e. full dýrtíðarvísitala var ekki tekin á grunnkaup. Þarna komu nú þakkirnar, og ótrúlegt er, að íslensk alþýða gleymi því strax, að það er Framsóknarflokkur- inn, sem í dýrtíðarmálunum stígur fyrsta og versta óhappa- sporið.“ Hér er ekki farið með stór- yrðin, en sannleikurinn sagður hreint og beint. Og áframhald af þessu var sex-mannanefndar- samkomulagið. Síðasti „Dagur“ lýsir því, hvernig svik Framsóknar 1940 hefir leikið þjóðina undanfarin ár og hvernig ástandið er nú orðið. Segist blaðinu svo frá, meðal annars: „Hætt er við því, að almenn- ingi þyki þunginn af því glap- ræði, að dýrtíðardraugnum var sleppt lausum, er verst gegndi nokkuð mikill og átakanlegur, þegar sól stríðsgróðans og hinn- ar ímynduðu hagsældar er að fullu af lofti.“ ' „Því miður er ekki annað sýnna en að verðbólgan muni innan skamms sigla öllu atvinnu lífi okkar íslendinga í strand og koma fjárhag þjóðarinnar á vonarvöl að nýafstöðnum mestu uppgripaárum, sem um getur í allri sögu okkar frá öndverðu.“ Já, þau hafa orðið þjóðinni dýr, svik Framsóknar við sam- komulagið 1939, og kapphlaup Sjálfstæðisins — og síðar komm únista við hana um ..bændafylg ið.“

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.