Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Þriðjudagur 25. Sept. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: ' AI!i;!htlloklísfélag Akureyrar Abyrgðarmaður: Erlingur FriSjúnsson Blaðið lceaiur út á hverjum I'riðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Argangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. ------------—--------------—r TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Basjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—-12 og 1-—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4%—5Mj — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%^—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Arni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11-—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12. 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldursbagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins i hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — Fimmtugur varð s. 1. Föstu- dag Óli P. Kristjánsson, póst- meistari. Utanríkis- málaráðu- neytið leiðréttir Ulanríkismálaráðuneytið hef- ir gefið út tvær yfirlýsingar vegna blaðaskrifa urn samninga menn ríkisstjórnarinnar erlend- is, og samninga þá, er þeir hafa gjört. Segir um sænsku sanming ana á þessa leið: „Út af umræðum, sem hafa orðið um íslensk-sænska við- skiptasamninginn, og misskiln- ing á sanmingnum, sem fram hef ir komið í þeim umræðum, vill utanríkisráðuneytið taka þetta fram: 1) Að þegar umboðsmenn rík isstjórnarinnar undirskrifuðu þennan sanming, höfðu þeir til þess fullt umboð frá ríkisstjórn- inni. Samningsnefndin hafði þá símað ríkisstjórninni allan sanm inginn, og hafði ríkisstjórnin að sjálfscgðu kynnt sér efrd hans til hlítar. 2) Um samninginn var enginn ágreiningur innan ríkisstjórnar- innar, annar en sá, að tveir af ráðherrunum vildu beinlínis gera það að skilyrði fyrir að Is- lendingar samþykktu sanming- inn, að Svíar veittu útflutnings- leyfi á 50 þúsund síldartunnum umfram það sem var í samningn um, enda var þá af hálfu Is- lands talið engu síður mikils- vert að tryggja sér umræddar vörur frá Svíþjóð, en hitt að selja þeim vörur okkar.“ Ut af blaðaskrifum um utan- för Einars Olgeirssonar og hvert aðal-erindi hans í austurveg sé, segir utanríkismálaráðuneytið að hami hafi farið þessa för vegna eindi'eginna óska utanrík- isráðherra og tilmæla Péturs Benediktssonar sendiherra í Moskvu. Tilkynninfj frá NýbygoingarráDi. Út af árásum á Nýbyggingar- ráð í „Tímanum“, blaði Fram- sóknarflokksins, þann 7. og 11. Sept. sl. í sambandi við veitingu ráðsins á gjaldeyris- og innflutn ingsleyfi fyrir vélskipinu Hauk- ur, sem sökk á leið til íslands frá Bretlandi þann 31. Agúst sl. vill Nýbyggingarráð taka fram það, sem hér fer á eftir: Þegar kaupendur Hauks leit- uðu til Ný! yggingarráðs vegna fyrirgreiðslu til skipakaupanna, var þeim 1 'gar sagt, að tryggt vrði að vera, að skipið væri byggt eftir reglum og undir eft- irliti viðurkennds skipaflokkun- arfélags. Þeir lögðu og síðar fram símskeyti frá umboðs- manni Bureau Veritas í Halifax, er staðfesti að skipið væri byggt eftir reglum og undir eftirliti Bureau Veritas. í bréfi sínu 12. Mars þ. á. til Viðskiptaráðs, er hefir með höndum útgáfu' gjaldeyris- bg innflutningsleyfa eftir meðmæl- um Nýbyggingarráðs, tók Ný- byggingarráð það fram ásamt öðrum skilyrðum fyrir útgáfu leyfisins, að skipið yrði að vera byggt eftir reglum Buseau Veri- tas. Vottorð frá trúnaðarmanni Bureau Veritas, dags. í Halifax 17. Maí þ. á., er staðfestir að skipið hafi verið byggt eftir regl um og undir eftirliti Bureau Veritas, var afhent skipaskoðun- arstjóra ríkisins, þegar skipið kom hingað til lands, og í haf- færisskírteini skipsins, útgefnu í Reykjavík 6. Júlí þ. á., segir, að skipið fullnægi ákvæðum laga nr. 93 frá 3. Maí 1935 um eftirlit með skipum. Telur Nýbyggingarráð. að framanritað ætti að nægja til þess að sýna það, að ásakanir Tímans á hendur ráðinu vegna leyfisveitingu fyrir þessu skipi eru á engum rökum reistar. Skrif Tímans um það, að Ný- byggingarráð „virðist láta alger Jega eftirlitslaust hverskonar skip séu flutt til landsins heldur láti hvern sem vill fá gjaldeyri til skipakaupa“ og „að hingað séu keypt gömul skip, sem aðr- ar þjóðir vilji ekki nota lengur“ munu eiga við nokkur sænsk fiskiskip, sem Nýbyggingarráð hefir samþykkt að veita gjald- eyri fyrir. Ut af þessu skal það tekið fram, að Nýbyggingarráð hefir við allar slíkar leyfisveitingar gert það að skilyrði, að styrk- leiki og gerð skipanna fullnægi kröfum þeim, sem gerðar eru af skipaeftirliti ríkisins. Einnig hvað þetta snertir eru því ásakanir Tímans úr lausu lofti gripnar. Reykjavík, 12. Sept. 1945 Jóhann Þ. Jósefsson. (sign.ý Lúðvík Jósefsson. (sign.J Steingrímur Steinþórsson. (sign.ý Oskar Jónsson. (sign.J —O— Hjónabönd: Ungfrú Steinunn R. Árnadóttir, Jóhannssonar skipstjóra og Anton B. Finnsson frá Ólafsfirði. Ungfrú Anna Árnadóttir frá Þverá og Kjartan V. Haraldsson afgreiðslumaður Akureyri. Merk kona látin I gærkvöldi andaðist að Gránu félagsgötufélagsgötu 18 hér í bænum Kristjana Jónatansdóttir fyrrv. rjómabústýra á Hvann- eyri, 74 ára að aldri. Kristjana var sannur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Iðjusemi, trú- mennska í starfi, greiðasemi, sem ekki sést fyrir, og fyllstu kröfur til sjálfrar sín og annara voru meginstoðir langrar starfs- æfi. Sjálfmenntuð og síleitandi að hagnýtri fræðslu ruddi hún sér braut að vandasömum störf- um í þarfir þjóðarinnar, og hlaut verðugt lof fyrir. Vinsæl var hún og virt af þeim, sem hún um- gekkst. Og þeir voru margir. Stnttar erlendar fréttir. Þeir menn, sem Bandamenn liafa sett til að athuga um matar- birgðir á meginlandinu á kom- andi vetri, telja að hungurvofan vofi yfir Þýskalandi og ýmsum hernumdu löndunum. Öttast heilsufræðingar influensu og fleiri pestir, þar sem aðbúnaður fólks sé svo slæmur, og íólkið veiklað og vanmáttugt eftir margra ára harðindi og matar- skort. ★ Rússár virðast vera all-illir í garð vestur-þjóðanna um þess- ar mundir. Einkum hafa Svíar og Svisslendingar orðið fyrir barðinu á rússneskum blöðum fyrir frjálslyndi í garð „fasista“ eins og Rússar kalla alla þá, sem ekki vilja krjúpa auðmjúkir að fótskör Stalins. Þá hafa fjölda- handtökur átt sér stað í Finn- landi, sjálfsagt að undirlagi Rússa. Eru þær réttlættar með því, að verið sé að undirbúa byltingu í landinu!! Mjög lík- legt eða hitt þó heldur, að smá- þjóð, afvopnuð að hálfu leyti eða meira, hugsi sér að stofna til byltingar rétt framan við fall byssukjafta rússneska hersins. * Óróagjarnt er í Indlandi og víðar í Asíu. Krefjast þjóðir og þjóðabrot hér og þar fullkom- ins sjálfstæðis, og er talið að Japanir muni róa undir þessum óeirðum á sumum stöðum. Her- nám Japana er talið að gangi að óskum. Friðlega lítur út milli kínversku stjórnarinnar og kommúnista. Verið er að undir- búa lýðræðislegar kosningar í mörgum löndum. Fara þær sum- staðar fram í þessum mánuði, en annarstaðar ekki íyr en und- ir áramót.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.