Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.10.1945, Page 2

Alþýðumaðurinn - 16.10.1945, Page 2
2 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 16. október 1945. Alþýðumálin og kommúnistar Þakka hjartanlega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarð- arför fósturdóttur minnar Friðriku Jónsdóttur. Sigurlaug Jónsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Kristjönu Jónatansdóttur. Vandamenn. Innilegt þakklæti til allra þeirra, er auðsýndu mér hjálp og samúð í veikindum, við andlát og jarðarför mannsins míns Eðvalds Eðvaldssonar. Guð launi ykkur öllum. Akureyri 10. Okt. 1945 Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. í síðustu viku var ekki um annað meira rætt í stjórnmála- heiminum en endalok ráðherra- fundarins í London. Tilefni þess var það, að mönnum varð fylli- lega ljóst, hvers vegna fundur- inn fór út um þúfur, þegar Ern- est Revin, utanríkisráðherra Breta, flutti skýrslu sína um fundinn í síðastliðinni viku. — Samkvæmt frásögn hans hafði fundurinn gengið að óskum framan af, um sum mál náðist samkomulag og um önnur atriði var að vísu skoðanamunur, en allar horfur á, að jafna mætti ágreininginn. En er líða tók á fundinn, kom „línan frá Moskva“, og kom þá í ljós, að félagi Molotov hafi villst út af línunni — eins og reyndar hefir fleiri hent. Hann hafði samið um atriði, sem Stalin gat ekki íallist á, eins og trúum þjóni sæmir, hlýðnaðist hann skipun- um yfirboðara síns, skipti um skoðun og kvaðst nú ekki geta staðið við það, sem hann hafði áður samið um. Slíka afstöðu gátu hin stórveldin ekki metið að verðleikum, héldu fast við íyrri afstöðu sína og fundinum lyktaði, án þess að nokkui ár- angur næðist í því starfi, er hon- um var ætlað, að koma.skipan á landamæri og stjórnarfar í nokkrum Evrópuríkjum. Enginn undrast það. þótt nlörg ágreiningsatriði komi fram á slíkum fundum. Málin, sem um er rætt, eru bæði viðkvæm og vandasöm, hagsmunir og hug- sjónir þjóðanna, sem hlut eiga að máli ólík. Það, sem bjartsýn- ir menn hafa treyst á, er vilji stórveldanna til samninga og samvinnu. En það verður nú æ Ijósara, að vilji Rússa til þess að ráða einir og ryðja kommúnism- anum braut er miklu, miklu meiri en vilji þeirra til þess að komast að sanngjömum samn- ingum, sem líklegir eru til þess að koma í veg fyrir styrjaldir eða að minnsta kosti að fresta styrjöldum. Það þótti á sínum tíma tíðindum sæta, þegar Al- þjóðasamband kommúnista var lagt niður, og vildu ýmsir telja það merki um tillátssemi Rússa við Vesturveldin. Nú er hinsveg- ar komið í ljós -— eins og reynd- ar öllum mátti vera ljóst þegar í stað, að hér var aðeins um her- bragð að ræða. Sannanir hafa fengist fyrir því, að kommún- istar utan Rússlands og flokkar þeirra fá fyrirskipanir frá Moskva, alveg eins og Molotov, og þeir hlýðnast þeim nákvæm- lega á sama hátt. Sovétstjórnin skipuleggur þannig innan hvers þjóðfélags hópa, sem taka skil- yrðislaust afstöðu með henni, án þess að skeyta um hagsmuni síns eigin þjóðfélags, nákvæm- lega á sama hátt og Hitler skipu- lagði „fimtu herdeildirnar" á sínum tíma. Afstaða Rússa við samningaborðið er því sterk. En hvað tekur nú við? Bevin lét þá von í ljós, að samkomu- lag mundi síðar nást. En hvað gat hann gert annað? Gat utan- ríkisráðherra Breta risið upp og sagt: „Eg er vonlaus um allt 'samkomulag?“ Hver sem skoð- un hans var, mátti hann ekki á þessu stigi málsins segja neitt, sem fór í þá átt. Svartsýnir menn búast við styrjöld. Um það skal engu spáð, enda ekki sýnilegt, að ný styrjöld leysi vandann, því að stórveldi eins cg Rússland getur að vísu beðið ósigur í styrjöld, en því verður ekki haldið niðri til lengdar. — Þetta gera Vesturveldin sér ljóst, svo að búast má við að þau reyni samningaleiðina til þrautar. En ef í ljós kemur, að hún reynist ófær, verður vafalaust gripið til annara ráða. x. Glóðu ljáir, geirar sungu eftir pólska rithöfundinn Jan Karski og æfintýramanninn má engu síður segja, segir frá leyni- starfseminni í Póllandi undir oki nasismans. Lýsir hún hetju- dáðum, frömdum við hin erfið- ustu skilyrði og gefur innsýn inn í hina pólsku, ódrepandi þjóð- arsál, sem berst upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni. Þetta er fyrsta bókin um þetta efni, en fleiri munu á eftir fara, því víðar en í Póllandi átti þessi barátta sér stað. En bókin talar ekki neinu við þetta. Hún talar sínu máli, ógleymanlegu hverj- um, sem ann frelsi og lýðræði. Málið á bókinni, en hún er þýdd af Kristmundi Bjarnasyni, er alþýðlegt og viðfeldið, og efn ið verður alls ekki þanið né staglsamt, éins og svo oft vill brenna við hjá þeim, sem fjalla um svona efni. Frágangur bókarinnar, sem er um 250 blaðsíður, er hinn besti. Bókaútgáfan Norðri h. f. gaf út. Hvernig verð nr kjðtið Á Laugardaginn gaf Viðskifta málaráðuneytið út reglugerð um niðurgreiðslu kjöts. Reglu- gerðin er ekki komin hingað prentuð, en Morgunblaðið segir frá henni sl. Sunnudag á þessa leið: ,,í reglugerð þessari, sem er í 10 greinum, segir m. a. Niður- greiðsla þessi fari fram árs- fjórðungslega, frá 20. Sept. sl. Enginn fær þó greitt niður fyrir meira magn en 10 kg. á ársfjórð iftigi, fyrir sjálfan sig og hvern mann, sem hann hefir á fram- færi sínu. Rétt til niðurgreiðslu hafa ekki. í fyrsta lagi þeir sem hafa sauðfjárrækt að atvinnu að ein- hverju leyti. — í öðru lagi at- vinnurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjónustu sinni, og í þriðja lagi þeir sem fá laun sín greidd að öllu eða nokkru leyti í fæði. Þeir sem eru taldir í fyrstu tveim liðunum fá ekki heldur niðurgreiðslu fyrir þá er þeir hafa á framfæri sínu. Hinsveg- ar þeir sem taldir eru í þriðja lið geta fengið niðurgreiðslu fyr ir þá er þeir hafa á framfæri. Allir þeir, sem óska þess að fá endurgreiddan úr ríkissjóði hluta af kjötverði, og til þess hafa rétt, skulu afhenda hrepp- stjóra eða lögreglustjóra í Rvík tollstjóra kröfu um það á þar til gerðum eyðublöðum. Þar skal þetta tekið fram: Nafn, staða og heimilisfang um- sækjenda. Yfirlýsing um kjöt- kaup hans á tímabilinu er hann óskar endurgreiðslu fyrir, í fyrsta sinn tímabilið 20. Sept. til 20. Des. 1945. Drengskapar- yfiirlýsing um það, að hann hafi notað kjöt þetta til heimilisins og um það, hvert hafi verið inn- kaupsverð þess. Ef um er að ræða menn sem keypt hafa til- búinn mat, annað hvort í mat- sölu, skólum eða öðrum stofn- unum, skulu þeir í stað þess gefa yfirlýsingu um það að þeir hafi keypt tilbúinn mat, þar á meðal kjöt, hvar þeir hafi keypt hann og hvað þeir hafi greitt fyrir hann. Hafi menn fengið ókeypis fæði t. d. í foreldrahúsum eða hjá ættingjum, skulu þeir gefa þeim er þeir hafa fengið mat- inn hjá yfirlýsingu um það, og jafnframt að þeir afsali sér nið- urgreiðslu til þeirra. Er þá við- takanda yfirlýsingarinnar heim- ilt að telja þá framfærða af sér í þessum skilningi, enda láti þeir yfirlýsinguna fylgja kröfu sinni.“ Alþýðum. hefir þótt rétt að birta þetta nú þegar, vegna þess að mörgum leikur forvitni á að kynnast þessu máli strax. Helgi Hannesson, sem undanfarið hefir verið fram kvæmdastjóri Alþýðuflokksins ogorðið mjögvinsæll í því starfi, hefir nú horfið að sínu fyrra starfi, en hann var áður og verð- ur framvegis kennari á ísafirði. Hver verður eftirmaður hans í hinu vandasama starfi hjá flokkn um er ekki fullráðið enn. Helgi vann starf sitt hjá flokknum með ágætum og er sæti hans vand- skipað. Fylgja honum þakkir allra flokksmanna fyrir eins- dæma lipurð í starfi og glæsi- leik í framkomu hvar sem hann mætti fyrir flokksins hönd. Kaffiskömmtun hefir verið afnumin. Geta menn því hér eftir keypt kaffi án seðlaafhend ingar. Samtímis hefir verið hert á sykurkaupahömlunum. Mega verslanir ekki afhenda sykur hraðar en eftir tölusettum sykur- miðum. niður?

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.