Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Síða 1
ur uux XV. árg. • Þriðjudaginn 23. Október 1945 43. tbl. Nýju fræðslulögin Meiri hluti mentamálanefnd- ar neðri deildar Alþingis flytur frumvarp til laga um skólakerfi og frœðsluskyldu, sem samið er af milliþinganefnd í skólamál- um, er skipuð var af Einari Arn- órssyni fyrrverandi menntamála ráðherra á sumarmánuðum árið 1943 og falið var „að rannsaka kennslu- og uppeldismál þjóðar- innar og gera tillögur um skipun þeirra.“ Frumvarp þetta er í tíu grein- um og fer það hér á eftir í heild. Fylgir því ýtarleg greinargerð milliþinganefndarinnar og yfir- lit yfir skólakerfi Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Englands. 1. gr. Allir skólar, þeir sem kostaðir eru eða styrktir af al- mannafé, mynda samfellt skóla- kerfi. 2. gr. Skólakerfið skiptist í þessi fjögur stig: 1. barna- fræðslustig, 2. gagnfræðastig, 3. menntaskóla- og sérskólastig, 4. háskólastig. A barnafræðslustiginu eru barnaskólar. A gagnfræðastig- inu eru unglingaskólar, miðskól- ar og gagnfræðaskólar. A menta skóla og sérskólastiginu eru menntaskólar og sérskólar. A háskólastiginu er háskóli. 3. gr. Barnaskólar eru fyrir börn á aldrinum 7—13 ára. — Barnafræ.ðslunni lýkur með barnaprófi. 4. gr. Unglingaskólar, mið- skólar og gagnfræðaskólar taka þegar við að loknu barnaprófi. Þeir greinast í tvenns konar deildir, bóknámsdeild og verk- námsdeild, eftir því, á hvort námið er lögð meiri áhersla. Unglingaskólarnir eru tveggja ára skólar. Nám í þeim jafn- gildir námi í tveimur neðstu bekkjum gagnfræðaskóla. Því lýkur með unglingaprófi, og veitir það rétt til framhalds- náms í miðskólum og gagnfræða skólum. Miðskólar eru þriggja ára skólar. Nám í þeim jafngildir námi í þremur neðstu bekkjum gagnfræðaskóla. Því lýkur með landsprófi, miðskólaprófi. Það veitir rétt til inngöngu í sérskóla og menntaskóla með þeim tak- mörkunum, er kunna að verða settar í lögum þeirra og reglu- gerðum. Þó veitir aðeins próf úr bóknámsdeild rétt til inn- göngu í menntaskóla og aðra sambærilega skóla. Gagnfræðaskólar eru fjögurra ára skólar. Þó er fræðslumála- stjórn heimilt að leyfa gagn- fræðaskólum í sveitum að veita aðeins tveggja ára fræðslu að loknu unglingaprófi. Nemendur gagnfræðaskóla ganga eftir 2 eða 3 ár undir sama próf sem nemendur unglingaskóla og mið skóla. Burtfararpróf úr gagn- fræðsaskóla,- gagnfræðapróf, veitir rétt til náms í þeim sér- skólum, er þess prófs krefjast, og til starfs við ýmsar opinberar stofnanir. 5. gr. Menntaskólar skulu vera samfeldir fjögurra ára skólar og greinast í deildir eftir því, sem þörf krefur. Burtfarar- próf þaðan, stúdentspróf, veitir rétt til háskólanáms. Um sérskóla segir í lögum þeirra og reglugerðum hvers um sig. 6. gr. Til inngöngu í háskóla þarf stúdentspróf. Þó getur há- skóladeild krafist viðbótar- prófa, ef þörf gerist. Háskólinn greinist í eins margar deildir og þurfa þykir, eftir því sem ákveð ið verður í lögum hans og reglu- gerð. 7. gr. Kennsla er veitt ókeyp- is í öllum skólum, sem kostaðir eru að meiri hluta af almanna- fé. 8. gr. 011 börn og unglingar eru fræðsluskyldir á aldrinum 7—15 ára og skulu ljúka barna prófi og unglingaprófi, svo fram arlega, sem þau hafa til þess heilsu og þroska. Heimilt er þó sveitarfélögum með samþykki fræðslumálastjórnar að hækka fræðsluskyldualdur til 16 ára. 9. gr. Nú getur nemandi ekki stundað skyldunám sökum fjár- skorts, og skal þá veita styrk til þess af almannafé. 10. gr. Nánari ákvæði um framkvæmd á fræðslu, skipan skóla hvers stigs og fjárfram- lög ríkis og sveitarfélaga til skólahaldsins skulu sett í lögum og reglugerðum fyrir skóla hvers stigs. HÖRMULEGT SLYS Maður bíður bana af skoti uppi í skólaseli Gagnfræða- skólans. Á Sunnudagsmorguninn lögðu tveir unglingspiltar héðan úr bænum upp til rjúpnaveiða á Glerárdal. Piltar þessir voru Pétur Hansen, Hafnarstr. 86 og Jóhann Hauksson Brekkug. 21. Þeir komu við í skólaseli Gagn- fræðaskólans í Hlíðarfjalli og áðu þar um stund, en er þeir voru að leggja upp aftur varð Jóhann fyrr ferðbúinn og var kominn spölkorn frá selinu er hann heyrði skothvell þaðan. Hljóp hann til og fann þá Pétur liggjandi á gólfinu og byssu hans við hlið hans. Var Pétur hreyfingarlaus og mun hafa dá- ið samstundis. Hafði skotið far- ið í gegnum höfuð hans. Jóhann hljóp þegar til bæjarins og gerði lögreglunni aðvart. Fór hún á vettvang, ásamt lækni og fleiri mönnum. Var lík Péturs flutt til bæjarins. Jóhann segir Pétur hafa verið í besta skapi eins og venjulega, og engar orsakir vita til þessa sviplega slyss. Pétur var 18 ára, myndar pilt- ur vel látinn. Hann bjó með móður sinni, Áslaugu Guð- mundsdóttur. Er þungt böl að henni kveðið við þenna sorglega atburð. Frá bæjarstjórn. Það skeður margt einkennilegt óf bæjarstjórnarfundum og ekki allt bænum til sóma eða heilla. Síðasti bæjarstjórnarfundur var þessa ágætt dæmi. Fyrst og fremst var samþykkt að leyfa byggingu olíugeyma ofan við Shell-geymana á Oddeyrartanga. Með þessu áframhaldi og með því að gera öllum starfandi olíu- félögum í landinu og væntanleg- um olíufélögum jafnt úndir höfði, ættum við með tímanum að geta fengið olíu-geyma og bensín-geymslur alla leið neðan eyrina og upp í miðbæ. í öðru lagi samþykkti bæjar- stjórn að ætla væntanlegum barnaskóla í útbænum pláss undir nyrðri brekkunni, en sá staður er sá óálitlegasti og ó- heppilegasti, sem hægt var að finna á Oddeyrinni. Fundur í Verslunarmannahúsinu Mið- vikudaginn 24. Okt. — annað kvöld — og hefst kl. 8,30 e. h. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Vetrarstarfið (framh.r.). 3. Kosning starfsnefnda. 4. Orðið er laust (fréttir). Fastlega skorað á félagsfólkið að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Verklýðsmál í síðustu viku sjofnuðu járn- iðnaðarmenn félagsskap með sér. Voru stofnendur 24. Stjórn félagsins skipa: Albert Sölvason, form. Stefán Stefánsson (yngri) ritari Hallur Helgason, gjaldkeri. Er vel að járniðnaðarmenn hafa bundist samtökum um hags- munamál sín. Mönnum í þessari starfsgrein fjölgar óðum. Um leið myndast nauðsynin til sam- takanna. Sjómannaverkfallinu syðra heldur áfram. Stjórn Vinnuveit- endafélags íslands bar brigður á að löglega hefði verið til verk- fallsins stofnað, þar sem aðeins hlutaðeigandi sjómenn höfðu greitt atkvæði um vinnustöðvun- ina. Er málið í úrskurði, en Sjó- mannafélag Reykjavíkur lét fyr- ir helgina fram fara allsherjar atkvæðagreiðslu meðal sjómanna til fullgildingar fyrri atkvæða- greiðslunni, að því viðbættu að leyfilegt væri sjómönnum, að hefja samúðarverkfall til stuðn- ings sjómönnum hjá Ríkisskip og Eimskipafélaginu. 178 sjó- menn, af 182 greiddu atkvæði með lögmæti verkfallsins og leyfi til samúðarverkfalls. í þriðja lagi samþykkti bæjar- stjórn að leggja veginn upp að væntanlegum spítala yfir Lysti- garðinn. Fyrirfannst ekkert pláss heim að þessari, þegar landsfrægu byggingu. Verður um þetta o. fl. rætt nánar í næsta blaði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.