Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 23. Október 1945 Hættuleg Otl að verki I. A líðandi sumri var hér í blaðinu sagt frá máli, sem nokk- uð var einstætt í sinni röð. Bentu niðurstöður þess til þe^s, að rétt- arfarið í landinu væri lítið í samræmi við það geyp, sem við hefir verið haft í sambandi við stofnun fyrirmyndar lýðveldis á íslandi og þjóðin væri menning- arþjóð, sem hefði í heiðíi mann- íéttindi og hið gullvæga hugtak, að allir skuli þegnar þjóðarinn- ar vera jafnir fyrir lögunum. Málið var höfðað og rekið af óbrotnum verkamanni til að fá úr því skorið, hvort hann ætti að njóta sama réttar, samkv. stjórnarskrá ríkisins, og öðrum mönnum hafði verið dæmdur fyrir nokkrum árum. Niðurstöð- ur þess dómsstóls, sem um mál- ið fjallaði, komst að þeirri niður stöðu, að verkamanninum bæri EKKI þessi réttur, og ákvæði stjórnarskrár ríkisins giltu ekki fyrir hann á sama hátt og hing- að til hafði verið litið á. Er hér um annað tveggja að ræða, að því er slegið föstu að stjórnarskrá elsta lýðveldis í heimi, (lýðveldið var endur- reist s. 1. ár) gildi ekki jafnt fyrir alla þegna þjóðarinnar, eða að níðst hefir verið á mann- inum af því að hann er bara verkamaður. Hér er um svo stórvægilegt mál að ræða, að það má ekki þegja það í hel. Um svo mikinn smánarblett á þjóðinni að ræða, að úr því verður að fást skorið, annað hvort í opinberum umræð um eða fyrir dómstólum á ný, hvort réttarfarið í landi voru er vissulega komið svo langt niður á við, að þjóðin taki með þökk- um svona niðurstöðum, og hvort þeim öflum, sem hér hafa fjallað um á framvegis að hald- ast uppi sú ósvinna sem áður- nefnd dómsniðurstaða er. Ég mun því í þessari grein reifa þetta mál ýtarlegar en gert var þegar niðurstöðu þess var getið hér í blaðinu, og ekki síst vegna þess, að reynt er að telja verkalýð landsins á þá skoðun, að réttur einstaklingsins, sem honum er gefinn í stjórnarskrá landsins, sé verklýðssamtökun- um hættulegur. Geri ég þetta upp á eigin áhyrgð og albúinn að reka málið hvort sem er frammi fyrir verklýðssamtökun- um eða dómstólunum, sem skip- aðir eru í samræmi við stjórnar- skrá ríkisins. II. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um það hvílík hætta al- mennu réttarfari í landinu staf- ar af því, að dónrstólar landsins felli úrskurði sína sitt á hvað um samskonar mál, og hve auð- veldlega sú framkoma getur svift þegnana nauðsynlegri virð- ingu fyrir lögum og beitingu þeirra. Stjórnarskrá ríkisins kveður líka svo á, að dómendur skuli eingöngu fara eftir lögun- um, þegar þeir felli úrskurði sína. A þetta að tryggja það, að annarleg sjónarmið dómenda, sem einstaklinga, megi alls ekki koma þar til greina. Mál það, sem hér um ræðir, fjallar um atvinnufrelsi einstakl- inga. Um það kveður stjórnar- skrá ríkisins svo á: „Engin bönd mó leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til." Engin lög geta upphafið sér- stakar greinar stjórnarskrár- innar, eða réttindi sem hún veit- ir ríkisþegnunum, enda er fyrir því hæstaréttardómur, s^m síðar verður vitnað í. Það gefur þá líka að skilja, að samningar milli einstaklinga eða ákvæði hópa manna eða félagaheilda geta ekki svift einstaklingana rétti, sem stjórnarskráin veitir þeim. Ég hefi líka aldrei fyrir- hitt þann mann, sem hefir þoi-að að halda því fram, að það sé annað en stjórnarskrárbrot, að svifta einstaklinginn atvinnu- frelsi. Hitt er aftur vitað, að ýmsir menn hafa löjigun til að brjóta stjórnarskrána og gera það, svo lengi, sem þeim helst það uppi. Ennfremur er það á vitorði allra heilskyggnra manna, að brautryðjendur ein- ræðisstefna eins og fasisma og kommúnisma, virða hvorki stjórn arskrá landsins né almenn lands lög, þar sem þau leggja hömlur á niðurrifsiðju þeirra, innan lýðræðisþjóðfélaga. Að halda ákvæði stjórnarskrárinnar í heiðri er því í raun og veru bar- átta fyrir lýðræði og frelsi, en að láta vera að framfylgja henni eða brjóta hana, gefur ein- ræði og ofbeldi byr undir háða vængi. Er nauðsynlegt að festa sér þetta í minni, þegar kemur til þeirra atriða, sem ég mun leiða fram í dagsljósið í síðari hluta þessarar greinar, og hvaða menn þar koma við sögu. * .i III. Eins og ég hefi áður drepið á, er þessi grein rituð til að vekja — einkum verkalýð þessa lands — til umhugsunar um þá lær- dóma, sem niðurstöður Félags- dóms í máli Bergþórs Baldvins- sonar, hafa að færa. Fyrir liggja þrír dómar, nýlega upp kveðnir um atvinnufrelsi manna, sam- kvæmt stjórnarskránni. Tveir þeiri'a gefa einstaklingnum fullt og óskorað atvinnufrelsi, sem engar hömlur, hvað smávægileg- ar sem þær eru, má á leggja. Sá þriðji, dómurinn í réttinda- máli verkamannsins, gengur hér þvert á móti. Verkamaðurinn á engan samskonar rétt samkvœmt stjórnarskrá ríkisins. Og hér er ekki talað í hálf- kveðnum vísum. Samkvæmt Hæstaréttardómi má ekki leggja hömlur á atvinnufrelsi Halldórs Kiljan Laxness með því að taka frá honum réttinn til að með- höndla og gefa út fornbókmennt- ir íslendinga eins og honum þóknast. Þótt H. K. L. ráði yfir 20 öðrum jafn góðum tækifær- um, sér til framdráttar sem rit- höfundi, og þar að auki sé á svo háum rithöfundastyrk frá því opinbera, að hann gæti lifað góðu lífi á honum einum, má ekki taka frá honum þetta eina tækifæri. Svo algert er atvinnu- frelsi hans samkvæmt stjórnar- skrá ríkisins. Steingrímur Aðalsteinsson, al- þingismaður, fær Félagsdóm til að dæma sig inn í félag, þar sem enginn vill hafa hann, og á hann er litið sem skemmdarvarg í verklýðshreyfingunni, á þeim forsendum, að hann telji hags- munum sínum, sem verkamanns, betur borgið, ef hann sé meðlim- ur í umræddu félagi. Og með at- vinnufrelsi einstaklingsins, sem honum er veitt í stjórnarskránni, að hakhjalli, er St. A. dæmdur inn í félagið. Svo alger er rétt- ur hans talinn samkvæmt stjórn- arskrá ríkisins, að hvorki hefð- bundinn félagslög, sem veita rétt til að hafna þeim mönnum, sem félagið vill vera laust við eða vilji einstaklinga þess, hafa þar ekkert að segja. Atvinnufrelsið verður ekki skert á nokkurn hátt. Þannig leit félagsdómur á, þegar í hlut átti alþingismað- ur. En þegar verkamaðurinn kem ur til þessara dómstóla, er ann- að hljóð í strokknum. Þá kemst Félagsdómur, sem fyrst og fremst er stofnsettur til að gæta hags- muna verkamannsins, að þeirri niðurstöðu, að stjórnarskrá rík- isins gildi ekki fyrir verkamann- inn á sama hátt og fyrir rithöf- unda og alþingismenn. Og svo algert er réttleysi verkamannsins til atvinnufrelsis, samkvæmt nið- urstöðum Félagsdóms í máli B. B. að þó honum sé varnað með félagssamþykktum eða sérstök- um samþykktum milli vinnu- veitenda og verklýðsfélaga að stunda algenga verkamanna- vinnu, og að þetta svifti hann möguleika til að vinna sér og sínum lífsviðurværis, þá hafi það ekkert að segja. Stjórnar- skráin, sem veitir rithöfundum og alþingismönnum atvinnu- frelsi, sem ekki má skerða í einu tilfelli af 20, hún gildir ekki fyrir óbrotinn verkamann. Þannig er réttlætiskennd dóm- enda í Félagsdómi árið 1945 og framkvæmd þeirra á vernd verka mannsins í lýðræðisþjóðfélagi. Hvernig líst mönnum á svona framkvæmd réttlætisins og vernd frelsisins, sem þegnunum er veitt í stjórnarskrá ríkisins? Niðurl. Halldór Friðjónsson. —o— Stnttar erlendar fréttir í næsta mánuði hefjast réttar- höld yfir nasistaforingjunum þýsku, sem sakaðir eru um að hafa afvegaleitt þýsku þjóðina, hrundið henni út í styrjöld og beri ábyrgð á henni. Einnig eru þeir sakaðir um fjöldamorð og hverskonar glæpi aðra. Ákæru- skjalið er í fjórum aðalköflum. Við athugun þess getur maður ekki annað en hugsað til fram- ferðis Rússa og vikapilta þeirra í þeim löndum, sem þeir hafa hernumið, svo svipað er það sagt vera ýmsu því, sem nasista- foringjarnir þýsku eru ákærðir fyrir. Og án þess að mæla þýsku glæpamönnunum nokkra bót, verður ekki varist að álykta að fleiri þyrftu hirtingar við en þeir, ef óflekkað léttlæti á að ííkja. ★ Víðji er enn óróasamt í ný- lendunum. Uppþot og árásir eru daglegir viðburðir. Sumstaðar virðast Japanar róa undir. Ann- ars staðar kommúnistar. Sér- staklega er ólgan mikil í Holl- ensku Austur-Indium og Franska Jndó-Kína. Heimta heimaþjóð- irnar sjálfstjórn og krefjast að erlendir herir hverfi brott úr löndum þessum. ★ Bandarískir ráðamenn hafa látið þess getið, að ekki komi til mála að Rússar mæti á al- þjóða ráðstefnunni fyrir hönd Eystrasalts-ríkjanna, sem þeir brutu grið á hér um árið og hafa undirokað síðan. Er þetta eitt af mörgu, sem sýnir að Banda- ríkjunum er alvara að spyrna fótum við yfirgangi Rússa við nágrannaþjóðir þeirra. ★ Þá liafa handarísk stjórnar- völd bannað samfylkingarbrölt kommúnista á hernámssvæði Bandaríkjanna í Þýskalandi, en eins og vitað er, er það ein að- ferðin sem kommúnistar við- hafa að lokka og hræða aðra

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.